Þjóðviljinn - 03.12.1966, Side 3
Tortryggni og andúð á leýni-
makki Wilsons og Smíths
LONDON 2/12. — Wilsdn forsætisráðherra og Ian Smith,
forsæt^sráðherra minnihlutastjórnar hvítra manna í Ródesíu
hófu í morgun viðræður um borð í brezka herskipinu Tig-
er skammt frá Gíbraltar. Um leið berast víða að fregnir
um efasemdir”og andúð í garð þessarar úrslitatilraunar til
að setja niður Ródesíudeiluna.
Forsætisráðherrarnir komu til
Gíbraltar í gær. Voru þar við-
hafðar miklar varúðarráðstafan-
ir, svo miklar, að helzt minna
á þær sem notaðar voru til að
tryggja öryggi leiðtoga styrjald-
arþjóða. Stigu þeir í morgun um
borð í herskipið Tiger, sem til
þessa var stefnt frá Casablanca,
og siglir það fram og aftur um
Miðjarðarhaf og berast því eng-
Göngum
frestað
PEKING 2/12. Kínversk blöð
segja, að nú skuli lokið hóp-
göngum þeim sem Rauðir varð-
liðar hafa mjög stundað undan-
farna mánuði í því skyni meðal
annars að líta Maó formann
augum.
Ellefu miljónir æ'skumanna
hafa að undanförnu gengið fyrir
Maó, en nú skal því lokið að
sinni, vegna þess að veður er
sagt hryssingslegt um þessar
mundir, og verði frekari göng-
um frestað til vors. Auk þess
eiga Rauðir varðliðar að undir-
búa sig ,og allan almenning und-
ir ' „næsta stig“ menningarbylt-
ar slúðursögur af viðræðunum.
Leiðtogar fjögurra miljóna
blökkumanna í Ródesíu líta á
þennan fund með mikilli tor-
tryggni og óttast að þeir verði
illa sviknir. Segja þeir, að ekki
verði fundin nein réttlát lausn á
Ródesíumálinu nema blökku-
menn verði spurðir ráða. í ná-
grannaríkinu Zambíu segja tals-
menn stjórnarinnar að þessi
var&liða
til vors
ingarinnarr en ekki er þess get-
ið í hverju það eigi að vera
fólgið.
Segir íj blöðum kínverskum,
að útisamkomum Rauðra varð-
liða hafi verið stefnt gegn leif-
um borgaralegs hugsunarháttar
og gegn endurskoðunarstefnu,
en fjórar síðustu göngur hafa
verið farnar einkym vegna þess,
að Rauðir varðliðar neitúðu að
yfirgefa Peking án þess að sjá
Maó. Hafi allt yfirleitt farið
fram með ró og spekt, þó er
sagt að nokkrir hafi troðizt til
bana og um 100 unglingar særzt
í þrengslum og stympingum.
fundur Wilsons og Smiths sé
hræsni ein og yfirdrepsskapur.
Hvítir menn í Ródesíu eru
einnig sagðir uggandi um sinn
hag, og segjast í óvissu um það,
hve langt Smith vilji ganga til
að friða Bretastjórn. Sem kunn-
ugt er stendur hnífurinn þar í
kúnni, að Bretar viðurkenna
ekki að minihlutastjórn 250 þús.
hvítra manna hafi rétt til að
koma í veg fyrir þróun til meiri-
hlutastjórnar Afríkumanna, sem
nú eru flestum borgararéttindum
sviptir. Láti Smith ekki undan,
hafa Bretar skuldbundið sig til
að beita stjórn hans ströngum
efnahagslegum _ refsiaðgerðum.
Bretar eiga hinsvegar sjálfir í
efnahagsörðugleikum, og mega
sjálfir ekki við neinum skakka-
föllum — en Suður-Afríka, sem
er þriðji stærsti viðskiptavinur
Breta, hefur ákveðið • að styðja
Smith og hans lið í viðskipta-
stríði .
Viðræðurnar hófust í morgun
sem fyrr segir. Búizt er við því,
að viðmælendur gisti á herskip-
inu í nótt og haldi heimleiðis á
morgun.
