Þjóðviljinn - 22.02.1967, Blaðsíða 4
4 StÐA — MÖBVILJXNN — Míðvikudagur 22. febrúar 1967.
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritetjórar: Ivar H- Jómsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Gudmundsson.
Fréttaritstjóri: Siguróur V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 10590 á mánuði. —
Lausasðluverð kr. 7.00-
Tilfínningamál
f»au óvæntu tíðindi gerðust fyrir nokkrum dögum
að Morgunblaðið tók að rita um húsnæðismál
af skaphita og vandlætingu og siðferðilegum ákafa.
Ekki var ástæðan sú að blaðið hefði áhyggjur af
kjörum þúsunda manna í höfuðborginni sem enn
búa í vistarverum sem enganveginn samrýmast
nútímakröfum um heilbrigðishætti og þægindi.
Ekki rann ritstjórum Morgunblaðsins heldur til
rifja hin örðuga barátta ungs fólks til þess að
koma upp þaki yfir höfuðið. Þeir upptendruðusf
ekki af siðferðilegri vandlætingu af vitneskjunni
um gróða þann sem braskarar og okrarar hafa af
húsnæðisskortinum. Ekki hneyksluðust þeir held-
ur á þeirri staðreynd að helmingur þess fólks sem
leitaði til húsnæðismálastjórnar með fullgildar
umsóknir fyrir síiðustu áramót fékk afsvar. Ástæð-
an til þess að komið var við hjarta Morgunblaðs-
ritstjóranna var sú ein að á síðasta borgarstjórnar-
fundi voru gagnrýndar óhófsíbúðir og prjál ný-
ríkra f járplógsmanna sem leggja í einbýlishús fjár-
magn og byggingarefni sem nægja myndi í 3—4
ágætar nútímaíbúðir.
^uðmundur Vigfússon flutti um það tillögu að
^ skipulagsnefnd og skipulagsdeild borgarinnar
hefðu það sjónanmið í huga þegar ákveðnir væru
skilmálar um hámarksstærð bygginga, að sem bezt
nýting yrði á fjármagni og vinnuafli og þannig
yrði tryggt að sem flestar hóflegar íbúðir yrðu
byggðar á ári hverju. Benti hann á að íslendingar
verðu hærri hluta af þjóðartekjum sínum í íbúð-
arhúsabyggingar en flestir aðrir en sú upphæð
nýttist hér mun verr en annarsstaðar. í Reykja-
vík og nágrenni væri nú heimilað að reisa einbýl-
ishús sem næmu allt að 340 fermetrum að gólf-
fleti. Einbýlishús í Fossvogi yrðu allt að 950 rúm-
metrar að stærð og myndi hvert kosta 3—4 rniljón-
ir króna. 80 íbúðir af þeirri stærð myndu kosta
ekki minna en 240 miljónir, en fyrir þá upphæð
hefði verið hægt að reisa tvöfalt eða þrefalt fleiri
íbúðir af eðlilegum stærðum. Það fólk sem flytzt
inn í óhófsíbúðir af þessu tagi er að ræna býsna
marga samborgara sína húsnæði.
npillagan um félagsleg sjónarmið hlaut fylgi allra
minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, en íhalds-
liðið felldi hana. Ekki er það nein ný frétt að
íhaldið felli skynsamlegar tillögur og hafni félags-
legum sjónarmiðum. Hið fróðlega nýmæli var
eins og áður segir fólgið í viðbrögðum Morgun-
blaðsins; óhófsíbúðir ríka fólksins reyndust vera
ritstjórunum brennandi og hjartfólgin hugsjón,
einasti þáttur húsriæðisimála sem komið hefur við
tilfinningar þeirra. Það er í þeirra augum hið eina
sanna frelsi að hagsmunir margra víki fyrir sér-
réttindum fárra. Það er sannarlega ekki að undra
þótt auðugir menn líti á Morgunblaðið sem sitt
málgagn og Sjálfstæðisflokkinn sem sitt 'tæki;
bæði blaðið og flokkurinn hafa unnið fyrir því
trausti. Hitt gengur allt lakar að skilja hvers
vegna venjulegir þegnar halda áfram að hlaða
undir jafn síngjama sérhagsmunaklíku. -— m.
NÚ ERU sérfróðir kunnáttumenn
úr ýmsum áttum að undirbúa
hsegri-handar aksturinn af miklu
kappi, og upphafið töluvert þras
af því tilefni, en okkur fótgang-
andi bíl-leysing'jum finnst þó að
fjörið í þeim umræðum mætti
gjarnan vera meira, — það er ekki
of oft að rifrildisskjóður okkar fá
tækifæri til að láta ljós sittt skína,
og ættu því að nota það til hins ítr-
asta núna þegar þjóðin. skiptist í
hægri og vinstri menn, þvers og
kruss í gegnum alla pólitíska
flokka, og öllum er óhætt að mynda
sér sjálfstæða skoðun án þess að
mannorð og heiður séu í veði.
