Þjóðviljinn - 03.12.1966, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 3. desember 1966.
Þaðer ekki nóg að löggilda nú-
verandi okurverð og áiagningu
(Hér er birtur annar kafli
úr ræðu Lúðvíks við 1- um-
ræðu „verðstöðvunarfrumvarps-
ins“ svonefnda).
Nú er sem sagt komið að því
að það er þó viðurkennt að
nokkru leyti, með því að flytja
þetta frumvarp að nokkuð illa
sé komið í þessum verðlags-
málura öllum. Maður getur nú
samt ekki annað en minnzt á
með örfáum orðum að nokkuð
frameftir þessu ári hélt ríkis-
stjómin sér enn mjög fast við
hinar fyrri kenningar sínar, þá
hikaði hún ekki við að gera
ýmsar ráðstafanir í efnahags-
málum, sem hlutu að leiða til
stórhækkandi verðlags í land-
inu og til aukins vanda fyrir
útflutningsframleiðslu lands-
manna.
Hækkunarráðstafanir
á þessu ári
Það var við afgreiðslu fjár-
laga um síðustu áramót að rík-
isstjómin gerði ráðstafanir til
að hækka allt rafmagnsverð i
landinu um 15-18%, að talið
var. Hún vissi mæta vel að
þessar ráðstafanir hlutu vitan-
lega að þitna t.d. á íslenzkum
fiskiðnaði, sem þarf allmikið á
raforkukaupum að halda, auk
þess sem þetta hlaut vitanlega
að hafa áhrif á kostnað heim-
ilanna í landinu. En ríkisstjóm-
in sagði: Það þarf að léttaáút-
^þldum.ríkissjóðs, við þurfptn
að fá meiri peninga til fjár-
málaráðherra, og af því þarf að
létta af ríkissjóði greiðslum til
rafmagnsveitna ríkisins, sem
ríkissjóður hafði þá borgað um
margra ára skeið, en í staðinn
átti að láta almenning í land-
inu borga þessa upphæð með
hækkuðu rafmagnsverði.
Við í stjórnarandstöðunni
bentum auðvitað á, hverjar aí-
leiðingamar yrðu. Of afleiðing-
amar urðu þær, að í júlímánuði
hækkaði rafmagnsverð um
15,5% og hækkaði vísitöluna þa
um 0,6 stig.
Almenningi stórlega
íþyngt
Um síðustu áramót ákvað rík-
isstjórnin einnig að hækka
benzínverð í landinu mjög veru-
lega. vegna þess að það þurfti
enn að auka við tekjur hjá
fjármálaráðherra, það þurfti að
létta af ríkissjóði 47 milj. kr.
greiðslu til vegamála f landinu,
en þá upphæð var ríkissjóður
skuldbundinn til þess að inna af
höndum. Nú átti að fella þessa
greiðslu niður úr ríkissjóði ,og
láta umferðina í landinu, ai-
menning i landinu, borga þessa
fjárhæð með hækkuðu verðlagi.
Auðvitað hafði þetta sín áhr;f
í sambandi við öll flutningsgjöld
og útgjöld yfirleitt hjá þorra
manna í landinu.
Þetta leiddi 'svo ’auðvitað það
af sér, þessar ráðstafanir m.a.
sem ríkisstjómin stóð fyrir, að
Reykjavíkurborg greip til marg-
víslegra hækkana og rökstuddi
þær með öllum þessum hækk-
unum, sem höfðu átt sér stað
A-
vextir frelsisins
Það kviknar í húsgagnafyr-
irtæki í Danmörku. Slökkvi-
liðsmenn sem koma á vett-
vang fá grunsemdir um aft
eigandinn hafi sjálfur kveikt
í til þess m.a að tortíma
plöggum fyrirtækisins, og
þeim tekst að bjarga plöggun-
um úr eldsvoðanum. Þegar
rannsóknarlögreglan fer að
kanna skjölin reynast vera
þar ýms íslenzk nöfn í næsta
tortryggilegum samböndum,
og hvorki meira né minna en.
