Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. íebrúar 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 0 Utanríkismál á Alþingi Framhald af 1. síðu. Þessar umræður 'urðu við framhald 1. umræðu um tillögu Framsóknarþingmanna um skip- un sjö manna nefndar til að vinna ásamt ríkisstjórninni að því að afla viðurkenningar á rétti íslands til landgrunnsins. Talaði Emil Jónsson fyrstur og kvaðst hafa fundið í fundar- garð utanrikismálanefndar að Guðmundur í. Guðmunþsson hafi á fundi 4. febrúar 1964 neitað utanríkismálanefnd um tilteknar upplýsingar á þeim forsendum að fyrir nokkrum ár- um (!) hafi stjórnarandstæðing- ar í t nefndinni tekið upp þann sið að birta í blöðum tafarlaust það sem fram fór í nefndinni og brugðizt trúnaði! Þetta gilti bæði Þjóðviljann og Tímann, sem birt hefðu slík trúnaðar- mál. Þórarinn Þórarinsson hefði mótmælt, en Einar Olgeirsson sagt ,,að öll blöð reyndu að fá fréttir eftir þeim aðferðum sem þeim væri mögulegt og diplóm- atíið hefði þá ekki aðrar aðferð- ir en dementera, og slíkt væri raunar oftast staðfesting á því að slíkar fréttir væru réttar“. (Meira hafði ráðherrann ekki eftir Einari en Einar las síðar á fundinum framhaldið af bók- uninni á ‘ þessa leið: „Honum fannst það óþolandi ástand að utanríkismálanefnd gæti ekki ’ rætt þýðingarmikil mál í trún- aði. Áður fyrr hefði þetta alltaf verið gert. en svö hefði viðhorf- ið breytzt. Nú væri nauðsyn- legt að innleiða á ný að hægt væri að ræða þýðingarmikii mál í nefndinni. Hann vildi mjög gjarna taka þetta mál til nánari meðferðar“.) ★ Óframhærilegar full- yrðingar Ólafur Jóhanuesson 1 taldi á- nægjulegt að í fyrri kafla umræð- unnar hefði núverandi utanríkis- ráðherra haft úm það góð orð að taka upp eðlilegt og lögskylt samband við utanríkismála- nefnd Alþingis. Það væri alveg á*valdi ráðherrans, til þess að breytt yrði hinum óviðunandi starfsháttum hans væri ekki þörf neinna breytinga nema þeirra sem væru á valdi ráð- herrans sjálfs. Ólafur taldi að staðhæfingar fyrrverandi utanríkisráðherra um trúnaðarbrot utanríkismála- nefndar gætu á engan hátt sannast af því sem Emil flutti úr fundargerðarbók nefndarT innar. Staéhæfing utanrikisráð- herra væri alveg órökstudd, og væri með öllu óframbærileg. Sízt næði nokkurri átt að nú- verandi utanríkisráðherra hyggð- ist byggja samskipti sín við núverandi utanríkismálanefnd Alþingis á slíkum fullyrðingum. Fjölmörg mál væru að sjálf- sögðu rædd í utanríkismálanefnd sem ekki væru að neinu leyti trúnaðarmál. Ef um trúnaðar- mál væri að ræða yrði ráðherra að taka það skýrt fram og ’láta bóka að svo væri. Um tillöguna sjálfa, land- grunnsmálið og meðferð þess, lagði Ólafur áherzlu á að haft yrði samráð við alla flokka þingsins um meðferð þess og yrði það ekki betur gert en með nefndarskipun þeirri sem í tillögunni felst. Hann taldi miklu verri þann hátt sem stjórnar- flokkarnir hyggjast hafa á mál- inu að láta eingöngu stjórnar- flokkamenn og sérfræðinga þeirra fjalla um málið. Þórarinn Þórarinsson minnti Ekki loka Frakk- ar öllum dyrum PARÍS 15/2 — Á fundi fastaráðs Nato í París hefur það 'komið fram, að aðildarríkin, að Frakk- landi meðtöldu, hafi lýst yfir já- kvæðri afstöðu til áframhald- andi samstarfs eftir 1969, en þá hafa þau ríki rétt til að segja sig úr samtökunum með árs fyr- ii'vara- Stjóm de Gaulle hefur annars slitið sambandi Frakka við sam- eiginlega