Þjóðviljinn - 03.12.1966, Side 10

Þjóðviljinn - 03.12.1966, Side 10
GreiBhert umÞrengsli Samkvæmt upplýsingum vega- gerðar ríkisins var færðin held- ur skárri í gær en i fyrradas. Greiðfært var orðið um Þr^ngsli og austur um Ámessýslu, ?n þyngra eftir að komið var aust- ur í Rangárvallasýslu. Góð færð var í Borgarfirði, Dölurn og Snæfellsnesi og stóruYn bílum var fært vestur á Strandir. Færð er góð norður í Skagafjörð. en ófært til Akureyrar. Frá Akur- eyri er fært stórum bílum t.il Húsavíkur og Raufarhafnar., A Austfjörðum eru fjallvegir lokað- ir. Á Vestfjörðum er fært um Hálfdán til Bíldudals og einnig af Barðaströnd um Kléifaheiði til Patreksfjarðar. Víðast er fært inuanfjarða en aðalfjallveg- ir lokaðir. Þá var erfitt yfirferð- ar í iTollafirði f gær, vegna þess að árspræna ( flæddi þar yfir vegiítr. og myndaði svellbunka. —-------«------------- t Lögreghn lýsir eftir vifnum Miðvikudaginn 30. nóv. k! 8 fh.' stóð bifreiðin R-7170, sem er sendiferðabifreið, Internation- al, ljósblár að lit, við vinstri gangstétt Vitastígs rétt ofari við Skúlagötu. Á bví tímabili var ekið á hægra frambretti hans og það dældað. Eigandinn fann gler á staðnum. sem hann telur vera úr afturlugt Mercedes Benz. Skorað er á ökumann þeirrar bifreiðar, svo og sjónarvotta að gefa sig fram við umferðar- deild rannsóknarlögreglunnar. Umræðufundur r a JVæsti umræðufundurinn um vandamál sósíalismans verður haldinn á þriðjudagskvöldið kl. 8,30 i Tjarnargötu 20. Fundarefni: Efnahagsmálin i sósíalistísku ríkjunum. — Félag- ar mætið stundvíslega. — Stjórn ÆFR. Víxladeildin var flutt upp á aðra hæð Búnaðarbankans í gær og sést hér hluti af starfsfólkinu. (Ljósm. Þjóðv. A K). Nýr afgreiislusalur opnaöur á 2. hæð Búnaðarbankans Laugardagur 3. desember 1966 — 31. árgangur — 277 tölublað. Leftárásir aftur hafnar á Hanoi SAIGON 2/12. — Eftir nokkurra mánaða hlé hafa Banda- ríkjamenn aftur hafið loftárásir á höfuðborg Norður-Viet- nam, Hanoi, og fóru flugvélar þeirra þrjár árásarherferðir þangað í morgun og köstuðu spreng’jum aðeins sjö kíló- metra frá miðbiki borgarinnar. ■ í dag verður opnaður nýr afgreiðslusalur á annarri hæð Búnaðarbankahússins í Aust- urstræti ,5 og er inngangur iafnframt frá Hafnarstræti 6. B í nýja afgreiðslusalnum verða til húsa víxladeild, stofnlánadeild og veðdeild. Samfara þessum breytingum verður tekið upp vélabókhald með IBM skýrslúvélum og rafreikni fyrir stofnlána- deildina og víxladeild. Sjón-,. varpskerfi hefur einnig ver- ið sett upp i bankanum. Hús Búnaðarbankans í Austur- stræti var byggt árin 1946—’47 og þótti sumum í allmikið ráð- izt en nú hefur húsið allt verið tekið í notkun fyrir starfsemi bankans. Vegna mikilla þrengela í afgreiðslusalnum á 1. hæð var það ráð tekið að flytja deildirn- Reiknað með 26 miljarða þjéðartekþm árið 1967! Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Jóns- sonar fjármálaráðherra á Alþingi í gær er reiknað með að þjóðartekjur íslendinga á næsta ári verði um 26 miljarðar. Einar Olgeirsson sagði í tilefni af þeim upplýsingum, að þær væru sterkustu rök- in fyrir því að gerbreyta þurfi tekjuskipt- ingu þjóðarinnar. Verjcamenn hefðu fyrir dagvinnutima 100—120 þúsund kr. árstekj- ur. Það hljóta eftir þessum upplýsingum að dæma að vera fjölmargir menn í landinu sem hafa miljón eða meira í árstekjur, og frá hálfri miljón til einnar. Með slíkum þjóðartekjum er auðsætt að þeim er svo stór- kostlega misskipt, að nýskipan þeirra mála er óhjákvæmileg og brýn, sagði Einar. MILDARA VEDUR I DAG - EN HARÐNAR AFTUR ★ Samkvæmt upplýsingnm Veðurstofunnar leit út fyrir í gær, að veður færi kólnandi sl. nótt og frostið næði hámarki. í dag-á svo heldur að draga tii austanáttar og hlýna, en