Þjóðviljinn - 25.11.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1966, Blaðsíða 10
Ustsýning í skólum opnuð í gœr 1 gær var opmið í Langholts- skólanum sýning á 15 málverkum úr Listasafni ríkisins. Listasafni ASl og Ásgrímssafni. Sýningin verður opin i skólanum í viku- tíma eða svo, en siðan færð í einhvern annan skóla. Þannig er ætlunin að hún gangi á milli allra skóla í Reykjavík eftir því sem við verður komið og hús- næði er fyrir hendi. 1 opnunarræðu sinni sagði Hjörleifur Sigurðsson listmálari, en hann hefur séð um val mynd- anna og uppsetningu, að forvitní- legt verði að "sjá hvemig muni ganga að tengja sýninguna sjálfri kennslunni í skólunum. Mynd- imar eru valdar með það fyrir augum að þær spanni sem lengst tímabil. Á næstunni mun svo verða komið á fót annarri farandsýn- ingu fyrir skólana með minjum úr fórum Reykjavíkurborgar. Vinnur Lárus Sigurbjömsson minjavörður borgarinnar nú að því að koma sýningunni sarrian. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á Alþingi og ríkisstjórn: Gerúar verði ráðstafanir vegna Norðurstjörnunnar '■ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 22. þ.m. að skora á Alþingi og ríkisstjóm að gera þegar í stað tiltækar ráðstafanir til að leysa reksfcurserfiðleika Norður- stjömunnar h.f. svo að ekki komi til þe^s að fyrirtækið leysist upp en það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir atvinnulíf í bænum, einkum að því er varðar konur. x I fróttatilkynningu sem Þjóð- viljanum barst í gær frá bæjar- stjóm Hafnarfjarðar um sam- þykkt þessa segir svo: í tilefni af viðræðum stjómar- formanns „Norðurstjömunnar“ h.f. við bæjarráð hinn 14. þ.in. og í framhaldi af aðgerðum bæj- arráðs, samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tel- ur að með stofnun niðursuðu- verksmiðju „Norðurstjörnunnar" h.f., hafi þeir einstaklingar og lánastofnanir, er stóðu að henni, hrundið í framkvæmd merkri til- raun til fullnýtingar sjávarafla, en nauðsyn slíks hefur mjög ver- ið á lofti haldið og hlotið al- menna viðurkenningu. Óhagstæð verðlagsþróun ásamt ýmsum byrjunarerfiðleikum, hafa valdið þessu fyrirtæki miklum fjárhags- örðugleikum og leitt til reksturs- stöðvunar um sinn. Með því hinsvegar að snúizt hefur til betri vegar um rekst- ursskilyrði fyrirtækisins, sökiverð framleiðslunnar hækkað á er- lendum marikaði, aðoastageta ver- ið aukin og lagður grundvöllur að aukinni hagkvæmni í rekstri, lítur bæjarstjóm bað mjög alvar- legum augum, hvort heldur frá almennu sjónarmiði eða að bvi er varðar atvinnuhorfur í bænum, einkum fyrir kvenfólk, ef þessi merka og að mörgu leyti vel grundvallaða tilraun yrði hér með lokið, svo sem allt útlit er fyrir, <yg verksmiðjan leyst upp, ef til vill einvörðungu vegna stundarerfiðleika. Fyrir því skor- ar bæjarstjóm á hið háa Alþingi og ríkisstjóm að gera þegar i stað tiltækar ráðstafanir svo að til slíkra aðgerða þurfi eigi að koma fyrr en þá að fenginni nokkurri reynslu. Verði fyrirtæk- inu veittur nokkur rekstursstuðn- ingur í þessu augnamiði, svo sem nú á sér stað um suma aðra þætti atvinnulífsins, sem þó hafa að baki lengri þróun. Telur bæjar- stjóm slíkt því meiri nauðsyn þar sem fyrirtækið er búið fullkomn- Framhald af 7. síðu. Föstudagur 25. nóvember 1966 — 31. árgangur — 270. tölublað. Seinagangur og lít- // afköst á Álþingi Hver dagurinn liður af öðrum á starfslitlu Alþmgi. 