Þjóðviljinn - 10.02.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.02.1967, Blaðsíða 4
/| SfÐA — ÞJÖBVILJINN — Föstudagur 10. febrúar 1967. urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (ób). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólarvörðust- 19. Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00. /// meðferð gamalmenna jpurðu sjaldan heyrist rætt á Alþingi um kjör og aðbúnað gamals fólks og er það þó verulegur hluti landsmanna. Fyrir nokkrum dögum vakti Alfreð Gíslason máls á kjörum gamla fólksins í framsöguræðu fyrir frumvörpum sem hann flytur um að undanþiggja bætur almannatrygginganna útsvari og skatti, aðrar en fjölskyldubætur. Hann sagði þá m.a.: uþegar ég hugleiði þetta mál er mér alltaf o'far- lega í huga gamla fólkið. Mér finnst það ein- hvern veginn umkomulausast allra í þjóðfélaginu, jafnvel enn umkomulausara en aðrir öryrkjar og örkumlamenn. Eins og kunnugt er eiga vissir hóp- ar örkumla fólks sér málsvara í eigin félögum og félagasamböndum en einhvern veginn held ég að gamalmennin hafa orðið útundan, þau eiga sér í raun og veru engan málsvara. Þau eru dreifð um allt landið og til þeirra er nú lítið tillit tekið. Mér finnst rétt að láta þá skoðun mína koma fram hér á Alþingi, skoðun sem byggist á þrjátíu ára reynslu minni sem læknir í Reykjavík, en hún er á þá leið að þjóðfélagið beiti gamalmenni sín illri meðferð, eins í dag og fyrir hundrað árum eða meira. . . Við gefum vandamálum þeirra, gamalmennanna, lít- inn gaum, og höfum ekki áhuga á að bæta aðstöðu þeirra í samfélaginu. Vegna þessa skeytingarleys- is og áhugaleysis þykjumst við aldrei hafa ráð á því peningalega að styðja og styrkja gamalmenn- in. Afleiðingin verður ill meðferð á gamaímenn- um í landinu og óneitanlega er það leiður löstur í fari okkar íslendinga. Það er talsverð tilhneiging hjá einstaklingum til þess að víkja gömlu fólki af heimilum sínum. Gamalmenni hafa enn í dag litla aðstoð til að búa að sínu á eigin heimilum. Þessi tilhneiging gerir vart við sig án þess að sam- félagið eða einstaklingarnir sjái gamla fólkinu fyrir sómasamlegum samastað. Þetta kalla ég illa meðferð. Ég kalla það líka illa meðférð að reka mann frá starfi fyrir þær sakir einar að hann hefur náð vissum aldri. Þetta er gert. Það er einnig ill með- ferð að skammta gamalmenni svo naumt að ó- gjörningur sé að lifa af því, en þetta er gert og það er einmitt það sem mál mitt snýst um í dag“. Og enn sagði Alfreð: „Ellilífeyrir og einnig örorkulíf- eyrir er mjög skorinn við nögl. Þessu neitar eng- inn. Hann þyrfti að vera tveim til þrem sinnum hærri til þess að hægt vseri að lifa af honum. Þess vegna kemst gamalt fólk ekki af, þrátt fyrir elli- lífeyri, nema með því að hafa úti einhver önnur spjót. JJér er strítt talað en af þekkingu. Rök Alfreðs eru að sjálfsögðu ekki einungis rök fyrir því að hætta að elta gamla fólkið með skattheimtu, heldur fyrir miklu víðtækari ráðstöfunum til að gera kjör þess bærileg. Það dugar ekki að tala enn í áratugi um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, um ellilaun sem gamalmennuim sé fært að lifa af. Framkvæmdir í málinu hafa dregizt alltof lengi, um þær verður spurt en ekki endalausar bollalegg- ingar. 