Þjóðviljinn - 17.02.1967, Page 5
aaasaw.
Eösbudagur W. febrúar 1967 — ÞJÓÐVILJTNN — Sll>A §
Hanni&aJMalitMnaGimsQa:
Blikur á lofti í upphafi árs
aS glíma, þeim ber öSrum
fremur skylda til aS leysa
hann.
Og rétt er þetta, s-vo langt
sem þaS nær. En þá vaknar sú
spuming, hvort þeir hafi háS
glímuna viS dýrtiSardrauginn
af slíkri íþrótt, aS þeim beri
fremur að treysta til úrslita-
glímunnar.
★
Fyrir seinustu ái'amót var
nokkuð eftir því leitað við
mig, að ég skrifaði áramóta-
grein í hinum hefðbundna st.íL
Þ. e. ýtarlega upprifjun á at-
burðum liðins árs, hérlendis og
erlendis og siðan mat á stjóm-
málahorfum í þyrjun hins nýja
árs. Venjulega er þetta 3—4
blaðsíður í dagblöðunum.
Undan þessu veikst ég. —
Ekki sökum þess, að ég teldi
eftir mér að skrifa langa blaða-
grein. Það er ekki langrar
stundar verk. En ég hef ein-
hvern veginn fengið óbeit á
þessari vanabundnu lang-
hundaframleiðslu. Ég held, að
hún sé ósköp tilgangslílil. Les-
endahópurinn sé næsta tak-
markaður. Sjálfur verð ég að
taka tilhlaup og setja í mig
kjark, til þess að hefja lang-
hundalesturinn. Hins vegar tel
ég eðlilegt og viðeigandi að
forseti landsins og forsætisráð-
herra flytji þjóðinni áramóta-
boðskap með einhverjum
hættL og þá helzt í útvarpi og
sjónvarpi.
Ekki slapp ég þó með öllu
frá áramótagrein, því að dag-
blaðið „Visir“ beindi til min
tveimur spumingum og ósk-
aði svars í stuttu máli. Sömu
spumingum var einnig beint
til biskups, fjármálaráðherra,
háskólarektors, borgarstjórans
í Reykjavík og nokkurra ann-
ama raanna.
Spurningarnar voru þessar:
„Hvað vakti mesta athygli
yðar innanlands á árirrn. sem
er að líða?“
„Hver teljið þér stærstu -
verkefni næsta árs?“
Svar mitt var á þessa leið:
„Þegar ég lít yfir atburði
ársins, sem er að líða, hlýt ég
að staðnæmast við lagasetn-
ingu um að heimila eriendum
auðhring að reisa hér og reka
stóriðjufyrirtæki — alúmíní-
umverksmiðju, sem verður eins
og risi meðal dverga í saman-
burði við atvinnufyrirtæki
fslendinga. — Þetta getur vcr-
ið viðsjárverð og hærttuleg
stefna. Við munum verða að
hafa fyllstu aðgát við hvert
skref, sem við tökum í sam-
skiptum við hinn erlenda auð-
hring.
Þetta er ný stefna. Hætta er
á því, að íslenzkir atvinnuveg-
ir verði afræktir. íslendingar
ganga í þjónustu erlends auð-
hrings, en gróðinn af álverk-
smiðjunni streymir út úr land-
inn, Samt eru íslenzkir at-
vinnuvegir undtrstaða efna-
hagslffs okkar, og þeir verða
að vera það.
★
Þegar svo litið er á verk-
efni komandi árs mundu ýms-
ir telja brýnast verkefna að
grafa þegar fyrir ráetur þeirrar
þjóðlífsspillingar, sem daglega
birtist í skattsvikum, tollsvik-
um, skjalafalsi, okri, innbrotum,
þjófnuðum, ránum, ofbcldis-
verkum og liverskonar glæpa-
starfsemi, sem virðist vera að
helsýkja þjóðfélagið.
Það er einnig ljóst, að nú-
verandi stjórnarstefna verður
að breytast.
Annars getur hæglega svo
farið, að við horfum upp á ís-
lenzkt efnahagslíf í rústum
eftir árið.
Stóriðjan mundi ekki geta
afstýrt því. Það verður að
skapa atyinnuvegunum nýjan
og heilbrigðan grundvöll. Losa
verður um vinnuafl í milli-
liðastarfsemi og beina þvi til
framleiðslunnar.
Ríki og sveitarfélög verða að
ganga á undan í sparnaði og
ráðdeild.
