Þjóðviljinn - 12.02.1967, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.02.1967, Qupperneq 2
2 SlÐÁ — ÞJÖÐVHa.nN'N — Simrwidagur 12. februar 1967. Frumvarp flutt um verkfræðiskrif- stofu fyrir Vestfjarðakjördæmi Brezk dæguriagasöngkona í Þjóðleikhússkjallaranum Nýtt bíóorgel tekið í notkun í húsinu □ Hannibal Valdimarsson flytur á Alþingi frumvarp til laga um verkfræðiskrifstofu Vest- fjarðakjördæmis. Er henni ætlað að annast verk- fræðilegan undirbúning og hafa eftirlit með op- inberum framkvæmdum í kjördæminu. 1 frumvarpinu eru m.a. þessi ákvæði: ★ Skrifstofan er ríkisstofn- un, og er aðalverkefni hennar að annast verkfræðilegan und- irbúning vega- og brúargerða, hafnargerða og lendingarbóta, svo og undirbúning skipulags- mála í kjördæminu, allt undir yfirstjórn vegamálastjóra, vita- málastjóra og skipulagsstjóra. Skrifstofan skal einnig ann- ast hvers konar önnur verk- fræðistörf við mannvirki og framkvæmdir, sem til er stofn- að á vegum ríkisins og ríkis- stofnana að einhverju eða öllu leyti, svo sem byggingu skóla, sjúkrahúsa, embættisbústaða, sundlauga, félagsheimila o.s.frv. ★ Þá skal skrifstofan enn fremur annas.t hvers konar verkfræðilegan og tæknilegan undirbúning mannvirkjagerðar og framkvæmda, sem sveitar- stjórnir á Vestfjörðum fela skrifstofunni að vinna. Fyrir slík verk skrifstofunnar greiða sveitarfélögin í réttu hlutfalli við þá þjónustu, sem hún veit- ir þeim hverju um sig. ★ Skrifstofan getur einnig tekið að sér verkfræðistörf fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Vestfjarðakjördæmi, enda komi full greiðsla fyrir. í greinargerð segir flutnings- maður: Frumvarp þetta er flutt sam- kvæmt eindreginni ósk bæjar- stjórnar ísafjarðar. Megintil- gangur frumvarpsins er sá að tryggja bætta sérfræðiþjónustu í verklegum efnum í Vest- fjarðakjördæmi. Og er þess sízt vanþörf. Bæjarstjórnin á ísafirði lét aðeins þessi fáu orð fylgja til- lögunni: „Samþykkt þessi þarfn- ast ekki nánari skýringa, en aðeins er bent á til árétt- ingar, hversu mikilsverður þáttur verkfræðiskrifstofa á ísafirði, sem bæjarstjórnin nú hefur gert samþykkt um. hlýtur að vera í byggða- kjarnaskipulagi, sem mikið er rætt um, en of lítið gert að.“ „Á vorri storð — eitt verk er meir — en þúsund orð“. Ef til vill er líka óþarft að láta fleiri orð fylgja frumvarp- inu. Með því er tekið undir kenninguna um myndun byggðakjarpa eða þéttbýlis- kjarna til þess að efla jafn- vægi I byggð landsins. Það er sannfæring bæjarstjórnar- . innar á ísafirði, og þeirrar skoðunar er flutningsmaður frumvarpsins einnig, að dreif- ing þeirra þjónustustofnana, sem nú eru nær undantekning- arlaust staðsettar í höfuðborg- inni, sé þýðingarmikil ráðstöf- un til byggðajafnvægis og jafn- réttis. Og sé mönnum alvara í þeim efnum væri ekki úr vegi, að athafnir kæmu í orða stað, einmitt frá Alþingi ís- lendinga. Frumvarpið getur því orðið eins konar prófsteinn á raunverulega afstöðu alþingis- LINDARBÆR LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS sýnir Ðeleríum búbonis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni þriðjudaginn 14. febrúar kl. 21.00 í LINDARBÆ. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. MIÐAPANTANIR og forsala í LINDARBÆ í dag, sunnudag, kl. 14-17 og þriðjudag frá kl. 15. Sími 21971. LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS. manna í byggðajafnvægismál- um. Er ekki að efa, að þeir muni standast það próf. Ef tíl vill verður sú rök- semd færð fram gegn frum- varpinu, að stofnun sérstakr- ar verkfræðiskrifstofu í Vest- fjarðakjördæmi muni auka kostnað við opinberar fram- kvæmdir. Yfirstjórn þessara mála verði ódýrust með því, að ein þjónustumiðstöð í hverri grein, staðsett í Reykjavík, annist hana. Ekki skal því neitað, að stofnun þeirrar sér- fræðiskrifstofu, sem hér um ræðir, kunni að kosta aukin útgjöld. en þó er það engan veginn sannað mál, að svo verði. Ferðir sérfræðinga út um allt land frá þjónustumið- stöðvunum i Reykjavík kosta líka nokkurt fé, sem sparast mundi að verulegu leyti með þeirri breyttu skipan, sem hér er lagt til, að upp verði tekin. Hitt skiptir meira máli, að betri þjónusta væri tryggð með hinni nýju skipan. Þess mætti vænta, að tæknilegur undir- búningur mannvirkjagerðar yrði betur felldur að aðstæð- um, og víst gæti það fljótlega sparað verulegar fjárhæðir, ef betri aðstaða skapaðist til að láta sérfræðinga fylgjast með verklegum framkvæmdum hins opinbera. Hitt verður ekki dregið í efa, að sveitarfélögum á' Vestfjörð- um væri mikil stoð að starf- semi slíkrar skrifstofu og leið- sögn hennar í verklegum efn- um. Hið sama má segja um einstaklinga og fyrirtæki, sem þannig fengju greiðan aðgang að skrifstofunni í heimahéraði í stað þess. að nú verður alla tæknilega aðstoð að sækja til Reykjavíkur Hér er vissulega um nokkurt nýmæli að ræða. En þrátt fyrir það vill flutningsmaður vænta þess, að frumvarpið hljóti greiðan gang gegnum þingið, þar eð byggðajafnvægismálin geta naumast komið nokkrum þingmanni ókunnuglega fyrir. Opel fækkar starfsliði RUSELHEIM 9/2 — Opelverk- smiðjurnar í V-Þýzkalandi ætla enn að fækka starfsmönnum sín- um við aðalverksmiðjurnar í Rússelheim. Verður 3.000 af 37.250 verkamönnum þar sagt upp. Ástæðan er sölutregða á heimamarkaðnum. Þjóðleikhúskjallarinn hefur nú ráðið erlcndan skemmtikraft cr mun skemmta gcstum húss- ins næsta mánuðinn. Er það brezk dægurlagasöngkona Car- ol Deene að nafni og kom hún fyrst fram í húsinu sl. föstu- dagskvöld. Sltýrðu forráða- menn hússins, Bjarni Bender og Ingi B- Ársælsson frá þessu á fundi með fréttamönnum á föstudaginn. Carol Deeine hefur stundað dægurlagasöng í sex ár og hef- ur m.a. oft komið fram í þátt- um í brezka sjónvarpinu auk þess sem hún hefur sungið inn á einar tólf plötur fyrir Colum- bia útgáfufyrirtækið. Þá hefur hún skemmt 'erlendis, m.a. í Suður-AfríkUj Amsterdam og Gautaboírg. Mun hún koma fram tvisvar á kvöldi og verð- ur prógrammið breytilegt hverju sinni. Gafst fréttamönn- um kostur á að hlýða á söng henn-ar og ræða við hana stundarkorn. Þá skýrðu forráðamenn Leik- hússkjaijarans frá því að ætl- unin væri að brydda upp á ýmsum nýjungum á næstunni, þannig væru þeir komnir með nýjan matseðil og einnig er ný- SÓLARSTEINNINN í orðabók Sigfúsar Blcndals er „sólar- steinn“ sagður hafa , sfjthú .ntófkingu og leið- arsteinn, en „leiðar- steinn" látinn heita ,,Kompas“. Svo er