Mörgum bíl-leysingjanum sem
rannsakað hefur málið gaumgæfi-
lega þykir sem hægri merni hafi
mikið til síns mák, þar sem full-
reynt megi teijast að vinstrlhandar
aðferðin eigi ekki við Íslendíngs-
eðlið, og sárafaum ökumonnum af
þeim stofni teMzt á undanfömum
árum að komast leiðar sinnar þeim
megin árekstralaust. Vinstri stefn-
unni til málsbótar má svo hinsveg-
ar benda á að ekki sé erm með
öllu útflofcað, að kenna megi þeim
sem þegar eru akandi að fara með
þessi tæki eins og til mun hafa
verið ætlazt í upphafi, að koma sér
og öðrum sæmilega óhultum milli
húsa og landshluta án þess að
stefna öMu í voða, og allar breyt-
ingar verði bara til að auka á öng-
þveitið.
Okkur bíl-leysingjum er líka
nokkur vandi á höndum, — við
verðum líka að byrja að læra að
víkja til hægri, án þess að hafa
haft tíma og næði til að ná‘ full-
komnun í gömlu aðferðinni, en má
raunar á sama standa hvoru megin
við rekumst á og hrekjumst fram
og aftur á þröngum en iðulega fær-
um gangstéttum, þar sem þeim er
til að dreifa, og sletturnar frá öku:
tækljunum jafn skemmtilegar úr
hvorri áttmni sem þaer koma, en
rykgusumar émóta hressandi. Einn-
ig hlýtur það að vera álfka þrosk-
a-ndi reynsla að bíða eftir strætó
hvoru megin brautarinnar sem er,
—- og missa af honum Ifka — en
auðvi'tað smekksatriði hvoru megin
menn vilja heidur láta keyra yfir
sig.
EN HÆGRI HANI>i\R aksteninn
faum við nú hvað sem hver segir,
og eftir noifckur ár þegar fuHreynt
er að hann á ekM heldur við ís-
lenzkar aðstæður, mætti reyna að
taka upp allsherjar einstefnuakst-
ur á hverri götu og stýrið þá haft
í míðjunni, en þar sem miðakstri
yrði ekki viðbomið beitt frjálsri
umferð, sem byggðist í aðalatriðum
á tillitssemi og kurteisi ökumanna
og annarra vegfarenda. En þegar
allt um þrýtur væri máski athug-
andi að krefjast þess af bílstjorum.
sem á opinberu nútímamáli heita
„stjómunarmenn vélknúinna farar-
tækja“, að þeir lærðu á þessar græj-
ur, svo og umferðarreglur og aunað
þar að lútandi, áðnr en lagt yrði af
stað í kappaksturinn. En þeir sem
hvorki gætu né vildu neitt á þessu
sviði bara látnir labha sína leið.
eins og við hinir.
KRUMMI.
Að hroska siðferði þegnanna
1 Morgunblaðinu 16- febrúar
sl. birtist fróðlegt viötal við
þrjá rannsóknarlögreglumenn,
og ber síðasti kaflinn fyrir-
sögnina „Unglinga afbrot“.
Blaðið kveður rannsóknarlög-
regluna leggja „mikla áherzlu
á að reyna að uppræta þessi
barna- og unglingaafbrot", og
síðan segir einn rannsóknar-
lögreglumaður frá langri
reynslu ,,í þessum efnum“.
Hann kveður algengustu brotin
vera „alls kyns skemmdar-
verk“, og k'omi hinir brotlegu
„aðallega úr hverfum, bar sem
húsakostur sé farinn að drag-
ast aftur úr“.
Rannsóknarlögreglumaðurinn
segist hafa meiri áhuga á hinu
alhliða skipulagi en einstak-
lingnum og telur félagslega
lausn hinu einu réttu leið.
Sumt. sem gert er í bessum
málum, kveður hann „alltof
árangurslítið og hægfara“.
Hann kveður bað mjög vafa-
samai ráðstöfun að safna öllum
svonefndum vandræðaungling-
um á uppeldis- og vistheimiliö
----------------:-------------<
Verðlaun veitt
fyrir ritgerða-
samkeppni
í tilefni af norræna deginum
6. október sl. efndi Norræna fé-
lagið í Kópavogi til ritgerðasam-
keppni í efstu bekkjum barna-
skólanna og í gagnfræðaskólan-
um. Viðurkenningu fyrir beztu
ritgerðirnar hlutu þessir nem-
endur.
Úr Digranesskóla: Hejga Hall-
dórsdóttir, 15. deild.
Úr Gagnfræðaskóla Kópavogs:
Ólafur G. Flóvents, 3. bekk X.
Úr Kársnesskóla: Dóra Haf-
steinsdóttir, 12 ára bekk Þ.
Úr Kópavogsskóla: Hildigunn-
ur Haraldsdóttir, 12 ára bekk E.