þrír rannsóknarmenn eru
sendir til fslands til þess að
halda könnuninn; áfram. Hér
hafa síðan verið teknir til yf-
irheyrslu dag eftir dag fjöl-
margir kunnir og mikilsvirtir
, innflytjendur, máttarstólpar
þjóðfélagsins, menn sem hafa
borizt mikið á í borgarlífinu
svo sem maklegt er og ekki
farið neitt dult m$ð fjárráð
sín.
fslenzka rannsóknarlögreglan
hefur verið mjög varfærin í
umtali um þetta dularfulla
mál, enda á hér ekkert úti-
gangsfólk hlut að máli. Samt
er talið að lögbrotin séu í
því fólgin að íslenzkir inn-
flytjendur hafi samið við hinn
danska kollega sinn um að
gefa upp allt of lágt verð á
fylgiskjölum- Á þann hátt
urðu tollar og önnur gjöld i
ríkissjóð mun lægri en ef rétt
hefði verið hermt um verð-
ið. En þegar varan var kom-
in í gegnum tollheimtu og
annað eftirlit gátu innflytj-
endurnir selt hana á því verði
sem þeim sýndist, allt verð-
lagseítirlit hafði verið afnum-
ið, ekkert samhengi var leng-
ur milli innkaupsverðs þess
sem gefið var upp á innflutn-
ingsskýrslum og útsöluverðs-
ins. Síðan náðu innflytjend-
urnir sér í gjaldeyri eftir öðr-
um leiðum og greiddu Danan-
um mismuninn, en þýfinu hafa
þeir vafalaust skipt á milli
sín eftir einhverjum reglum.
Svo er að sjá sem lögbrot
þessi hefðu alls ekki komizt
upp nema fyrir tilstilli Dana.
Eftirlit virðist vera svo slælegt
hér að allt sem skráð er á
innflutningsskýrslur sé tekið
trúanlegt. Hefði þó átt að
vera'unnt að sjá að eitthvað
væri grunsamlegt í þessum
viðskiptum með einföldum
samanburði, því varla stunda
allir íslenzkir innflytjendur
faktúrufalsanir?
Eins og áður er getið eru
svik þessi einn af ávöxtum
viðreisnarinnar; þau eru því
aðeins framkvæmanleg að eft-
irlit með álagningu hefur ver-
ið lagt niður. Það frjálsræði
sem mest er gumað af er auk-
ið frelsi til þjófnaðar, og ef
menn vilja eðlilega löggæzlu
og eftirlit á þessu sviði eru
þeir taldir áhangendur hafta.
og ófrelsis- En því þá ekki að
auka frelsið á fleiri sviðum?
Hvers vegna er ékki fækkað i
lögreglunni í Réykjavík til
þess að menn eigi auðveldara
með að stela úrum og skart-
gripum? — Austri.
hjá ríkisstjórninni. Af þeim á-
stæðum hækkaði í júlímánuði
heita vatnið hjá hitaveitunni
um 30%, samkvæmt því sem
Hagstofa lslands segir, og vísi-
talan hækkaði þá um 0,9 stig,
bara af þeim ástæðum. Hita-
veitan hækkaði svo auðvitað
mælaleigu og önnur smærri
gjöld, ekki aðeins um 30%,
heldur um 100%. Strætisvagna-
gjöld voru hækkuð um þetta
leyti um 16,2%, sem orkuðu t:I
hækkunar á vísitöluna um 0.7
stig.
Ðýrtíðarbálið kynt
Þegar þessi mál voru hér til
umræðu á Alþingi, bentum víð
í stjórnarandstöðunni ríkis-
stjórninni á það, hverjar afléið-
ingamar mundu verða við
bandalagsmenn áttum engan
mann í nefndinni en höfum
alla tímann verið kröfuharðast-
ir í þeim efnum, að hér yrði
haldið uppi sómasamlegu verð-
lagseftirliti. Við lögðum til, að
þessari nefnd yrði breytt þann-
ig, að þingið kysi 7 menn í
nefndina og að þannig yrði
nokkur þáttaskipti í sambandi
við þessa breyttu nefnd. Og >
okkar frumvarpi var einmg
ætlazt til, að það skyldi verða
verkefni þessarar nýju verðlags-
nefndar að taka fyrir allt verð-
Iag í Iandinu og ákveða ýmist
hámarksverð á öllum vörum og
þjónustu eða hámarksálagningu.
Það var sem sagt bein skylda
samkvæmt okkar frumvarpi að
þessi nýja verðlagsnefnd skyldi
kanna verðlagið í landinu eins
og það var orðið og hún skyldi
léga í gegnum þær skýrslur,
sem liggja fyrir um þetta, en
mér hefur verið kunnugt um
þessar skýrslur, og það mikið
veit ég úr þeim, að það er
ekkert um það að villast, að
þeir sem fást við sölu í land-
inu, hafa nú fengið á síðustu
árum að taka ' til sín miklu
meira en þeim var heimilað áð-
ur, og. þetta er ríkisstjórninni
mætavel kunnugt um.
