Þjóðviljinn - 25.11.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. nóvember 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Stjórnarfrumvarp um útvarpsrekstur ríkisins vegna tilkomu sjónvarpsins ■ Ríkisstjómin hefur lagt fram frumvarp um breyting á lögum um útvarpsrekst- ur rikisins frá 1938. Frum- varpið er svohljóðandi: 1. gr- 1. grein laganna orðistþann- ig: Ríkisstjómin hetur einkarétt til að reka útvarp (hljóðvarp og sjónvarp) á Islandi. Hún laetur starfraekja í Reykjavík hljóðvarps- og sjónvarpsstöð og endurvarpsstöðvar annars staðar á landinu. Stöðvamar og starfræksla þeirra nefnist einu nafni Ríkisútvarpið og ber undir menntamálaráðu- neytið. 2- gr. 1. málsgrein 6. greinar lag- ahna orðist þannig: Hver sá maður, heimili eða stofnun, sem er eigandi við- tækis, er nota má til að hag- nýta útvarp ríkisins, skal greiða til Ríkisútvarpsins árlegt afnotagjald. Innheimta skal sérstakt hljóðvarpsgjald og sér- stakt sjónvarpsgjald. 3. gr. 5. málsgr. 6. gr. laganna orð- ist þannig: Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um hagnýtingu útvarps (hljóðvarps og sjón- varps), gjaldskyldu útvarps- notenda, innheimtu afnotagjalda og greiðslur fyrir tilkynningar og upplýsingar, sem birtareru í hljóðvarpi og sjónvarpi. I reglugerð má ákveða, að af- notagjald skuli greiða af hverju viðtæki, þótt fleiri séu en eitt 30 bækur frá Leiftri á jáiamarkaðinn í ár Um þessar mundir koma út 30 baékur frá Leiftri. Em 15 þeirra þegar komnar á markað- inn en hinar koma flestar út næstu daga, sú síðasta kemur út í byrjun desembcr og eru það Spakmæli Yogananda. • Af þeim bókum sem koma Úttí þessari viku má nefna., svipmyndum eftir Steinunni S. Briem. Upphaflega var gertráð fyrír að 100 viðtalsþættir yrðm í bókinni, en efnið reyndist of mikið í eitt bindi, 1 bókinni eru 55 viðtöl sem allflest hafa birzt í Fálkanum eða Vísi og verður væntanlega gefið útann- að bindi á næsta ári. Viðtölin eru við þekkt fólk um trúar- leg efni, leiklist, dans og tón- list. Sjálfsævisaga Sigurbjörns Þorkelssonar i Vísi ncfnist Himneskt er að lifa. Sigur- bjöm var einn af stofncndum IR og K.F.U.M. og má finna í bókinni frásagnir af fyrstu dögum þessara félaga. Sigríður Einars frá Munaðarnesi hefur þýtt Ljós í myrkrinu eftir Mic- hel Del Castillo. Fjallar bók- in um dreng sem hrekst um Evrópu á styrjaldarárunum. Þá kemur út hjá Leiftri ævi- saga Georgs Washington Carv- er sem Henry Thomas hefur ritað. G.W. Carver fæddist 1864 og vann sér það helzt til frægðar að vinna 300 mis- munandi efni úr jarðhnetunni en hún hafði áður verið notuð til að fóðra svín. Aðrar þýdd- ap , Lækur cru - Leiðsögn ti l lífshamingju, eftir Martinus, síðara bindi og Steinaldarþjóð þcwnsótt öði-u sinni. Sú síðar- nefnda er eftir Jens Bjerre og segir frá því er höfundurinn og ástralskir varðflokksstjórar brjótast yfir torgeng, skógi vaxin fjöll til frumstæðra íbúa Nýju Gíneu. 1 bókinni em 56 litmyndir. Sem fyrr segir koma Spak- mæli Yogananda út í byrjun desember en Yogananda er einnig höfundur bókarinnnr Hvað er balc við myrkur lok aðra augna? Af barnabökum Leifturs má nefna Vísnakver krakkanna sem Margrét Jónsdóttir hefur tekið saman. Jólagleði; sögúr og Ijóð eftir Skúla Þorsteins- son námsstjóra og Stóm æv- intýrabókina, Einu sinni var. 1 ævintýrabókinni em fjölmörg myndskreytt ævintýri. á hverju heimili eða í stofnun, og að sérstakt gjáld skuli greiða af útbúnaði til hljóð- varpsmóttöku