Þjóðviljinn - 13.04.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1967, Blaðsíða 4
4 SlBA — txJÖBVmjmiS — gbmntudagar 13. aprfl 1961. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur G-uðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19, Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasðluverð kr. 7.00- Lærdómsríkar andstæður r\' [ útvarpsumræðunum í fyrrakvöld greindi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra m.a. frá því hversu stórfelld verðmæti þjóðarheildinni hefðu áskotnazt í góðæri undangenginna ára, vegna met- afla ár eftir ár og síhækkandi verðlags á mörkuð- um erlendis. Frá 1959 hafa þjóðartekjur á mann aukizt um þriðjung; ef rét't væri skipt ætti hver einstaklingur semsé að bera þriðjungi meira úr býtum fyrir óbreyttan vinnutíma. Og á saima tíma hefur raunverulegur þjóðarauður aukizt um 40 til 50%. j£n það var einnig minnt á aðrar staðreyndir í um- ræðunum, staðreyndir sem vert er að skoða með velmegunarlýsingar forsætisráðherrans að baksviði. Bjöm Jónsson minnti á það að kaupmátt- ur tímakaups verkamanna má heita hinn sam| nú og 1959, þrátt fyrir alla aukningu á þjóðartekjum og þjóðarauði. Og hann benti á það að kaupmátt- ur vinnuvikunnar, miðað við dagvinnu eina sam- an, er lægri nú en hann var 1959; sú stytting dag- vinnutímans sem samið hefur verið um hefur ekki fengizt með óskertu heildarkaupi. Hér er um að ræða einfaldar staðreyndir. og ákaflega lærdóms- ríkar andstæður. Til þess að öðlast hlutdeild í sí- vaxandi tekjum þjóðarheildarinnar hefur verka- fólk orðið að leggja -á sig stóráukinn vinnutíma, og þannig eru fengnar þær „ráðstöfunartekjur" og „meðaltekjur“ sem forsætisráðherrann talaði um. En lífskjör verða ekki einvörðungu reiknuð í krón- um; vinnutíminn er einnig mælikvarði á kjörin, og raunar sá mælikvarði sem mest áherzla er nú lögð á í ýmsum nágrannalöndum okkar. Það er til marks um afar alvarlegt öfugstreyoni að vinnutími hérlendis skuli hafa lengzt til muna á sama tíma og efnahagur þjóðarheildarinnar hefði átt að geta tryggt okkur hliðstæða þróun og orðið he'fur um- hverfis okkur. jþað er meginverkefni verklýðshreyfingarinnar að taka þetta vandamál föstum tökum og vinna að raunverulegri vinnutímastyttingu með óskertu heildarkaupi á skipulegan hátt. En margir þættir þess vandamáls eru utan þess sviðs sem kjarasamn- ingar alþýðusamtaka ná til. Eigi að stytta vinnu- tímann og tryggja launafólki eðlilegan hlu't af þjóð- artekjunum verður að framkvaama mjög stórfelld- ar skipulagsbreytingar í efnahagsmálum og at- vinnumálum, m.a. með því að tryggja þá festu í hagstjórn sem aðeins fæst með áætlunarbúskap. Því aðeins munu alþýðusamtökin ná árangri á þessu mikilvæga sviði kjarabaráttunnar að póli- tísk völd haldist í hendur við áhrif stéttarfélag- anna. Alþýðubandalagið var til þess stofnað 1956 að frumkvæði verklýðssamtakanna að efla þau völd, og til þess bjóðast stórfelld tækifæri í kosn- ingunum í sumar. — m. Frá Sauðárkróki, þar sem Sæluvika Skagfirðing-a er haldin. Fjöknenni á Sælu- viku Skagfirðinga Ekkert hik, á öllu kvik, yfir lykur glaumur. Sjafnarblik, á sumum „ryk“ Sæluviku-draumur. Þannig hljóöar vísa eftir Hallgrím Jónasson, kennara, sem birt er í dagskrá Saelu- viku Skagfirðinga. Þessi „8 daga gleðivika“ á Sauðárkróki hófst á sunnudaginn og er nú mikið um að vera þar í baen- um og búizt við margmenni. Þjóðviljinn hafði samband Það hefur verið mjög í tízku undanfarnar vikur að aðilar sem að öðru jöfnu láta sig um- ferðarmál litlu skipta, að minnsta kosti á opinberum