Þjóðviljinn - 22.02.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.02.1967, Blaðsíða 10
Einar Olgeirsson rifjar upp á Alþingi árin fyrir stríð Hættan af býzka nazismanum, aðalhættan á árunum 1938-39 ■ Hvernig var umhorfs í stjórnmálalífinu á íslandi og í alþjóðamálum síðustu árin fyrir heimsstyrjöldina? Þeir voru margir sem trúðu því að sigurganga þýzka nazismans yrði ekki stöðvuð, og því væri fslendingum sem öðrum bezt að koma sér vel við hann. B í svarræðu sinni á Alþingi við ræðu Bjarna Bene- diktssonar um hernámsmálin rifjaði Einar Olgeirsson upp a.ndrúmsloftið frá þeim tíma, og sýndi frarn á að sósíalistar sáu skýrar en nokkrir aðrir hættumar af sókn nazismans, og gerðu tillögur um afstöðu íslands samkvæmt því. B Hér er haldið áfram útdrætti úr þessari þingræðu Einars þar sem frá var horfið í gær, og rætt um hlutleys- ismál og ábyrgðaryfirlýsingu stórvelda sem mikið var tal- að um í árslok 19S8 og árið 1939. ★ Dæmi: Austurríki Á‘byrgð stórvelda á fullveldi og sjálfstaeði smáríkja er allalgeng í stjómmálaheirmnum og á ekk- ert skylt við bað að hlutaðeig- andi stórveldi hafi herstöðvar í landinu." Þetta er ekki úreltfyr- írbæri, einnig eftir stríð hafa forustumenn smáríkja haft i þessu efni sömu afstöðu og við sósíalistar höfðum 1938 og höf- um enn. Ég skal nefna daemi: Austurríki. Austurríki hefur lýst yfir æ- varandi hlutleysi, um það var gefin yfirlýsing 28. október 1955. í ræðu sem kanslarinn dr. Raab, flutti, sagði hann: „Ég vil taka það fram samt sem áður að við munum fagna afdráttarlausri safneiginlegri á- byrgð hinna fjögurra stórveldaá friðhelgi og óskertu fullveldi lands okkar‘‘. Þannig þykir hlutleysisyfirlýs- ing, jafnframt því að óskað er eftir ábyrgð, í þessu tilfelli stór- veldanna fjögurra, eðlilegt fyrir- komuiag til þess að tryggja fuil- veldi lítils ríkis, sem t.d. vegna legu sinnar gæti annars freist- að einhverra stórvelda. Forsætis- ráðherra viðhafði sjálfur þau orð þegar hann var að tala um Island að við værum eins settir og ef land okkar lægi inni í miðri Evrópu. Og hvað gerirsvo einmitt eitt af minnstu ríkjunum inni í miðri Evrópu? Það fram- kvæmir nákvæmlega sömu póli- Bandaríski öldung'adeildarþingTnaðurinn 1 W* Fulbríght fíyt- ur eríndi í HÍ ídag ■ í morgun er væntanlegur hingað til lands bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn J. William Fulbright ásamt konu sinni. Fulbright kemur hingað til lands í tilefni af 10 ára afmæli Menntastofn- unar Bandariltjanna á íslandi og dvelur hér í tvo daga. Afmæiis Menntastofnunar- innar verður minnzt með sér- ‘ stakri athöfn í hátíðasal Há- skólans í dag kl. 5.15 og verð- ur aðalræðumaðurinn þar J. William Fulbright. Samkvæmt áætlun átti flugvél sú er öldungadeildarþingmaður- inn kemur með að lenda á Kefla- víkurflugvelli kl. 10.30 f.h. í dag. Klukkan 2.30 hittir Ful- bright Bjarna Benediktsson, for- sætisráðherra og Emil Jónsson, utanríkisráðherra, að máli og kl. 4 heldur hann fimd með blaða- mönnum. Sem fyrr segir hefst hátíð vegna afmælis Menntastofnunar- innar kl. ^.15 í Háskólanum. Munu bandaríski sendiherrann, Penfield, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og Ármann Snævarr, háskólarektor, flytja ávörp og Fulbright flytur aðal- ræðuna. Árið 1957 var gerður samn- ingur milli fslendinga og Banda- ríkjamanna um ýmis samskipti þjóðanna á sviði