í sjónvarps- eða talstöðvartækjum. Heimilt er að ákveða í reglugerð um inn- siglun tækja vegna vanskila á afnotagjöldum og um öráttar- vexti eða gjaldhækkun vegna greiðsludráttar. I athugasemdum við laga- fmmvarp þetta segir: I gildandi lögum um útvarps- rekstur ríkisins em engin á- kvæði um sjónvarp. í samræmi við alþjóðlega málvenju hefur hins vegar verið litið svo á, að sjónvarp (television) væri þátt- ur útvarps (radio), enda segir í alþjóðafjarskiptasamningnum, sem gerður var í Genf 1959 og Island fullgilti 1960 og 26. gr. fjarskiptalaganna nr. 30 1941 gerir ráð fyrir að hafi lagagildi á tslandi, að orðið út- varp (radio) sé „almennt hug- tak, sem tekur til notkunar út- varpsbylgna“, en sjónvarp byggist eins og kunnugt er á notkun útvarpsbylgna. Með bréfi dags. 30. janúar 1957, til- kynnti menntamálaráðuneytið Ríkisútvarpinu, að það teldi sjónvarpsmál falla undir Ríkis- útvarpið. Á grundvelli þessa bréfs annaðist Ríkisútvarpið undirbúning að íslcnzku sjón- varpi, en tilraunasendingar á heilli kvölddagskrá hófust 30. september s.l. Á næstunni þarf að ákveða afnotagjald fyrir sjónvarpið og hefja innheimtu þess. Áður en það er gert þykir rétt, að tekin séu í lög skýr ákvæði um það, að sjónvarp sé þáttur útvarps, að Ríkisútvarpið skuli annast bæði hljóðvarps- og sjónvarpsrekstur og að inn- heimta skuli bæði hljóðvarps- og sjónvarpsgjald. Auk þessa em gerðar smá- vægilegar breytingar á gild- andi lagaákvæðum. Ekki hefur þótt ástæða til að taka upp sjálfsögð atriði, sem nú em í 1. gr. laga nr. 68/1934, þ.e. að auka megi orku útvarpsstöðva og að ástæður skuli ráða upp- setningu nýrra stöðva. Ekki hefur heldur verið tekið upp í frumvarpið það ákvæði laganr. 68/1934, að um orkuaukningu Reykjavíkurstöðvar og um bygg- ingu endurvarpsstöðva fari eftir ákvörðun Alþingis hverju sinni. Hér er væntanlega áttviðfjár- lagaákvæði, og hefur Alþingi að sjálfsögðu alla aðstöðu til afskipta af þcssum málum með fjárlagasetningu eða á annan hátt, þótt þetta ákvæöi sé fellt brott, en á hinn bóginn getur það, ef það helzt, skapað vaía um sjálfstæðan rétt Ríkisút- varpsins til nauðsynlegra fram- kvæmda. I 3. gr. er ákvæði um, að heimilt sé að krefjast afnota- gjalds af sérhverju viðtæki, en eðlilegt virðist, að svo verði um sjónvarp. Þá er tekið fram, að afnotagjald hljóðvarps megi innheimta af úthúnaði til hljóð- varpsmóttöku í tækjum, sem að- allega em ætluð fyrir sjónvarp cða talstöðvarstarfscmi. Loks er tckið fram til öryggis, að lög- mæt sé núverandi aðfet'ð að hækka afnotagjald um vissa krónutölu tiltekinn tíma eftir gjalddaga, í stað þess að reikna í hvert sinn út dráttarvexti, sem reynzt hefur óframkvæm- anlegt. 1 gildandi lögum er ekki minnzt á, hvemig ákveða skuli greiðslur fyrír tilkynning- ar og auglýsingar, sem birtar eru í hljóðvarpi og sjónvarpi, Hér er kveðið svo á, að setja skuli ákvæði um þetta í reglu- gerð. DAS HA YDN-TR/0 Hayiln-tríóið. Tónlistai'félagið stendur síg nokkuð vel þessa dagana. Um daginn vom þeir með strengja- kvartett, nú síðast á mánudag og þriðjudag með tríó, og bara einn sólópíanista ámilli. Þetta ér nú talsverð framför frá því sem oft var áður. Vonandi helst þetta nú eitt- hvað, því það er svo ári nota- legt að ylja sér við kammer- músik, þegar skammdegið sígur á. Þeir félagarnir frá Vín, sem kenna sig við gamla Haydn, voru kærkomnir gest- ir, og allir sem einn, Kamp- er, Schnitzler og Schulz, af- bragðs músíkantar. Það