Þjóðviljinn - 01.04.1967, Side 1

Þjóðviljinn - 01.04.1967, Side 1
Hjörleifur Guttormsson Lúðvik Jósepsson Helgi Seljan Frá ársfundi Seðlabanko islands: 350 miljón kr. Stalli varð á viðskiptajöfnuði á árinu □ Á árinu 1966 varð 350 milj. kr. halli á við- skiptajöfnuði, en árið áð- ur hafði orðið hagstæður jöfnuður er nam 214 milj. kr. — Þjóðarfram- leiðslan jókst á árinu um 3,5% og er það mun minni aukning en næstu ár á undan og jókst bæði neyzla og fjárfesting ör- ar en þjóðarframleiðsl- an í heild. Staða við- skiptabankanna erlendis versnaði um rúmar 100 milj. kr. á árinu. «>---------------------------------------- Káramálið enn á dagskrá: Gjörðarþoli lokaði borgarfógeta inni • Klukkan tvö í gærdag hófst uppboð á húseign í þrotabúi Kára Hclgasonar, kaupmanns, að Njálsgötu 49 hér í borg. • Við þá framkvæmd hljóp gjörðarþoli á dyr og læsti húsinu og lcnti þannig yfirborgarfógeti með fríðu föruneyti í stofufangelsi um skeið auk fimmtán hugsanlegra kaupenda að eigninni, — blóminn úr reykvískri Iögfræðingastétt. • I för með yfirborgarfógeta voxu skiptaráðandi, bókari og tveir vottar. Austurlandskjördæmi: Framboðslisti Al- þýðubandalagsins Torfi Steinþórsson Steinn Stefánsson • I gær birti blaðið Austurland í Neskaupstað framboðslista Al- þýðubamdalagsins í Austurlands- kjördæmi til Alþingiskosning- anna í vor. Var gengið frá list- anum á fundi kjördæmaráðs sem haldinn var á Reyðarfirði 22. marz si. og hann samþykktur einróma- Listann skipa eftirtaldir menn: 1. Lúðvík Jósepsson, alþingis- maður, Neskaupstað. 2. Helgi Seljan, skólastjóri, Reyðarfirði. 3. Hjörleifur Guttormsson, líf- fræðingur, Neskaupstað. 4. Torfi Steinþórsson, bóndi, Hrollaugsstöðum í Suðursveit 5. Steinn Stefánsson, skóla- stjóri, Seyðisfirði. 6. Davíð Vigfússon, vélstjóri, Vopnafirði. 7. Sigurður Blöndal, skógar- vörður, Hallormsstað. Klukkunni flýtt í nótt íslenzkur sumartími hefst kl. X í nótt og veröur klukkunni þá flýtt um eina klukkusturvd, þ. e. klukkan verður þá færð fram til klukkan tvö. Ekið á hest XJm þrjúleytið í fyrrinótt var ekið á hest á Keflavíkurveginum móts við tollskýlið, og var hest- urinn dauður, þegar Hafnarfjarð- arlögreglan kom á vettvang. Seðlabanki Islands tekur í dag við útgáfu myntarinnar 1 dag verður sú breyting á út- gáfu íslenzkrar myntar, að Seðla- bankinn fær einkarétt á að slá og gefa út mynt, en gengiö var frá myntsamningi ríkissjóðs og bankans hinn 21. okt. sl. Mynt sem ríkissjóður hefur gefið út cg er í umferð við yf- irtökuna verður áfram lögeyrir fyrir allar greiðslur. Per um út- gáfu nýrra myntstærða eins og útgáfu seðla og yfirtekur Seðla- bankinn frá ríkissjóði á kostn- aðarverði fyrirliggjandi óútgefna mynt. Þoð kom fram í ræðu Jóhann- esar Nordals Seðlabankastjóra á ársfundi bankans í gær að bankastjómin vinnur nú að heildarendurskipulagningu á myntstærðum og seðlastærðum. Að því er Bjöm Tryggvason skrifstofustjóri bankans sagði Þjóðviljanum í gær em í vænd- um breytingar á myntinni þann- ig að hún verði aðgengilegri í meðförum miðað við núverandi verðgildi. Ekki vildi Bjöm segja í hverju breytingarnar væm fólgnar, en líklegast er að í stað verðminnstu seðlanna komi eteg- in mynt. 8. Alfreð Guðnason, vélstjóri, Eskifirði. 