ekki er útlit fyrir að sú dýrð standi lengi. Liklegast nær norðanáttin yfirhönd- inni aftur. , ★ f gær var að draga úr norðanáttinni um allt land, birta til og stillast. Undir þeim kriytgumstæðum ætti svo frostið að herða. ★ Klukkan 11 í gær var 16 stiga frost á Hveravöllum, 8 stig í Reykjavík og á Akureyri, en 11 í Síðumúla. ! ar þrjár upp á 2. hæð þ.e. víxla- deild, stotnlánadeild og veðdeild. Hingað til hafa verkefni þess- ara deilda verið unnin á ýmsum stöðum í húsinu en nú verður stofnlánadeildin öll á 2. hæð á móti víxladeild en féhirðar verða á milli deildanna og kemur það til með að létta mikið á annríki féhirða á 1. hæð. þar verða eft- ir sparisjóðsdeild. hlaupareikn- ingar, verðbréf og afgreiðsla úti- búa svo og innheimtur fyrst um sinn. Nýju skýrsluvélarnar verða á 3. hæ§ og verða þær látnar vinna úr gatspjöldum sem koma frá fyrrnefndum deildum. Hefur stofnlánadeildin þegar verið sett inn í þetta kerfi en reiknað er með að víxladeildin verði komin í kerfið um næstu áramót. í sambandi við gatspjaldakerf- ið hsfa verið tekin upp þjóð- skrárnúmer þ.e. veðnúmer jarð- eigna og nafnnúmer greiðenda. Fyrir áramót verða einnig tekin upp nafnnúmer víxilskuldara og ábyrgðarmanna á öllum víxlum í bankanum. Þjóðskrárnúmerin eru tekin upp til að hægt sé að gera full- komna víxlaspjaldskrá og þá um leið væntanlega til að koma í veg fyrir nafnafalsanir. Sjónvarps- og talkerfinu er ætlað að sehda sjónvarpsmyndir af tékkum sem' innleystir eru á 2. hæð niður til sparisjóðsdeild- ar og hlaupareiknings á 1. ijseð og koma þar fram stækkaðar myndir af tékkunum. Kerfið hef- ur verið lagt milli 3ja hæða í húsinu og er nú verið að athuga hvernig það virkar. Vegna breytinganna hafa skrif- stofur bankastjórnar verið flutt- ar á 4. hæð. Teikningar af hin- um nýja afgreiðslusal og öðrum breytingum á húsinu gerðu Gunnlaugur Halldórsson, arki- tekt og Svavar Jóhannsson, skipulagsstjóri bankans og höfðu þeir umsjón með framkvæmdun- um en breytingarnar önnuðust Guðmundur Ingimundarson og Jörgen Lange. Talsmenn bandarísku her- stjórnarinnar í Saigon vildu i ekkert um það sogja hvers- vegpa aftur var ráðizt á Hanoi — en fyrri loftárásir á þessa miljónaborg í sumar sættu mjög harðri gagnrýni um allan heim; meira, að segja stjórn Wilsons reyndi að hreyfa mótmælum. . Stjórn Norður-Vietnams þefur kært árásir flugvéla og banda- rískra herskipa á héraðið Bin- Hoa í Suður-Vietnam, fyrir al- þjóðlegu eftirlitsnefndinni — en í þeim fórust allrnargir óbreytt- ir borgarar. Saigonstjórnin segist hafa komizt. að tilraun skæruliða þjóðfrelsishreyfingarinnar til að valda, skemmdum á nýrri höfn í Saigon, sem Bandaríkjamenn hafa reist. Hefðu þeir ætlað að sökkva skipi í hafnarmynninu með hálfu tonni af sprengiefni, en njósnir borizt af þessari ráðagerð áður en af. yrði. Tillögur Alþýðubandalagsins afgreiddar við aðra umræðu Það var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum á fuftdi borg- arstjórnar Reykjavíkur á fimmtu- dagskvöldið að vísa þrem tillög- um, sem fulltrúar Alþýðubanda- lagsins flutrtu, til afgreiðslu við síðari umræðu um fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar og borgar- fyrirtækja á fundinum 15. des- ember n.k. Tillagna þessara var getið hér í bláðinu í gær, éri þær vörií um byggingaframkvæmdir við Borg- arsjúkrahúsið í Fossvogi, um byggingu dagheimilis í Árbæjar- hverfi og tveggja fjölskylduheim- ila og loks um byggingu skóla fyrir Breiðholtshverfi ofl. 4. spilakvöldið j Jón frá Pálmholti. o «*• ' j Fjórða spilakvöld Sósía- : istafélag Reykjavikur verður : í sunnudagskvöidið kl. 8,30 í ! rjarnargötu 20. Jón skáld frá Pálmholti les : kafla úr sinni forvitnilegu : bók, sem nú er i prentun. Stutt