Þjóðviljinn - 09.02.1967, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 9. febrúar 1967.
Ragnar Arnalds:
Ríkið hafi forystu um uppbygg-
ingu niðursuðuiðnaðar á fslandi
★ Frumvarp Ragnars Arnalds
um Fiskiðju ríkisins var til 1.
umræðu á fundi neðri deildar
Alþingis á mánudaginn. Var
frumvarpinu vísað til 2. um-
ræðu og nefndar að lokinni
framsöguræðu flutningsmanns.
Fer ræða Ragnars Amalds hér
á eftir:
Á þingskjali 78 hef ég leyit
mér að flytja frumvarp til laga
um stofnun fyrirtækis, er beri
nafnið Fiskiðja ríkisins. I stuttu
máli er það meginefni þessa
frumvarps, að ríkisvaldið taki
að sér forystuhlutverk i upp-
byggingu niðursuðuiðnaðar á Is-
landi, en þessi uppbygging hef-
ur nánast staðið í stað í ald-
arfjórðung. Ef þessi iðnaður á
að verða einn af grundvallar-
atvinnuvegum þjóðarinnar i
framtíðinni, eins og hann
hefur öll skilyrði til að verða,
þá verður ekki hjá því komizt,
að ríkisvaldið leggi grundvöll-
inn með nokkrum markvissum
ráðstöfunum.
Hér er gerð um það tillaga:
1. að sett verði á stofn Fisk-
iðja ríkisins, er starfi undir
sérstakri þingkjörinni stjóm;
2. að ríkið leggi fram fjár-
magn, svo að unnt sé með
nokkurri von um árangur að
ráðast til atlögu við mesta
vandamál þessa iðnaðar: mark-
á'ðsyándamálið. Meðal annars
verði stofnað til sölusamtaka
framleiðenda, er ‘reyni sameih-
, aðir að brjótast inn á frjáisan
/"'hfarkáð ‘ erlendis undir ’ ,éifíu:
auglýstu vörumerki;
3. að fiskiðjan taki við rekstri
niðurlagningarverksmiðjunnar á
Siglufirði;
4. að fiskiðjan reisi nokkrar
nýjar verksmiðjur, eftir því sem
markaður leyfir, þar sem vinna
er að staðaldri ónóg;
5. að Fiskiðja ríkisins fái það
hlutverk að hafa forystu um
hverskonar vísindarannsóknir á
þessu sviði: innleiði tækninýj-
ungar og geri tilraunir með
nýja matarrétti;
6. að Fiskiðju ríkisins veröi
falið að gera ráðstafanir til
þess, að íslendingar eignist
fjölmennan hóp sérmenntaðra
manna í niðursuðutækni: á-
hugamenn séu kostaðir til náms
erlendis og efnt sé öðru hverju
til sérstakra námskeiða fyrir
verkstjóra og annað starfslið.
Margir hafa furðað sig á
því, og það eftki að ástæðu-
lausu, hversu illa hefur gengið
Síldin, þetta úrvalshráefni i ljúffengustu matarrétti.
að koma upp niðursuðu- og
niðurlagningariðnaði á Islandi.
Á hverju ári hafa Islendingar
mokað gífurlegum afla á land,
en minna um það hirt að full-
vinna afurðimar sjálfir. Fisk-
vinnslustöðvar víða um heim
hafa fengið ódýrt úrvalshráefni
frá Islandi og hagnazt drjúgum
á því að margfalda haráefnis-
verðið með fullvinnslu.
Ef við berum okkur saman
við Norðmenn, kemur glöggt í
Ijós, hve Islendingar eru langt
á eftir Norðmönnum á þessu
sviði. 1 Noregi er 15 prósent
Sterka
bensínið
Mikið er um það skrifað
þessa dagana að nú sé loksins
von á „sterku“ bensíni til
landsins frá Rússum; hafi
þeir vondu austrænu menn
árum saman selt okkur kraft-
lítið gutl, en barátta Félags
íslenzkra bifreiðaeigenda og
þriggja olíufélaga hafi að end-
ingu borið þann árangur að
„styrkleikinn" vaxi. Eftirleið-
is verði ekkert selt hér ann-
an en „sterka“ bensínið. Er
talað um þessi umskipti af
þvílíkum feginleik að helzt
minnir á drykkjuberserki sem
komast loksins í brennda
drykki eftir að hafa lengi orð-
ið að sætta sig við borðvín.
Mér segja fróðir menn að
fráleitt sé að tala um „styrk-
leika“ í áambandi við oktan-
tölur í bensíni; oktantalan
jafngildi engan veginn pró-
sentutölum um áfengismagn
í brennivíni. Oktantölur gefi
til kynha ólíkan efnafræðileg-
an samsetning og mismunandi
eiginleika. Því fari mjög fjarri
að „sterka" bensínið henti
öllum bílum, slíkt fari eftir
gerð véla, eftir hraðanum sem
ekið er á að jafnaði, eftir
vegum og fleiri aðstæðum.
