Þjóðviljinn - 16.04.1967, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. aprfl 1967 — í>JÖÐVILJINN — SÍÐA 0
rn
EZHH
UNDURLAUST
:ii ::‘*rr:r
Vaktaskipti lífvarðarins á hallartorginu við Amaliuborg draga að sér marga áhorfendur dag hvern, ekki sízt forvitna ferðamenn.
Þegar konungurinn dvelst í höllinni eða á tyllidögum er viðhafnarblær á vaktaskiptunum eins og myndin ber með sér.
S ennilega eru viðhorf manna til skatta og skattheimtu opin-
berra aðila svipuð hvar í heimi sem er; almenningi þykja
álögurnar alltaf þungbærar og í hvert skipti sem nýjum skött-
um er bætt við hina sem fyrir voru er viðkvæði manna gjarn-
an: nú er mælirinn fullur — boginn of hátt spenntur — hing-
að og ekki lengra, og svo framvegis og framvegis. Svar stjórn-
arherranna við óánægjuröddum hins almenna skattgreiðanda
er þá gjarnan það, að- sýna hugkvæmni í nafngift á nýjum
álögum og fela þær þá jafnframt sem mest bak við ýmis-
konar „hliðarráðstafanir".
Undanfarnar vikur og mánuði hefur Dönum orðið tíðrætt
um eitt slíkt skattanýyrði, m o m s. Þegar fyrir síðustu þjóð-
þingskosningar, í nóvembermánuði sl., var moms orðinn eitt
helzta umræðuefni manna og hefur svo verið alla tíð síðan;
momsumtalið hvarf aðeins í skugga vinnudeilna og kjara-
samninga í síðari hluta febrúarmánaðar og byrjun marz, en
náði sér aftur á strik eftir að samningsaðilar höfðu gengið
að sáttatilboði sem fram var lagt snemma í marz (mikil and-
staða reyndist gegn því í ýmsum verkalýðsfélögum og sam-
böndum — í nokkrum þeirra var það fellt) og hámarki náði
umtalið fyrir, um og eftir bænadaga og páska.
★
IVIoms eða meroms eða merværdiomsætningsafgift (verðmæt-
isaukaskattur = veltuskattur eða söluskattur) er dæmigerð-
ur neyzluskattur. Gert er ráð fyrir að hann skili ríkissjóði
Danmerkur yfir 4 miljörðum danskra króna, þ.e. um 25 milj-
örðum ísl. króna. Skatturinn leggst á sem næst allar vöru-
tegundir (þar með taldar langflestar matvörutegundir) og
þjónustu hverskonar; þó er sú vara undanþegin sem áður hef-
ur borið 12%% söluskatt í heildsölu, einnig blaðaútgáfa og
farþegaflutningar.
Þessj skattlagning mun valda 10% verðhækkun á því nær
öllum sviðum viðskiptalífsins í Danmörku; þó mun útsölu-
verð mjólkurafurða ekki hækka sem svarar þessum 10 hundr-
aðshlutum vegna aukinna niðurgreiðslna eða uppbóta úr ríkis-
sjóði. Þær niðurgreiðslur munu nema um 160 til 17ft milj-
ónum danskra króna að því er talið er — og að sjálfsögðu
kemur það í hlut hinna almennu skattgreiðenda að borga brús-
ann.
Momsinn kemur til framkvæmda 3. júlí í sumar, og fá þá um
það bil 400 þúsund aðilar, stærri og smærri atvinnurekend-
ur í verzlun, iðnaði og þjónustugreinum það verkefni að
færa momsbókhald fyrir ríkið og innheimtg. skattinn.
Strikid i Kaupmannahöfn hcfur í vor cins og oft áður vcrið
likt og flakandi sár vegna viðgerða og cndurbóta. 1 fyrra létu
borgaryfirvöldin leggja gróft malbikslag yfir götuna til þess að
stugga götumálurum í burtu. Undanfarnar vikur hefur vérið
unnið að þvi að leggja steyptar hellur yfir malbikið á löngum
kafla götunnar, þar sem Margrét krónprinsessa og Hinrik prins
munu fara um að lokinni giftingarathöfninni 10. júni — Mynd-
r in sýnir hellulagninguna.
jóðþingið samþykkti lögin um hina nýju skattheimtu mið-
vikudaginn 29. marz, og greiddu 90 þingmenn sósíaldemókrata
og sósíalíska alþýðuflokksins (SF, flokks Aksels Larsen) frum-
varpinu atkvæði, en aðrir þingmenn, 86 að tölu, voru á móti,
þ.e. þingmenn íhalds, vinstriflokksins, róttækra og Liberalt
Centrum.
Stjórnarflokkur sósíaldemókrata hefur nokkur undanfarin
misseri lagt áherzlu á nauðsyn allvíðtækra breytinga á skatt-
kerfi og skattheimtu og ekki farið í launkofa með tillögur
sínar; í kosningunum í nóvember sl. voru þessar tillögur
eitt helzta stefnumál kratanna, og þeir segja að með síðustu
samþykktum þjóðþingsins í skattamálunum (þar með tal-
inn moms) hafi tillögur þeirra að verulegu leyti orðið að
raunveruleika.