Bankaræningj-
arnir handteknir
STOKKHÓLMI, 2/12 — Fjórir
búlgarskir ríkisborgarar rændu
300 þús kr. sænskum í Stokk-
hólmi í gær og hafa þeir nú
allir ‘ verið handteknir — einn
skammt frá ránsstað og þrír í
Eskiltuna í dag. Hafa þeir játað
brot sitt og peningarnir komu all-
ir til skila.
Kosygin varar
Kosygin og de Gawlle þegar þeir
hittust í , Moskvu í sumar.
viS nýnazisma
PARÍS 2/12. Forsætisráðherra
Sovétríkjanna, Kosygín, og de
Gaulle forseti ræddust í morgun
við í viðurvist túlka'sinna einna,
að líkindum um öryggismál Ev-
rópu. Samtímis hófu efnahags-
málaráðherrar landanna viðræð-
ur um efnahagssamstarf þeirra
í ræðu sem Kosygín hélt í
ráðhúsinu í París í dag varaði
hann við hernaðarstefnu í V-
Þýzkalandi og nýnazisma: vel-
gengni nýnazista í nýafstöðnum
fylkjakosningum hlytu að verða
jafnvel kærulausasta fólki við-
vörun. _
Ú Þant fellst á
að halda áfram
NEW YORK. — Ú Þant tilkynnti Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna í dag að hann myndi verða við þeirri beiðni ráðs-
ins að halda áfram starfi sínu sem aðalritari S.Þ. 1 fimm ár
í viðbót. Allir meðlimir léggja einróma til að Ú Þant verði
endurkjörinn.
Ú Þant hafði áður tilkynnt, 1
að hann myndi ekki taka end-
urkosningu, á þeim forsendum
að S.Þ. hefði ekki tekizt að
stuðla að friði í Vietnam, sem
hann hefur sjálfur borið fram
tillögur um, og svo vegna fjár-
hagslegra örðugleika samtak-
anna sem erfiðlega hefur^gengið
að leysa.
í ávarpi Öryggisráðsins sagði,
að það skyldi vel forsendur þess
að hann vildi láta af störfum,
en það yrði samtökunum mjög
í hag ef hann héldi áfram, og
kvaðst það og þakklátt Ú Þant
fyrir að hann hefði vakið at-
hygli aðildarríkja á þeim yanda i
sem S.Þ. mæta nú. í svari Ú
Þant segir,'að hann voni að af- |
greiðsla „þessara vandamála og
uggvænleg þróun á mörgum
Japanskir ráðherrar víkja
vegna ákæru um spillingu
TOKIO 2/12 •— Forsætisráðherra
Japans, Hato, leysti í dag upp
stjórn sína, en leggur í dag eða
á morgun fram nýjan ráðherra-
lista. Ástæðan fyrir endurskipu-
lagningu stjórnarinnar er sú, að
bæði stjórnin og ráðandi flokk-
ur hafa sætt harðri gagnrýni
fyrir mikla spillingu í opinberu
lífi og margvíslega misnotkun
valds.
_____________________
Líklegt er talið að Shiina ut-
anríkisráðherra verði látinn
hverfa úr stjórninni og er hon-
um í staðinn komið fyrir í
flokksstjórninni. Valdastaða
flokks Sato er ekki sögð í beinni
hættu, en þó mun hann telja
ráðlegt að hreinsa dálítið til svo
að, hægt verði að slæva vopn
stjórnarandstæðinga.
sviðum geti orðið til þess að
efla samtökin" og í þeirri von
vilji hann verða við ósk ráðsins.
Er talið að Ú Þant hafi fengið
meðlimi Öryggisráðsins til • að
viðurkenna nauðsyn þess að
efla frumkvæði S.Þ. í friðar-
málum og svo það, að hann
sjálfur verði að vera annað og
meira en „kontóristi“ hjá sam-
tökunum.
Það var í byrjun september
að Ú Þant hafði tilkynnt að
hann væri að hætta störfum, en
síðan hafa honum borizt þús-
undir bréfa frá stjómarleiðtog-
um og öðrum með áskorunum
um að halda áfram.
