Þjóðviljinn - 10.02.1967, Side 5

Þjóðviljinn - 10.02.1967, Side 5
Föstudagur 10. febrúar 1967 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA g Þorsteinn Jósepsson, rithöfundur. Menn á mímtm aldri venjast því að heyra æ tíðar lát vina sinna og félaga frá aeskuárum. Við jwí er ekkert að segja. Það er eðlilegur hlutur að mann- fallinu snúi bví meir í ílokk manns eigin kynslóðar sem lengra líður. Manni finnst það grimmt óréttlæti hverju sinni, þegar líf einstaklingsins fær ekki að komast yfir jafndægri á vori, eða litlu meir; en þegar kt>mið er að jafndægrum á hausti, — já, þá ætti maður vist að fara að venjast því þó hvinurinn í egg sláttumannsins láti manni æ oftar i eyrum, á þeirri mjóu skák, sem okkur er af- mörkuð í tímanum. Því kyn- legra er, að það skuli grípa mann tregi við eina andláts- fregn, annari framar, úr hópi kunningja og samaldra. En ég skal játa að mér fór þó svo, þegar ég heyrði lát vinar míns, Þorsteins Jósepssonar frá Si gn ýj ars töðu m. Kannski er maður að verða veiklundaður með aldrinum. Og þó var vitað um hríð að hverju dró. Hann vissi það, ekki síður en aðrir. Það fann ég á elskulegu bréfi hans, sem ég fékk laust fyrir síðustu ára- mót. Ekki svo að skilja að þar væri vil að finna, heldur aðeins vikið að því óbeint og næstum þvi kankvíslega. Nei, hann Steini var ekki af þeim stofni sprottinn, sem lætur ttyfinning- ar beygja sig i annarra augsýn, meðan enn er stætt. Það var svo sem ekki langt á millí æskuheimila okkar, en þar féll þó harðsnúinn streng- ur Hvítár. Við kynntumst eklci að ráði fyrr en ég var kom- inn yfir ferminguna og ég var ofurlítið eldri. Steini lét ekki ferma sig. Ef ég hefði verið honum alveg jafnaldra hefði ég líklega ekki gert það heldur. En Steini þurfti engan stuðning. frá Signýjarstöðum Hann sagöi mér þetta alltsam- an löngu seinna. Hann krafðist sem sé skýringar á ýmsum at- riðum kristindómsins. Hann velti fyrir sér hugmyndinni um þann giuð, sem er algóður ög gat samt ekki fyiirgefið, nema sonur hans væri píndur tiJ dauða á hroðalegan hátt. Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra að vera að grauta ; goðafræði og trúarbragðasögu svona rétt undir ferminguna; — Þjóðnýting allra banka í Tanzaníu DAR ES SALAAM 8/2 — Stjórn Tanzaníu hefur þjóðnýtt alla banka í landinu. Nyerere forseti sagði þegar hann skýrði frá þessari ákvörðun að stjórnin hefði verið staðráðin í að koma á sósíalisma í landinu og hefði hún ákveðið að byrja á þjóðnýt- ingu bankanna, því að vald yf- ir fjármálunum skipti mestu máli. Fleiri slikar ráðstafanir eru á döfinni, sagði Nyerere for- seti. Danskir farmenn boða nú verkfall KHÖFN 7/2 — Danska far- mannasambandið hefur boðað verkfall frá 1. marz n.k. Formað- ur sambandsins segir að stjórn þess hafi gefið upp alla von um að hægt sé að leysa deiluna án verkfalls. Vinnuveitendur hafi virt kröfur farmanna um kaup- hækkanir algerlega að vettugi. Skagfirðingasveit fékk veglega gjöf Hinn 8. jan sl. barst slysa- varnadeildinni „Skagfirðinga- sveit" myndarleg peningagjöf