Þjóðviljinn - 17.02.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.02.1967, Blaðsíða 6
g SÍBA — ÞJÓBVTLJÖíN — Föstadagur VL febróar V3&1. • Munið eftir endurskinsmerkjunum! Börn bnin glitmerkjum eru í minni hættu í myrkurumferðinni en ún þeirra. Mynd úr bæklingi VÁV-samtakanna um akstur bifreiða í myrkri og slæmu skyggni. Samtökin Varúð á vegum haía sent frá sér eftirfarandi: Skilningur flestra hér á landi hefur vaxið og menn hafa sann- færzt um gildi endurskins- merkja til að auðkenna sigmeð í myrkurumferðinni. Samtðkin um umferðarslysa- vamir, keyptu til landsins s. 3. haust 52 þúsund endurskins- merki til dreifingar til bama og aldraðs fólks, en fyrir nokkru voru öll þau merki uppurin. Að útgjöldum þessum stóðu Slysavamafélagið, tryggingarfé- lögin og Reykjavíkurborg. Auðvelt hefur verið aðdreifa merkjunum til skólabama, vegna mjög ánægjulegs skiln- ins og samstarfs við skóilastjóra og kennara allra skóla lands- ins. Hafa mörg ánægjuleg bréf borizt frá forráðamönnum skól- anna, með þakklæti fyrir fram- lagið. Það er staðreynd, hve gang- andi vegfarandi sést betur í ljósum ökutækjanna, ef hann ber endurskinsmerkí og það er staðsett á sem heppilegustum stað til að Ijósin nái að skína á það. Hliðargeislar ökuljós- anna ná mjög langt til hliðar til að valda endurskini af merkinu. Segja má með vissu, að þótt dökkklæddur maður sjáistekki fyrr en innan við 30 metra frá ökutækinu. ef ekið er með lág- ljósum, þá má vel greina við sömu aðstæður, endurskins- merki á dökkklæddum manni í allt að 150 metra fjarlægð. Utan þeirra . endurskins- merkja, sem afhent voru börn- um og öldruðu fólki hafa verið til sölu endurskinsmerki á veg- um samtakanna. Það er heild- verzlun Eggerts Kristjánssonar & Co, sem hefur selt merkin án álagningar og dreift þeim í verzlanir. Það hafa þvi miður verið Kaupið Minningarkort Slysavamafélags tslands Halldór Kristinsson gullsmiður. Óðinsgötu 4 Síml 16979. —,----—-----------------? HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteignastofa Skólavörðustig 16. Sími 13036, heima 17739. SMURT BRAUÐ SNTTTUR — ÖL — GOS OG SÆLGÆTl Opið frá 9—23,30. — Pantið tímanlega i veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012. heldur lélegar undirtektir hjá kaupmönnum, varðandi það að hafa endurskinsmerkin til sölu í verzlunum sínum. Þó hafa nokkrir aðilar sýnt góðan skiln- ing á nauðsyn þeirra og meðal annars hefur ein verzlun, Jóns- val, Blönduhlíð, selt merkin á kostnaðarverði. Sérstaklega einn þáttur þess- arar herferðar um notkun end- urskinsmerkja nær ekki nægi- lega tilgangi sínum, en það er að koma merkjunum til aldr- aða fólksins og aðstandenda þeirra, sem komnir eru til óra, en hafa fótavist og eru úti við þegar rökkva tekur, að afla þeim endurskinsmerkja. Með því að hringja, skrifa eða koma á skrifstofu Slysa- vamafélagsins, gettir viðkom- andi fengið send endurskins- merki. Samtökin skora að lokum á allt hugsandi fólk, að stuðla að notkun endurskinsmerkja fyrir vegfarendur á öllum aldri. • Skrúfudagur Vélskólans • Laugardaginn 18. febrúar, belrtur Vélskólinn tyllidag sinn, Skrúfudagrinn, hátíftlegan. Merki Vélskólans er skips- skrúfa og skýrir þaft nafn dagsins. Oagur þessi er nemendamóts- dagur skólans og kynningar- dagur út á vift. Nemendur eldri og yngri koma saman, hitta gamla skólafélaga, rifja upp endur- minningar