Koma verður í veg fyrir
fjöldagjaldþrot og stöðvun iðn-
fyrirtækja, sem við megum
ekki án vera.
Verðhækkanir mega ekki
eiga sér stað. Og það er ekki
nóg. Verðlag verður að lækka,
hvar sem menn hafa þegar
gerzt of frekir til fjár.
Hrun verður tæpast hindrað,
nema stjómarstefnan breyt-
ist“.
Þetta var mín áramótahug-
leiðing.
Ekki verður þvi neitað, að
ýmislegt, bæði varðandi þessi
vandamál og önnur, sækir á
hugann á þessu nýbyrjaða ári.
Þeir, sem líta á röskun
byggðajafnvægis og hinn lát-
lausa fólksflótta af Vestfjörð-
um og Noröurlandi sem alvar-
legt þjóðfélagsvandamál, er
ekki horfi til heilla, hljóta að
sjá, hvcrt stefnir í þeim mál-
um, þegar línuútgerð — at-
vinnuundirstaða Vestfirðinga
virðist vcra að fjara út, öll út-
gerð drcgst stórlega saman, og
hraðfrystihúsin telja reksturs-
grundvöll sinn brostinn. En
samtímis þessu bætist ofan á
yfirspenntan vinnumarkað
sunnan fjaila Búrfellsvirkjun,
Álverksmiðjubygging og bygg-
ing stórhafnar við Straumsvík,
allt saman fjárfestingarstarf-
Fyrirspurnir á Alþingi
Þessar fyrirspurnir hafa
verið lagðar fram á Alþingi:
I. Til viðskiptamálaráðherra
um bindingu sparifjár inn-
lánsstofnana á Norðurlandi.
Frá Birni Jónssyni og Ragn-
ari Arnalds.
Hve mikllli upphæð íiema
bundnar innstæður innláns-
stofnana á Noi-ðurlandi í
Seðlabankanum, og hver er
skipting þeirrar upphæðar
milli einstakra sýslna og
kaupstaða í fjórðunsrnum?
★
II. Til ríkisstjómarinnar uni
varðveizlu skjala og gagna
þingkjörinna og stjómskip-
aðra nefnda- Frá Birni Jóns-
syni.
a. Hvaða háttur hefur verið
á hafður og cr á hafður um
skil og varðveizlu skýrslna og
gagna, sem nefndir, þing-
kjömar eða stjómskipaðar til
athugunar á einstökum mál-
um og tillögugerða, hafa unn-
ið eða aflað?
b. Ef svo er, að slíkum
skýrsluin og guguum sé tryggð
varðveizla, hafa þá þingmenn
ótvíræðan aðgang að þeim?
★
III. Til ríkisstjórnarinnar
um slysatryggingu sjómanna.
Frá Geir Gunnarssyni.
Er það ætlun hæstv. ríkis-
stjórnar að Ieggja fyrir Al-
þingi fmmvarp til laga um
sérstaka slysatryggingu sjó-
manna á bátum undir 12 tn.
að stærð á grundvelli tillagna
nefndar þeirrar, sem vann að
athugun þessa máls sam-
kvæmt þlngsályktunartillögu
frá 4. mara 13fi4?
-k
IV. Til ríkisstjómarinnar
um frumvarp til skólakostn-
aðarlaga. Frá Ingvari Gísla-
syni og Páli Þorsteinssyni-
Er ekki að vænta á næst-
unni framlagningar fmm-
varps til nýrra skólakostnað-
arlaga. svo sem forsætisráð-
herra boðaði í ræðu á Alþingi
13. okt. s.l.?
semi fyrir þúsundir miljóna.
Það eru ekki vinir byggða-
jafnvægis, sem þannig stjóma.
En, eins og ég vék að í Vís-
issvari mínu, tel ég það alvar-
legast alls í sambandi við er-
lenda stóriðju, að allur gróði
hennar flæðir jafnharðan úr
landi.
Alvöru . þess og afleiðingar
skilur þjóðin. í því efni hefur
hún sárbitra reynslu um aldir
að vitna til. Örbirgð íslands
og cymd var afleiðing þess, að
erlcnd verzlun flutti nálega
Haunibal Valdimarsson
alla verðmætasköpun þjóðar-
innar úr landi. — Brennum
okkur ekki á sama soði.