1 gær voru til dæmis aðeins þrjú mál á dag- skrá beggja þingdeilda. I efri deild var stjómarfrum- varp om útvarpsrekstur rikisins til fyrstu umræðu og er nánar sagt frá frumvarpinu og umræð- unni á öðrum stað i blaðinu i dag. I neðri deild voru 2 mál á dagskránni. Til 1. umræðu var frumvarp um löggildingu á verzl- unarstað í Egilsstaðakauptúni 1 Suður-Múlasýslu, sem þingmenn Austurlands flytja. Mælti Halldór Ásgrímsson fyrir frumvarpinu, sem flutt er að beiðni hrepps- nefndar Egilsstaðahrepps. Málinu var vísað til nefndar og 2. um- raaðu. Þá var til 2. umræðu frum- varp um sölu eyðijarðarinnar Lækjarbæjar, og þvi vísað til 3. umræðu. Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs ntan dagskrár á fundi neðri deildar í gær eg gagnrýndi seinaganginn á afgrreiðslu þing- mála. Nefndi hann sem dæmi að frumvarp Alþýðubandalagsmanna um skipun verðlagsnefndar o.fl. hefði nú iegið óafgreitt um mán- aðarskeið h já f járhagsnefnd. deildarinnar, án þess aðkallandi verkefni önnur hvildu þó á þing- mönnum. Form. fjárhagsnefndar, Davíð Ólafssan, svaraði Einari og kvað nefndarálits brátt að vænta. Gísli Guðmundsson talaði einn- ig og minnti á mál sem hægfara hefði verið í þinginu. Smíði endurvarpsstöðva sjónvarpsins beaar ákveðin Jólainnkaupin enn ekki hafin Fól-k virðist ætla að verða seinna á ferð með jólainnkaupin þetta árið en undanfarið, að því er nokkrum verzlunarstjórum er Þjóðviljinn átti tal við í gær, bar saman um. I fyrra um þetta leyti var jólaverzlunin þegar í fullum gangi og mikil ös í búðum, en nú er sala enn jöfn og ekki farið að bera á jólagjafakaupum. Má því búast við enn meiri ös en venjulega í desember. Verzlanir hafa að venju mikinn viðbúnað til að taka á móti straumnum og voru fyrsfcu jólaút- stillingamar komnar f búðar- gluggana þegar 1 byrjun nóvem- ber, en líklega er allur þessi gauragangur kaupmannanna kringum jólahátíðina farinn að hafa þveröfug áhrif við það sem þeir ætlazt til, fólk er orðið leitt á jólaumstanginu löngu áður en hátíðin hefst. Stjórnarmeðlimir Læknafélaganna og frú Anna, dóttir Guðmund- ar Hannessonar, virða fyrir sér Læknablað hans sem nú er gefið út ljósprentað. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Gefa út í bókarformi lækna- b/að Guðmundar Hannessonar — bókin ljósprentuð í 500 tölusettum eintökum Landsliðið tapaði 25:18 V-þýzka handknattleiks- liðið Oppum lék 3ja leik sinn I Islandsferðinni í gær- kvöld í fþróttahöllinni. Að þessu sinni léku þeir við lið valið af Iandsliðsþjálf- ara. Er skemmst írá því að segja, að Þjóðverjamir ger- sigruðu Iandsliðið með 25 mörkum gegn 18. í hálfleik stóðu leikar 13—6- fyrir Þjóðverjana, sem vom betra liðíð allan tímann. Islenzka liðið féll mjög illa saman, en Þjóðverjam- ir vora í góðu skapi og spöruðu bæði pústra og hrindingar. Q 1 txlefni 100 ára afmælis Guð- mundar Hannessonar prófessors þann 9. september í haust létu stjórnir Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur Ijós- prenta læknablað það sem Guð- mundur gaf út á Akureyri á ár- unum 1902—1. 