Þjóðviljinn - 03.12.1966, Síða 8

Þjóðviljinn - 03.12.1966, Síða 8
g tffOA — I>JÓÐVILJINN —‘ Laugardagur 3. desember lflffi. LEONARD GRIBBLE 19 hún við og baðaði út hðndiunum- — Þeir vissu að ég var að ljúga í sambandi við John, en ég vay klókari en þú gerðir þér í-hug- arlund. Ég vissi að þeir myndu telja víst að ég væri að Ijúga þín vegna- — Min vegna? — Já, þin vegna, sagði hún og skældi sig. — Á sama hátt og þeir myndu komast að því að ég var að ljúga um trúlofún okkar. Þetta kemur allt saman og heim- Þín vegna ......... Og af hverju ætti óg að gera þetta allt þin vegna? Vegna þess að f raun og veru elska ég þig. þannig álykta þeir. Þetta var mín aðferð til að vemda þig- Og síðan komast þeir að þeirri niðurstöðu, að þú hefur naumast farið að drepa John Doyce, þvi að ég hafði synt fram á það með ást minni til þín, að til- efnið var ékkert hvað mig snerti- En þú — rödd hennar varð sker- ardi — þú- «leppir bara af mér hendinni. Þú vilt ekki treysta mér- Þú getur ekki tekið mig eins og ég er. Þú hefur aldrei elskað mig — þá myndirðu ekki vantreysta mér á þennan ógeðs- lega hátt- Þú fleygir mér frá þér, til þess eins að bjarga sjálfum þér...... • Hún steig skref afturábak og 6tarði á hann leiftrandi augum. Hún var sjálf undrandi • yfir S»Ij] URA OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS JONSSON SKOLAVORDUSTÍG 0 - SÍMI: 16088 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMl 24-8-16 • PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofs Garðsenda 21 SÍMI 33-968 þessari óvæntu árás. sem hafði brotið niður vöm hans gegn henni. Ósjálfrátt hafði hún snú- ið atlögunni gegn honum á þeirri stundu, þegar hún hafði óttazt að orustan væri töpuð- Hamn komst úr jafnvægi og vissi naumast sitt rjúkandi ráð. — Já, en Pat .......... Hún var ekki sein á sér að grípa tækifærið- Hún var gædd sterkri eðlisávísun í sambandi við karlmenn. Og nú beitti hún henni- — Nei, Phil. nú er það um seinan. Ég er ekkert leik- fang- Ég er fegin, að þú skulir hafa sýnt mér afdráttarlaust hvað þú hefur í rauninni lítið álit á mér. Það eina sem hún vissi ekki — og gat ekki vitað — var það, að Phil Morrow lét engan troða á sér, ekki einu sinni fallega stúlku. Jíann átti sitt stolt, og það efldist við hverja raun- — Jæja, Þetta er þá allt úr sögunni, Pat. Ég er farinn. Sem snöggvast gat hún ekki •íert sér í hugarlund hvaða glappaskot hún hefði gert. Hafði hún tekið skaikkan pól í hæð- ina? Hún skildi ekki hvemig það gat verið. Þessi aðferð henn- ar háfði ævinlega tilætlaðan ár- angur í viðskiptum hennar við hitt kynið. En nú .... einmitt þegar hún taldi víst að hún hefði breytt ósigrinum í sigur, var hún for- smáð að nýju. Þetta, var ekki sanngjamt. Og þetta braut alveg f bága við lífsreglur henriar- Hún var gráti nær, þegar hún sagði: — Þú ert þá búinn að taka ákvörðun? — Nei. Pat. Það gerðir' þú fyrir mig! — Já, en — — Þú sfi'gðir sjálf, að ég hefði aldrei elskað þig- Nú held ég. að það sé alveg rétt. Ég var heillaður af þér, Pat. Glæsileik þínum, kátínu — þetta hreif mig. Ekki þú sjálf .... Held- urðu í raun og veru, að samband okkar gæti haldízt óbreytt eftir þetta? Hún safnaði kröftum í lokatil- raun. — Þú ert móðgaður vegna þess að ég sagðist hafa elskað John Doyce. En ég varð að tala hreinskilnislega. Það er