(Lúðvík tók hér dæmin um
álagningarhækkun sem birt var
á forsíðu Þjóðviljans á fimmtu-
daginn var)
Skjölin á borðið
Ég hef gert hér nokkra
grein fyrir því, hvernig til
hefur tekizt með framkvæmd
verðlagsmála á undanfömum
árum, þar sem farið hefur ver-
ið eftir stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í öllum meginatrjðum. Það
kom mjög greinilega fram, að
álagning hefuf á undanförnum
árum hækkað mjög verulega í
mörgum greinum. Og þá hefur
álagningin tvímælalaust hækk-
að langmest á þeim vöruflokk-
um, sem hafa verið undan-
þegnir vérðlagsákvæðum.
Ég hef bent á, að ríkisstjórn-
in hlýtur að vita vel að fram
Kafli úr ræðu Lúðvíks Jósepssonar við 1. umræðu
„verðstöðvunarfrumvarps" ríkisstjórnarinnar
áframhald á þessari braut, sí-
fellt hækkandi verðlags: , Sí-
auknir erfiðleikar fyrir útflutn-
ingsframleiðslu landsmanna.
A.ð því hlyti að koma, að yrði
að takast á við þessa erfiðleika.
Þá fékk maður þau svör eins
og maður hefur stundum áður
fengið hjá ráðunautum ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum,
l að' þá’ ságði rff.á. forsætisráð-
herrann að þessar ráðstafan>r
ríkisstjómarinnar til þess að
gera hag ríkissjóðs betri en áð-
ur var væru prófsteinn á það,
hvort menn vildu nokkuð gera
til að hamla gegn verðbólgu í
landinu! Þeir sem væru á móti
þessum aðferðum,. eins og við
í stjórnarandstöðunni, þeir væru
þar með afhjúpaðir og staðnir
að því að vilja verðbólgu,
þannig var túlkunin. Þetta
liggur alveg fyrir.
Auðvitað hafa þessar ráðstaf-
anir meðal annars leitt til þess
vanda, sem við erum komnir í
nú. Verðhækkunarstefnan, sem
ríkisstjómin hefur haldið sig
við, hefur leitt til svo hækk-
andi verðlags í landinu, að upp
er kominn stórkostlegur vandi
fyrir aðalatvinnuvegi lands-
manna. <
Um þetta sama leyti, um sl.
áramót var ríkisstjómin svo
forhert í þessum efnum, að þá
ákvað hún að minnka niður-
greiðslur á fiski, seldum innan-
lands, neyzlufiski, stórlega frá
því sem verið hafði um langan
tíma. Þetta þýddi það, að
neyzlufiskur hækkaði í verði
til heimilanna um 50-80%! Hér
voru menn því í upphafi ársins
alveg á skeiði á gömlu dýrtíð-
arstefnunni, þeir héldu að það
væri enn hægt að hafa sömu
ráðin og áður að halda áfram
verðhækkunarstefnunni.
*
Alþýðubandalagið
benti á aðra leið
Við Alþýðubandalagsmerm
fluttum á síðasta þingi .fruni-
varp um það, að lögunum uin
verðlagsmál yrði breytt, m.n.
þannig, að verðlagsnefnd, sem
hafði sýnt sig að því að
framkvæma stefnu ríkisstjórn-
arinnar í verðlagsmálum og
hafði leyft hækkanir á álagn-
ingu, hafði gefið vörur frjálsar
í álagningu o.s.frv., að þessari
verðlagsnefnd yrði breytt. Þessi
nefnd hefur verið kosin þann-
ig, að 5 menn hafa veriö kosn-
ir af Alþingi og svo hefur
skrifstofustjórinn í viðskipta-
málaráðuneytinu verið sjálf-
kjörinn í nefndina. Þessi skipan
tryggði það, að við Alþýðu-
nú taka upp önnur vinnubrögð
en áður hafði verið, þ. e- a. s.
ákveða nú hámarksverð og há-
marksálagnin.gu á' allri vöru og
þjónustu í landinu-
Ríkisstjómin Ieit auðvitað
ekki við tillögu eins og þessari.