Framhald af 1. síðu.
meginatriði þess málflutnings
koma fram 1 nefndaráliti
Geirs úr fjárveitingarnefnd
um fjárlagafrumvarpið, en
þar segir m.a.:
Þegar fjárlög eru afgreidd að
þessu sinni, blasa óheillavæn-
legar afleiðingar af stefnu ríkis-
stjómarflokkanna greinilegar við
en nokkru sinni fyrr.
Ríkisstjórnin hefur
ræktað verðbólgruna
1 nærri 7 ár hefur ríkis-
stjóminni gefizt kostur á, f
mestu góðærum, sem þjóðin hef-
ur lifað, að reyna í verki þær
kenningar Sjálfstæðisflokksins,
að athafnir og umsvif einstak-
linga, „hins frjálsa framtaks“,
í þvf skyni að afla sjálfum sér
gró$a, séu eðlilegasta hreyfiafl-
ið í þjóðfélaginu og, að algert
frelsi til innflutnings og álagn-
ingar á vöruverði leiði til farsæl-
ustu þróunar í verðlagsmálum.
Það hefur að sjálfsögðu komíð
æ betur í ljós, eftir því sem
lengra hefur liðið á stjómar-
timabil viðreisnarstjómarinnar,
að það sjónarmið að gefa einka-
sði’um algerlega frjálsar hend-
ur um ráðstöfun þeirra verð-
meeta, áem vinnan skapar, frjáls-
ar hendur t;i -icjmdagslausrar
fjárfestingar er í eðli sfnu and-
stætt állri við'eitni til aðhamla
gegn verðbóilgu'.
Með ofurkappi sínu að tryggja
atvinnurekendum, innflytjand-
um og öðrum þeim, sem fjár-
magninu ráða, sem mest frelsi
til athafna og umsvifa án til-
Iits til hagsmuna þjóðarheildar-
innar, hefur ríkisstjómin bein-
línis ræktað verðbólguna, en sf-
aukin fjárþörf ríkissjóðs vegna
aukningar dýrtíðarinnar hefur
hún jafnan mætt með frekari
skattheimtu og niðurskurði nauð-
synlegustu framkvæmda.
Atvinnuvegir komnir
í þrot
Sú stefna að stuðla sem mest
að því, að þau efnahagslögmál
verki sem óheftust, að fjármagn-
ið sæki í þær atvinnugreinar og
þann rekstur, sem mestan gróða
gefur hverju sinni, hefur valdið
því, að þær atvinnugreinar, sem
ekki hafa haft aðstöðu til að
ausa upp af mestu gróðalindun-
um, svo sem síldveiðum, inn-
flutningsverzlun og byggingu f-
búða ti;l sölu, en búa við sí-
aukna verðbólgu, hafa dregizt
aftur úr og eru ekki samkeppn-
isfærar. Er nú svo komið, að
verðbólgustefna stjómarflokk-
anna er að koma veigamiklum
þáttum framleiðsluatvinnuveg-
anna í þrot. Togaraútgerð er að
leggjast niður, enginn grund-
völlur er til að gera út aðra
vélbáta en þá, sem geta- stund-
að síldveiðar, frystihúsin, sem
byggt hafa rekstur sinn á þess-
um greinum útgerðar, leggja
upp laupaha eitt af öðru og
fjölmörg iðnfvrírtæki hafa hætt
rekstri.
AlþýðubanóaU
varar vjið
Alþýðubandalagið hefur frá
upphafi viðreisnarstefnunnar
varað við þeim afleiðingum
hennar, sem nú eru að koma í
ljós, og lagt á það áherzlu við
afgreiðslu hverra fjárlaga, að
breytt yrði um sæfnu, áður en
hún komi framleiðshiatvinnuveg-
unum í þrot.