herstjórn Nato. á að Emil Jónsson hefði í sjón- varpsviðtali talið að „trúnaðar- brotin“ sem Guðmundur í. Guð- munsson kvartaði um á fundi 1964, hefðu gerzt árin 1960— 1961. Rakti Þórarinn ’efni allra funda utanríkismálanefndar á þessum árum og kom hvergi fram að nokkur ásökun hefði komið um trúnaðarbrot, né til- efni gefizt. ítrekaði Þórarinn að utanríkismálaráðherra hefði farið með ósatt mál um trúnað- arbrot utanríkismálanefndar, og yrði flutt tillaga um rannsókn- arnefnd af hálfu Alþingis til að rannsaka fullyrðingar Guð- mundar. Um landhelgismálið sagði Þór- arinn að hann teldi Iitla von að nokkur árangur yrði í við- leitni íslendinga til að stækka fiskveiðilandhelgina fyrr en létt hefði verið af oki samninganna við Breta frá 1961. Benti Ijann á að þótt engin uppsagnarákvæði væru í þeim samningum væru heldur engin ákvæði sem- bann- aði að segja þeim upp, og nefndi fordæmi af alþjóðasamskiptum um þannig riftun samninga. Atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað. Framhald af 4. síðu. stofna verðjöfnunarsjóð, er hefði það hlutverk að jafna á milli ára verulegum hluta slíkra verðbreytinga. Þar sem að fundurinn getur að sjálfsögðu ekki tekið endan- lega afstöðu til þessa máls fyrr en fyrir liggur frumvarp að lögum um sjóðsstofnunina sam- þykkir hann að kjósa fulltrúa til þess að ræða við fúlltrúa ríkisstjórnarinnar um tilgang og fyrirkomulag slíks sjóðs. Heimssýningin Framhald af 12. síðu. mun forsetinn skoða 13. júH. Ósvaldur Knudsen er nú að leggja síðustu hönd á viðauka við kvikmynd sína Surtur fer sunnan, en hún verður sýnd á- samt öðrum visindakvikmyndum meðan á heimssýningunni stend- ur. íslandingar munu einir Norð- urlandaþjóðanna gefa út nýtt frí- merki í tilefni heimssýningarinn- ar. Ingólfur 25 ára Framhald af 7. síðu. ingu hins glæsilega húss SVFÍ á Grandagarði, en þar hefur „Ingólfur“ og björgunarsveitin bækistöð, en vegna sívaxandi starfs björgunarsveitarinnar er svo komið, aðþaðhúsnæði, sem hún hefur, er orðið allt of lít- ið. Árið 1955 gefa hjónin Anna og Gísli J. Johnsen svo Slysa- varnafélaginu fullkominn björg- unarbát, sem skyldi staðsettur í Reykjavík, og hefur hann ver- ið í umsjá „Ingólfs" Þá -er að geta hinnar glæsi- legu sjúkfa- og fjallabifreiðar, sem deildin er nýbúin að taka í notkun. — Björgunarsveitar- menn hafa undanfarin ár unn- ið að innréttingu hennar. Sam- starf Ingólfs við stjórn SVFl og aðrar deildir félagsinp hefur öll þessi ár verið mjög náið, og þakkar deildin stjórn SVFI fyrir góðan stuðning við mál- efni deildarinnar svo og þakk- ar hún öllum öðrum björgun- arsveitum landsins fyrir gott samstarf. Stjóm IngóKs skipa nú þess- ir menn: Baldur Jónsson, for- maður, Geir Ólafsson, gjaldkeri, Ingólfur Þórðarson, Haraldur Henrýsson og Þorsteinn Hjalta- son, meðstjórnendur. Varamenn eru Lárus Þorsteinsson, Bjöm Jónsson, Ásgrímur Björnsson ogf Þórður Kristjánsson. Það verður áfram sem hing- að til höfuðverkefrri slysavarna- deildarinnar „I:-gólfc“ að vinna að auknum slysavömum á sjó og landi, og heitir deildin á alla Reykvíkinga að gerast þátt- takendur í því starfi. Iðnaðramannafél. Framhald ,af 7. síðu. son ljósprentaö heiðursfélaga- skjal Jóns- Guðmundssonar (frá 1871) og meðlimir stjórn- ar Iðnaðarmannafélagsins gáfu félaginu áletraðan úeggdisk. Eftirfarandi aðilar sendu fé- laginu blómakörfur í tilefni af afmælinu: Frú Ingibjörg