Þjóðviljinn - 22.02.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.02.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐÁ — ÞJÓÐVTLJINN — Miðviteudagur 22. febrúar 1967. Hátt á annaðftásundþátttak- endur i einu víðavangshlaupi 44. sambandsþing Ung- mennasambands Kjalarnesþings var haldið fyrir nokkru að As- garði í Kjós. Sambandsstjóri, TjTlfar Ár- mannsson, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. 35 fulltrúar sóttu þingið, en gest- ir voru þeir Ármann Pétursson framkvsemdastjóri UMFl og Eysteinn Þorvaldsson ritstjóri Skinfaxa og fluttu þeir ávörp^ á þinginu. tJlfar Ármannsson flutti skýrslu stjórnar, Kom þar fram að starfsemi innan sambandsins hefur verið og er með allmik]- um blóma. Sambandið efndi til margra íþróttamóta á sl. ári og sendi keppendur til flestra móta sem haldin voru í Rvík. Einnig stóð sambandið að víða- vangshlaupi milli skóla á sam- bandssvæðínu og voru þátttak- endur hátt á annað þúsund talsins, ef alTir eru taldir sem þátt tóku i undanrásunum. Á sambandsþinginu voru tek- in fyrir og rædd mörg mál og margar ályktanir gerðar, m. a. til eflingar íþrótta og æsku- lýðsmála á sambandssvæðinu, stækkun sambandsins og ráðn- ingu framkvæmdastjóra. Innan Ungmennasambands Kjalarnesþings eru nú 6 félög með samtals 887 félaga. Fráfarandi form. UMSK, Úlf- ar Ármannsson, baðst undan endurkosningu eftir tveggjaára formennsku. í stjórn sambands- ins voru kosnir: Gestur Guð- mundsson Kópavogi, formaður, Þórir Hermannsson Kjós vara- formaður, Sigurður ■ Skarphéð- insson, Birgir Guðmundsson, Gísli Snorrason og Hallgrímur Sigurðsson. • Slaðskák TR:Tfl SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannesson 4. Rc3 d6 Valdir landsliðsmenn í körfuknafileiknum Eftlrtaldir Ieikmenn hafa verið valdir til æfinga vegna Iandsleiks í körfuknattleik við Dani hinn 2. apríl n.k.: FRÁ ÁRMANNI: Birgir örn Birgis, Hallgrímur Gunn- arsson og Kristinn Pálsson. M Frá ÍR: Agnar Friðriksson, Birgir Jakobsson, Hóim- steinn Sigurðsson, Jón Jónasson, Pétur Böðvarsson, Skúli Jóhannsson og Tómas Zoega. FRÁ KFR: Einar Matthíasson, Marinó Sveinsson og Þór- ir Magnússon. FRÁ KR: Ágúst Svavarsson, Einar BoIIason, Gunnar Gunnarsson, Guttormur Ölafsson, Hjörlur Hansson, Kol- beinn Pálsson og Kristinn Stefánsson. Eeikmenn þessir eru tuttugu talsins. Cr þessum hóp verður síðan valinn 10 manna hópur til að mynda lands- lið Islands í fyrrgreindum landsleik. Það er landsliðsnefnd KKÍ sem flokk þennan velur, en I nefndinni eiga sæti: Hclgi Jóhannsson, landsliðsþjálfari, Guðmundur Þorsteinsson og Þráinn Scheving. Að maður græði á því Ríkisstjómin hefur lagt til á þingi að Viðtækjaverzhm rík- isins skuli lögð niður, enda sé hún nú starfrækt með halla. Um langt skeið að undan- förnu hafa stjómarvöldin unnið markvisst að þvi að grafa undan þessari stofnun. Tekjuliðir hennar hafa verið afhentir einstaklingum til gróðasöfnunar, þar til fátt var eftir skilið nema skriffinnsk- an og sá kostnaður sem henni