að sjá sem enginn hafi vitað með vissu hvað orð þetta þýddi. En nú er komin fram Skýring á því. Fer hér á eftir stytt og endursögð frá- sögn, sem Kaupmanna- hafnarblaðið Politiken birti fyrir skömmu: öllum á óvænt hefur verið gerð mikilvæg uppgötvun sem skýrir það, hvernig víkingar hinir fornu og landnámsmen.o Islands fóru að því að rata um höfin, þegar langtímum saman sást hvorki til sólar né stjarna vegna dimmviðris. Áttavita höfðu þeir engan. Og samt höfðu þeir nokkurskonar átta- vita! Thorkild Ramskou, mag- ister, forstöðumaður fornminja- safnsins í Kaupmannahöfn, og hinn fróðasti um allt sem lýt- ur að ferðum víkinga, hefur nú fundið hvernig í þessu liggur: Þeir höfðu til þess silfurberg að skyggnast gegn um ský tll sólarinnar, og finna hvar hún var stödd á himni. Einnig gátu þeir séð til hennar þó að húh væri nýlega gengin' undir. Thorkild Ramskou vár það lengi ráðgáta sem öðnim, hvaða steinn það væri, sem- gerði mönnum kleift að sjá til sólar, enda þótt hún- væri gersamlega hulin berum augum. — Fyrst er getið um sólar- stein í Flateyjarbók, segir Thor- kild Ramskou, en þar er stutt frásaga af Rauðúlfi og sonum hans, er Ólafur konungur helgi kemur í heimsókn til þeirra. Taka þeir þá að telja íþróttir sínar. Konungur spyr Sig- urð hvað hann kunni (Hér hefst frásagan í Flateyjarbók). „Hann svarar: „ . . . ein er sú er hann hefur mér kennt . . og er sú ein af hans íþróttum mörgum." „Hver er sú?“ spyr konungur. Sigurður svarar: „Það er að greina gang himintunglanna . . og kunna stundir þær, sem merkja dægur, svo að ég megi vita lengd um dag og nátt, þó að ég sjái eigi himintungl, og veit ég þó grein allra stunda bæði dag og nótt.“ (Upphaf 230. kafla.) Rauðúlfur bóndi fylgdi kon- ungi til útiskemmunnar nýju . þá var logn veðurs og heið- viðri . . . Konungur spurði Sig- urð Rauðúlfsson: „Hvað mun vera veðurs úti á rnorgun?" ,,Drífa,“ segir hann. „Það þykir mér ólíklegt," segir konungur. . . . Að morgni var veður þykkt og drífandi, svo sem Sig- urður hafði sagt. — Þá lét konungur sjá út og sá hvergi skýlausan himininn. Þábað hann Sigurð segja sér hvar sól væri komin. Hann kvað á. Þá lét konungur taka sólarsteininn og hólt upp, og sá hann hvar geisl- aði úr steininum og markaði á því svo til sem hann hafði sagt. — Sólarsteins er getið í fleiri fornritum, og um það ritaði ég grein í fornfræða-tímaritið „Skalk“, og við það brá svo, að tveir menn svöruðu mér samtím- is og starfa báðir hjá SAS og annar þeirra, Jörgen Jensen, er flugstjóri, en hinn, Gunnar Thygesen, verkfræðingur. Þeir sögðu báðir hið sama. „Það er auðséð hvað þetta er. Sólar- steinn er rökkuráttavitinn, sem við svo köllum.“ Ég ætlfiði ekki að tnía, mínum eigin 'éyrúm. Gat vérið nokkurt samband þar á milli? En svo skýrðu þeir þctta nánar pg sögðu mér að pegár flogið væi i yfir heimskautasvæðin mættu þeir ekki missa þennan áttavita, vegna þess að í grennd við seg- ulskautið væri oft ekkert að marka •'seguláttavita. Síðan bentu þeir mér á prent- aðar h'eimildir um rökkurátta- vitann,og tókst mér að. f inna greinar'gérð fyrir þessu tæki í lögbók frá árinu 1955, en þar er sagt að rökin fyrir gagnsemi þess væri sú skauthverfing eða klofnun