frá erfingjum Gísla heitins Gíslasonar frá Lágmúla, að upp- hæð 26217,76 kr. Gjöfin er til minningar um foreldra Gísla heitins. hjónin Gísla Jónsson og Þóru Jóhanns- dóttur frá Lágmúla á Skaga. Forgöngu um að erfðaféð rynni til „Skagfirðingasveitar" hafði frú Guðrún Sveinsdóttir, Öldu- götu 17, Reykjavík. Stjóm slysavarnadeildarinnar þakkar þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug, sem á bak við hana felst. meyjarfaaöingin: höfðu guðirnir ekki frá öndvcrðu verið að bregða sér til jarðarinnar bæði ofan af Ölympstindi og öðrum hasðum, ýmissa erinda? altaris- gangan: þetta er svo sannarlega mitt hold —, þetta er svo sann- arlega mitt blóð, sem fyrir yð- " úr er gefið — æ, þessi sífellda fórnfæring, aftan úr kolsvartri forneskju, til að blíðka guðinn. ,,Og hann fékk ekki þær skýr- ingar, sem hann felldi sig við og gæti tekið gildar, — ég hef sjálfur ekki íengið þær heldur, allt fram á þennan dag. Já, það var um þetta leyti sem ég kynntist honum. Auðvitað hafði hann stórlega brotið af sér gagnvart kristilegu almennings- áliti þeirna tíma, með því að láta ekki ferma sig. Það er sér- vizkan úr Húsafellsættinni, sagði fólkið. En hann Steini, hann geislaði svo af heilbrigði og iífsorku, að það var hrein unun að vera ná- lægt lionym, og áhugi hans á tilverunni: bækur ogbókmennt,- ir, íþróttir, fjöll, ferðalög um jietta land og helzt öll lönd. Hann átti kost á langskólanámi, hann eirði því ckki, hann mátti ekki eyða tíma í innisetur með- an sól skein á fjöll og höf. Systkinin voru tvö og hétu hinum alkunnu nöfnum Húsa- feilsættarinnar: Ástríður — Þorsteinn. Þau áttu ágæta for- eldra. Ég kynntist móður þeirra meira. Hún lifði lengur. Hún var glöð, skilningsrík og hjarta- hlý, óvenjulega brjóstgreind kona. Ég veit að hún var frá- bær móðir. Nei, foreldramir lögðu ekki stein i götu barn- anna, né bundu þau heima frekar en þeim gott þætt.i. Þau lyftu undir vængi þeirra cftir beztu getu og lögðu við blessun sína. Þau vissu að táp- mikil æska krefst útrásar fyrir þá orku scm hennj cr í brjóst lagin. Steini var ekki gamall þegar hann viðaði að sér bókum og las heima. Hann lánaði mér bækur á norðurlandamálunum, þýddar og frumsamdar: Strind- berg, J. V. Jensen, Lie, Ham- sun, Balzac, Dumas, Boccacio o.fl. o.íl., þetta var forkunnleg lesning. Hann las og hann ham- aðist í íþróttum, hann hljóp og var hraður á sprettinum oq feykilega þolinn. Hann skrifaði sína fyratu bók, Tindar hét hún, æskuverk. Hann gaf mér hana áritaða. Seinna bað hann mig að brenna hana. Nei, Steini minn, kemur aldrei til mála. Æskuverk rit- höfundar eru öðar en líður haf- in yfir alla gagnrýni og göml- um vini dýrmæti öðru meir. Seinna skrifaði hann bókina 1 djörfum leik — og mikið óskaði ég þess oft, þéssi ár sem ég vann í bókasafninu í Hafnarfirði, að Þorsteinn Jós- epsson hefði skrifað fíieiri bæk- ur þeirrar tegundar þegar bless- aðir strákarnir voru að biðia mig um eitthvað spennandi og ég varð að lána þeim Bennabæk- urnar eða eitthvað álfka merkilegt. Og Steini fór suður