Ég undirstrika ennþá einu
sinni, að grundvallaratriði
stefnunnar í efnahagsmálum
verður að vera uppbygging ís-
lenzkra atvinnuvega. Sé þar
vel og viturlega unnið, munu
flcst önnur efnahagsvandamál
leysast á tiltölulega auðveld-
an hátt.
Þá vék ég í svari mínu að
sívaxandi þjóðfélagsspillingu.
Ástand þeirra mála vekur á-
leitnar spurningar.
Er ekki réttlæti og festu í
réttarfarsmálum þjóðarinnar
meira en lítið áfátt? Þolir
þjóðin, sérstaklega æskulýður-
inn mitt í öllu peningaflóðinu,
taumlítið frelsi? Á ekki of-
neyzla þjóðarinnar af áfeng-
um drykkjum allmikla sök í
þessum efnum?
Ég verð að játa, að á mig
sækir sú hugsun með sívax-
andi styrkleika, hvort ekki
verði að lögfesta algert áfeng-
isbann, ei þjóðin eigí ekki að
fara sér að voða, eða allt að
því glata sjálfri sér siðferði-
lega.
Mér cr Ijóst, að þá yrði
hrópað hátt um frelsisskerð-
ingu. Og víst yrði framkvæmd-
in vandasöm. Sjálfsagt yrðu
nógu margir til að torvelda
hana.
Þá get ég ekki dulið, aö
ástand liinna íslcnzku atvinnu-
vega nú um áramót, veldur
mér allþungum áhyggjum.
Sanidráttur togaraútgerðar
cr staðreynd. Fréttirnar af
þingum Landssambands ísl. út-
vcgsmanna og Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna lýsa neyð-
arástandi, þrátt fyrir undan-
gcngið góðæri. Og þá lýsingu
staðfestir ríkisstjómin sem
rétta, með því, að taka á rík-
issjóð þá hækkun bolfisks-
verðs, sem hún þó telur út-
gerðarmenn og sjómenn verða
að fá, ef bátaútvegurinn eigi
ekki að stöðvast.
Jafn augljóslega blasir við,
að fjöldi iðnfyrirtækja er á
gjaldþrots barmi. — Sumir
iðjuhöldar þegar gjaldþrota, en
stórfelldar ráðstafanir gerðar
til bjargar í einstökum tilfell-
um, eins og t.d. í veiðarfæra-
iðnaðinum.
Þá vita allir, að landbúnað-
urinn byggist á hundraða milj-
óna niðurgreiðslum og útflutn-
ingsuppbótum. Á þeirri stundu,
sem ríkið kippti þar að sér
hendinni, yrði allsherjar hrun
í sveitum landsins.
Og hver er orsök þessa á-
stands? Landinu hefur ekki
verið stjórnað þannig, að þess-
ir grunn-atvinnuvegir þjóðar-
innar gætu orðið efnahagslífi
hennar traustur grundvöllur.
— Verzlunin ein er þar nnd-
antekning.
Lærðir mcnn liafa elt rhýra-
Ijós í efnahagsmálum, en
gleymt því, að mestu, sem
byffgja verður á.
Sannleikurinn er sá, að þrátt
fyrir sívaxandi aflauppgrip frá
ári til árs, hefði allt verið fyr-
ir löngu stöðvað, ef heims-
markaðsverð afurðanna hefði
ekki farið síhækkandi. Á því
einu hefur flotið.
Sú stefna í efnahagsmálum,
sem fylgt hefur verið, dugar
ekki einusinni í góðæri. Enn
síður í meðal árferði. Og strax,
þegar eitthvað ber útaf, í afla-
brögðum eða verðlagsmálum
er hún gjaldþrota.
Auðvitað er það hin æðis-
gengna verðbólgustefna, sem
þannig hefur leikið íslenzka
atvinnuvegi og brotið niður
grundvöll þeirra. Þess vegna
kynni nú að verða spurt: Er
þá ekki verðstöðvunin orð í
tíma talað?
Finnst þér ekki tími til kom-
inn og raunar sjálfsagt, að
spyrna við fótum?
Og ég svara hiklaust: Jú,
svo sannarlega, og þótt fyrr
hefði verið.
Öflug og vel undirbúin verð-
stöðvun hefði þurft að koma
fyrir rúmu ári. Þá hefði
sjávarútvegurinn notið verð-
hækkana eitt ár eða svo og
rétt sig sjálfur af. Stöðvunin
nú bjargar honum ekki, og
líkist mest iðrun eftir dauð-
ann.