kvikmynd. — Spila- : verðlaun. — Veitingar. — Skemmtinefndin. : Fulltrúafundur Fulltrúafundur Samtaka sveit- arfélaga í Reykjaneskjördæmi verður haldinn í dag, laugardag, kl. 14,30 í félagsheimjli Kópa- vogs. Á fundinum verða til um- ræðu jarðhitamái umdæmisins, skipulagsmál, svo og önnur mál er varða sveitarfélögin. Þing- mönnum Reykjaneskjördæmis er boðið á fundinn. Gagnrýna SI» PEKING 2/12. Pekingútvarpið sagði í dag, að sú ákvörðun alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna að neita Kína um aðild að sam- tökunum væri ekki annað en ný sönnun um að S.Þ. séu auðsveipt tæki sem beint er í þágu banda- rískrar heimsvaldastefnu. Franco gegn frelsi MADRID 2/12. - Spænska stjórn- in hefur vísað á bug tilmælum frá leiðtogum frjálslyndra og sósíalistískra afla um að þeim verði leyft að reka skipulagðan áróður gegn þeim stjórnarskrár- breytingum, sem greiða á þjóð- aratkvæði um á Spáni þann 14. desember. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1967: Verður ai endurskoia áætl- unina á miiju næsta sumri? B Fyrri úmræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1967 stóð í nær 4 stundir á borgar- stjómarfundinum í fyrrakvöld. Var frumvarpinu vísað til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu á borgarstjórnar- fundi að hálfum mánuði liðnum, 15. desember n.k. Geir borgarstjóri Hallgríms- son fyigdi frumvarpinu úr hlaði á fundinum, eins og getið var í blaðinu í gær. Hann tók það fram að frumvarpið væri lagt fram með þeim fyriryara að á- ætluð útsvarsupphæð, G’37,3 milj. króna, fengist inn með því að beitt yrði sömu álagningarregl- um og giltu á þessu ári. Stand- isit sú áætlun ekki, sagði borg- arstjóri, verður borgarstjórnin að taka fjárhagsáætlunina til end- urskoðunar á miðju næsta ári. Breytingartillögur við síðari umræðu Að lokinni ræðu borgarstjóra tók Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi Albýðubandalags- ins, til máls. Verður ræða hans birt hér í Þjóðviljanum á þriðju- daginn kemur. Aðrir ræðumenn yoru Kristján Benediktsson (F), Óskar Hallgrín.^oon (A) og Ein- ar Ágústsson (F). Fjárhagsáætlunarfmmvarpinu var að umræðunni lokinni vísað til 2. umræðu. Munu fulltrúar minnihlutaflokkanna þá flytja breytingartillögur sínar við frumvarpið. Borgarfyrirtækin í ár og næsta ár Til viðbótar því, sem getið var í blaðinu í gær, fara hér á eftir nokkrar tölur úr fjárhags- áætlunarfivarpinu, sem snerta stærstu borgarfyrirtækin. * Tekjur og giöld á rekstrar- áætlun Vatnsveituiinar eru nú 40.002.000 kr., en voru á yfir- standandi ári 30.249.000 kr., þ.e. 32% hækkun. * Eignabrgytingaáætiun Vatns- veitunnar er nú 32.564.000 kr. í stað 31,9 milj. króna í ár — 2% hækkun. * Tekjur og gjöld á rekstrar- áætlun Hitaveitunnar eru nú á- ætluð 146,8 milj. — í ár var á- ætlunin 99,1 Vnilj. kr. — þ.e. 48% hækkun. * Eignabreytingaáætlun Hita- veitunnar er nú 74,5 milj. kr., í stað 36,6 milj. kr. í ár — þ.e. hækkun 104%. * Tekjur og gjöld á rekstrar- áætlun Rafmagnsveitunnar eru nú 239,1 milj. kr. í stað 192,7 milj. kr. — hækkun: 21,2%. * Eignabreytingaáætlun Raf- magnsveitunnar: 69.589.000 kr. í stað 38.151.000 kr. eða 82% hækkun. * Tekjur og gjöld Strætisvagna Reykjavíkur á rekstraráætlun nú eru 62.2 milj. kr. í stað 57,3 milj. kr. eða 8,5%. * Eignabreytingaáætlun SVR er 8.155.000 kr. í stað 7,3 milj. * Tekjur og gjöld á rekstrar- áætlun Reykjavíkurhafnar eru 55.860.000 kr. í stað 46.650.000. Eignabreytincpáætlun hafnar- innar er 65.380.000 kr. í stað 60.500.000 á þessu ári. Fylkinqin Umræöuklúbbur um verka- Iýðsmál tekur til starfa kl. 3 í dag í Tjamargötu 2G. Umræðu- efni: Viðhorfið eftir ASl-þingið. Félagar fjölmennið. — ÆF. #

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.