menningar- mála en slíka samninga hafa Bandarikjamerm gert við fjöl- margar þjóðir. Fyrsta heimildin í lögum til slíkrar samningsgerðar er frá forsetaárum Harry S. Trumans, en öldungadeildarþingmaðurtnn J. William Fulbright beitti sér einkum fyrir lagasetningunni og eru þessir samningar oft við hann kenndir og nefndir Fut- bright-samningar. Tiídrög lagasetningarinnar eru þau að í lok síðari heimsstyrj- FrænbaM á 2- síðu. J. W. Fulbright tik og ég lagði til 1. desember 1938, og sem við sósíalistar og Aiþýðubandalagsmenn álítum enn skynsamlega pólitík. ■4r Hagsmunir Islands á hættu- stund. Hér er því um allt annað að ræða en það sem Morgunblaðið hefur reynt að gera úr þessari tillögu minni, og byrjaði raun- ar þegar fyrir tæpum þrjátíu ár- um. Við vildum éinungis að Is- land reyndi ’að hagnýta þær að- stæður sem í uppsiglingu voru milli Hitlers-Þýzkalands annars vegar og allra hinna stórveld- anna, Frakklands, Englands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, hins vegar, þó að þau stæðu þá mjög ólíkt að vígi pólitískt; hagnýta sér andstæð^irnar milli þessara tveggja aðila til þess að reyna að tryggja hlutleysi, frið- helgi og sjálfstæði Islands. Ég á- lít að þannig eigi menn aðbreyta ef þeir Yilji sýna ábyrgðartii- finningu fyrir landi sínu og tryggja hlutleysi, friðhelgi og sjálxstæði fslands, en séu ekki að miða við að gera það háð ein- hverju stórveldi. Ég held því að það að koma fram með þessa tillögu, rúmum mánuði eft.ir Múnchensamninginn, rúmum mánuði eftir að Tékkóslóvakía var svikin í hendurnar á Hitl- ers-Þýzkalandi með öllium þeim góða vopna- og varnabúnaði sem Tékkar áttu, hafi verið sjálf- sagður hlutur, og eðlilegt og skynsamlegt af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar að gera þaðef hún hefði sýnt forsjálni og á- byrgðartilfi nní n gu. -4r Ætlaði Hitler sér Island? Svipað má segja að reynthafi á aftur. Það var eftir 15. 'marz 1939. Þann dag tók Hitler Tékkó- slóvakíu, réðist þar inn, hafði fyrst boðið forseta Tékkóslávakíu til Berlínar og sett honum þar þá úrslitakosti að annað hvort fæli hann þýzka hernum vemd Tékkóslóvakíu eða ráðizt yrði á Prag og hún sprengd í rústir. Forsetinn hafði að sjálfsögðu enga heimild til að gera út um slíkt, en gagnvart þessum úr- slitakostum samþykkti hann þá og Hitlersherinn streymdi inn i Tékkóslóvakfu. Hinn 7. marz 1939 kom égmeð fyrirspurn á Alþingi. Vegna þess sem gerzt hafði úti í Evrópuáleit ég að ekki væri rétt að við vær- um alveg sinnulausir um þaðhár á íslandi hvað var að gerazt. Fyrirspurnir mínar voru þannig: Hvort hinn væntanlegi þýzki rannsóknarleiðangur hafi óskað eftir leyfi ríkisstjómarinnar t.il þess að ferðast um landið. Hvort hinir þýzku flugmenn sem séu á leiðinni og taldir vera á vegum Lufthansa til þess að semja um lendingarstaði hér fyrir þýzkar flugsamgöngur til Ameríku hafi óskað eftir að fá að tala við íslenzku ríkisstjóra- ina. Hvort stjórnin ætlaði/að leyfa skipverjum á Emden (þýzkaher- skipinu) að fara í fylkingu um götur Reykjavíkur eins og sl. ár og ganga vopnuðum í hergöngu og syngja hersöngva eins og í herteknu landi. Hvort nokkrar ráðstafanir hafi verið gerðar í sambandi við heim- sókn hins þýzka herskips til þess að tryggja það að hér séu sam- tímis ensk eða amerísk herskip. Ekkert var þá farið að rœða um þessi mál opinberlega, en ég vildi gera þá opinbert