er á- reiðanlega ekki mörg píanótríó á ferðinni í heiminum, sem standa þeim á sporði, hvað þá framar. Fyrirbrigðið er reynd- ar að verða æ sjaldgæfara. Hvað veldur, liggur ekki beint í augum uppi, því músíklitt- artúrinn er fullur meistaraleg- um tríóum frá öllum tímum. Og eitt slikt var þungamiðjan á þessum tónleikum, það í Es- dúr Op. 100 eftir Schubert. Vínaramir sáu um að þessi glitrandi tónsmíð nyti sín til fulls, svo ékki varð á betra kosið. Hin verkin tvö, Tríó í F-dúr eftir Haydn, og fremur langdregnar spekúla- sjónir um írsk þjóðlög eftir Martin (Frank?), komust einn- ig mjög ánægjulega til skilai — L. Þ. «»•■■■■* i) Ráðstef na haldin nýlega um umbætur í ríkisrekstrinum Eins og skýrt hefur verið frá boðaði fjármálaráðheiTa ný- verið til ráðstefnu um umbæt- ur í opinbcrum rekstri. Ráð- stefnan var haldin 17. — 19. þ.m., og tóku þátt í henni Við gleðjumst Um aldir voru Danir herra- þjóð og við íslendingar undir- sátar þeirra, og samskipti þjóð- anna mótuðust af því. Hin langa sjálfstæðisbarátta okkar skildi eftir sár og ör, scm seint ætla að hverfa. Við íslending- ar höfum verið iðnir við að ýfa þessi sár okkar. Og Danir eiga erfitt mcð að gleyma, að við slitum konungssambandi við þá, meðan þeir voru enn í heljargreipum nazista. Víö- sýnir Danir hafa þó skilið að- stöðu okkar þá og erfa þetta ekki við okkur. í dag hafa þeir sýnt og sannað drenglyndi sitt og bróðurhug í okkar garð. Ég dreg í efa, að nokkur önnur þjóð hefði fallizt á að skila okkur svo dýrmætum forngrip- um sem handritin eru. Það er því ekki að óstæðu- lausu, að fánar blakta við hún og að gleðisvipur er á hverju andliti og unglingar mega ekki vera að því að mæta í kennslu- stundir í skólum, því að þeir burfa að fara og hrópa húrra fyrir Dönum. — Já, svo sann- arlega ber okkur að gleðjast og þakka, þakka öllum þeim mörgu Dönum, sem stóðu með okkur í málinu, og þeim ís- lcndingum, sem skeleggast hafa barizt fyrir okkur. Þar hafa margir lagt hönd að. En einn er só maður, sem við megum ekki gleyma að þakka. Það er lýðskólakennarinn og rithöf- undurinn Bjarni M, Gíslason í Ry á Jótlandi, í ræðu og riti hefur hann um tuttugu ára skeið skýrt málstað íslendinga um Norðurlönd öll. Þessi bar- átta varð óðar en varði svo tímafrek, að hann varð að hætta kennslustörfum. í 15 ár hefur hann helgað sig þessu máli eingöngu. Kona Bjarna. sem er dönsk, hefur haldið heimilinu uppi fjárhagslega. Þau hjón eiga fyrir þrem börn- um að sjá. Nú þegar sigur er unninn í handritamálinu, á Bjarni við nýja erfiðleika að etja, kona hans er lömuð og getur enga Bjarni M. Gislason. björg sér veitt. Gleði þessa bar- áttumanns okkar mun því í dag vera blandin nokkrum kvíða. — Á þessum gleðidegi langar mig því til að beina þessari spuyningu til íslenzku þjóðarinnar og forystumanna hennar: Ber okkur ekki skylda til að veita Bjarna M. Gísla- syni heiðurslaun við hæfi? Reykjavík 17. nóv. 1966 Guðrún J. Halldórsdóttir. ráðuneytisstjórar og forstöðu- menn stærri stofnanna og fyr- irtækja, sem ríkið rekur eða A hlut að. Ráðstefnan var haldin á vegum hinnar nýstofnuðu fjár- laga- og hagsýslustofnunar fjármálaráðuneytisins, en með- al verkefna hennar er að hafa frumkvæði að umbótum í opin- berum rekstri og rannsóknum á því sviði. Megintilgangur ráðstefnunn- ar var að leiða í ljós skoðan- ir þátttakenda á þeirri viðleitni, sem höfð hefur verið uppi til umbóta í ríkisrekstrinum á undanförnum árum og