vettvangi, hafa gengið frarn fyrir skjöldu og mótmælt fyr- irhugaðri breytingu úr vinstri í hægri umferð. Hafa þessir að- ilar borið fyrir sig órökstudd- ar fullyrðingar um afleiðingar breytingarinnar, sérstaklega varðandi kostnað og aukna slysahættu. Varðandi kostnaðinn af breyt- ingunni taka þessir aðilar sér f munn ótilgreindan fjölda hundraða miljóna, þó fyrir liggi sundurliðuð kostnaðaráætlun frá 8. nóv. 1965, sem nemur 49,4 miljónum kr. Þessi kostn- aðaráætlun er öllum aðgengi- leg m.a. í greinargerð fyrir frumvarpi til laga um hægri handar umferð. Er því þeim, sem hafa mál- efnalegan áhuga á máli þessu í lófa lagt að kynna sér for- sendur kostnaðaráætlunarinnar. og laganna í heild. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að áður nefnd kostnaðaráætlun standist ekki, enda hefur hún aldrei ver- ið vefengd, þar sem ekki er á hana minnzt í þeim skrifum eða ræðum, sem mælt hafa mót umferðarbreytingunni. 1 þess stað hafa menn forsendusnautt búið til eigin áætlanir og dreg- ið þar inn atriði sem ekki á neinn hátt viðkoma kostnaði af umferðarbreytingunni, svo sem ný kaup á strætisvögnum og öðrum almenningsvögnum. Stað- reyndimar eru þær að ýmsir sérleyfishafar, þar með taldir Strætivagnar Rvíkur, hafa frestað um nokkur ár eðlilegri endurnýjun á vagnakosti sín- um, þar sem umferðarbreyt- ingin var í undirbúningi. Af þeim ástæðum verða ný kaup þessara vagna óeðlilega mikil núna, en er fjácfesting sem í stað þess að dreifast á nokkur undanfarin ár kemur nú íeinu víð fréttaritara sinn á Sauðár- króki, Hrein Sigurðsson, og sagði hann að Sæluvikan væri orðin rótgróin hefð hjá Skag- firðingum. Upphaf hennar hefði verið svokölluð Sýslufundar- vika; þá komu menn úr nær- sveitum saman til funda á Sauðárkróki og höfðu með sér fjölskyldur sínar, sem eðlilrfa þurftu að gera sér ýmislegt til gamans á meðan þingað var. Þetta mun hafa verið um alda- mótin og Sýslufundarvikurnar lagi, en er að sjálfsögðu fjár- festing sem sérleyfishafar sjálfir verða að bera allan kostnað af. Tal og skrif um „stóraukna slysahættu" eru órökstuddar fullyrðingar sem sfzt eru til þess fallnar að bæta öryggi í umferðinni hvorki fyrir né eft- ir umferðarbreytinguna. Það sem við höfum við að styðjast í þessu máli er sú reynsla, sem fengizt hefur af þeim þjóðum sem tekið hafa upp hægri umferð á síðustu áratugum, en þær eru allmarg- ar og þar af tvær mjög fjöl- mennar, þ.e.a.s. Kína og Kan- ada. Engar fregnir eru af því að í þessum löndum hafi umferðar- slysum fjölgað svo að frétt- næmt þætti, og eru þó frétta- stofur ósínkar á að segja frá ef um slys eða slysafaraldur er að ræða. En sú reynsla, sem fékkst -if breytingu Eþiopíumanna í júní 1964 er staðfest af sænskri sendinefnd sem fylgdist með þeirri framkvæmd. Þessi sendi- nefnd skilaði skriflegri greinar- gerð eftir heimkomuna. í aðalatriðum segir þar að brot á umferðarreglum væra þau sömu fyrir og eftir um- ferðarbreytinguna t.d. of hrað- ur akstur og röng hægri beygja hjá ökumönnum, og fótgang- andi hvernig það fór yfir götu. Vanþekking á umferðarregl- um sé meginorsök s-lysanna bæði fyrir og eftir breyting- una, en ástandið hafi batnað vegna aðgerða lögreglu. Upp- lýsingar fyrir fram hafi verið ófullnægjandi og undirbúning- ur ekki sannfærandi en þó næg- ur. Skýrslan sem heild ber það með sér að ástandið í umferð- armálum Eþiopíu hafi batnað, þótt meira hefði mátt gera í almennri fræðslu fyrirfram. Þetta hiýtur að vera okkur Islendingum ómetanleg áminn- ing, enda er éstandið f okkar Framhald á 9. síðu. urðu að