13 Undanfarið hefur bókin verið afgreidd til áskrifenda en eftir 1. desember verður afgangurinn seldur almenningi í Domus Med- ica daglega kl. 1—5. Bókin er í stóru broti, bundin £ hvítt skinnlíki og kostar 1.000 kr.. Er h»n Ijósprentuð eftir ein- taki sem verið hefur f eigu eig- inkonu Guðmundar, frú Karólinu ísleifsdóttur, en er nú varðveitt í Háskólabókasafni. Hingað til hafa aðeins verið til 4 eintök af læknablaði Guðmundar og er það því merkur atburður að þessi sögulega heimild um heilbrigðis- ástandið á þessum tíma og lifn- aðarhætti fólksins, skuli vera gef- in út £ bókarformi. Ólafur Bjamason, formaður Læknafélags Islands sagði frá læknablaðinu og tilgangi þess á fundi með fréttamönnum f gaer. Prófessor Guðmundur skrifaði allt blaðið eigin hendi, hekto- graferaði nokkur eintök og sendi starfsbræðrum sínum ,á Norður- cg Austurlandi og var þetfe fyrsta læknablað Islands. Guðmundur Hannesson var fæddur 1886 á Guðlaugsstöðum í A-Húnavatnssýslu. Stúdentsprófi Jauk hann frá Menntaskólanum í Reykjavík og embættisprófi í læknisfræði frá Hafnarháskóla 1894. Þegar heim kom var Guð- mundur settur héraðslæknir á Sauðárkróki, en tveim árum síð- ar var honum veitt Akureyrar- hérað' þar sem hann starfaðí í 10 ár. En þrátt fyrir erilsamt starf í stóru læknishéraði hafði hann tíma til að skrifa, fjölrita og gefa út læknablað sitt í því skyni m.a. að koma á nánara samfoandi milli lækna og að safna skýrsl- um um farsóttir í landinu. Til að gefa hugmynd um efni læknablaðs Guðmundar Hannes- sonar má nefna að í þvi birtist ítarleg ritgerð um sóttvamir, fræðilegar greinar um fjölda sjúkdómsfyrirbæra, greiningu á beim og meðferð. I flesfcum blöð- Framhald á 7. siðu. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra skýrfti frá því á þingfundi í gær, að stjómarvöld hefftu nú þegar ákveðið að reist- ar verfti endurvarpsstöftvar sjóu- varps í Vestmannaeyjum, Borgar- nesi, Grindavik og Vík í Mýrdal til þess aft tryggja ibúunnm á Suðurlandsundirlendi og nokkr- um hluta Vesturlands þjónustu sjónvarpsins. Einnig hefði verið ákveðið aft hehnila Rikisútvarp- inu að byggja samtímis endur- varpsstöð á Skátafelli og Vaðla- heiði. Þessar ákvarðanir, sagði ráð- herra, verða tilkyrmtar Ríkisút- varpinu jafnskjótt og frumvarp það tm útvarpsrekstur rfkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi hef- ur verið samþykkt. „Fomgripur", sagði varafor- maftur Framsóknarflokksins Frumvarpið um útvarpsrekst- urinn fjallar um það fyrst og fremst að lögfesta ótviræð 1 á- kvæði um sjónvarpið — en frá frumvarpinu er nánar skýrt á öðrum stað í blaðinu í dag. / Við fyrstu umræðu í efri deild Alþingis í gær fylgdi mennta- málaráðherra frumvarpinu úr hiaði með nokkrum orðum, en síðan tók Ólafur Jóhannesson t‘I máls. Fannst honum frumvarpið helzti magurt og taldi eðlilegt að ýmis ákvæði gömlu útvarpslag- anna yrðu tekin til endurskoðun- ar nú, þegar á annað borð er far- ið að hreyfa við lögunum. ’Sem dæmi um ákvæði, fomgrip sagði þingmaðurinn, sem að skaðlausu mætti niður falla úr útvarpslög- unum nefndi hann málslið í 3. grein, svohljóðandi: „Enn fremur er ráðherra heimilt að semja við blöð lýðræðisflokkanna um þátt- töku i starfrækslu fréttastofunn- ar, eftir nánari fyrirmælum í reglugerð, er ráðherra setur.