mál, þvi ég þóttist vita hvað í húfi væri svo framarlega sem menn héldu áfram að vera jafnauðtrúa gagn- vart Hitlers-Þýzkalandi og marg- ir ráðamenn landsins voru þá. Þess vegna kom ég með fyrir- spurnir á Alþingi og forsætis- ráðherrann þáverandi Hermann Jónasson svaraði þeim, og ég símaði um þær undir eins 'til er- lendra blaða, til þess að vekja eftirtekt á því úti um heim hvað væri að gerast hér á Islandi. Málið komst í blöð um víða ver- öld og þannig var fylgzt með því sem gerðist hér þessa daga. Kallaður „landráðamaður". Til allrar hamingju var þess- um beiðnum Þjóðverja svarað neitandi og skal ég ekki rekja þá sögu. Það mætti þó gera við tækifæri ef enn verður reynt að rangtúlka þessa hluti, en greini- legt var að af hálfu Hitlers-Þýzka- iands var mjög rík ósk um ítök hér á landi. Ég var hins vegar kallaður landráðamaður fyrirþað að vekja athygli á því að hætta vofði yfir Islandi; en fjrrirspurn- in um herskipin var vegna þess að ég áleit það hugsanlegt að beitt yrði álíka aðferðum viðrík- isstjórn íslands og forseta Tékkó- slóvakíu í Berlín tveim dögum áður. •i- íslenzkum blöðum hótað Hér á landi virtust menn menn. hins vegar almennt trúa þvi að þýzka nazistastjómin værí ekk- ert annað en mjög vinsamleg og yndæl stjóm við að fást. Ég veit að sífellt er reynt að rangfæra afstöðu okkar sósíalista á þess- um árum, ekki sizt af hálfu Morgunblaðsliðsins, og þá úenju- Framhald á 2. síðu. r r L/U enn á stórum styrk fyr- ir starf við bátagjaideyri! Stjórnarfrumvarpið um að sjó- mannasamtölc fái vissan hundr- aðshluta af útflutningsgjaldi sjá- varafurða var til 1. umræðu í efri deild Alþingis í gær, og flutti sjávarútvegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, framsöguræðu. Ráðherrann gat þessiað frum- varp um sama efni hefði verið flutt árlega í nokkur ár, ogværi nú ætlazt til aðsjómannasamtök fengju jsfnmikið af útflutnings- gjaldinu og Landssamband ísl. útvegsmanna, eða 0,79% gjalds- ins. Þrenn heildarsamtök sjómanna hefði verið haft samráð við um skiptinguna, S.jómarmasarnband íslands, Alþýðusamband Islands og Farmanna- og fiskimanna- sambandið, og mundu þau senni- lega skipta þessu í þrennt, en samkomulag væri ekki frágengið um það. Ráðherrann benti á þá athygi- isverðu staðreynd að LltJ hefði fengið sinn hluta fyrir mörgum árum vegna starfs að bátagjald- eyriskerfinu sáluga, en Lftl hefði haldið áfram hluta sínum af út- flutningsgjaldinu eins og ckkert hefði í skorizt þó bátagjaldeyris- kerfið væri afnumið! Málimt var vísað til 2. um- ræðu og nefndar með samhlióða atkvæðum. |Miðvikudagur 22. febrúar 1967 — 32. árgangur — 44. tötebíað. Frá upptöku Rauðu skikkjunnar. Rauða skikkjan ínm sýnd hér á laugardag Kvikmyndin RAUÐA SKIKKJ- AN verður frumsýnd í Reykja- vik á laugardaginn klukkan 5 í Háskólabíói og Austurbæj- arbíói. Eins og menn rekur vafalaust minni til var Rauða skikkjan tekin í sumar af ASA- Film, MAE og Edda Film í sam- einingu og voru flest ■ útiatriðin kvikmynduð á íslandi. Guðlaugur Rósinkranz Þjóð- leikhússtjóri sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær að aðsókn að kvikmyndinni í- Danmörku væri mjög góð þrátt fyrir þá lé- Iegu dóma sem hún hlaut þar. En Guðlaugur gat þess í því sambandi að Rauða skikkjan hefði verið sýnd einu sinni með íslenzku tali í Kaupmannahöfn, fyrir íslendinga sem þar eru og fyrir