Sérstök áherzla var t.d. áþetia
lögð við afgreiðslu fjárlaga
fyrir árið 1965, þegar verka-
lýðssamtölcin höfðu sumarið
1964 gert úrslitatilraun til þess
að 'fá ríkisstjórnarflokkana lil
þess að hverfa frá verðþenslu-
stefnunni og gera raunhæfarað-
gerðir til stöðvunar verðbólg-
unnar. Við afgreiðslu þeirra
fjárlaga lagði Alþýðubandalagið
sérstaka áherzlu á að leitað yrði
til allra þingflokka um samstöðu
um niðurskurð á rekstrarút-
gjöldum ríkissjóðs og frekari að-
gerðir til að vinna gegn verð-
bólgunni. 1 stað þess að koma
til móts við aðgerðir verkalýðs-
hrevfingarinnar til þess að draga
úr verðbólguþróuninni, stór-
hækkuðu stjórnarflokkarnir sölu-
skatt við afgreiðslu fjárlaga
haustið 1964 og hrundu af stað
nýrri verðbólguskriðu. Enn var
allt látið reka á reiðanum í trausti
þess, að sífellt aúkin afköst
sjómanna við síldveiðar og
hækkað afurðaverð gæti vegið
upp áhrif verðhækkananna inn-
anlands og haldið útflutnings-
atvinnuvegunum gangandi.
Viðhorfin í þessu efni eru nú
breytt. 1 fyrsta sinn um langt
skeið hafa sjávarafurðir ekki
hækkað í verði og symar nokkuð
lækkað frá því hæsta verði,
sem þær hafa náð, og þar með
er viðreisnarstefnan að bresta og
stöðvun veigamikilla þátta út-
flutningsframleiðslunnar blasir
við.
Sýndarmer
fyrir kosningai
\
Nú er stefna ríkisstjórnar-
innar komin í sjálfheldu, og þá
snýr hún blaðinú skyndilega við.
Eftir þrotlausa ræktun verð-
bólgu með tveimur gengislækk-
unum, vaxtahækkunum og sölu-
skaVshækkunum og hvers kyns
öðrum álögum tekur rfkisstjóm-
in til að) greiða niður verð á
vörum, sem hún hætti að greiða
niður sl. vor þegar hún lýs+i
yfir,. að það væri stefna hennar
að hætta niðurgreiðslum. Er nú
heitið algerri verðstöðvun með
því að greiða niður frá 1. ágúst
síðast liðnum verðhækkanir, sem
hafa áhrif á vísitöluna, en verð-
lag að öðru leyti fest með þeirri
óhóflegu álagningu, sem verzlun-
arstéttin hefur helgað sér í hinu
síaukna álagningarfrelsi undan-
farin ár.
Allt er þetta að sjálfsögðu
gert til þess að reyna að leyna
þjóðina því, fram yfir næstu at-
þingiskosningar, í hverjar ógöng-
ur viðreisnarstefnan hefur kom-
ið framleiðsluatvinnuvegunum í
mestu góðærum, sem þjóðin hef-
ur lifað. Það hvarflar að sjálf-
sögðu ekki að stjómarflokkun-
um, að það sé nokkur frambúð-
arlausn á vandanum, að festa^
það ástand, sem nú ríkir, með
verð- og kaupstöðvun, en tilraun
er gerð til þess að leika sama
blekkingarleikinn og minnihlutá
stjórn Alþýðuflokksins var lát-
in leika fram yfir síðari þing-
kosningar 1959. Strax og þær
kosningar höfðu farið fram,
köstuðu núv. stjórnarflokkar frá
sér stöðvunarstefnunni, felldu
gengið og skertu lífskjörin á
margvíslegan hátt og hófu þá
verðbólgustefnu, sem #nú er að
koma atvinnuvegunum i þrot
mitt í góðærunum.
Verklea-Rr frtmkvæmd-
nf^kiotar
Þegar tekið er tillit til rýrn-
andi gildis krónunnar, verður
enn áframhald á þeirri þróur,,
"ð samhliða stórauknum þjóðar-
♦ekium eru þær framkvæmdir,
com þjóðinni eru nauðsynlegar,
markvisst dregnar samaú með
ári hverju.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu er áætlað að verja 4,8milj.
kr. til nýrra bamaskólabygg-
inga á öllu landinu eða nákvæml.
sömu upphæð og hækkun er frá
fyrra ári á reksturskostnaði 3ja
embætta í Rvík, en til marks
um fjárþörfina er það að um-
sóknir liggja fyrir um framlög
í 26.ný skólamannvirki. 1 fjárlaga-
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
verja 6,8, milj. kr. til byggipgar
nýrra gagnfræðaskóla, en sú
upphæð nœr því ekki að nema
% hlutum af þeirri hækkun, sem
áætluð er á einu ári á embætt-
um sýslumanna, bæjarfógeta og
lögreglustjóra utan Reykjavíkur.