Ég geri mér Ijóst, að alls-
herjar verðstöðvun, eftir lang-
varandi dýrtíðarflóð, er alls
ekki auðveld í framkvæmd. Ég
taldi ríkisstjórnina þurfa miklu
ákveðnari og ítarlegri löggjöf
tií verðstöðvunar en þá laus-
legu heimildarlöggjöf, sem hún
aflaði sér. En allar tillögur Al-
þýðubandalagsins í þá átt,
ncma ein, voru felldar.
Nú þegar virðist mér því
miður, að verðstöðvunin ætli
að mestu að reynnst sýndar-
ráðstöfun.
Bf Tryggingastofnun ríkisins
tekur t.d. á sig auknar bóta-
greiðslur miðað við seinasta
ár, en verður svo vegna stöðv-
unarinnar að ganga á sjóði
sína, segjum um 50 miljónir.
Fari hinsvegar svo, að Trygg-
ingastofnunin verði árið eftir
að bæta sér þennan halla með
100 miljóna innheimtu af al-
menningi sjá allir, að vandinn
hefur ekki verið leystur, —
honum aðeins ckið á undan
sér, frestað um eins árs skeið.
En svo kemur hann jafnvel af
tvöföldum þunga á eftir. Sama
cr að scgja um þær niður-
greiðslur, sem ríkið rís undir
með tekjuafgangi sínum frá
árinu 1966 eitthvað fram á
kosningaárið, cn verður síðan
að bera uppi með nýjum byrð-
urn á skattþegnana. Þar hefur
enginn dýrtíðarvandi verið
leystur. Honum aðeins verið
bægt frá í bili, verij frestað
fram yfir kosnimgar.
Þetta mun þjóðin áreiðan-
lega skilja. Hér dugar ekkert
smáfikt til að koma í veg fyr-
ir, að vísitalan hækki á papp-
ímum.
Ef undiralda verðbólgu og
dýrtíðar á að hægja á sér eða
stöðvast, dugar ekkert minna
en gjörbreytt stefna í atvinnu-
málum, viðskiptamálum, efna-
hagsmálum, peningamálum og
vaxtapólitík m.a., en slíkrar
stefnubreytingar hefur því
miður ekki orðið vart ennþá.
Þess vegna er ég næsta von-
daufur um, að verðstöðvunar-
gerðir rikisstjómarinnar fái
varanlegt gildi. Og það ber að
harma.
★
Svo mikið er víst, að þeirra
vandi verður ærinn, sem þjóð-
arskútunni skulu stýra eftir
kosningar.
Stjómarstefnu framleiðslu-
atvinnuveganna ve.rður a®
móta. Aðalvandamálið verður
það, að leysa eða höggva á
þann hnút, sem málefni ís-
lenzkra atvinnuvega em kom-
in í.
Takmarkið hlýtur að verða
það, að ísland verði samstíga
helztu viðskiptaþjóðum sínum
í dýrtíðarmálum, en bmni þar
ekki fram úr öllum öðrum á
sjö milna skóm, eins og að
undanförnu.
Það er svo íslenzkra kjós-
enda að ákveða hverjum þenn-
an vanda skuli fela.
En ekki sýnist undarlegt,
þótt launastéttimar og megin
aðilar atvinnuveganna, svo sem
sjómenn, útgerðarmenn, bænd-
ur og iðnaðarmenn yrðu fram-
arlega í för við mótun nýrrar
stjómarstefnu.
Alla þessa aðila og raunar
marga fleiri, hefur verðbólgu-
og dýrtíðarstefnan leikið grátt
— svo grátt, að ólíklegt er,
að þá fýsi að framlengja hana
næstu 4 ár.
Þó kunna þeir að vera til,
sem segja sem svo: Núverandi
stjórnarflokkar hafa skapað
þann þjóðarvanda, sem við er
Ég befi í framanrituðu gert
grein fyrir nokkrum grund-
vallarsjónarmiðum' Alþýðu-
bandalagsins gagnvart viðkom-
andi vandamálum líðandi
stundar. Við, alþýðubandalags-
menn, játum, ag vandinn er
mikill. En við leitum trausts
kjósenda, eins og allir aðrir
flokkar, og munum undan
engri þeirri ábyrgð skorast,
sem kjósendur kunna að leggja
okkur á herðar á komandi
vori.
Ég óska þess, að árið 1967
verði landi og þjóð gott og
farsælt ár.