Sæluvikum þegar fram liðu stundir. Að þessu sinni eru tvö leik- rit í gangi á Sæluvikunni: Hve gott og fagurt eftir Sommerset Maugham og Deleríum búboms eftir Jónas og Jón Múla Árna- syni. Fyrrnefnda leikritið er sýnt á vegum Leikfélags Sauð- árkróks en kvenfél-ag staðar- ins stendur að sýningu þess síðarnefnda. Kári Jónsson hefur sviðsett Hve gott og fagurt og eru að- alleikendurnir þessir: Kristján Skarphéðinsson, Hafsteinn Hannesson, Halla Jónasdóttir, Anton Angantýsson og Sveinn Friðvinsson. Delerium búbonis er sviðsett af Magnúsi Jónssyni og leik- tjöldin eru gerð af Jónasi Þór Pálssyni. Með stærstu hlut- verkin í leikritinu fara Helgi Rafn Traustason, Stefanía Frí- mannsdóttir, Sigrún Vilhjálms- dóttir og Haraldur Árnason. Auk leiksýninga eru dansleik- ir á hverju kvöldi, í fyrrakvöld var t.d. dansleikur fyrir ung- linga á aldrinum 12—17 ára. Allar skemmtanirnar fara fram í kvikmyndahúsinu á Sauðár- króki; dansleikir, leiksýningar, kvikmyndasýningar, skóla- skemmtanir, og síðast en ekki sízt söngskemmtanir. Þar hafa sungið m.a. Karlakórinn Feyk- ir frá Akrahreppi, Karlakórinn Heimir og Karlakór Sauðár- króks. Sæluvikunni lýkur sunnu- daginn 16. apríl með lokadans- leik. Sagði Hreinn að búizt væri við fjölmenni úr nálæg- um héruðum og Siglfirðingar væru vanir að mæta vel á Sæluvikunni. Námskeið í áætl- unargerð Daganna 1.-3. apríl s.l. var haldið í húsakynnum Iðnaðar- málastofnunar íslands í Rvík námskeið í CPM áætlunargerð, sem efnt var til í samvinnu milli Stjórnunarfélags Islands og Sambands íslenzkra sveit- arfélaga. Námskeið þetta sóttu auk starfsmanna nokkurra sveitarfélaga utan Reykjavíkur, hagræðingarráðunautar þeir, sem ráðnir hafa verið til starfa hjá samtökum vinnumarkaðar- ins. Þetta er 13. námskeiðið, sem haldið er í CPM áætlunar- gerð og annað sémámskeiðið, en í fyrra mánuði var efnt t.i! námskeiðs fyrir starfsmenn R- víkurborgar. I ávarpi sem Páll Líndal, sem gegnir formennsku í Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, flutti, er námskeiðinu var slitið, gat hann þess, að til athugunar væri, að Stjómunarfélag ís- lands og Samband íslenzkra sveitarfélaga efndu sameigin- lega til námskeiða í CPM á- ætlunargerð í öðrum landshlut- um, svo sem á Akureyri, Vest- fjörðum og á Austurlandi, ef þátttaka yrði næg. Samtals hafa liðlega 300 manns sótt námskeið Stjómun- arfélagsins í CPM áætlunar- gerð. Aðferð þessi, sem kölluð er CPM, er notuð við skipu- lagningu framkvæmda, hvort sem um er að ræða mann- virkjagerð eða almenna stjórn- un verka. Snndmeistara- mét Selfoss Sundmeistaramót Selfoss, verður háð í Sundhöll Selfoss, laugardaginn 22. apríl kl. 15.09. Greinar: 100 m baksund karla, 100 m baksund kvenna, 100 m skriðsund karla, 100 m skrið- sund kvenna, 200 m bringusund karla, 200 m bringus. kvenna, 50 m flugsund karla, 50 m flug- sund kvenna, 4x50 m fjórsund karla, 4x50 m fjórsund kvenna, 50 m bringusund sv. 14 ára og yngri, 50 m bringusund telpna, 50 m skriðsund sv., og 50 m skriðsund telpna. Þátttaka tilkynnist til Hrafn- hildar Guðmundsdóttur í slma 1501 Selfossi fyrir 17. þ.m. Sundráð. BLAÐDREIFING Blaðburðarfólk óskast í eftir'talin hverfi: Tjamargötu — Kvisthaga — Höfðahverfi. fc.® f *« ea*o P|oovil|inn Plaslmo ÞAKRENNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI Þ0LIR SELTU OG SÓT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA MarsTradíng Company IrT u IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 Hægríumferð, slysa- hætta og kostnaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.