Þjóðviljinn - 03.12.1966, Side 1
Laugardagur 3. desember 1966 — 31. árgangur — 277. tölublað.
Gerið skil i Happdrætti Þjáðviljms
■ Þeir sem fengið hafa senda miða í Happdrætti Þjóðviljans eru
beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Tekið er við skilum á afgreiðslu
blaðsins, Skólavörðustíg 19, og í íjarnargötu 20.
■ Dregið verður hinn 23. desember n.k. Aðalvinningarnir eru tvær
Moskvitsj-bifreiðar, árg. 1957. — Verð happdrættismiðans er 100 kr.
Engiri iausn
* Eins og sagt var frá hér
í Þjóðviljanum íögðu
póstménn niður eftir-
"vinnu þrjá fyrstu dag-
ana í þessari viku til að
mótmæla þeim kjörum
sem þeim er boðið upp
á. Hafa þeir lengi reynt
að fá leiðréttingu sinna
máia, en ekkert gengið
og því greip Pósimanna-
félagið til þess ráðs að
hefja eftirvinnuverkfall.
* Þrátt fyrir eftirvinnu-
verkfallið hafa engin
tilhoð borizt frá póst- og
Símamálastjórn um kjara-
breytingar, hins vegar
var póstmönnum hótað
stefnu fyrir félagsdóm
vegna verkfallsins, sem
þeir telja þó fyllilega
lögmætt, þar sem eftir-
vinnuskylda er aðeins
fimm tímar á mánuði.
* Á fundi stjórnar Póst-
mannafélagsins um há-
degið í gær var ákveðið
að halda áfram eftir-
vinnuverkföllum í des-
ember strax og starfs-
menn hafa lokið fimm
tíma skyldunni. Munu
starfsmenn margra
deilda póstsins hafa lok-
ið eftirvinnuskyldunni
þegar í gær, en síðdegis.
var þó ákveðið sam-
kvæmt* beiðni að halda
eftirvinnu áfram fram í
næstu viku.
* Má búast við að öll '
afgreiðsla á bæði böggla-,
bréfa- og tollpósti tefj-
ist mjög af þessum sök-
um, ekki sízt þar sem
jólapóstur er farinn að
berast til landsins.
Fjárlagafrumvarp ársins 1967 ber
engin merki verðstöðvunarstefnu
— segir fulltrúi Alþýðubandalagsins
í fjárveitingarnefnd Alþingis, Geir
Gunnarsson, við 2. umræðu fjárlaga
Svo staðráðnir virðpist stjórnarflokkámir í því að halda
verðbólgustefnunni áfram, ef þeir fá ráðið málum eftir
kosningarnar næsta sumar, að í engu er reynt að sam-
ræma.fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár þeirri verðstöðvun
sem ríkisstjómin þykist nú keppa að, að öðru leyti en því,
að ríflegu fé verður varið til niðurgreiðslna. Fjárlagafrum-
varpið fyrir árið 1967 ber öll merki fyrri verðbólgufjár-
laga viðreisnarstjómarinnar. Hækkunin frá fyrra ári er
meiri en nokkru sinni fyrr, eða nálega 900 miljónir króna,
sem • svarar til 4500 kr. hækkunar á hvert mannsbam í
landinu. Af þessari gífurlegu hækkun fara aðeins um 50
miljónir kr. til verklegra framkvæmda en meginhluti þeirr-
ar upphæðar fer þó til greiðslu skulda, sem þegar hefur
verið stofnað til, en ekki til nýrra framkvæmda á næsta ári.
Þannig er meginsvip fjár-
lagafrumvarpsins lýst af full-
trúa Alþýðubahdalagsins í
fjárveitinganefnd Al'þingis,
Geir Gunnarssyni. í ýtarlegri
og rökfastri ræðu á Alþingi
í gær rakti Geir feril við-
reisnarstjómarinnar og skip-
brot hennar í efnahagsmál-
um þjóðarinnar. Nokkur
meginatriði þess málflutnings
Framhald á 3. síðu.
Ekkert unnið við Borgar-
sjúkrahúsið í tvo mánuði
■ Verkfallfð hjá Byggingafélaginu Brú hefur nú staðið
í 2 mánuði og á þeim tíma hefur ekkert verið unnið að
þeim verkefnum, sem félagið hefur haft með höndum. Þó
með þeirri undantekningu, að eitt fyrirtæki hefur lagt
fram fé úr eigin sjóðum +il að borga verkamönnunum.
Harðast kemur verkfallið mð-
ur á Borgarsjúkrahúsinu, sem
borgarbúar hafa beðið eftir með
óþreyju í hálfan ánnan áratug
og vissulega mátti sú bygging
ekki við skakkaföllum af þessu
tagi. Þar hefur nú ekki verið
unnið handtak í 2 mánuði.
Eins og áður hefur komið fram
hér í blaðinu eru greiðsluörðug-
leikar Brúar raktir til vanskila
borgarsjóðs við fyrirtækið. Hins-
vegar er fyrirtækinu stjórnað af
mönnum, sem notið hafa sér-
stakrar náðar borgarstjórnar-
íhaldsins og má af þessu sjá, að
af slíkri „samvinnu“ hlýát al-
gjört öngþveiti.