Frumvarpið fór í nefnd og kom
aldrei úr nefndinni aftur. Við
fluttum gftur þetta frumvarn
nú á þessu þingi og það hef-
ur ekki fengið neinar undir-
tektir enn. En í staðinn kem-
ur þetta frumvarp, sem fjallar
um það að veita ríkisstjóminni
tilteknar heimildir, sem ríkis-
stjómin hefur raunar nú þegar
í lögum um verðlagsmál og
gæti notað, ef hún bara vildi,
en hún hefur verið á annarri
stefnu allt til þessa og enn
virðist hún hika við að taka
upp nýja stefnu-
Ekki nóg að lög-
gilda okrið
Svo er annað atriði, sem er
vitanlega mjög þýðingarmikið í
þes$urr! efnum, en það er það,
ef svo kynni að fara að ríkis-
stjómin notaði þessar heimildir
sem hún óskar eftir að fá, og
færi inn á þá braut að stöðva
verðhækkanir í landinu, þá
hugsar hún sér að stöðva verð-
lagið þar sem það er komið nú
í <lag, út frá því verðlagi eigi
að ganga, sem sagt að löggilda
þá álagningu, sem orðin er (
dag í himrrn ýmsu tilfellum.
Hún á að fá að gilda, en hækk-
anir verða ekki neinar frekar,
ef að þessi heimild yrði þá not-
uð.
Nú eíast ég ekki um það, að
ríkisstjómin veit það mæta vel,
að fram hafa farið allmiklar
athuganir á því hjá verðlagsyf-
irvöldunum £ landjnu og ýms-
um fleirum, hvemig ástatt er
orðið með þetta verðlag og
verðlagninguna. Og hún veit að
þessar athuganir hafa leitt það
í ljós, að á síðustu árum hefur
álagningin í landinu stórkost-
lega hækkað frá því sem áður
var. Og hvergi meir yRrleitt
en þar sem álagningin var al-
veg gefin frjáls. Sú ájagninga-
prósenta, sem hér hefur verið í
gildi hjá öðrum ríkisstjómum,
sú hámarksálagning sem leyfð
hafði verið, hefur verið þver-
brotin. Ýmist hefur verðlags-
nefnd heimilað verulegar hækk-
anir á álagningunni, eða bá
þar sem varan hefur verið gef-
in frjáls í álagningu að kaup-
sýslumenn hafa hækkað álagn-
inguna til mikilla muna.
Ég hef að vísu ékki haft að-
•töðu til þess að fara nákwæm-
þefur farið allnákvæm athug-
un á þessum málum og gerðar
hafa verið allýtarlegar skýrslur
um það, hvernig verðlagsmálin
í þessum greinum hafa þróazt,
svo að öll þau atriði, sem ég
tilgreindi hér, hljóta að hafa
verið ríkisstjórninni kunn.
Ég tel, að það sé í rauninni
skylt þegar þessi málerurædd,
að Jeggja þessar athugahir öp- *
inberlega fram og skýra þjóð-
inni alveg hiklaust frá því,
hverjar niðurstöðurnar séu í
sambandi við þennan þátt í
þróun verðlagsmálanna. Ekki
sízt tel ég vera þörf á því, þeg-
ar ríkisstjórnin hugsar sér þá
leið í þessum efnum, að e.t.v.
komi til mála að löggilda í
rauninni það verðlag sem nú er
gildandi í dag, að ákveða það.
að verðlagið skuli fest þar sem
það er nú komið og þar með í
rauninni löghelga þannig þær
gífurlegu hækkanir á álagn-
ingu, sem átt hafa sér stað frá
þeim reglum, sem hér giltu um
langan tíma.
Endurskoðun verðlags
og á^agningiar
Ég hefði talið miklu réttara,
ef menn virkilega ætluðu sér
að glíma við verðlagsvanda-
málin, eins og þau liggja nú
fyrir, að fara þá leið, sem upp
á er stungið í frumvarpi okkar
Alþýðubandalagsmanna um
breytingar á verðlagslögunum,
en það er að leggja fyrir þá
nefnd, sem á að hafa með fram-
kvæmd mála að gera, að byrja
nú á sínu verki að nýju og á-
kveða á nýjan leik hámarksá-
lagningu og vinna að því á
þann hátt að lækka milliliða-
kostnaðinn frá því. sem hann
er nú orðinn.
Ég held, að ríkisstjórnin
geti ekki skotið sér undan því,
þegar þessi mál eru nú rædd
og það á þeim grundvelli, sem
ég hef hér vikið að, um það
hvernig þessi mál hafa þróazt,
og hún hljóti að komast að
þeirri niðurstöðu, vilji hún taka
á þessum málum í fullri alvöru,
að það sé óhjákvæmilegt að
fara niður £ þessi efni á nýjan
leik og breyta álagningunni®'
aftur.