blaðamenn. Hefði kvik- myndin þá verið klippt pieíra en þegar hún var frumsýnd í Kaupmannahöfn og kvikmynda- gagnrýnendur dönsku blaðanna farið mjög lofsamlegum orðum um myndina eftir þessar breyt- ingar. Gekk einn þeirra svo langt að segja að sýna ætti myndina áfram með íslenzku tali í Kaupmannahöfn, því að I sú kópía væri mun betri! Tók Guðlaugur fram að í þessari áfc- gáfu væri kvikmyndin 5—7 mínútum styttri en upphaflega. Aðspurður sagði hann að að- göngumiðar að kvikmyndinni hér yrðu á hækkuðu verði, eða kr. 85 með söluskatti! Væri á- stæðan m.a. sú að mjög dýrt hefði verið að setja íslenzkt tal í myndina. Þess skal og getið að bæði félögin ASA-Film og MAE fengu ríkisstyrk vegna kvikmyndarinnar. ASA-Film fékk 3.750.000 kr. stjrrk frá ríkinu, en Edda Film fær hmsvegar engan styrk. Að lokum sagði Guðlaugur Rósinkranz að Rauða skikkjan yrði frumsýnd í Stokkhólmi ein- hvem næstu daga. , Drengur fyrir bíl Um þrjúleytið í gærdag varð það slys á Skólabraut á Sel- tjarnarnesi að 8 ára drengur, Friðrik Friðriksson, Skólabraut 49, varð fyrir bíl. Hafði dreng- urinn skyndilega hlaupið út á akbrautina. Hann var fluttur á slysavarðstofuna, meiddur á höfði. I Steingrímur Pálsson flytur vestfirzkt áhugamál á þingi | Vestf jarðaskip yrði hin jdýrmætasta samgöngubót | □ Einn þingmanna Alþýðubandalagsins, Steingrím- ur Pálsson, flytur á Alþingi frumvarp um kaup og rekstur á Vestfjarðaskipi og er efni þess að heimila ríkisstjórninni að láta smíða nýtt strandferðaskip á kostnað ríkissjóðs, 600—700 rúmlestir brúttó, sem verði í förum milli Reykjavíkur og Vestf jarða. Sé ríkisstjórn- inni heimilt að taka 35 miljón króna lán í þessu skyni. □ Steingrímur flutti jómfrúræðu sína á þingi í gær og mælti fyrir frumvarpinu m.a. á þessa leið: Allir sem ferðazt hafa um Vestfirði vita að vegna hárra heiða og fjalla er þetta land- svæði eitt hið erfiðasta yfirferð- ar og Vestfirðingar búa enn við erfiðari samgöngur á landi en íbúar annarra landshluta, og reynslan hefur sýnt að þrátt fyrir allvel uppbyggða vegi tryggja þeir ek! i nema að littu leytt eðlilegar samgöngur að vetri til milli byggðarlaga á Vestfjörð- um. Hitt hefur ávallt verið ljóst, að ekkert annað en samgöngur á sjó, góðar og greiðar skipa- ferðir, geta fullnægt þörf um Vestfirðinga að vetrinum, varð- andi flutninga milli Vestfjarða og annarra landshluta. Samgöng- ur á sjó eru því og verða „líf- æðin“ í þessum málum, að því er Vestfirði varðar. Þá vitum við að mikil aftur- för hefur átt sér stað í sjósam- göngum við Vestfirði. bað er bein afleiðing þess s—' ' áttar, •sem orðinn er í rekstri Skipa- útgerðar ríkisins, við það hefur skapazt óviðunandi ástand í samgöngumálum Vestfirðinga og bitnar þetta harðast á Stranda- mönnum, t.d. hafa flóabátasam- göngur frá Hólmavík og norð- ur í Árneshrepp verið felldar að mestu leyti niður vegna þess að akvegasamband skapaðist við Árneshrepp á sl. ári. En þessi nýi vegur lokaðist í fyrstu snjóum og mun lítt verða farinn fyrr en með vorinu. Það var þó sameiginlegt álit Vest- firðinga meðan Skipaútgerð' ríkisins var ólömuð, að nauð- syn væri á bættum Vestfjarða- samgöngum á sjó. ★ Lýsti Steingrímur því næst frumvarpinu ýtarlega og færði frekari rök fyrir nauðsjm þess. Frumvarpið sjálft og greinargerð þess verða birt í blaðinu á morg- un.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.