Þjóðviljinn - 17.02.1967, Page 1
Föstudagur 17. febrúar 1967, — 32. árgangur — 40. tölublað.
Eldsvoði fyrir austan fjall í gærmorgun
□ í gærmorgun um átta
leytið kom upp eldur á
baenum Minni-Mástungu i
Gnupverjahreppi, þar sem
Ámi Hallgrímsson bóndi
býr með konu sinni. Kallað
var á slökkviliðið frá Flúð-
um, en þaðan er um 35 km.
leið á brunastaðinn. íbúðar-
húsið að Minni-Mástungu
var gamalt steinhús með
tréverki og brann það allt
til grunna ásamt innan-
stokksmunum hjónanna. —
Aðeins ein sæng bjargaðist
□ Engin slys urðu í sarsiF
bandi við þennan eldsvoða
Helzt er ályktað að kvikm
að hafi í út frá olíukynd«
ingu.
HerstöSvarnar hafa aldrei veriS íslendingum vernd heldur stórhœffa
011 rök hníga nú sö uppsögn hernáms-
samningsfns viÖ Bandaríkin frá 1951
□ íslendingar hafa beðið andlega, siðferðilega
og menningarlega stórtjón af hersetunni, her-
stöðvunum var þröngvað upp á þjóðina af Banda-
ríkjunum, sem kröfðust þess þegar 1945 að fá þrjár
herstöðvar á íslandi til 99 ára. Öll rök hníga nú
að því að íslendingar segi hernámssamningnum
frá 1951 upp og losi sig við herstöðvamar, sem
aldrei hafa verið íslenzku þjóðinni vemd, heldur
hætta, sagði Einar Olgeirsson á Alþingi í gær í
framsöguræðu um frumvarp Alþýðubandalagsins
um uppsögn sammingsins frá 1951.
vegum hersins í Hvalfirði verði
\ hsett.
Herstöðva krafizt tíl 99 ára
Mikil þöri er að ræða nú
þennan þýðingarmikla og um-
deilda samning sem gerður var
fyrir 16 árum, sagði Einar. Taldi
hann að samningurinn vaeri lið-
ur í þeirri áætlun Bandaríkí-
anna að tryggja fíér herstöðvar
á Islandi til langs tíma, þáttur
í þeirri viðleitni Eandarík.ianna
að safna herstöðvum til að ná
eftir megni drottinvaldí' á jarð-
kringlunni.
1. október 1945 hefðu Banda-
ríkin sent Islendingum beiðni
um þrjú tiltekin landssvæði á
Islandi undir herstöðvar til 99
ára, Keflavíkurflugvöll, svaeði
við Skerjafjörð og í Hvalfirði.
Þessi landssvæði áttu áð verða
algerlega bandarískt yfirráða-
svæði, sem íslendingum væri ó-
heimilt að koma inn á nema
með bandarísku leyfi. Sósiatist-
ar töldu þetta í framhaldi af því
að Bandarikin höfðu neytt Breta
á stríðsárunum til að veita land
fyrir bandarískar herstöðvar í
brezkum nýlendum í Vestur-
heimi til 99 ára og mótmæítu
þessu, enda var beiðninni neitað.
Hemám í áföngum
Islendingar töldu að samning-
urinn sem gerður var 1941 rynni
út í stríðslok, en það sem Banda-
ríkin vildu 1945 var að fá her-
stöðvasamning tiil 99 ára. Þess
skal minnzt að þetta var fyrir
Bandaríkin- ein, þá var ekkert
Atlanzhafsbandalag kotnið til.
Hér komu þvi til ódulbún-
ar vfirdrottnunartilhneigingar
Bandaríkjanna.
Með Keflavfkursamningnum
Einar
I byrjun framsöguræðu sinnar
rifjaði Einar upp efni frum-
varpsins, að æskt verði endur-
skoðunar hemámssamningsins
frá 1951 og honum sagt upp að
réttum fresti liðnum, niður falli
lögin um lagagildi hemámssamn-
ingsins og að framkvæmdum á
Kópavogur
★ Félag óbáðra kjósenda held-
★ nr rabbfund í Þinghól mánu-
★ daginn 20. febrúar kl. 8.30.