Þess vegna þykir það sjálf-
SÖgð þjónusta í nágrannalönd-
um okkar að bensínstöðvar
hafi til sölu bensín með mis-
munandi oktantölu, til þess að
bílstjórar geti valið þá teg-
und sem þeim hentar.
Hvers vegna á aðeins að
verða til sölu „sterkt" bensín
á Islandi, þótt bflainnflytjend-
ur hafi þegar gert athuga-
semdir við þá^tilhögun? Hvers
vegna sanna olíufélögin þrjú
ekki tilverurétt sinn með þvi
að hafa á boðstólum bensín
með mismunandi oktantölu og
leyfa bílstjórum að velja í
samræmi við þekkingu og
reynslu? Hvers vegna má ekki
taka upp frjálsa verzlun í stað
einokúnár á þessu sviði? Er
ástseðan ef til vill sú að
„sterka" bensínið er dýrara.
svo að álagningarhlutur olíu-
félaganna verður hærri en
hann hefur verið til þessa?
— Austri.
af útflutningsverðmæti norskra
sjávarafurða niðursoðinn eða
niðurlagður fiskur, en hlistæð
hlutfallstala á Islandi er að-
eins V2 prósent.
Það er vissulega nokkuð öm-
urlegt að sjá hve Islendingar
standa langt að baki keppi-
nautum sínum Norðmönnum á
þessu sviði, en hitt er þó jafn-
vel enn ömurlegra að sjá,
hvað framfarir í þessari iðn-
grein hafa verið hægar og
þróunin einkennilega skrykkj-
ótt.
Árið 1940-1941 var útflutning-
ur lslendinga á niðursuðuvör-
um um 700 tonn eða um það
bil tvöfalt meiri en 1963 og
1964. Á þessu tímabili kom það
fyrir, að útflutningurinn eitt
árið fór yfir þúsund tonn, ann-
að árið datt hann niður í sama
sem ekki neitt.
Árin 1965 og 1966 hefur út-
flutningsmagn niðursuðuvara
aukizt talsvert, einkum vegna
stóraukinnar sölu til Sovétríkj-
anna. En þrátt fyrir þessa aukn-
ingu er hlutfallstala niðursuðu-
og niðurlagningarvara af út-
fluttum fiskafurðum þó enn
langt innan við 1 prósent, og
talinn í tonnum er útflutning-
urinn á síðasta ári svipaður
eða aðeins lítið eitt meiri en
hann varð mestur íyrir aldar-
fjórðungi.
Hver er þá helzta skýringin
á erfiðleikum niðursuðuiðnaðar-
ins? Skýringin er fyrst og
fxemst sú, að skort hefur mark-
aði. En hvers vegna hefur
maskaði skort? öllum ber þó
saman um, að íslenzk hráefni
séu með þeim beztu, sem fá-
anleg eru í heiminum. Hvers
vegna geta Islendingar ekki selt
þessa framleiðslu eins og aðr-
ar þjóðir?
Um leið og reynt er að svara
spurningunni, er nauðsynlegt
að gera sér þess grein, að mark-
aðsöflun fyrir fullunnar iðnað-
arvörur er miklu meiri erfið-
Ieikum bundin en sala á hrá-
efnum eða hálfunnum vörum. I
upphafi þarf stórfellda auglýs-
ingaherferð á frjálsum markaði,
erindrekstur og tilraunastarf-
semi. Hér á landi hafa verið
starfræktar fjölmargar verk-
smiðjur, en þær hafa flestar
verið litlar og ófullkomnar. Eig-
endur hafa oftast verið fjár-
vana og ekki þolað neins kon-
ar áföll eða byrjunarörðugleika.
Auk þess hefur sérþekking og
tæknikunnátta verið mjög af
skornum skammti, og stundum
hefur framleiðslan misheppn-
azt. En jafnvel smávægilegustu
mistök geta eyðilagt stóran
markað. Vafalaust skiptir þó
mestu máli, að aldrei hefur
verið gert stórfellt, markvisst
átak til að seljá framleiðsluna.
Framleiðendur hafa aldrei haft
nein samtök með sér. Enginn
aðili hefur haft fjármagn til
að brjótast inn á frjálsan mark-
að með þeim krafti, sem tií
þarf. Enginn hefur getað leyft
sér að taka þá áhættu, sem í
upphafi fylgir slíku.
Nú eru hér á landi þrjár
meiri háttar verksmiðjur í þess-
um iðnaði, allar búnar mjög
góðum framleiðslutækjum. K.
Jónsson & Co. h.f. á Akureyri
framleiðir langsamlega mest og
flytur megnið af framleiðslu
sinni til Sovétríkjanna sam-
kvæmt föstum samningum.
Norðurstjaman í Hafnarfirði
nýtt og glæsilegt fyrirtæki,
seldi aðallega til Bandaríkjanna
Ragnar Arnalds
undir norsku vörumerki en hef-
ur ekkert framleitt nú skeið.