Hannibal Valdimarsson.
(Grein þessi birtist í síðasta
tölubl. Vestfirðings, blaði Al-
þýðubandalagsins á Vestfjörð-
um).
Tekst að bæta
sambúð ríkis og
kirkju í Pollandi?
VARSJÁ 15/2 — Agostino Gasa-
roli, sérfræðingur páfastóls í
A-Evrópumálefnum, er kominn
til Póllands til viðræðna við
íulltrúa ríkis og kirkju um
möguleika á að binda enda á
deflur kirkjuhöfðingja og yfir-
valda í landinu. Átti hann í dag
fund með sextíu biskupum um
þessi mál og var Wyszynski
kardínáli, æðsti maður pólsku
kirkjunnar, viðstaddur.
• Fyrsta heftí HEILSUVERND-
AR 1967 er nýkomið út. Efni;
Jónas Kristjánsson: Ljóslækn-
ingar. Gísli V. Vagnsson: 1 Lo-
urdes. Offita styttir lífið. Bjöm
L. Jónsson: Megrunarfæði —
Verkaskiptingin á heimilmtt.
Amheiður Jónsdóttir og Ámi
Ásbjamarson: Grétar Folils
sjötugur. Hárúðunarlyf sem
i skctrdýraeitur.
Urvínnsla þjónustu-
könnunar senn hufín
Þátttaka í þjónustukönnun
Neytendasamtakanna hefur ver-
ið góð, og mun betri en ýms-
ir höfðu spáð. Hefur hún þeg-
ar náð því marki, sem stjóm
samtakanna setti um lágmarK,
til jjess að hægt væri að birta
niðurstöður könnunarinnar.
Néytondasamtökin í Bandaríkj-
unum hafa í áratugi haft hlið-
stæöar kannanir árlega, oghafa
svörin orðið flest um 10% af
úlsendum eyðublöðum. Það var
sett sem lágmark hér, og hef-
ur það einmitt náðst
Fleiri svör mjög æskileg. "
Þrátt fyrir það eru það ein-
dregin tilmæli Neytendasam-
takanna til allra þeirra, sem
Neytendablaðið hafa meðhönd-
um, að þeir sendi svör sín hið
allra fyrsta, svo að þau nái að
styrkja og breikka enn þann
grundvöll, sem niðurstöðurnar
verða byggöar á. Vegna fá-
mcnnis þjóðarinnar, en þó fjöl-
breytni heimilistækja, er brýn
nauðsyn, að svörin verði sem
ílcst að 1 lu. Neytendasamtök-
in íslenzku eru margfaldlega hin
fjölmennustu í heimi miðaðvið
fólksfjölda, en uni leið hin fá-
mennustu að höfðatölu.
Fulltrúar á síðasta þingi Al-
þýðusambandsins og kennarar
um ailt land, sem blaðið var
sérstddega serrt til, eru ein-
éregið hvattir til að leggja
þessu hagsmunamáli alþjóðar
lið með þátttöku sinni, en til-
gangur þjónustukönnunarinnar
er sá einn að stuðla að bættri
þjónustu og auknu öryggi til
handa neytendum, og f þessu
tilfelli sérstaklega þeim, sem
kaupa og nota heimilistæki,
sem ætlað er að gegna mikil-
vægu hlutverki um langt ára-
bil á hverju heimili.
Þeir sem ekki hafa fengið
Neytendablaðið, en gerast fé-
lagsmenn næstu daga, fá það
sent um hæl í pósti og cætu þá
tekið þátt í könnuninni. Inn-
ritunarsímar Neytendasamtak-
anna eru 1-97-22 og 21-666.
Af hverju þessi timi var
valinn.
Rétt þykir nú að skýra frá
því, af hverju annatíminn fyr-
ir jólin var valinn. Það þótti
ýmsum óhyggilegt með tilliti t:l
þátttöku. Ástæðan var sú. að
könnuninni var ætlað að hafa
áhrif þegar í upphafi með bví
að' fara fram einmitt á þeim
tíma, sem flest kaup eru gerð
á þessum hlutum. Þess vegna
var minnt á þjónustukönnunina
með auglýsingum f útvarpi og
á annan hátt nær daglega all-
an nóvember og fram að jól-
um. En það sem munað hefur
í þátttöku vegna jólaanna, er nú
hægt að bæta upp næstu viku.
(Frá NeWendasamtökunum).