Nemendurnir fengu í verðlaun
áritaðar bækur um Norðurlönd-
in.
í marzmánuði ráðgerir Nor-
ræna félagið í Kópavogi að halda
Svíaviku
í Breiðuvák og telur „ákaílega
erfitt að gera þama nokkra
uppeldislega ráðstöfun, enda
geta þama myndazt óæskileg
kynni“.
Viðtalið endar á bví, að
blaðamaðurinn spyr:
„En hvað telur þú helzt til
úrbóta til að draga úr afbrot-
um unglinga?" (Hér segir
blaðamaðurinn allt í einu ,,að
draga úr“, en fyrr í viðtalinu
talar hann um ,,að uppræta“.)
Rannsóknarlögreglumaðurinn
svarar:
„Eftir afskipti mín' af þess-
um málum eru niðurstöður
mínar þær, að löggæzlan eigi
að láta sér (sic) varða meira
hina félagslegu hlið, a. m. k.
fá að aðstoða við stofnun ein-
.hvers konar félagsstarfsemi —
hún mætti gjamam vera kerfis-
bundin eða í sambandi við
skóla, þar sem hægt væri að
nálgast börnin eða unglingana^
í hópum og reyna að þroska
siðferði þeirra“.
Já, svo mörg em þau orð,
og ósköp er þetta nú góðra
gjalda vert. Þama skortir ekrki
einlægan vilja- En undarlegt
finnst mér, að það sfculi fara
framhjá ran nsókharlögreglu-
manninum, að hann sjálfur er
fæddur inn í félagssamtök sem
eru bæði kerfisbundin og í svo
miklum tengslum við skóla, að
undirstöðuatriði , þeirra eru
kennd þar, og á ég hér við
sjálfa þjóðkirkjuna.
Þjónar kirkjunnar „nálgast ,
bömin eða unglingaría í hóp- ■
um“ þegar þau eru 13-14 ára,
og halda fyrir þau sérstakt
námskeið, væntanlega í siðfræði
kristihdómsins, og síðan eru
bömin fermd við hátíðlega at-
höfn, og fylgja þar veizlur stór-
ar með steikum, himinháum
tertum, rándýrum gjöfum og
hvers kyns óráðsíu.
Því næst tekur rannsóknar-
lögreglan við.
Væri nú ekki tilvalið, aö
rannsóknarlögreglan tæki hönd-
um saman við hina kerfis-
bundnu þjóðkirkju með dóms-
og kirkjumálaráðherra í broddi
fylkingar (Hann er yfirmaður
beggja) til að nálgast þegnana
í hópnum og reyna að broska
siðferði. þeirra?
Að sjálfsögðu ætti að byrja
þar, sem þörfin er mest, á
sjálfu Alþingi, undir kjörorð-
inu: „Þú skalt elcki stela
t. d. áburðarverksmiðju“. Svo
mætti halda áfram: Hættið að
dekra við erlent setulið og allt
þess hafurtask- Sjáið um að
hver og einn hafi atvinnu við
sitt hæfi og beri úr býtum
mannsæmandi laun á eðlilegum
vinnutíma. Sjáið um, að hver
og einn geti átt nægilegar tóm-
stundir og eigi þess kost að
verja þeim á heilbrigðan hátt
og í friði fyrir fjárgróðalýð og
gerviskemmtanaiðnaði- — Þá
mundu t- d. margir foreldrar
hafa meiri tíma til að sinna
bömum sínum. Sjáið um, að
húsnæðismálin verði leyst með
þess konar félagslegum aðgerð-
um, að fólk geti verið í friði
fyrir okurkörlum, verðbréfa- og
lóðabröskurum og þess konar
lýð. Taíkið ek'ki hærri laun fyr-
ir störf yfekar en yfelkur finnst
aðrir eiga að fá, t-d. ríkisstarfs-
menn. Forðizt „óæskileg kynni“,
sbr. hér að framam.
Síðan mætti nálgast aðra
hópa, eftir því sem þörf krefði.
Blaðamenn gætu t.d. ástundað
að fara eftir siðareglum sín-
um. Hver veit nema Eyjólfur
hresstist?
Einn hópurinn gæti hætt að
falsa faktúrur, annar gæti skil-
að ólöglegum innstæðum er-
lendis. Þriðji gæti skilað sölu-
sfcatti og jafnvel öðrum skött-
um- Svona mætti lengi telja.
Það er bara hætt við, að
„þesisi barna- og unglingaaf-
brot“ verði orðin sáralítið
vandamál, þegar loks kemur að
únglingunum, — ef hitt bæri
árangur.
Sigursæll.
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar í taugasjúkdómadeild
Landspítalans.
Allar nánari upplýsingar veitir forstöðukona Land-
spítalans í síma 24160 og á staðnum.
Reykjavík, 20. febrúar 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Isabella-St^'
IN