frá skólaverunni og kynnast skóiastarfinu eins og ! það er á hverjum tíma. Skólinn telur sér mikils virði að halda tengslum við fyrri nemendur og álítur það vera til gagns og ánægju báðum aðil- m Almenningi gefst eirmig kost- ur á að kynnast starfsemi skól- ans og er þess vænzt, að sem flestír komi og kynnist skólan- um. Kl. 14.00-15.00 veröur fundur í hátíðasal Sjómannaskólans. Þar verða flutt ávörp og af- hentar heiðursgjafir. Önnur þeirra er steypt málmskrúfa á fæti, sem nemendur aflienda einum kennara í viðurkenning- ai-skyni, en hin er silfurbikar, sem kennarar afhenda nem- anda í sama tiilgangi. Kl. 16.00 verður starfsemi skólans kynnt. Þá verða nem- endur að störfum í vélasölum og rannsóknarstofu. öll tæki verða starfrækt af nemendum sjálfum og munu þeir veita allar skýringar og upplýsingar sem gestrr kunna að óska. Veitingar verða framreiddar í veitingasal skólans frá kl. 15.30 og .geta gestir fengið sér þar kaffisopa í kunningjahóp. Það er von allra, sem að þessum degi standa, að vél- stjórar, eldri og yngri svo og aðrir velunnarar skólans fjöl- menni til þessa nemendamóts og kynningardags, svo að hann verði öllum aðilum til gagns og ánægju. Að Skrúfudeginum standa Vélskóli Islands og Vélstjórafé- lag Islands, sem styrkir hann með fjárframlögum. (Skrúfuráð). • Bréfaskipti • 21 árs gamall þýzkur stúd- ent hefur sent blaðinu línu og vill komast í bréfasamband við unga íslendinga, stúlkur eða pilta. Nafn hans og heimilis- fang: Reinfried Peterhánsel, 6551 Schondorf-Schlelz D.D.R. • Styrkur til námsdvalar í Svíþjóð Samkvæmt tilkynningu frá sænska sendiráðinu í Reykja- vfk, hafa sænsk stjómarvöld á- kveðið að veita Islendingi styrk til náms í Svíþjóð skólaárið 1967-68. Styrkurinn miðast við 8 mánaða námsdvöl og nemur 6.400 sænskum krónum, þ.e. 800 krónum ó mánuði. Ef styrkþegi stundar nám sitt í Stokkhólmi, getur hann fengið sérstaka staðarupþbót á styrkinn. Fyrir styrkþega, sem lokið hefur æðra háskólaprófi og leggur stund á rannsóknir, getur styrkurinn numið 150 krónum til viðbótar á mánuði. Til greina kemur að skipta styrknum milli tveggja um- sækjenda, ef henta þykir. Umsóknir sendist mennta- málaráðuneytinu. Stjómarráðs- húsinu við Lækjartorg, fyr- ir L apríl n.k., og fylgi stað- fest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá menntamálaráðu- neytinu). • Skálatúns- heimilið • Barnaheimilinu að Skálatúni berast stórar og góðar gjafir. „Vinahjálp" hefur afhent stjórn Skálatúnsbeimilisins eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur og Kvennadeild Styrkt- arfélags vangefinna hefur af- hent barnaheimilisstjórninni tvö hundruð þúsund krónur. Bæði þessi félagasamtök hafa áður fært stofnuninni stór- ar gjafir. Barnaheimilisstjórnin færir þessum konum öllum sem að þessum félögum standa alúð- arfyllstu þakkir. Þetta er stofnuninni ómetanlegur styrk- ur, ekki sízt nú þegar verið er að taka í notkun nýtt og vandað vistheimili fyrir veikl- uðu börnin, að Skálatúni. Það hefur að sjálfsögðu í för með sér mikil útgjöld og má gera ráð fyrir að margir verðí til að leggja þessu málefni lið. 21,30 Lesfcur Passíusálma (23). 21,40 Víðsjá. 22,00 Kvöldsagan: „Litbrigði jarðarirmar", eftir Ölaf Jóh. Sigurðsson. Höf. les. 22,20 Sinfónía nr. 8 eftir G. Mahler. Einsöngvarar, Fíl- harmoníski kórinn og hljóm- súeitin í Rotterdam flytja; E. Flipse stjórnar. 