í lönd til að hlaupa af sér hornin. Sviss, Þýzkaland, ítalía, klifr- aði fjöll, synti í vötnum oe skrifaði ferðasögur. Kringum 1940 fékk hann sér fast starf hjá dagblaðinu Vísi í Reykjavík, sem blaðamaður og vann við það blað æ síðan. Ilann fór vafalaust oft utan eftir það. Dvaldist til dæmisum tíma í Austur-Þýzkalandi eftir- stríðsáranna og skrifaði í blað sitt greinar þaðan. Vísirhvorki var eða er neitt áróðursblað fyrir sósíalisma, en greinar hans, frá dvöl hans þar á þess- um tíma, bera því vitni hvað hreinn og heiðarlegur íþrótta- maður hann var, hann hafði aldrei rangt við. Löngu áður en sú för var farin, hafði hann byrjað á þvi. sem átti hug hans öðru fremur: söfnun íslenzkra bóka, gamalla og nýrra og útlendra böka um íslenzk efni. Ég veit ekkinema þeir hafi hafið bókasöfnun um líkt leyti vinirnir Þorsteinn Jósepsson og Páll Jónsson, bókavörður í Bæjarbókasafni Rvíkur. En hvað sem um bað er, ]*>á undraðLstég alltaf þegar ég Ieit ínn til Steina, hvílfk- um kynst.rum hann hafði náð saman, en sá jafnframt í hendi mér, að í stuttri viðdvöl var mér, manní ófróðum um bækur. enginn kostur að átta mig á hlut.unum. Hann hlýtur aðhafa lagt í þetta órafé og jafnframt unniö af mikilli hagsýni. En sem þessu fór fram, söfnun bóka, fór hann með myndavél- ina sína fram og aftur um landið sitt og tók myndir af byggðum þess og öræfum, ströndum þess og vogum, birtu þess og skýjafari, af því list- skyni, sem honum var bæði meðfætt og áunnið við ianga reynslu. Og nú á sl. ári, þegar hann vissi að dauðinn fór að, þján- ingarfullur og óumflýjanlegur, þá dró hann saman til ákveð- innar heildar árangurinn af iðju sinni: það sem hann hafði heyjað sér á áratugum úr grúa bóka sinna um land og þjóð, og á sífelldum feröum sínum með myndavél um öxl, og gaf út bók sína Landið þitt. Sjálft nafnið er eins og kveðja frá höfundinum, bæn og áminning: verið því góð, glatið því ekki. Landið þitt er undirstöðu- verk í staðfræði íslands, sem byggt verður á, æ ofan í æ, verk sem greinir frá slysum oz höppum bessarar b.ióðar á hverjum stað. þjóðtrú hennar og dultrú, verk sem er um- leikið ást hans og ræktarsemi og þeim sama sagnaranda. sém var aðal stórfrænda hans. Kristleifs Þorsteinssonar frá Stórakroppi. Og því, undir hvaða kring- umstæðum þetta verk var unn- ið, því má aldrei gleyma. Það er rétt, sem Jón Bjarnason sagði um það í þessu blaði, það er unnið f kapphlaupi við dauð- ann, — þar sem hver starfs- stund var dýrmætust, því hún gat verið síðust, og áfram, hvað sem líður óbærilegum þjáning- um. Enn einu sinni var Steini minn harður á lokasprettinum og sleit marksnúruna á undan þeim keppinaut, sem margan hefur, fellt frá .sigri. Um ieið og ég votta ástvin- um hans samúð mína, þakka ég honum kynnin, gömul og ný, — það er eins og það sé ofur- lítið skárra að gera það um seinan. heldur en alls ekki. Guðm. Böðvarsson. Smásögur Ólafs Jó- hanns á rássnesku Bækur eru fljótar að seljast upp í Moskvu. 