hvaða stefna skuli ríkja í þeirri við- leitni á komandi árum. Störfum ráðstefnunnar var þannig hagað, að fjórir fyrir- lesarar voru fengnir til að flytja erindi, „rasjonaliserings- sjef“ Leif' H. Skare, dr. Rolf Waaler, fv. rektor verzlunarhá- skólans í Bergen, Ámi Vil- hjálmsson, prófessor, og Lars Mjös, forstjóri norska hagræð- i ngarfyrirtækisins Industrikon- sulent A/S. Milli erindanna ræddu þátttakendur viðfangs- efni ráðstefnunnar í litlum um- ræðuhópum, sem hver um sig skilaði áliti í lék ráðstefnunn- ar. Þátttakendur voru þeirrar skoðunar, að margt hafi verið gert undanfarin ár, sem til um- bóta horfi í ríkisrekstrinum. Sem dæmi vom nefnd aukin notkun skjTsluvélatækni, vax- ardi sameiginleg innkaup eft- ir útboðum, sameining tóbáks- og áfengisverzlunar, vegaáætl- anir, notkun ákvæðisvinnu o.fl. Þútttakendur töldu mörg ó- leyst viðfangsefni bíða úr- lausnar. Meðal þeiira, sem mest bar á var bætt skipulag á und- irbúningi að og ákvörðun um opinberar framkvæmdir. Var talið nauðsynlegt í þvi sam- bandi að gera áætlanir til langs tíma í því skyni að koma í veg fyrir, að Alþingi ákveði að ráðast í fleiri verkefni en handbært fjármagn hrekkur dl á hverjum tíma. Jafnframt var það almenn skoðun, að auka bæri notkun útboðsfyrirkomu- lags við opinberar framkvæmd- ir. Almennt var talið nauðsyn- legt að Alþingi setji hverri grein ríkisrekstrar skýr mark- mið og geri henni síðar fjár- hagslega kleift að ná þeim með skipulegum og hagkvæm- um vinnubrögðum. Talið var nauðsynlegt að auka fræðslu um málefni opin- berrar stjórnsýslu, bæði í skól- um og innan ríkisrekstrarins sjúlfs. Þátttakendur töldu launakerfi ríkisins of ósveigjanlegt og nefndu dæmi þess, að ríkið®- missi hæfileikamenn úr þjón- ustu sinni vegna yfirboðs á kaupgreiðslum annarsstaðar. Á hinn bóginn komi lögvarin rétt- indi ríkisstarfsmanna i veg fyrir, að stofnanir losni við starfsmenn, sem reynast af- kastalitlir við vinnu sína. Þátttakendur töldu, að sam- vinna stofnana innan ríkis- rekstrarins sé ekki nægileg og þvi séu fundir eins og þessi ráðstefna mikils virðí. Þátttakendur töldu spor stig- ið í rétta átt með þeirri á- kvörðun ríkisstjómarinnar að setja fjárlaga- og hagsýslu- stofnun fjármálaráðuneytisins á fót. I heild sýndi ráðstefnan mjög jákvæða afstöðu tilþess, að hafin verði ný sókn til um- bóta f rekstri ríkisins eftir þvi sem allar aðstæður frekast leyía. Fjármálaráðherra sleit ráð.- stefnunni með ræðu, þar sem hann dró saman helztu niður- stöður ráðstefnunnar og ræddi þær. Ráðherra taldi hættulega þá skoðun, sem oft yrði vart hjá borgurunum, að margvísleg starfsemi á vegum ríkisins væri óeðlilega dýr og óhagkvæm. Það væri hinsvegar mikilvægt, að stjórnsýsla ríkisins og framkvæmdir væru með þeim hætti, að til þeirra væri hægt að vitna sem fyrirmyndar. Kvaðst ráðherra telja ráðstefn- una hafa leitt í Ijós, að for- stöðumenn hinna ýmsu ríkis- stofnana hefðu einlægan vilja á að stuðla að sem hagkvæmust- umv . vinnubrögðum, jafnhliða goðri þjónustu stjórnsýslukerf- isins við borgarana. Væri brýn nauðsyn að vinna samhent og skipulagsbundið að hagsýslu- málunum á grundvelli þessa góða skilnings. (Frá f.jármálaráðuneytinu). LONDON 23/11 — Brezka olíufé- lagið BP skýrði frá því í dag að starfsmenn þess hefðu fundic jarðgas í borholu á botni Norð- ursjávar. Koma 1,2 miljónir ten- ingsmetra af gasi úr holunni i sólarhring.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.