Annað verkefni, sem ekkert
hefur verið unnið við að undan-
förnu af sömu ástæðum er sund-
laugin nýja í Laugardalnum, en
hún hefur verið stóruppsláttur í
Bláu bókinni fyrir kosningar.
Skautasvellið
notað þrátt
fyrir frostið
* Þrátt fyrir átta stiga gadd
* í gærmorgun og harðnandi
* frost er Ieið á daginn létu
* börnin ekkert á sig bíta og
* voru mætt með skautana sína
* og sleðana úti á Tjöm strax
* og birta tók. Fullmikill snjór
* er þó á Tjöminni til þess að
* hægt sé að renna sér vel, en
* kannski er það ágætt Iíka
* fyrir þá sem enn era dálítið
* óstöðugir. Myndimar hér að
*ofan tók Ijósmyndari Þjóðvilj-
*ans, A.K. í gærdag.
jr
I
Fjöldauppsagnir
Ullarverksmihj-
unni Framtíðin
Ullarverksmiðjan Framtíðin
hefur sagt upp fjórtán af starfs-
fólki sínu, eða þvi sem næst
helming. Uppsagnirnar eru með
1 — 2ja mánaða fyrirvara.
Samkvæmt íþeim upplýsingum,
sem blaðið hefur getað aflað sér,
stafar þetta einvörðungu af
verkefnaskorti hjá verksmiðj-
pnni. Hingað til hefur mikill
hluti framleiðslunnar verið
teppagarn fyrir innlendar teppa-
verksmiðjur, en nú hefur inn-
flutningur á slíku gami verið
gefinn frjáls og síðan hefur
Pramtiðin haft lítil verkefni
handa fólkinu. • Verksmiðjan
seldi um 40 tonn af teppagami
á síðasta ári, en lítið sem ekkert
í sumar og haust.
Fólkinu, sem sagt hefur verið
upp er gefinn kostur á endur-
ráðningu ef úr rætist með verk-
efni.
Ullarverksmiðjan Framtíðin er
eitt af dótturfyrirtækjum Slátur-
félags Suðurlands.
Heyrzt hefur að mjög kreppi
nú að iðnaðinum í landinu og
það jafnvel ennþá meira en áð-
ur. Vilja menn kenna 'tvennu
Framhald á 6. síðu.
Hita/aust í gömlu hverfunum — geymarnir á ÖskjuhlíB témir
OG ENN BRÁST HITAVEITAN!
Ekki í fyrsta sinn á vetrinum, — og væntanlega ekki í ,síð-
asta sinn heldur, ef dæma skal eftir fyrri reynslu.
EKKI VANTAR LOFORÐIN: fyrir kosningar ,í vor hét meiri-
hluti Tsorgarstjórnar því að allt skyldi komið í lag í haust,
áður en færi að kólna, ný varastöð koAin upp. nýr hita-
veitugeymir risinn og aðrar nauðsynlegar breytmgar gerð-
ar, svo allir, líka þeir sem búa í gömlu hverfum bæjarins
fengju yljað sér í- frostunum.
Óg þegar ekki var hægt að efna þetta fyrir fyrstu kulda-
köstin var aftur lofað að í síðasta lagi um miðjan nóvembt r
skyldi allt komið í lag, geymirinn risinn o.s.frv.
EKKI VANTAR HELDUR ÚTSKÝRINGARNAR: fyrst var vex
ið að tengja nýju1 dælustöðina kerfinu, svo var varastöðin
I
að vísu komin í gang, en ekki í fullan gang fyrr en næsta
kuldakast skall á og því of seint, auk þess sem vatnsbirgð-
ir reyndust ekki nægar.
Og nýi geimirinn er að vísu risinn, en það gleymdist alveg
að það er ekki nóg að hafa marga geyma, það .þarf líka að
vera vatn í þeim!
HVERNIG FARA ÍBÚAR GÖMLU HVERFANNA AÐ? Jú, þeir
klæðast þykkum peysum og ullarsokkum áður en þeir
fara upp í rúmið á nóttunni, á daginn flýja þeir beimil-
in eða að þeir reyna að notast við rafmágnsofna með ærn-
um tilkostnaði. Sumir eru svo heppnir að þafa enn gamla
kolakyndingu í kjallaranum, sém reyndar kemur ekki leng-
ur að sömu notum og í fyrra vegná þeirra óskapa snúnir.ga
og erfiðleika sem nú eru á að fá keypt'kol hér í höfuðborg-
inni. Og börnin fá neikvef æ ofan í æ, ef ekki eitthvað þaðan
af verra, vatnsleiðslurnar frjósa í gömlu húsunum og upp-
vaskið verða húsmæðurnar bara að láta bíða, hvað þá að
fjölskyidan komist í bað. — Jú, þetta bjargast allt ein-
hvernveginn.
EINHVERNVEGINN. En hún þarf ekki að ímynda sér, íhalds-
klíkan í borgakstjórninni að fólk taki þessu þegjandi og
hljóðalaust, að það sætti sig við innantóm loforð og eng-
ar efpdir ár eftir ár. Enda kom hugur meirihlutans í borg-
arstjórn berlega í ljós fyrir skömmu, þegár fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins bar fram þá tillögu nýlega að haldið yrði áfram
að bora og leita eftir vatni á Reykjavikursvæðinu. en íhald-
ið kolfelldi.
ALLT ÞETTA SKAL MUNAÐ í NÆSTU KOSNINGUM.
i