1 september sl. kom út rússnesk þýðing á smá- sögum Ölafs Jóh. Sigurðssonar. Ég ætlaði að kaupa bókina í desember, en afgreiðslustúlkan í bókabúðinni var heldur en ekki hissa á bjartsýni minni: ,,Þjóðarskútan? Hún er löngu uppseld.“ Skýringin á þessu er auð- vitað ekki sú. að Moskvubúar lesi hvað sem er. Ölafur Jó- hann er orðinn þekkt.ur hér af fyiTi. sögum sínum, sem út hafa komið á rússnesku: Lit- brigðum jarðarinnar og smá- sögum, sem birzt hafa í safn- ritum og tímsiritum. Halldór Laxness hefur plægt jarðveginn fyrir íslenzkar bók- menntir í Sovétríkjunum. Vafalaust er það honum að þakka að almenningur hér tek- ur svo vel við öllum þýðingum á verkum íslenzkra höfunda. Það er ekki óa<lgengt að fólk segi: Ekki dat.t mér í hug að svona lítil þjóð ætti fleiri en einn rithöfund á heimsmæli- kvarða! 1 þessari nýju bók eru ellefu smásögur, þaraf margar af perium Ölafs Jóhanns, einsog til dæmis „Mýrin heima, þjóð- arskútan og tunglið“, sem bók- in dregur nafn sitt af, „Píus páfi yfirgefur Vatíkanið“ „Stjörnur Konstantínópels“, ,,Höndin“, „Hvolpurinn" og fleiri. Þýðendur eni sjö talisins, þar af einn Islendingur, Ámi Berg- nrann. Eftirmála um höfundinn skrifar kona nokkur, Nedelajeva að nafni. Hún hefur mikið unn- ið að þýðingum íslenzkra bók- mennfca á rússnesku og á allt gott skilið fyrir þarflega unnin verk á því sviði- Höfundur skrifar sjálfur for- mála að bökinni. Nefnist hann ,,Til sovézkra lesenda" og er skemmtileg lesning. Ólafur Jó- hann segir þar frá bernskusveit sinni og þeim breytingum, sem Ölaftir Jóh. SigurAsson átt hafa sér stað í íslenzku þjóðlífi síðan hann var að al- ast upp. Fyrstu kynni af i'úss- neskum bókmenntum Weðst hann hafa haft á bemskuárum í lágreistum torfbæ. Hann seg- ist viðurkenna af fúsum vilja að rithöfu.ndaT einsog Gorgíj og Tséhof hafí haft djúp áhrif á sig á yngri árum. Rússnesk- ar bókmenntir segir hann vera aðalástæðuna til þess, að hann beri hlýjan hug til sovézku þjóðanna og reyni eftir megni að fylgjast með afrekum þeirra á leiðinni til kommúnisma- Að endingu lýsir Ólafur yfir þeirri von sinni, að sögur hane megi verða til að efla áhuga sovézkra lesenda á íslenzkum bókmenntum og stuðla að vax- andi vináttu b.ióðanna. Ingibjörg Haraldsdóttir (APN) <$>- Kvæðamannafélagið Iðunn hélt aðalfund sinn 28. janúar s.l. A fundinum baðst fráfarandi for- maður, Sigurður Jónsson frá Haukagili, undan endurkosningu. I stjórn voru kosin: Ulrich Richter formaður. Ragnheiður Magnúsdóttir, gjaldkeri og Sig- urður Jónsson frá Brún, ritari. Skopleikrit um manninn sem skiptist í tvennt með Berlínarmúrnum— Þekktar fyrirmyndir — Að skilja veruleikenn Leikskáld í Austur-Berlín, Petér Hacks hefur skrifað tímaritinu „Theater heute“ bréf um nýtt leikrit eftir sig. 1 þessum „þýzka gamanleik“ kemur fram mjög sérkennileg aðalpersóna, sem heitir í senn Gúnther og Wolí. Margt er það í fari þessarar per- sónu, sem bendir til ákveð- inna fyrirmynda: annarsvegar til hins þekkta vesturþýzka rithöfundar Gúnthers Grass, hinsvegar til austurþýzka söngvaskáldsins Wolfs Bier- mans. * Bréf þetta fer hér á eftir: Hetja gamanleiksins