Þjóðviljinn - 10.02.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1967, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. febrúar 1967. 28 vil ekki fara á mis við nótu úr Tristan, sagði hún, — og það megid þér ekki heldur. Komið upp til mín í hléinu. Hún lét hann hafa númerið á stúkunni. XIII. KAFLI Næstu tveir máuðir voru tímabil í lífi Trent sem hann átti ævinlega eftir að minnast með hrolli. Hann hitti frú Mand- erson nokkrum sinnum og í hvert skipti varð hann agndofa og gramur yfir kuldalegri vin- semd hennar, sem var mitt á milli lítilsháttar kunningsskap- ar og visis að vináttu. Honum til frekari undrunar hafði hann hitt hana í óperunni í fylgd með frú Wallace, hressilegri matrónu, sem hann hafði þekkt frá barn- assku- Það virtist svo sem frú MandersOn hefði eftir heimkomu sína frá ítaliu farið að hrærast innanum það fólk sem hann hafði alla tíð haft samskipti við. Hún sagði það væri vegna þess að hún hefði tjaldað á veiðisvæði þeirra: allmargir kunningjar hans voru nágrannar hennar. Hann hafði óljóst en ónotalegt hugboð, að hann hefði verið ólík- ur sjálfum sér við þetta tækifæri, vandræðalegur, rjóður í kinnum og látið móðan mása um athafn- ir sínar í baltnesku löndunum og næstum eingöngu beint orð- (jm síúm til frú Wallace. Hin konan hafði alveg losað sig við þann geðshræringarvott sem á henni hafði mátt sjá í anddyr- ihu, þegar hann kom í stúkunai til þeirra. Hún hafði rætt við hann vinsamlega um ferðalög sín, aðsetur sitt í London og fólk sem þau þekktu bæði. Síðari helming óperunnar hafði hann setið um kyrrt í stúku þeirra, og hann hafði ekki getað hugsað um annað en vangasvip hennar og hár. axlir hennar og handlegg og hönd hennar á stólarminum. Svarta hárið hafði honum virzt eins og frumskógur, ómælanlegur, veg- laus og töfrandi, sem lokkaði ha'nn í banvænan leik .... Und- ir lokin hafði hann verið fölur og fálátur og kvatt bær kurteis- lega. I næsta skipti sem hann hitti hana — það var á sveitasetri, þar sem þau voru bæði gestir — t>g í síðara skipti, hafði hann haft stjóm á sér. Hann hafði lagað framkomu sína eftir fram- komu hennar og hafði staðið sig skikkanlega með tilliti til — Með tilliti til þess að hann bjó við kveljandi óvissu. iðrun og þrá. Hann gat með engu EFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistota Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð Clyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistola Garðsenda 21. SÍMl 33-968 móti áttað sig á fasi hennar. Það var alveg öruggt og víst að hún hafði lesið handrit hans og skilið grunsemdir sem fólust í síðustu spumingunni sem hann hafði lsgt fyrir hana á Hvít- þiljum. Hvernig gat hún þá kom- ið svona vingjarnlega fram við hann, rétt eins og hún kom fram við alla aðra karlmenn sem ekki höfðu gert henni neitt til miska? Því að honum var orðið Ijóst, að miska hafði hann unnið henni, þótt hún sýndi þess eng- in merki í ytri framkomu sinni. I fáein skipti, þá sjaldan að þau ræddust við, hafði hann einnig fundið það á sér, að hún var í þann veginn að beina um- ræðunum að títtnefndu máli; en í hvert skipti hafði hann komið í veg fyrir það *með því að víkja talinu að öðru. vegna þess að hann var hræddur. Tvær ákvarð- anir tók hann- I fyrsta lagi ætl- aði hann að fara frá London og dveljast erlendis um ófyrir- sjáanlegan tíma, þegar hann hefði lokið við verkefni sem hann hafði tekið af sér. Þetta var of mikið taugastríð fyrir hann. Hann brann ekki legur í skinn- inu eftir að fá að vita sannleik- ann; hann þurfti ekkert fram- ar til að staðfesta þá vissu sína, að hann hefði gert skyssu, hann hefði rangtúlkað allar aðstæður og sömuleiðis tár hennar, stimpl- að sjálfan sig sem illgjarnan aula. Hann huesaði ekki lengur um- tilefni Marlowes til að myrða Manderson. Herra Cupp- les kom til. London og