Hér er um svo stórkostlega
aukningu að ræða á álagningu
og á milliliðakostnaði, að þeg-
ar verðlagið í landinu er orð-
ið jafnhátt eins og það er nú og
vandinn jafnmikill og raun ber
vitni um, er óhjákvæmilegt að
snúast einnig gegn þessum
vanda.
Ég hefi heyrt það nokkrum
sinnum, að forsætisráðherra
vill víkja sér undan þessum
vanda þegar hann ræðir verð-
lagsmálin á þann hátt að segja:
Græðir Samband ísl. samvinnu-
félaga? Græða kaupfélögin?
Græðir KRON? Og ef þau ekki
græða að þeirra dómi sjálfra,
er verðlagið í landinu í lagi og
álagningin í lagi. Þetta er vit-
anlega að víkja sér alveg und-
an vandamálinu og viljá í raun-
inni ekki um það tala. Því að
hvað svo sem þessir aðilar
segja um sína afkomu nú, rétt-
læta vitanlega umsagnir þeirra
ekki á neinn hátt þessa gífur-
legu hækkun á milliliðakostn-
aði, sem þarna hefur sannan-
lega átt sér stað. Ef kaup-
félögin i landinu og KRON
og aðrir þeir, sem fást við
sölumál, hafa ekki bætt rekstr-
araðstöðu sína allverulega í
þessari álagningarhækkun,
hlýtur það að stafa að. veru-
legu leyti af því, að annað
hvort hefur komið einhver nýr
aukakostnaður á þessa aðila,
eða þá hitt, að búið er að gera
það skipulag, sem hér var þó
í sambandi við dreifingu á vör-
um, enn lákara en það var áð-
ur. Það er búið að dreifa þess-
ari starfsemi á enn fleiri hend-
ur. Það er búið í rauninni að
eyða hér aukafjármunum í
sambandi við dreifingarspurs-
málið langt umfram það, sem
þörf er á.
Reynslan hafði sýnt, að það
var hægt að reka verzlun á ís-
landi á árunum fyrir 1960 og
það með allgóðum árangri, og
satt að segja hygg ég, að flest-
um hafi fundizt að þá sæktu
í verzlunina á fslandi fremur
of margir en of fáir, svo að sá
grundvöllur, sem verzlunin þá
starfaði eftir, var ekki svo
lakur, að það þyrfti að hækka
álagninguna í mörgum tilfell-
um um helming frá því sem þá
var, hvorki til heildsölu lié
smásölu.
■ •- Nú er líka að sjá á-þessu'm
tölum, sem ég nefndi og ekkert
>um það að villast að innflutn-
ingsverzlunin hefur ekki sízt
tekið stóran hluta af þessari
hækkun til sín. Ég býst við að
svo sé enn eins og hefur len.gi
verið hér á landi, að á ýmsar
vörur sé álagningin tiltöluleg"
hóflegust. Og gera má ráð fyr-
ii; að þær verzlanir, sem að yfir-
gnæfandi meiri hluta fást við
slíka dreifingu, þar sem álagn-
ingin liggur tiltölulega lægst,
séu verr settar en ýmsar sér-
verzlanir, sem virðast blómstra
núna, þar sem álagningin ér
miklum mun meiri. En eigi að
síður fer álagningin hjá þess-
um sérverzlunum líkp út í verð-
lagið, á sinn þátt í því að auka
dýrtíðina í landinu og gera
vandamálið, sem við er að
glíma, enn þá meira.
Það er því tillaga okkar Al-
þýðubandalagsmanna í sam-
bandi við þessi mál að frém-
ur verði farið inn á þá braut,
sem yið leggjum til í okkar
frumvarpi, að hressa nú upp
i verðlagsnefndina, sem á að
hafa þessi mál með höndum og
leggja fyrir hana að franf-
kvæma þessi mál i fullri al-
vöru, en ekki leggja fyrir hana
að stefna í öfuga átt, eins ög
ég álít. að hafi verið gert. Og
síðan beinlínis að gera þessari
nefnd það að skyldu að kanna
verðlagið í landinu, eins 0g
það er nú á flestum vörum og
allri þjónustu og færa það nið-
ur, þar sem hægt er að færa
það niður og mætti það þá
verða niðurfærsla til þess að
standa á móti ýmsum hækk-
unum, sem e.t.v. og án efa
þurfa að ganga yfir í einstaka
tilfellum, m.a. vegna verð-
breytinga, sem geta orðið er-
lendis.
iÍAFþóa óuvmmoK
Skólavifr&ustíg 36
sími 23970.
INNHEIMTA