er þýzkur smáborgari, sem ég vil nefna Wolf-Gúnther. Hann er meðalmaður á hæð, dökk- hærður, skáld. Ég ímynda mér að hann sé með yfirskegg. scm bendi til mjög þokkalegs djöfylskapar. Hugmynd mín er í því íólg- in, að þegar Berlínarmúrinn er reistur, þá er þessum Wolf- Gúnther skipt einnig, svo sem af misgáningi. Hann er nú til í tveim sérstökum hlutum: austurhluta, sem ég mundi nefna Wolf og vesturhluta sem ber nafnið Gúnther. Wolf og Gúnther svipar mjög saman — enda eru þeir í raun réttri ein og sama per- Til vinstri Giinther Grass, til hægri austurþýzka söngvaskáldið Wolf Bierman .yfirskegg sem bendir til þokkalegs djöfulskapar' sónan. Báðir hafa góða hæfi- leika og mikla þörf fyrir pen- inga. Hugsunarháttur þeirra er mjög þjóðlegur: þeir eru Culltrúar og boðberar allra hugsanlegra skoðana — einn- ig skoðana sem eru í mótsögn hver við aðra. Þeir kunna vmsar hrífandi skrítlur úr mannlífinu sem þeir hafa iafnan á hraðbergi og flytja á ruglingslegan hátt. Báðii óera í brjósti óhamingjusamo ást til ákveðinnar listgreinar leikskáldskapar, og báðir fella hug til sömu yndislegu stúlk- unnar, sem einnig er mjög í skötulíki, þvi þá skortir þrótt til að standa í slíku. En kjarni þessa leikrits er pólitískur. Báðir eru þeir Wolf og Gúnther sannfærðir á- hangendur þess þjóðfélags sem þeir búa í: enginn mað- ur er róttækari en Wolf þeg- ar hann hittir fyrir kapítal- ista, og enginn er meiri aft- urhaldsmaður en einmitt Gúnther þegar hann er í hópi kommúnista. En menn mega ekki gleyma því að þeir eru smáborgarar og „hálfsterkir“. Þá skortir allan skilning á pólitískum veruleika. Þeir skilja ekki, að þýzku ríkin tvö, bæði það sósíaliska og hið kapítalíska eru einmitt al- veg eins og þau hljóta að vera samkvæmt mælikvarða sögu- legra aðstæðna. Þeir halda að bæði ríkin gætu, aðeins ef þau vildu, verið meira að þeirra höfði, meira wolf-gúntherisk. Þessi villa styrkist fyrir sakir sálrænnar þarfar þeirra á því að sameinast aftur, og því hafna þeir, án þess að vilja það, i „slæmum félags- skap“, í kjölfari andstöðunn- ar á hverjum stað. Gamanið í þessu leikriti mínu er í því fólgið, að sögu- hetja mín getur ekki látið stjórn sína í friði Hann dregst að henni, verður bæði að valda henni erfiðleikum og hrósa henni. Alltaf þegar hann hrósar henni almenni- lega kemur eitthvað skemmti- legt fyrir: það er kveikt í for- stofunni hjá honum, innanrík- isráðherrann skammar hann. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir því að sami maðurinn leiki báða parta þessarar klofnu hetju. Hápunktur verksins er það atriði, þegar Wolf og Gúnther koma hvor til síns stjórnarforseta til að leggja þeim ráð. Hér þarf að sjá fyrir þeirri sjónhverfingu að einn leikari sé í raun og veru tveir leikarar. Allt ger- ist samtímis: til hægri situr kanzlarinn. til vinstri stjóm- arforseti (A-Þýzkalands) og hjá báðum hlýtur hann held- ur hæpna útreið. . . . Öllum leikhúsum ,er heimilt að taka þetta leikrit til sýn- ingar. é t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.