Cl. Þorláksson, Meistarafél. járniðnaðarmanna í Reykjavík^- Arkitektafélag ís- lands, Iðnaðarmálastofnun ís- lands, Trésmiðafélag Reykja- víkur, Bakarameistarafélags Reykjavíkur, Bygginganefnd Reykjavíkur og Sparisjóður • Reykjavíkur og nágrennis. Þá bárust félaginu fjölmörg skeyti úr öllum áttum, og er ekki kostur að telja upp alla þá, sem hugsuðu til félagsins með þeim hætti. En Sllum er þeim þakkað eins og hinum. Félagsstjórnin vill einnig þakka listamönnunum Leifi Kaldal og Kjartani Ásmunds- syni fyrir þátt þeirra í hátíða- höldunum, en annar gerði gjöf félagsins til Reykjavíkurborgar og hinn heiðursmerki félagsins. Tvær nefndir unnu með stjórninni að undirbúningi há- tíðahaldanna — hátíðarnefnd og sýningarnefnd. Hin fyrr- nefnda var skipuð eftirtöldum mönnum: Kristjáni Skagfjörð, er var formaður hennar, Gísla Ólafssyni, Sigurbirni Guðjóns- syni, Sæmundi Sigurðssyni og Þór Sandholt. ■-Hvíldi megin- starfið á Kristjáni Skagfjörð, sem vann það í senn af hug- kvæmni, ósérplægni og dugn- aði, og voru margar hugmynd- anna um fyrirkomulag og til- högun hátíðahaldanna frá hon- um komnar. Sýningarnefnd var skipuð þeim Sigurbirni Guðjónssyni, Guðbifni Guðmundssyni og Helga Hallgrímssyni, og vann hún einnig mikið starf og gott, en aðalaðstoðarmaður hennár var Kjartan Guðjónsson list- málari. Að endingu vill félagið þakka blöðum og- útvarpi — bæði hljóðvarpi og sjónvarpi — áhuga þeirra á málefnum félagsins og þá athygli, sem þessir aðilar vöktu á starfi og gildi félagsins í bjóðfélaginu. frá hinum heims- þekktu vestur-þýzku 'verksmiðjum Steinway & Sons. Grotrian-Steinweg. Ibach, Schimmel. ☆ ☆ ☆ Glæsilegt úrval. Margir verðflokkar. ☆ ☆ ☆ Pálmar ísólfsson & Pálsson Pósthólf 136. — Símar: 13214 og 30392. SMTJRST.ÖÐIN Kóp ivogshálsi Sími 41991 Opin frá kl. 8—18. A föstudögum kl. 8—20. ☆ ☆ ☆ HEFUR ALLAR algengustu smurolíuteg- undir fyrir diesel- og benzínvélar. 2 ÓOP. mm SkólavörSustíg 36 ______Stmt 23970.___ INNHEIMTA LÖOFRÆQlSTðHr GÓLFTEPPI VII LTO N TEPPADREGLAR Dr“| '\|/| TEPPALAGNIR Ul OSvl EFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Simi'\11822. S Æ N G U R Endurnýjum gömlu sæng- urnar eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig ó Simi 18740. (örfá skreí frá Laugavegi > BÝÐUR YÐUR GRILLAÐAN KJÚKLING afl. í handhœgum umbúðum til að taka HEIM ASKUR suðurlandsbraut sími 38550 Blað- dreifíng Blaðburðarbörn óskast f eftirtalin hverfi: Hamborgarar Franskar kartoflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur SMÁRARAFFI Laugavegi 178 Sími 34780 Smurt brauð Snittur við Óðinstorg Sími 20-4-90 Viðgerð ir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Sími 24-6-78 SÍMASTÓLL Fallegur - vandaður Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7 Sími 10117 Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — * ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODDAVER Laufásveg Laugaveg Skipholt. MMIVllHHH bÁðÍH Skólavörðustíg 21. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. FRAMLEIÐUM AKLÆÐI á allar tegundir bfla. OTUR Hringbraut 121. Sími 10659 BRlDG ESTO NE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar-gæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandli. GÖÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Snorrabraut 38 Skólavörðustíg 13 ÚTSALA * Veitum mikinn afslátt af margskonar fatnaði "3m!rST*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.