★ Kaffiveitingar. — Stjórnin.
1946 fékk Bandaríkjastjóm svo
leigðan Keflavíkurflugvöll, og
náði þar með fyrsta áfanga að
marki sínu. Hernámsflokkarnir
þrír létu svo að herstöðin væri
lögð niður, en sósíalistar héldu
því fram að liðið hefði einungis
faríð í borgarabúninga.
Næst reynir Bandaríkjastjórn
svo að tryggja sér efnahagsleg
ítök á Islandi og áhrifavald á
íslenzka löggjöf með Marshall-
samningnum 1947. Þá taldi
Bjami Benediktsson að vísu að
íslandi yrði veitandi en ekki
þiggjandi í samtökuni um hjálp
til Evrópulanda, en önnur varð
raunin á. Island varð nleira og
meira háð Bandaríkjunum og
bandarískum lánastofnunum.
Nefndi Einar dæmi úr löggjafar-
starfi frá þessum !árum þar sem
handarísk áhrif komu beint
fram.
Nýtt hernám 1951
Árið 1951 var svo Kóreustríðið
notað sem átilla til að hemema
Island opinberlega á ný. Þetta
var gert enda þótt fyrir lægju
skýrar yfirlýsingar um að for-
senda inngöngu Islands i Atlanz-
hafsbandalagið, 1949 hefði verið
að hér yrðu ekki herstöðvar á
friðartímum. Einar kvaðst telja
að þingmennirnir og ráðherrarnir
sem gengu til þeirra samninga
vorið 1951 hafi gert það gegn
samvizkunnar mótmælum, enda
hafi þeir gengið þvert á gefin
loforð og Bandaríkjastjórn einn-
ig. Samvizkubit valdamannanna
vorið 1951 hafi m.a. komið fram
i því að þeir þorðu ekki að
kveðja Alþingi saman til funda,
heldur var það gert að Alþingi
forspurðu að kalla erlendan her
inn í landið; það var gert án
. Framhald á 7. síðu.
I
Bjarni Ben. verður sér til minnkunar
\
!
□ Undarleg og óvirðulcg fram-
koma forsætisráðherra,
Bjarna Benediktssonar, á
Alþingi í gær vakti al-
menna furðu manna og
vorkunnsemi. Þegar Einar
Oigeirsson hafði lokið rök-
fastri og málefnalegri
framsöguræðu um frum-
varp Alþýðubandalagsins
um uppsögn hernámssamn-
ingsins tók Bjarni til máls.
□ Varð strax áberandi að í
stað málefnalegrar með-
ferðar á dagskrármálinu
tók forsætisráðherra að
flytja skæting um Einar
Olgeirsson og um annað
þingmál, sem ekki var á
dagskrá, og fór svo með
marghraktat rangfærslur
og siúðiirsögur um afstöðu
sósíalista til hernámsmál-
anna fyrr á árum.
□ Einar skaut því inn i
hvort Bjarni vildi sem
fyrrverandi lagaprófessor
ábyrgjast að athafnir þing-
manna hernámsflokkanna
utan Alþingis vorið 1951
hefðu haft stjórnskipulegt
gildi. Því treysti Bjarni
sér ekki til að svara öðru
visi en svo að samningur-
inn um hernámið frá vori
1951 hefði þó verið sam-
þykktur af Alþingi um
HAUSTIÐ 1951! í frásögn-
inni um það sem gerðist
þetta vor var sem forsæt-
Bjarni Benediktsson
isráðherrann ærðist og um-
hverfðist í ræðustólnum
og tók að hvæsa svivirð-
ingar um Einar og allan
Sósíalistaflokkinn 1951; til
þingmanna hans hefði
ekki verið leitað vegna
þess að vitað hefði verið
fyrirfram að þeir væru er-
indrekar erlends rikis!
□ Sjálfsagt þarf lengi að
leita forsætisráðherra sem
talar um mestu alvörumál
þjóðar sinnar í þessum
tón, af algjörum stráks-
skap og dónaskap, krydd-
andi mál sitt svívirðingum
í garð þingmanna. Munu
samsektarmenn Bjarna um
hernámið kunna honum
litla þökk fyrir framkomu
sem jafnbert vitnar um
vondan málstað.