111 meðferð gamalmenna á íslandi er hneyksli sem verður að uppræta. — s. í GÆR vorum við að hugleiða hér í dálkinum íþróttir okkar íslend- inga á 20. öldinni og þá sérstak- lega nýjar leiðir til að tryggja í eitt skipti fyrir öll óslitna sigurgöngu handboltasveita okkar í framtíð- inni, og nú hefur borizt athyglis- vert bréf úr Kópavogi um íþrótt- ir fornmanna: • • • KRUMMI SÆLL. Eg hef verið að virða fyrir mér mynd Halldórs Péturssonar í ný- útkominni endurútgáfu af Islands- sögu Jónasar frá Hriflu. Myndin er af þvi, þegar Gunnar heitinn á Hlíðarenda vegur mann upp á at- geir sínum og kastar honum út í Rangá. Frá siðferðilegu sjónarmiði hef ég ekkert við þessa mynd að athuga og held að hún sé engum aldursflokki til meins, alveg niður úr. Gunnar hefur greinilega stung- ið atgeirnum m’jög snyrtilega í brjóstið á manninum og í sam- ræmi við ströngustu aflífunarregl- ur Dýraverndunarfélaganna (því auðvitað verða óvinir Gunnars að skoðast eins og hverjar aðrar skepn- ur). Þessvegna hefði hlandið sem hljóp fyrir hjartað í kennurum Austurbæjarskólans getað fundið sér annan og eðlilegri farveg. Hitt veldur mér furðu, hvað at- geii'sskaptið þolir. Þarna hangir 80—90 kílóa mannsskrokkur á öðr- um endanum, en Gunnar heldur í hinn endann og býr sig undir að sveifla manninum i fagurlegan boga út í Rangá. Ég leyfi mér að halda því fram, að venjulegt tré- skapt á atgeir sem þessum þyldi ekki þvíumlíkar sviptingar og hlyti að bresta og verða til einskis nýtt það sem af er bardagans, en í text- anum er greinilega sagt að „sumum hafi hann kastað af atgeimum út í Rangá“. Svo er annað. Ef þú eða ég vær- um stungnir si svona í brjóstið með atgeir: Myndum við þá ekki beygja okkur fram á skaptið og grípa um það báðum höndum? Eii af mynd Halldórs verður ekki annað ráðið en maðurinn sé þegar dauður og ekki kominn á stirðnunarstigið, þegar Gunnar stakk í hann verk- færinu og er þarna enn nýtt sjón- arhorn á sögunni. Þó verðum við að telja að Halldór sé staðháttum við Rangá ekki nógu kunnugur til að vita fyrir víst hvemig dauðir eða hálfdauðir menn brugðust við atgeirslagi í „den tid“. Við vitum, og vonandi efast eng- inn um það, að Njáll á Bergþórs- hvoli var vitur maður, gott ef hann er ekki kallaður forvitri í Njálu. Nú þykir mér einsætt að hann hafi séð fyrir . efnasamsetningu tref ja- plasts og fíberglass. Ég man ekki til að aðrir menn í íslendingasög- um hafi kastað mönnum af vopn- um sínum í fagurlegan boga út í eitthvert af stórfl’jótum þessa lands. Þessvegna þykir mér líklegast að Njáll hafi einhverju sinni, þegar Gunnar kom til hans að leita ráða, gefið honum upp formúluna fyrir fíberglassi, eða trefjaplasti. Ég vil rökstyðja mál mitt með annarri tilvitnun í Njálu, þar sem segir að Gunnar hafi stokkið hæð sína í öllum herklæðum. Útilokað er að hann hafi getað afrekað þetta nema á fíberglass-stöng líkri þeim, sem stangastökkvarar nútímans nota, einkum, þegar tekið er tillit til þess, að maðurinn var gersamlega ófróður um vítamín og gildi þeirra fyrir íþróttamenn. En því hefur Njáll ekki viljað búa syni sína svo byltingarkennd- um vopnum? Hann vissi hvílíkir ójafnaðarmenn þeir voru og fljótir til slagsmála, einkum Skarphéðinn, og að skassið Bergþóra myndi ekki spara eggjunarorðin, ef hún vissi af þessum atómsprengjum sögu- aldar í höndum hans. Þarna hafði hann því þreföldu hlutverki að gegna: Vernda Gunnar gegn óvinum illvígum, vernda landið gegn Skarp- héðni og sjálfan sig fyrir Berg- þóru, og er furðulegt að honum skuli hafa tekizt þetta allt, skegg- lausum manninum. Nú legg ég til, Krummi minn, að þú sendir Helga á Hrafnkelsstöðum orð og biðjir hann að lesa Njálu sína einu sinni enn og vita hvort hann finnur þessum tilgátum mín- um ekki einhvern stað inn á milli línanna í þeirri útgáfu, sem hann hefur undir höndum. Með kveðju: Úr Kópavogi. OG VEL Á MINNZT ... Félagi Kolbeinn var eitthvað að minnast á að hann langaði til að eignast pennavini sem víðast á landinu, og ættu þeir sem hafa hug á að senda honum línu að muna, að K.s. er ekkert mannlegt eða ómannlegt óviðkomandi. KRUMMI. Athugasemd frá Sigurii Thoroddsen verkfræiingi Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur sendi Morgunblaðinu í fyrradag eftirfarandi athuga- semd og bað Þjóðviljann iafn- framt að birta hana: 1 leiðara Morgunblaðsins í dag, þar sem rætt er um er- lenda verkfræðiaðstoð, segir meðal annars: „Vinstri stjórnin, sem kommúnistar áttu sæti í, taldi sér því nauðsynlegt að leita til erlends verkfræðifyrir- tækis á þessum tíma og hafði <*> Seint gengur endurskoðun í húsgagnamálinu Þjóðviljinn spurðist fyrir í gær um rannsókn í máli þeirra aðila íslenzkra sem upp komst um tollsvik hjá í sambandi við at- hugun dönsku Iögreglunnar á máli forstjóra Hovedstadens Möbelfabrik í Danmörku. Er það aðallega eitt fyrirtæki hér- lendis, sem virðist eiga stærst- an hlut í svikunum, en auk þess eru nokkur fleiri fyrirtæki og einstaklingar flæktir í mál- ið. Sagði Magnús Eggertsson rannsóknarlögreglumaður, að enn stæði yfir endurskoðun f við- skiptum þessara aðila við hið danska fyrirtæki, og kvaðst hann ekki vita hvenær henni lyki. Sigurður Thoroddsen þó starf- andi verkfræðistofu hér-á landi á þeim tíma“. Ég sé ekki að það, sem vinstri stjórnin afhafðist á ár- inu 1957 komi við verkfræði- stofu minni, er ég þá rak einn, og því síður Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s. f., sam- eignarfyrirtæki, sem ég á hluta í á móti sjö öðrum aðilum. Ég skil heldur ekki, hvers vegna Morgunblaðið nefnir mitt nafn í þessu sambandi, nema að það sé skýrt með venjulegu háttemi óheiðarlegra blaða- manna. En þá er lfka samheng- ið auðsætt. Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur sýnt mér það traust að kjósa mig formann sinn og sem slíkur undirritaði ég í síðustu viku athugasemd, er stjórn fé-<j. lagsins stóð öll að, við þau um- mæli Ingólfs Jónssonar, ráð- herra, að ekki myndi takast að afla erlends lánsfjár til mann- virkja hér á landi, nema að undirbúningur þeirra verka væri falinn erlendum verkfræð- ingum. En af þessu tilefni gefnu, í leiðara Morgunblaðsins, skal ég þó, að því er mig sjálfan varðar. taka fram eftirfarandi: 1. Ég hafði hvorki veg né vanda af því, að verkfræði- firmað Harza International var valið til starfa hér á árinu 1957 við rannsókn á virkjunar- skilyrðum í Jökulsá á Fjöllum. Ég geri ráð fyrir, að því hafi í'áðið þeir menn og þær ástæð- ur, sem voru óskyldar þeirri staðreynd, að ég rak verk- fræðistofu hér á landi árin 1931-1961. 2. Á árunum 1958-1959 kom til tals, að hingað fengist er- lend verkfræðiaðstoð frá Inter- national Cooperation Agency. Skilyrði var, að sú verkfræði- aðstoð skyldi boðin út, og var það gert. Bárust 4 tilboð í verk^. þetta, frá norsku, sænsku, brezku og bandarísku fyrir- tæki, sem reyndar var Harza. Tilboð frá bandaríska fyrirtæk- inu var hæst, munaði um helm- ing á því og hinu lægsta. 1 nefnd, er ég á sæti í, kom þetta mál til umræðu og lagði ég þar gegn því, að hæsta til- boði væri tekið og taldi rök til slíks hæpin, þar sem um var að ræða fyrirtæki, sem öH' voru hæf til starfans og valin höfðu verið fyrirfram til þess að gera tilboð í hann. Tilboði Harza var þó tekið. 3- í fundargerð sömu nefndar er bökað eftir mér frá fundi, hinn 7. 7. 1958: ....,er það mín skoðun, að ó- þarfi sé að fá slíka aðstoð er- lendis frá. íslenzkum verkfræð- ingum er vel treystandi til að leggja á ráðin um það hvenær i þurfi á sérfræðilegri aðstoð að halda og hvers kyns hún á að vera“. Með þökk fyrir birtinguna. 8. febrúar 1967 Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur. Þvfið smáti í fyrrinótt var brotizt inn 1 snyrtiklefa í undirgöngunum undir Miklubraut og rótað til. Ekki mun þó þjófurinn hafa íundið nema rúmlega 50 krónur. sem hann hafði á brott með sér. PiMil'liilllljl éŒe&cit I ArabellaC-Stereo BUÐIN y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.