annars furðulegt, hvað það virðist allt saman gamalt og gleymt núna... Það eru ekki nema nokkrir kiukteutímar síðan, og samt er eins og liðin séu ár síðan. í gær. Hann hristi höfuðið- — Ég er ekkert særður yfir þvi, að þú skyldir elstea John Doyce en ekki mig. Ég er bara orðinn skynsamari. Okkur urðu báðum á mistök- Það er mér. nú orðið ljóst. Lokatilraun hennar hafði far- ið útum þúfur. Nístandi reiði, blandin Hatri, kom upp í huga hennar- En hún reyndi að bæla niður- Hún varð að halda virð- ingu sinni. Hún mátti ekki láta hann verða varan við neitt- Hún fyndi einhver ráð til að klekkja á honum — en það yrði leynd- armál hennar. — Ég hef alltaf kvatt elsk- huga mína með drykk. Hvað má bjóða þér, Phil? Hún skildi ekki með nokkru móti hvers vegna hann náföln- aði Hann sagði ekki orð. heldur tók hattinn sinn og fór. Hún settist og kreppti hnef- ana. Hún tók fram sígarettu og kveikti í henni- Jill kom inn- — Er Phil farinn? — Já, fyrir fullt og a'llt! En óg er nú ekki búin að afgreiða hann! Það var ógnun í rödd hennar. Jill gekk til hennar- — Pat, hvað ertu að segja? Þú heldur þó ekki að — — Skiptu þér ekki af því hvað ég held. Ljóshærða stúlk- rjn reykti sígarettuna með á- kafa. — Ég get sagt lögreglunni eitt og annað sem hún kynni að hafa áhuga á- :— Svo illgjörn geturðu ekki verið! Kvíðinn í rödd hennar varð til þess að beiskjubros lék um varir ljóshærðu stúlkunnar. — Þú hefur alltaf verið dá- lítið veik fyrir Phil, er það ekki, Jill? Hvað hefurðu eiginlega elskað hann lengi. Jill fölnaði- Kvikindið þittl tautaði hún- — Þótt ég þpri að horfast í augu við sannleikann? Heyrðu mig nú, ljúfan, ég hef vitað þgtta litla leyndfi'rmál þitt lengi. Og þér er velkomið að hirða hann — eða það sem eftir verð- af honum, þejtar ég er búin að afgreiða hann. „ Jill hörfaði eins og hún hefði verið barin. — Þú skalt ekki voga þér! Hún starði með skelf- ingarsvip á þessa ókunnugu stúlku sem sat fyrir framan hama, þessa meinfýsnu kon.u sem geiflaði munninn illgirnis- lega. — Þú vogar þér ekki að fara til lögreglunnar með lygar þínar. — Það verða engar lygar, mín kæra. Þeir rifust alveg stór- kostlega fyrir stuttu, og Phil Morrow kom með afdráttarlaus- ar hótanir við meðeiganda sin.n, sem ekki vair hægt að villast á. Jafnvel heiðarleg fnanneskja eins og þú, myndi neyðast til að segja allan sannleikann um það mál. Pat reis á fætur og gekk að dyrunum að svefnherbergi þeirra- — Þetta virðist allt vera búið okkar í milli, og það hentar mér piýðilega. En mundu bara, að ég get séð fótum mínum forráð! Það hef ég alltaf gert Pg því held ég áfram- Enginn karlmað- ur fær að nota núg sem fóta- þurrku, og hann skal ekki halda að ég liggi áfram flöt fyrir hon- um- Ji’1'1 Mjóp til hennar og þreif í handlegginn á henni. — Bíddu ar.dartak! Þú ert búin að segja sitt af hverju- Áður en þú ferð langgr mig til að komast að með dálítið. Ég sætti mig ekki' við að þú reynir að koma Phil í bölvun. Ég horfði á þig reyna að gera hann hlægilegan og ég sagði ekki neitt. — Nei, vegna þess að þú varst hrædd, lyddan þín! Jill lét sem hún heyrði ékki til hennar- — Þú ert svo ógeðs- lega sjálfumglöð. Þú hefur aldrei hugsað nema um sjálfai þig- — Ég þakka fyrir alúðina- — Og nú ertu bara að hugsa urr. sjálfa þig. — Já, það geturðu bölvað þér upp á- — En