Trent spurði hann einskis. Hann vissi nú að hann hafði haft rétt fyr- ir sér, þegar hann mælti þessi orð — Trent minntist þeirra, vegna þess hve mikla áherzlu hann hafði lagt á þau — „Meðan hún áleit sig bundna hnnum, gat eng- inn máttur á iarðríki fengið hana til þess“. Hann hitti frú Manderson við miðdegisverð í stóra húsinu hans frænda henn- ar í Bloomsbury. sem minnti á grafhýsi, og bað kvöld ræddi hann lengst af við fornleifa- fræðing frá Berlín. Hin ákvörðun hans var sú að hitta hana ekki í einrúmi. En nokkrum dögum síðar, þeg- air hún skrifaði honum og bað hann að koma og hitta sig síð- degis næsta dag, gerði hann enga tilraun til að skorast undan. Þetta var formleg áskorun. Meðan hún nostraði við teið og stundarkom á eftir ræddi hún við hann svo frjálsmannlega og blátt áfram um daginn og veginn, að hann var farinn að vona að hú hefði séð sig um hönd með það sem áreiðanlega hafði verið tilgangur hennar, að ná honum á eintal og tala al- varlega við hann. Hún virtist vera áhyggjulaus með öllu, bros- hýr, svo að hsnn minntist orða sem fyrir löngu höfðu verið rit- uð um prinsessu af Brúnsvík: — Munnur hennar býr yfir þúsund töfrum sem heilla sálina- Hún gekk um fallega stofuna, þar sem hún hafði tekið á móti honum, valdi úr stöku gersemi sem hún hafði fundið í f'ornsöl- um eða skriflabúðum, hló að leit sinni og þrasi og prútti. Og þeg- ar hann spurði hvort hún vildi leika fyrir hann eftirlætisverk, sem hann hafði heyrt hana leika í öðru húsi, þá samþykkti hún það undir eins. Hún lék af leikni og tilfinn- ingu sem snart hann á sama hátt og það hafði gert í fyrra skiptið. — Yður er tónlistin í blóð borin, sagði hann lágum rómi, þegar hún hafði lokið leikn- um og síðustu ómamir voru ABYRGDARTRYGGINGAR hljóðnaðir. — Ég vissi það áður en ég heyrði yður leika. — Ég hef leikið á hljóðfæri síðan ég man eftir mér. Það hef- ur verið mikil upplyfting, sagði hún blátt áfram og sneri sér síðan að honum og brosti: — Hvenær uppgötvuðuð þér tónlist- ina í yður? Já, auðvitað: Ég var £ óperunni. En það sannar reynd- ar ekkert eða hvað? — Nei, saigði hann viðutan og var enn að hugsa um tónlistina. — Ég vissi það þegar ég sá yð- ur í fyrsta sinn. Og um leið skildi hann hvað þessi örð hans táknuðu, og hann stirðnaði upp. I fyrsta skipti hafði fortíðin ver- ið dregin inn £ samtalið- Það varð stutt þögn. Frú Manderson leit á Trent og siðan snöggt undan- Hún varð örlitið rjóð i vöngum og hún setti stút á munninn eins og hún ætlaði að fara að blístra. Svo rétti hún úr öxlunum á einbeitn- islegan hátt, reis skyndiléga á fætur og settist í stól andspæn- is honum. — Þessi formáli yðar, byrjaði hún með hægð og horfði á skóinn ,sinn, — getur nægt til að ég byrji á því sem ég ætlaði að segja við yður. Ég bað yður að koma hingað í dag, herra Trent, í ákveðnum tilgangi, vegna þess að ég gat ekki þolað þetta leng- ur. Allt frá því að þér skilduð við mig á Hvítþiljum hef ég ver- ið að reyna að sannfæra sjálfa mig um, að það skipti ekki máli hvað þér hélduð um mig í sam- bandi við það mál; að þér vær- uð alls ekki sú manngerð sem færi að blaðra við aðra um álit yðar á mér, eftir að bér höfðuð sagt mér frá ástæðum yðar til að birta ekki handritið. Ég spurði sjálfa mig hvort þetta gerði nokkurn skapaðan hlut til. En allan tímann vissi ég að sjálfsögðu að það skipti máli. Skipti skelfilega miklu máli. Vegna þess að það sem þér álit- uð var ekki satt- Hún leit upp og mætti augnaráði hans róleg á svip. Trent horfði á hana og andlit hans var svipbrigðalaust. — Síðan ég kynntist yður, ss'gði hann, — held ég þetta ekki lengur. — Þakka yður fyrir, sagði frú Manderson og roðnaði allt í einu upp í hársrætur. Svo fitlaði hún við vasaklút og bætti við: — En ég vil að þér vitið, hver sannleikurinn var. — Ég vissi ekki hvort ég myndi nokkurn tíma