ijóssins, sem Bartholini fann fyrstur manna árið 1659. En svo komst ég að því við athuganir að þetta stenzt ekki, því það sem Bartholini gerði var að mæla og reikna út regl- urnar fyrir því sérkennilega tvi- broti ljóssins, sem er svo greim- legt í íslenzku silfurbergi. En sólarsteinn er raunar silfurberg. Greinargerð Bartholinis vakti hina mestu athygli á sínum tíma, meða, lærðra manna, og við athuganir hans studdist svo Hollendingurinn Huygens, sem tókst að sanna það 1698, að ljósið váeri bylgjuhreyfing, og að unnt er að afriða (ensrette) bylgjur Ijóssins svo að fram komi þaö sem kallast skaut- hverft ljós (polariseret lys). Þegar sólarljósið kemur inn í lofthjúp jarðarinnar, afriðast ljósöldurnar svo að úr verður skauthverfing ljóssins. en augað nemur þ'etta ekki. En til er sér- stök gerð af sólgleraugum, sem höfð erú t.d. til að komast hjá því að sjá endurkast ljóss frá veginum, sem ekið er um, °g gegn um þau sést bepsi birta. Hið endurkastaða ljós fer lárétta braut, eða samhliða veg- Kjötbúb Suöurvers tllkynnir Tökum að okkur veiziur, kalt borð, smurt brauð, KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, horni Stigahlíðar ob snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. Hamrahlíðar. - Sími 35645-Geymið auglýsinguna. Carol Deene búið að taka í notkun nýtt jap- anskt bíóorgel hið fyrsta sem sett er upp á veitingastað hér á landi. Einnig hefur verið sett í húsið nýtt magnarakerfi. Thorkild Ramskou. inum, og sé glerinu í gleraug- unum, sem er þannig geyt,. að það lætur hið skauthverfa ljós hverfa, stefnt homrétt við yegr inn, hverfur endurskinið. — En nú skulum við snúa okkur aftur að víkingunum. — Hið sama lögmál var ' að verki forðum þegar Ölafur heigí fann sólina nákvæmlega þár sem Sigurður Rauðúlfsson hafði sagt til, þó að loft væri dimmt af muggu, svo að ekki sást til sólar með berum augum. Ólafur konungur sá hið skauthverfa ljós geisla af steininum. Deild- arstjóri Mineralogisk Museum, Steinafræðisafnsins í Kaup- mannahöfn, Harry Michelsen, hefur frætt mig um ýmiskonar kristalla, sem nota má á þenn- an hátt. Silfurberg frá íslandi er bezt, en ýmislegt annað ór einnig nothæft, svo að norræh- ir siglingamenn hafa eflaust- átt sér sólarsteina áður en þeir fundu silfurberg á íslandi.\ Til þess að finna sólina með sól- arsteini, þarf að beina honurn fyrst í hvirfilpunkt og sést þá úr hvaða átt hið skauthvería ljós kemur, svo auðvelt, er að taka mið af því til sólarinnar, og þetta var það sem Ölafur helgi gerði. þegar hann prófaði staðhæfingu Sigurðar um ,af- stöðu sólarinnar þegar annars var ekkert að sjá á lofti nema snjóhríðina. Það er stutt síðan Thorkild Ramskou gerði þessa uppgötv- un, og hefur hann prófað þetta með mörgum og margyísleguin molum úr silfurbergi, sem þann hefur fengið til þess í Stejna- fræðisafninu, og aldrei hefur brugðizt að hann fvnd' sóli.na.. Hann segir svo: — t hínni bandarísku kennslubók í flugi, sem nú er höfð, segir að rökk- uráttavitinn hafi fundizt við John Hopkinsháskóla árið 1943, en því neita ég. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem þeir góðu gömlu víkingar urðu fyrri til!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.