“ Ölafur Jóhannesson hafði ann- ars uppi almennar hugleiðingar um nauðsyn löggjafar í hvert sinn sem settar eru á fót nýjar ríkisstofnanir eða stofnuð ný embætti. Einnig varpaði hann því fram, hvort ekki væri athugandi að taka upp í þetta nýja útvarps- frumvarp ókvæði um dreifingu sjónvarpskerfisins um landið. Ráðherra taldi að Alþingi hefði ekki á neinn hátt verið sniðgengið í sambandi við sjón- varpið en kvaðst sammála síðasta ræðumanni um brýna nauðsyn á endurskoðun laganna um útvarps- rekstur. Kvaðst hann vona að hægt yrði að leggja fyrir næsta þing endurskoðað frumvarp um útvarpsreksturinn. Lögfestingu 4- kvæða um dreifingu sjónvarps- kerfisins taldi ráðherrann hins- vegar mjög óheppilega. Hver er sá karl karla? Þórhallur Vilmundarson próf- essor flytur þriftja fyrirlestur sínn um náttúrunafnakenninguna í hátíðasal Háskólans sunnudag- in 27. þ.m. 2.00 e.h. Fyririest- urinn nefnist Hver er sá karl karla? Ollum er heimill aðgangur. Landið þitt: uppsláttar- bók um bvggiir íslands í dag kemur i bókaverzianir ný bók eftir Þorstein Jósepsson blaftamann. Bókin heitir „Landift þitt“ og er uppsláttarbók um sögu og sérkenni nær 2000 stafta og bæja á landinu. Útgefandi er Bókaútgáfan öm og örlygur h.f., en að því fyrirtæki standa sömu menn og að Handbókum s.f., sem gefið hafa út ferðahandbækumar alkunnu. Upphafiega var ráðgert að bókin Landið þitt, yrði uppslátt- arbók fyrir ferðamenn, bæði inn- lenda og erlenda og þá í hand- hægu broti, en niðurstaðan varð sú að gefa út bók fyrir Islend- inga, þar sem menn geta gengið að ýmsum fróðleik um hina og þessa sfcaði á iandinu. Bókin er þannig handhæg hverjum þeim, sem viH frasðast um srnar heima- slóðir, ferðamönnum og einnig þeim sem af einhverjum ástæð- um þurfa að vita deili á einstok- um stöðum á landinu. Þorsteinn hefur unnið að samningu bókarinnar frá því í ársbyrjun 1965. Svo vel vildi til, að ailt. síðan hann hóf blaða- mannsstörf fyrir tæpum þrjátíu árum, hefur hann haldið skrá yfir innlenda staðfræði hvar sem hann hefur rekizt á hana í bók- i!m og annarsstaðar. Þannig varð samning bókarinnar mun auð- veldara verk en ella, þvi hann gat gengið að öllum upplýísing- um vísum. Höfundur valdi þá leið, að vitna ekki mikið í íslendingasög- ur eða Sturlungu, því að á þeim fróðleik, sem þar er að fínna ætti hver Islendingur að kunna nokkur skil. Hinsvegar gefcur hann minnisverðra atburða á hverjum stað allt frá miðöldum og fram á okkar dag og kryddax með ívitunum í þjóðsögur. Þann- ig verður undra létt yfir þessu uppsláttarriti. Hér skal tekið dæmi af handahófi úr bókinni: „MÖÐRUVELLIR (G.K.) bær í Kjós. Þar kom upp magnaður draugagangur skömmu fyrir alda- mótin 1800. Var draugur sá Móri kallaður og alræmdur fyrir hrekkvísi sína, enda varð hann oft skepnum að bana, þó að ■hann grandaði. ekki fóiki. Húkti hann oft uppi á búrbita í ná- vist húsfreyju og beið þess að hún skammtaði sér mat eins og öðru heimilisfólki. Gerði hann sér þá stundum til dundurs að kasta í matinn . torfusneplum, eða grjóti, stundum fór hann líka í skyrsáina, hrærði í þeim Þarsteinn Jósepsson. með löppunum og sletti skyrinu allt í kringum sig með krumlun- um.“ Ártöl efu yfirleitt ekki mik- ið notuð, nema/ þá til að tíma- setja þá menn, sem um er getið. Við samriingu bókarinnar leit- aði höfundur til margra stað- fróðra manna í sýslum landsins Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.