fylgir. Þessi ráðsmennska staf- aði sízt af öllu af þjóðholl- ustu; stofnunin hafði um langt skeið sannað tilverurétt sinn, skilað mjög verulegum ágóða, sem notaður var á sín- um tíma til þess að koma fót- um undir útvarp hérlendis, til þess að koma Þjóðleikhúsi á laggimar og til fleiri menn- ingarþarfa. Stofnunin hefði á nýjan leik getað haft sérstöku hlutverki að gegna eftir að innflutningur á sjónvarps- tækjum hófst í miklum mæli. Engum dylst að sala á þvílík- um tækjum hefur verið stór- felld gróðalind; hvert tæki mun skila þúsundum króna i hreinan gróða, auk þess sem f súginn fer vegna stjóm- lausrar sanfikeppni t>g þess til- gangslausa kostnaðar sem henni fylgir. Á þennan hátt hafa semsé runnið til einstak- linga tugir miljóna króna, sem að öðrum kosti hefði ver- ið hægt að hagnýta til þess að efla hina ungu sjónvarps- stöð og gera dagskrá hennar fj ölbreytilegri. A fundí sen\ stórkanpmenn héldn með forsætisráðherra i fyrradag lýsta hWr fyrr- nefndu sérstöktrm fögnuði sín- um út aí þrví að afnema ætti Viðtækjaverztan rfkisins. Þeir jafnfraínt á það að næsta stóra ríkisfyrirtækið sem leggja þyrfti niður væri Tó- bakseinkasalan. Mun forsætis- "áðherra vafalaust vinna . ...U .*«!?*• ■**< „ j i. . - fl..: - " Akureyringar haía farið þá leið til að fá sæmilega stórt hús til íþróttaiðkana að byggja skemmu sem hagnýta mætti til þeirra hluta þar til fullgrilt íþróttahús verður byggt — og breytist þá í vöru- skemmu. Skemma þessi er nú fullbyggð og tekin í notkun, 40,5x25 að stærð með 32x18 m. leikvelli. Búningsklefar eru fyrir 60 leikmenn og stæði fyrir' um 500 áhorfendur. Kostnaðarverð var um fimm miljónir króna, sem er að sjálfsögðu ekki ýkja mikið fé. Hitt veit svo enginn hvenær „eiginlegt íþróttahús“ muni rísa. Ræða Eínars Olgeirssonar Framhald af 10. síðu. lega á þeim forsendum að hér hafi allir verið svo eindregnir lýðræðissinnar að ekki hafi verið nein hætta á að nokkur maður vldi eiga vingott við Hitlers- Þýzkaland. Ástandið þá var allt annað, Ástandið var þannig að ýmsir af valdamestu mönnum Sjálfstæðisflokksins litu svo á, að nazisminn og nazistafflokkurinn hér væri hluti af Sjálfstæðis- fiokknum, eihs og einn af þing- mönnum flokksins skrifaði í Fulhrighi Framhald af 10. síðu. miklar birgðir af ýmis konar varningi í ýmsum löndum. Kom þá fram sú hugmynd að selja þær vörubirgðir gegn greiðslu í mynt hlutaðeigandi lands og verja andvirðinu til þess að greiða kostnað við ferðir erlendra manna til Bandaríkj- anna til náms og rannsókna- starfa og til þess að greiða ferða- og dvalarkostnað Banda- ríkjamanna í öðrum löndum í sömu erindum. Samkvæmt Fulbright-samn- ingnum milli íslands og Banda- ríkjanna frá 1957 var Mennta- stofnun Bandaríkjanna á íslandi komið á fót og hefur stofnunin starfað síðan. Starfsemi stofn- unarinnar er tvíþætt; hún veitir íslendingum styrki til náms- dvalar í Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum styrki til ís- landsdvalar. markvisst aö því