22.45 Fréttir í stuttu máli og Dagskrárlok. • Margrét tekirr við hlutverkinu á ný Sjónvarpið •Föstudágur 17. fehrúax 1967. 20,00 Fréttir. 20,30 Á öndverðum meiði. Kappræðuþáttur í umsjá Gunnars G. Schram. Magnús Kjartansson, ritstjóri og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup verða á öndverðum meiði um stöðu kirkjunnar í þjóðfélag- inu. 20.55 Skemmtiþáttur Lucy Ball — Islenzkan texta gerði Ósk- ar Ingimarsson. 21.20 I tónum og tali. — 1 um- sjá Þorkels Sigurbjörnssonar. í þessum þáttum tekur Þor- kell til meðferðar þekkt og óþekkt verk íslenzkna tón- skálda með aðstoð söng- flokks. Að þessu sinni tekur Þorkell fyrir þá Sveinbjörn Svein- björnsson og Ey- þór Stefánsson frá Sauðár- króki, og eru með honum 12 söngmenn. Einsöngvari er Kristinn Hallsson. 21.35 Dýrlingurirm. RogerMoore í hlutverki Simon Templar. Islenzkan texta gerði Berg- ur Guðnason. 22.20 Dagskrárlok, • Margrét Guðmundsdóttir varð íyrir því óhappi að slasast á fæti á sýningu í Þjóðleikhús- inu fyrir nokkru, og tók þá Sigríður Þorvaildsdóttir við hlut- verki hennar í lefkritinu „Galdrakarlinn frá Oz“. Nú hefur Margrét náð sér að fullu aftur og tekur hún aftur við hlutverki sínu f Galdrakarlin- um n.k. sunnudag. Leikurinn hefur nú verið sýndur 10 sinn- um og ávallt fyrir fullu húsi. — Myndin er af Margréti í hlut- verki sínu í bamaleiknum. • Föstudagur 17. febrúar. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 14.40 Edda Kvaran les söguna „Fortíðin gengur aftur“. 15.00 Miðdegisútvarp: I-Iarmon- iku-Harry, S. Barrabas, R. Shock, M. Greger og hljóm- sveit hans syngja og leika. 16,00 Síðdegisútvarp: Karlakór- inn Geysir syngur. Tékkneska fílharmonrusveitin leikur Gapriccio Italienne op. 45 eft- ir Tjaikovský; K. Sejna stj. L. Schiitzendorf syngur ariu eftir Rossini. Z. Francescalti og Fílharmonfusveitin í New York leika Fiðlukonsert op. 64 eftir Mendelssohn; Mitro- jxiuilos stjómar. W. Kempff leikur bagatellu í a-moll eft- ir Beethoven. 17,05 Miðaftanstónleikar. a) „Háry János“, hljómsveit- arsvíta eftir Z. Kodály. b) „Myndir frá Ungverjalandi" eftir B. Bartók og Rúmenskir þjóðdansar í hljómsveitarbún- ingi hans. Sinfóniuhljómsveit- in í Minneapolis lcikur öll tónverkin; A. Dorati stj. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Mannsefnið“ eftir Ragnvald Waage. Snorri Sigfússon les. 19,30 Kvöildvaka: a) Lesturforn- rita: Hrólfs saga Gautreks- sonar. Andrés Bjömsson les. b) Þjóðhættir og þjóðsögur. Ámi Bjömsson cand. mag. talar um merkisdaga um árs- ins hring. c) Jóp Ásgeirsson kynnir ís- lenzk þjóðlög með aðstoð söngfól&s. d) Fjalla-E.windur. Guðjón Guðjónsson flytur frásöguþátt eftir Helga Haraldsson á Hrafnkelsstöðum. e) Snæfellskar lausavísur. Oddfríðirr Sæmundsd. flytrrr. POLARPANE .O £^tpoLar e,na”9runQrg£E falt falt SQBnslc 9œdavQra EINKAUMBOD f MARS TRADHMG LAUGAVEG 103 SIMi 17373 Almennur /ífeyris- sjóBur iðnaðarmanna Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu hafa borizí; sjóðsstjóminni fyrir 1. marz n.k. Umsóknareyðublöð og lánareglur má fá á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Iðnaðarbankahúsinu 4. hæð, skrifs'tofu Iðn- aðarmannafélagsins í Hafnarfirði, Linnet- stíg 9, Hafnarfirði og skrifstofu Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja, Hafnargötu 26, Keflavík. Stjóm Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.