Framlag ríkissjóðs til allra
nýrra hafnarframkv. annarra en
landshafna, er áætlað 6.350.600
kr. ó naasta ári, á sama
tíma og kostnaður við ríkis-
skattanefnd og skattstofur hækk-
ar á einu ári um 8 miljónir kr.
og kemst upp í 35,5 miljónir kr.
Þannig hverfa heildarupphæð-
ir til nýrra framkvæmda á nauð-
synlegustu sviðum algerlega i
skuggann af árlegum hækkunum
á rekstrarkostnaði á einstökum
liðum í fjárlagafrumvarpinu.
Við afgreiðslu núgildandi fjár-
laga felldu stjórnarflokkamir
niður framlag ríkissjóðs til vega-
mála, en það framlag hafði árið
áður numið 47,1 milj. kr. Var
með þeim hætti að engu gert
það samkomulag, sem varð milli
þingflokkanna um, að ríkissjóður
kippti ekki að sér hendinni um
framlag til végamála, samtím-s
því sem 100 milj. kr. nýir skatt-
ar voru lagðir á bifreiðaeigendur.
Þrátt fyrir að ríkistekjurnar
séu sarnkv. áætlun 11. okt. sl.
taldar munu hækka um 910milj.
kr. frá núgildandi fjárlögum,
ætla stjómarflokkarnir enn ekki
að standa við það samkomu-
lag, að ríkisframlag til vega-
mála skyldi haldast og til vega-
sjóðs er engin fjárveiting fyrir-
huguð á næsta ári þótt ríkis-
sjóður hirði á sama tíma 173,3
milj. kr. af bifreiðaeigendum í
leyfisgjaldinu einu.
Verðbólgustefna ríkisstjómar-
innar bitnar því ekki einungis
á þeim atvinnurekstri, sem nú er
að gefast upp, og þvi fólki, sem
við þær atvinnugreinar hefur
unnið, heldúr veldur hún því á
sama tíma, að sífellt minnihluta
af þeim fjárhæðum, sem ríkið
innheimtir, er varið til nauð-
svnlegustu verklegra fram-
kvæmda í þágu allra lands-
manna, en að sama skapi þenjast
rekstrarliðirnir út. Kostnaður
við ríkisskattanefnd og skatt-
stofur hefur t.d. hækkað um 340
prósent á 4 árum eða um 26,5
milj. kr. Kostnaður við borgar-
dómaraembættið er áætlaður
41,5% hærri á næsta ári en á
núgildandi fjárlögum, kostnaður
við borgarfógetaembættið 37,6%;
hærri, kostnaður við lög-
reglustjóraembættið á Kefla-
vikurflugvelli jíflega 40% hærri,
kostnaður við almannavamir
46,6% hærri og kostnaður við
tollstjóraembættið 36,1% hærri.
MoVkrat* laefæringar
Með tillögum þeim, sem 2.
minni hl. fjárveitinganefndar
flytur til lagabreytinga á fjár-
lagafrumvarpinu, er aðeins gerð
tilraun til nauðsynlegustu lag-
færinga. En gegn óheillavænlegri
stefnu viðreisnarstjómarinnar
verður að sjálfsögðu ekki hamlað
með breytingartillögum við fjár-
lagafrumv. Til þess þurfa að
koma afskipti kjósenda í alþing-
iskosningum, og víst er, að al-
menningur f landinu gerir sér
nú betur ljóst en nokkru sinni
fyrr, hve dýrt það er þjóðinni
að búa við ráðsmenasku stjóm-
arflokkanna. sem hafa fengið að
stjóma .málum bjóðarínnar I
mestu góðærum í sögu hennar.
en hafa kaffært svo atvinnu-
vegina með óstióm sinni og
ráðleysi, að góðæríð dugir ekki
til mótvægis.
★
Frá breytingartillögum Geirs
og annarra Alþýðubandalags-
i þingmanna mun skýrt síðar.