verkefni, og : það því frémur sem sígarettu- : sala mun teljast hæpið fram- ■ tak siöferðilega séð að dómi ■ vísindamanna. Hins vegar : mun siðferðið aldrei verða : Félagi íslenzkra stórkaup- : ’manna fjötur um fót; sá fé- ■ lagsskapur lítur trúlega á af- ■ leiðingar sígarettureykinga á ■ svipaðan hátt og skáldið kvað j um strtðið: það ..skiptir mestu j máli að maður græði á því“ Til í oryggis | Sumir ráðherrar ríkisstjórn- j arinnar hafa lýst yfir því í ! útvarpi og sjónvarpi að þeir ■ telji gengi krónunnar standa ; föstum fótum, þótt búið sé ,að ■ skerða verðgildi hennar um : meira en helming í tið við- jj reisnarinnar. Ekki er þessi kenning tekin trúanleg af ■ þeim manni hérlendum sem . i nánust tengsl hefur við þá j sem grandskoða hjörtun og • nýrun. Biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjörn Ein- j arsson, hefur mælt svo fyrir ■ j að norrænt gjafafé til vænt- ■ anlegs lýðháskóla í Skálholti skuli ávaxtað sem gjaldeyris- sjóður erlendis. Æðri mátt- arvöld virðast þannig teíja stefmi ríkisstjórnarinnar enn- þá háskalegri jarðneskum f#«.-sjóðum en möl og ryð. — Austri. Morgunblaðið á sínum tíma í maí 1933. Morgunblaðið var eitthinna fáu blaða í Vestur-Evrópu sem taldi rétt það sem Hitlersáróður- inn sagði, að kommúnistar hefðu kveikt í Ríkisþinghúsinu og Morgunblaðið birti leiðara þar sem spurt var hvenSer færi 'að loga við Austurvöll! Og minna má á hvemig Morg- unblaðið brást við þegar Þjóð- viljinn og Alþýðublaðið deildu á nazismann. Vegna ádeilna Al- þýðublaðsins sagði Morgunblaðið t.d. f leiðara 26. nóv. 1936: „Ef utanríkisráðherra, Harald- ur Guðmundsson, gerði skyldu sína og stöðvaði hið gálauslega fleypur blaðs síns um Þjóðverja, er verzlunarsamningnum við bá ekki lengur teflt í voða og mjög sennilegt, að ná mætti samning- um um innfflutning til Þýzka- lands á meira magni af ísfiski“. Því er þannig hótað í Morgun- Sundmét Ægis háð í sundhöll- Sundmót Ægis verður háð f kvöld, miðvikudag, í Sundhöll Reykjavíkur og hefst keppnin kl. 8.30. Keppt verður i 400 m skrið- sundi karla, 200 m skriðsundi kvenna, 50 m flugsundi telpna, 100 m bringusundi kvenna, 100 m bringusundi karla, 100 m skriðsundi sveina 13-14 ára, 200 m fjórsundi kvenna, 200 m fjór- sundi karla, 100 m baksundi drengja 15-16 ára., 50 m skrið- sundi telpna 12 ára og yngri, 4x50 m fjórsundi kvenna og 4x50 m skriðsundi karla. Meðal keppenda eru margir beztu sundmenn í Reykjavík og nágrenni, m.a. Guðmundur Þ. Harðarson, Ægi, Hrafnhildur Kristjánsdóttir Ármanni, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir ÍR, Matt- hildur Guðmundsdóttir Ármanni, Ami- Þ. Kristjánsson SH, Guð- mundur Gíslason IR, og Davfð Valgarðsson ÍBK. Herbergi óskast Sjómaður óskar eftir að taka herbergi á leigu. — Tilboð merkt „Sjómaður“ sendist blaðinu fyrir laug- ardag. Nýju þvottuhásið Sími: 22916. 