Á Siglufirði var að frumkvæði
Alþingis og ríkisstjómar hafin
bygging verksmiðju af full-
komnustu gerð, og er hún nú
hálfbyggð. Verksmiðjan er rek-
in undir stjórn S.R. og var ætl-
uð sem. framlag hins opinbera
til styrktar þessum iðnaði og
átti að ryðja öðrum verksmiðj-
um brautina. Framleiðslan hef-
ur þótt takast mjög vel, og er
hún að mestu seld til Sovét-
ríkjanna, en því miður hefur
ekkert stórátak verið gert til að
afla annarra markaða.
Bygging þessara þriggja full-
komnustu verksmiðja er mikil-
vægt spor í rétta átt. Næsta
spor er að hefja víðtæka mark-
aðsöflun og skipuleggja þenn-
an atvinnuveg í heild sinni,
svo að hér megi rísa stór-
iðja í matvælaiðnaði.
En hvemig má það verða?
Munu hinir ýmsu framleið-
endur í þessari iðngrein verða
færir um að skipuleggja þenn-
an atvinnuveg og koma á fót
slíkri stóriðju, án aðstcðar eða
forystu ríkisvaldsins?
Ég held ekki. Ég held, að
ríkisvaldið hafi beðið of lengi
; eftir því, að þessi atvinnugrein
risi upp í landinu af sjálfu
sér. Ástandið í þessum iðnaði
og stöðnunin undanfann 25 ár,
ætti að geta sannfært menn um
það, að rfkisvaldið má ekki
halda að sér höndum á þessu
sviði, heldur verður að taka
forystuna.
Þegar Siglufjarðarverksmiðj-
an var reist, var það einmitt
ætlunin, að hún yrði tilrauna-
og forystuverksmiðja. Afstaða
ríkisvaldsins til þessa afkvæm-
is síns hefur þó verið nokkuð
óljós: verksmiðjan hefur verið
Framhald á 7. síðu
Athugasemd frá Verðlags-
ráði sjávarátvegsins
í frétt frá Útvegsbændafél-
Vestmannaeyja, sem birtist í
dagblöðunum í gær segir svo i
upphafi fréttarinnar:
„Útvegsbændafélag Vestm.-
eyja lýsir megnri óánægju á
þeim . drætti, er varð um ný-
gerða verðákvörðun á bolfiski,
og telur, að ef reglur hefðu ver-
ið haldnar, hefði verðákvörð-
unin átt að liggja fyrir 10. des.
s.l.“
I viðtalsþætti Ölafs Ragnars
Grímssonar, hagfræðings í
Ríkisútvarpinu í gærkvöld, voru
viðhöfð ummæli sama efnis af
Hilmari Rósmundssyni, útgerð-
armanni í Vestmannaeyjum.
1 tilefni af fyrrgreindum
ummælum, vill stjórn Verðlags-
ráðs sjávarútyegsins taka fram
eftirfarandi. í 8. gr. reglugerð-
ar um . Verðlagsráð sjávarút-
vegsins frá 31. október 1962,
segir svo: „Verðlagsráð (fiski-
deild) skal leitast við að ná
samkomulagi um lágmarksverð
fisktegunda fyrir eitt ár í senn,
og skal þá hafa lokið verðá-
kvörðunum sínúm fyrir 10. des.
ár hvert. Náist ekki einróma
samkomulag í verðlagsráði um
verð fyrir tilakilinn tíma, skal
vísa ágreiningsatriðum til yfir-
nefndar þegar í stað. Yfir-
nefndin skal hafa fellt fulln-
aðarúrskurð um ágreiningsatriði
og tilkynnt fiskverð eigi síðar
en 31. desember ár hvert“.
Fyrrgreint ákvæði um að
fiskideild Verðlagsráðs skuli
ljúka verðákvörðun eigi síðar
en 10. desember, er sett til
þess að yfirnefnd, ef hún fjall-
ar um málið, skuli hafa nógan
tíma til starfa og ákvörðunar
fiskverðs eigi síðar en 31. des.
ár hvert. Síðan Verðlagsráð
hóf störf í desember 1961,
hefur það ávallt komið í hlut
yfirnefndar að ákveða bolfisk-
verðið.
Þannig náðist ekki sam-
komulag í Verðlagsráði um lág-
marksverð á bolfiski árið 1967.;
Verðákvörðuninni var því visað
til úrskurðar yfirnefndar á
fundi ráðsins þann 9. desem-
ber s.l., í samræmi við ikam-
angreind reglugerðarákvæði.
Vegna yfirgripsmikillar könn-
unar á rekstursafkomu fiski-
báta, frystihúsa og annarra
fiskverkunarstöðva, svo og
markaðskönnunar erlendis, lauk
yfirnefndin ekki störfum fyrr
en þann 8. janúar, er úrskurð-
ur var kveðinn upp um lág-
marksverð á bolfiski. Sjávarút-
vegsmálaráðuneytið hafði fyrir
áramót veitt yf'rnefndinni frest
til 8. janúar til uppkvaðningar
úrskurðar um fiskverðið.
Af framansögðu er það ljóst,
að fullyrðingar í áðurgreindum
ummælum, um brot á settum
reglum, eru ekki á rökum
reistar. —■ (3. febrúar).