W 4
i
!
Alþýðubandalagið í borgarstjórn:
TRYGGJA ÞARF SEM MESTA HAG-
KVÆMNIVIÐ ÍBÚÐABYGGINGAR
□ Á fundi borsar-
stjórnar Reykjavíknr í
í gærkvöld vöktu full-
trúar Alþýðubandalags-
ins enn einu sinni máls
á íbúðabyggingamálun-
um og þo einkum nauð-
Fundur Álþýðubsnídal. Suðurnesja W
Almennur iundur verður haldinn hjá ALÞÝÐUBANDALAGI ||f|\ ;t' JP
SUÐURNESJA í Aðalveri, Keflavík næstkomandi þriðjudag
klukkan 20.30- ^' r \ Jp
FUNDAREFNI: Sjávarútvegs- og atvinnrumál. ' o. ; 4v ||p
Fmmmæl andi: LUÐVÍK JÓSEPSSON. ' jJgÍ
Alþingismennirnir GILS GUÐMUNDSSON og GUIR GBNN-
ARSSON mæta á fundinum.
Lúðvík
syn þess að skipulags-
og by ggingay firv öld
vinni þannig að sem hag-
kvæmust nýting verði á
því fjármagni og vinnu-
afli þjóðarinnar sem var-
ið er til íbúðabygginga
í landinu.
/ A •
Flutti Guðmundur Vigfússon
svofellda tillögu um málið:
„Borgarstjónin telur nauðsyn
til þess befa að stefnt sé að því
af háifu skipulags- og byggingar-
yfirvalda, að sem hagkvæmust
nýting vcrði á því fjármagni og
vinnuafli þjóðarinnar, sein varið
er til íbúðabygginga í landinu,
og þannig tryggt að það skili
sem flestum hóflegum íbúðum á
ári hverju
Vcgna þessa beinir borgar-
sljórnin því til skipulagsnefndar
og skipulagsdeildar borgarinnar
að hafa þetta sjónarmið í huga
við skipuíagningu nýrra íbúðar-
hverfa og ákvörðun skilmála um
hámarksstærð bygginga, einkum
á einbýlishúsaióðum, en við á-
kvörðun um stærð þeirra er
mest tilhneiging hjá lóðarhöfum
til að nálgast eða fylgja til hins
ýtrasta heimilaðri hámarksstærð.
Borgarstjórnin telur einnig
eðlilegt og æskulegt, að um
þctta sé Ieitað samstarfs við ná-
grannasveitarfélögin í því skyni
að skapa mest samræmi í þessu
efni á Reykjavíkursvæðinu.
Miklar umræður urðu um
þessa nauðsynlegu tillögu. Sner-
ust íhaldsfulltrúarnir öndverðir
gegn henni og mörkuðu þar með
afdráttarlaust þá gömlu og nýju
stefnu íhaldsins að verja við
öll tækifæri forréttindi fámenns
hóps manna, sem. telur sig mega
ráðska með fjármagn og vinnu-
afl þjóðarinnar á kostnað þeirra
mörgu sem þurfa bráðnauðsyn-
lega á hóflegu íbúðarhúsnæði
að halda. Fluttu ihaldsmennirnir
frávísunartillögu, sem samþykkt
var í umræðulok af Auði Auð-
uns, Braga Hannessyni, Geir
Hallgrímssyni, Birgi ísl. Gunn-
arssyni, Úlfari Þórðarsyni,
Gunnari Helgasyni, Gisla Hall-
dórssyni oc Þóri Kr. Þórðar-
Framhald á 7. síðu.
Alvarlegt um-
ferðarslys
Það slys varð á mótum Hring-
brautar og Hofsvallagötu um kl.
hálfníu i gærkvöld að 73 ára
gömul kona, Guðbjörg Ólafs-
dóttir, til heimilis að Eiríksgötu
9, varð fýrir bifreið. Hún var
fyrst flutt á slysavarðStofuna til
rannsóknar og reyndist hafa fót-
brotnað og fengið mikið höfuð-
högg. Guðbjörg liggur nú f
Landakotsspítala.