20% afsláttur af öllu taui — miðast við 30 stykki. blaðinu fýrir hönd Hitlers-Þýzka- lands að verzlunarsamningar ís- lands við Þýzkalands séu í voða ef Alþýðubláðið þegi ekki um Hitler. Ef blaðið þegi muni hægt að auka útflutning Islendinga þangað! ■ír (Einar tók fleiri dæmi umund- irlægjuhátt fremstu mannaSjálf- stæðisflokksins við þýzka nazism- ann og verður drepið á það í framhaldi útdráttarins úr ræðu hans.). Rapacki kom til Lundúna í gær LONDON 21/2 — Adam Rap- acki, utanríkisráðherra Póllands, kom í dag. til London til þess að ræða við fulltrúa brezku stjórnarinnar um stríðið í Viet- nam, öryggismál Evrópu, af- vopnun og (fcnðsKipti. Búizt er við að viðræðurnar muni leiða til aukinnar verzlunar milli Breta og Pólverja. Olíuverzlun ríkisins Framhald af 1. síðu. una á kostnaðarverði að við- bættri álagningu, sem svarar kostnaði við rekstur verzlunar- innar. 6. gr- Stjóm olíuverzlunarinnar skipa 5 menn, kosnir af sameinuðu Al- þingi til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann úr hópi stjómarmanna. Einmg skulu á sama hátt kosnir jafn- margir varamenn. Stjómin ræð- ur framkvæmdastjóra og hefur umsjón með rekstri verzlunar- innar. Endurskoðuvardeild fjármála- ráðuneytisins annast endurskoð- un reikninga olíuverzlunarinnar. 7. gr. Olíusamlög eða aðrir aðilar, sem bundnir eru viðskiptasamn- ingum við olíufélögin, þegar olíu- verzlunin tekur tif starfa, skulu lausir undan þeim samningum án skaðabóta. 8. gr. Birgðir þær af olíuvörum, sem verða á birgðastöðvum þeim, f-T olíuverzlunin fær til umráða, samkvæmt ákvæðum 3. gr., skal hún kaupa á kostnaöarverði. Ná- ist ekki samkomulag við eigend- ur, er heimilt að taka vömmar eignamámi. 9- gr. Önnur atriði, er snerta fram- kvæmd þessara laga, þ.á.m.með- ferð og sala þeirra birgða, sem fyrir verða á birgðastöðvum, sem olíuverzlunin tekur á leigu, þegar hún tékur til starfa, skulu ákveðin í regílugerð. 10. gr. Brot á lögum þessum og reglu- gerðum eða öðrum ákvæðum, er sett kunna að verða samkvæmt þeim varða sektum, allt að 200 þúsund fcrónum, og skal farið með mál út af slíkum brotum að hætti opinberra mála. 11. gr. • Lög þessi öðlast gildi 1. janú- ar 1968. Frumvarpinu, fylgir rækileg greinargerð. .....„„ BERNINA GÓÐ SAUMAVÉL ER NAUÐ- SÝNLEG Á HVERJU HEIMILI Hin heimsfræga BERNINA saumavél er seld í eftirfar- andi verzlunum úti um land: AKRANES: AKUREYRI: BÍLDUDALUR: BÚÐARDALUR: ESKIFJÖRÐUR: GRAFARNES: HELLA: ÍSAFJÖRÐUR: KEFLAVÍK: PATREKSEJÖRÐUR: SAUÐÁRKRÓKUR: SELFOSS: STYKKISHÓLMUR: SUÐUREYRI: SVALBARÐSEYRI: VESTMANNAEYJAR: Verzl. Axels Sveinbjörnssonar. Vélsm. Steindórs. Verzl. Jóns Bjarnasonar. Kaupfélag Hvammsfjarðar. Verzl. Elís Guðnason. Verzlunarfélagið Grund. Verzl. Mosfell. Finnsbúð. Stapafell. Kaupfélag Patreksfjarðar. Verzl. Ingibjargar Jónsdóttur. Kaupfélag Árwesinga. Verzl. Sigurðar Ágústssonar. Suðurver h.f. Kaupfél. Svalbarðseyrar Silfurbúðin. Hafið samband við umboðsmenn okkar og fáið upplýsingar um verð op græði. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON hf Grettisgötu 2 — sími 24440

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.