hitta yður aftur, hélt hún áfram með lægri röddu. — en mér fannst ég verða að tala um þetta við yður, ef ég fengi tækifæri til þess. Ég hélt að það yrði ekki erfitt, vegna þess að þér virtuzt svo skilningsgóður; og auk þess á kona sem hefur verið gift ekki að eiga eins erfitt með að ræða um slíka hluti ef þörf krefur. En svo hittumst við aftur, og ég komst að raun um, að það var mjög erfitt. Þér gerðuð það erfitt. — Hvemig þá? spurði harm lágri röddu. — Ég veit það ekki, sagði kon- an. — En, jú — ég veit það. Það var vegna þess, að þér komuð fram við mig eins og yð- ur hefði aldrei dottið neitt slíkt í hug í sambandi við mig. Ég hafði alltaf gert ráð fyrir að ef ég sæi yður aftur mynduð þér líta á mig þessu hörkulega, níst- andi augnaráði eins og þegar þér spurðuð mig síðustu spurningar- innar — munið þér það? — á Hvítþiljum. En þess í stað voruð þér eins og hver annar kunningi. Þér voruð aðeins — hún hikaði og rétti fram hendurnar — þér voruð aðeins vingjarnlegur. Eftir að ég ávarpaði yður í óperunni og við töluðumst við, þá var ég aö velta því fyrir mér, hvort þér hefðuð í rauninni þekkt mig aft- ur. Ég á við, ég hélt að þér hefð- uð ef til vill kannazt við andlit- ið, en ekki komið mér fyrir yð- ur. Trent gaf frá sér snöggan hlátur, en hann sagði ekkert. Hún brosti afsakandi. — Jæja, en ég mundi ekki hvort þér hefð- uð nefnt nafnið mitt, og ég hélt ef til vill sð þetta hefði verið svona. En í næsta skipti, hjá Iretonhjónunum, nefnduð þér nafnið mitt, svo að ég vissi að þér vissuð hver ég var, og eftir þetta hef ég hvað eftir annað verið að því komin að tala við yður, en það varð aldrei úr því. Ég var farin að halda að þér væruð að hindra mig í því, að þér færuð viljandi að tala um eitthvað smnað þegar ég reyndi að leiða talið að því. Var það ekki rétt hjá mér? Segið mér það. Hann kinkaði kolli. — En hvers vegna? Hann þagði enn. — Jæja, sagði hún. — Ég ætla> að ljúka því sem ég ætlaði að segja, og svo segið þér mér, vona ég, hver.s vegna þér gerðuð mér svo erfitt fyrir- Þegar mér fór að skil.jast að þér vilduð ekki tala um þettas varð ég enn á- kveðnari en áður. Þér hafið ef til vill ekki átt von á því að ég heimtaði að fá að tala, þótt þér væruð svo tregur til þess. Ég, er viss um að ég hefði ekki get- að það, ef ég hefði verið sek eins og þér hélduð. Þér komuð hingað til mín í dág grunlaus um að ég myndi taka af skarið. Jæja, þarna sjáið þér. Það vottaði ekki lengur fyrir hiki hjá frú Manderson. Hún hafði talað i sig hita, eins og hún var vön að segja, og þetta hsfði svo lengi hvílt á henni eins og mara, að hún varð beinlínis mælsk. — Ég ætla að segja yður í hverju mistök yðar lágu, hélt hún áfram meðam Trent horfði á hana stilltur og kyrrlátur. — Þér verðið að trúa mér; þetta er dagsatt, herra Trent, alveg eins og lífið sjálft, ruglingslegt og stundum dularfullt og með ó- tal mistökum, sem fólk hikar oft ekki við að álíta staðreyndir. Ég er alls ekki að ásaka yður, ATVINNUREKENDUR. ÁBYRGDARTRYGGING ER NAUDSYNLEG ÖLLUM ATVINNUREKSTRI TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVtK SÍMI 22122 — 21260 — Ég sé þig í kvöld Sússí- Ég fékk enga*n almennilegan dansherra svo að Donni kemur bara með mér. <§nlineníal SNJOHJOLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, meS okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. VERÐLÆKKUN EINKAUMBOÐ HJOLBARÐAR frá '"'m'.' RASNOIMPORT MOSKVA hjólb. slöngur 500x16 kr. 625,— kr. 115,— 650x20 kr. 1.900,— kr. 241,— 670x15 kr. 1.070,— kr. 148,— 750x20 kr. 3.047,— kr. 266,— 820x15 kr. 1.500,— kr. 150,— MARS TRADIIMG OO SIMI 17373 TRABANT EIGENDUR V iðger ða v erkstæði. Smurstöð. 1 Yfirförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSGN, velaverkstæði. Dugguvogi 7. — Simi 30154.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.