9. Heimir Þór Gíslason, skóla- stjóri, Staðarborg, Breiðdal. 10. Benedikt Þorsteinsson, verka- maður, Höfn í Hornafirði. Þetta kom fram í ræðu Jó- hannesar Nordals Seðlabanka- stjóra á ársfundi bankans í gær. Sagði Jóhannes að rekstraraf- koma Seðlabankans hefði ver- ið nokkru betri en næstu tvö ár á Framhald á 3. síðu- Klukkan fimm mínútur yfir tvö í gærdag hringdu tveir sím- ar niður á lögreglustöð. Annar síminn hafði þó ívið forskot og gekk fyrir um afgreiðslu, — var þar í sfmanum Kári Borgfjörð, teaupmaður og óskaði eftir aðstoð lögreglunnar til þess að fjarlægja yfirborgarfógeta úr húsi númer 49 við Njálsgötu og yrði hann jafnframt settur í blóðrannsókn vegna meintrar ölvunar. í hinum símanum kynnti rödd Fram'haW á 9. síðu. Geimskip yfir ísafirði? Þessa stórmerku Ijósmynd tók maður á Isafirði fyrr í vet- ur, eða nánar tiltekið í birtingu að morgni þes® 17. október er hann var á leið til sjóbirtingsveiða í Álftafirði. Hann heyrði undarlegan hvin í lofti, sem nisti í hpnum hljóðhimn- umar líkt og magnaður hátíðnisónm. Sem harm leit út um bílgluggann kom hann auga á þessa tvo undarlegu hluti, sem sveimuðu yfir fjarðarbotninum. Eftir nokkrar sekúnd- ur staðnæmdust báðir hlutimir og héngu kyrrir í loftinu. Þrátt fyrir að manninum héldi við yfirliði af hinum ein- kennilega sóni, tótest honum þá að taka fjórar myndir af hlutunum. Rétt augnabliki síðar hækkuðu þeir skyndilega flugið og voru horfnair áður en hann gat deplað auga eins og hann kömst að orði síðar. Hvorttveggja var, að maðurinn var búinn að fá magnaðan höfuðverk og að hann hafði ékki lengur löngun til sikmgs- veiðamna og því snéri hann við og för til réttra yfirvalda á staðnum, þar sem hann gaf skýrslu um þessa sýn. Yfir- völdin báðu hann að afhenda flltmina úr myndavéfinni og myndi harm fá hana með skilum síðar v>r hsnn svo beð- inn að hafa hljótt um atburðinn. Fyrir nokkrum dögum fékk hann filmuna síðan endursenda og kom þá í ljós að hún hafði verið send Vamarmáladei’W. utanrikisráðuneytisins, sem skilaði henni beint í hendwr yfirmanna hemámsliðsins á Keflavíkurflugvelli. Með fiten- unni fylgdi vingjarnlegt og kui'teislegt bréf frá yfirmaimi lofthemaðarins á norðanverðu Atlanzhafi, þar sem sagt er að enginn vafi leiki á því að hér séu um svokölluð „UFO“ að ræða, eða „Unidentified Flying Objects“ (ókennda fljúg- andi hluti)- Bandaríkjamenn nota þetta orðatiltæki yfir allt sem birtist á himinhvolfinu og þeir botna ekkert í. Maður- inn sagði í viðtali við Þjóðviljann að þetta hefði hann eins getað sagt sér sjálfur, en hitt væri sér forvitni á að vita, hvaða erindi slikir hlutir eigi yfir ísafirði og hversvegna þessi leynd hafi verið viðhöfð. Við komum þessu hérmeð áleiðis til réttra aðila í NATO.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.