þér skjátlast hrapal- lega ef þú heldur að þú getir komið Phil í einhvem bobba núna. — Ertu hrædd ennþá? Það má ekki koma blettur né hrukka á hetjuna þína, eða hvað? Mér þykir það leitt, ljúfan — ég hef hugsað mér að borga hbnum í sömu mynt, og það skal ekki verða neitt sérstaklega notalegt fyrir hann. Og slepptu mér svo, fjandinn hafi það. Ég ætla að klæða rriig. — Vertu alveg róleg. Ég er farin — á stundinni- Eftir /ritai hef ég fulla þörf fyrir ferskt loft. Ég er að kafna hérna inni. En eitt skaltu vita, að ef þú ferð til lögreglunnar og þykist tilneydd að segja einhvern sann- leika, þá skal ég svo sannairlega slá botninn úr öllu fyrir þér- Þær stóðu þannig stundarkorn — tveir andstæðingar með brugðin sverð. — Reyndu bara, elskan, reyndu bara, sagði ljóshærða stúlkan stríðnislega. — Ég get sagt margt sem þú veizt ekkert um. Ég skal láta þennan sjálfs- ánægða þrjót engjast sundur og saman yfir því, að hann þóttist of góður handa Pat Laruce- Hurðin skelltist á hæla henni. Jill gekk fram í eldhúsið- Óhreina leirtauið eftir morgun- verðinn og kaffibollarnir stóðu við vaskinn. Hún settist á eld- húskollinn og fór að gráta- Hún var skelfilega vansæl og hjálp- arvana- Hún var enn að gráta hálftíma seinna þegar útihurð- inni var skellt og hún var ein í íbúðinni. Sorg hennar var mjög persónuleg — hún gat ekki deilt henni með neinum. Það var satt. Hún elskaði Phil Morrow, Hún hafði elskað hann mánuðum saman, en hann hafði ekkert séð annað en bjartai fegurð Pats ag hlustað á hlátur hennar og inantóm loforð. Jill hafði reynt að sætta sig við orðinn hlut Pg umbera það sem hún áleit óumflýjanlegt. Hún hélt sjálf, að sér hefði tekizt það. Það hafði verið erf- itt, en hún hafði verið- hörð við sjálfa sig- Enginn skyldi fá að vita um ást hennar- Og nú hafði hún fengið þetta fratnaní sig, frá konunni, sem var staðráðin í að eyðileggja líf Phils Morrows af smásmuguleg- um hefndarþorsta og illgimi vegna eigin ótryggðar. Hún varð að finna einhverja leið til að hjálpa Phil. Lögreglan myndi trúa Pat- Það var hún viss um. Hann yrði jafhvel tekinn fast- ur fyrir morð- Tilhugsunin lam- aði hana. Hún sá fyrir sér mann- inn sem hún elskaði standa ráð- þrota gagnvart óhagstæðum kringumstæðum. Staðreyndir sitt úr hverri áttinni fóru að koma upp í hugann. Jólasaga barnanna cTtir Walt Disney 1- Þegar aparnir eru á leiðinni til námunnar aftur til að ná í meiri steina......... 2. stingur einn þeirra af. mig ekki! — Hann sá 3. — Nú verð ég að segja jólasveinin- ■ um hvað hefur komið fyrir stein- ana sem hann ætlaði að nota fyrir augu í dúkkurnar. SKÖTTA — Það er ekki nóg að vera sjálfur í stælnum, herbergið verður að vera það líka...... Látið okkur jafna nú þegar misþunga á hjólbörSum yðar með fullkomnustu ballans-vel sem nú er á markaðnum. — Önauðsynlegt að taka hjólin undan bílnum. — Gildir það jafnt um fólks- og vöru- og langferðabifreiðar. Vinnustofan er opin alla daga kl. 7,30 til 22. GÚMMÍVINNUSTOFAN hf. Skipholti 35 - Sími 31055 BRUNATRYGGINGAR TRYGGID ADUR ^ EN ELDUR ER LAUS Á EFTIR* ER ÞAD OF SEINT TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTH 9 • REYKJAVIK SÍMt 22122 21260 Blaðburðarfólk vantar okkur strax í KÓPAVOG - Hringið í síma 40753 - b IÓOVII WN,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.