Sósíalistar haía löngum talið beina tekju- og eignaskatta
á allan hátt æskilegri en óbeina neyzluskatta sem kunnugt
er, og i samræmi við þá stefnu voru dönsku SF-mennirnir
lengst af algerir andstæðingar moms; í kosningabaráttu SF
á sl. hausti bar andstöðuna gegn þessum nýja skatti einna
hæst. Eftir kosningar hófust fljótlega viðræður milli forystu-
manna stjórnarflokksins og SF og eftir mikil fundahöld og
samningamakk sem staðið hefur síðan með hléum tókst með
þessum aðilum samkomulag um að þingflokkur SF greiddi
atkvæði skattatillögum sósíaldemókrata gegn því að stjórn-
arflokkurinn féllist á ýmis þau mál, er SF-menn telja mikil-
væg og til hagsbóta fyrir launþegastéttirnar, m.a. aukin framlög
til húsnæðismála. Þetta samkomulag þótti að vonum miklum
tíðindum sæta; fyrir fáum mánuðum hefðu fáir spáð því að
Jens Otto Krag forsætisráðherra og Aksel Larsen formaður
SF gerðust samherjar á þingi, að maður tali nú ekki um að
þeir kæmu báðir fram á fundi sem sósíaldemókratar boðuðu
til og væru í höfuðatriðum sammála, en þetta gerðist einmitt
daginn áður en þjóðþingið samþykkti moms-lögin: Krag og
Larsen mættu 28. marz á fundi flokksdeildar krata á Vestur-
brú í Kaupmannahöfn — og deilur urðu þar engar milli flokks-
foringjanna.
Borgaraflokkarnir hafa aldrei farið dult með að þeir telji
það æskilega þróun, að neyzluskattar taki við af beinum tekju-
sköttum — og þessvegna lýstu forystumenn flokka þessara
í Danmörku fylgi sínu við moms þegar tillaga um hann kom
fyrst fram fyrir mánuðum eða misserum. Eftir að kunngert
var samkomulag S+SF sneru borgaraflokkamir við blað-
inu og þingmenn þeirra gerðust eindregnir andstæðingar hins
nýja neyzluskatts — og íhaldsblöðin hafa varið miklu rúmi
undir skrif um málið og fordæmt málalok.
Þannig er seglum ekið eftir vindi í dönskum stjórnmálum,
eins og víða annarstaðar.
★
!S vo sem getið var hér að framan kemur momsinn ekki til
framkvæmda fyrr en 3. júlí í sumar — en þá hækkar lika
allt verðlag í Ðanmörku um 10 af hundraði. Búizt er við að
tíminn sem til stefnu er verði óspart notaður af mönnum
til að hamstra ýmsar vörutegundir áður en allt hækkar, og
gera kaupsýslumenn margir hverjir og kaupahéðnar allskon-
ar sér vonir um aukinn bissniss á næstu mánuðum og drjúg-
an hagnað. Hinir eru þó miklu fleiri, jafnt í hópi hinna al-
mennu borgara sem umsvifamanna, sem }íta með nokk-
urri skelfingu til hinna miklu verðhækkana í vændum. Ekki
hvað sízt þeir sem að ferðamálum staría í Danmörku, þeir
sem hafa það verkefni með höndum að laða sem flesta út-
lendinga, erlenda ferðamenn, til landsins og annast fyrir-
greiðslu þeirra að öðru leyti. Ég ræddi á dögunum við nokkra
úr þessum starfshópi, m.a. Jeanne Steinmetz blaðafulltrúa
ferðaskrifstofu danska ríkisins og Gunnar Karlsson trafik-
inspektör hjá DSB, dönsku ríkisjárnbrautunum; voru þau held-
ur svartsýn vegna væntanlegra verðhækkana, töldu eins vel
líklegt að útlendingarnir sneyddu í ae ríkara mæli hjá Dan-
mörku og legðu leið sina frekar til annarra og „ódýrari"
landa.
★
Annars eru verðhækkanir svo sem engin ný bóla í Dan-
mörku; á undanförnum árum hefur verðlagið þar hækkað mik-
ið, með hverju árinu hafa aðkomumenn orðið að greiða fleiri
krónur fyrir gistingu á hótelum og þjónustu veitingastaða,
einkum í Kaupmannahöfn og þá ekki hvað sízt um annatíma
sumarsins, þegar erlendir ferðamenn flykkjast til borgarinn-
ar tugþúsundum saman dag hvern.
Nú sem fyrr er þó sá munur á hækkandi verðlagi í Kaup- 1
mannahöfn og Reykjavík að ytra eiga menn margra kosta
völ, geta ef rúm fjárráð leyfa búið ríkmannlega og borgað stór-
fé fyrir húsaskjól og viðurværi, en líka lifað sparlega — og
svo er allt þar á milli. Þeir
sem vilja og þurfa að spara ,
láta sér vel líka 5—10 kr.
máltíðir á ódýrum veitinga-
stöðum, cafeteríum eða
sjálfsafgreiðslustöðum sem
eru margir í Kaupmanna-
höfn og öðrum dönskum
borgum og bæjum, og Velja
hótelherbergi sem kosta 20
til 25 krónur (í Höfn, minna
utan höfuðborgarinnar), t.d.
á missionshótelum.
En það er ekki bara hægt
að spara krónumar á því
að líta inn á hina stóru og
ódýru greiðasölustaði, held-
ur er oft býsna fróðlegt og
skemmtilegt að sitja þar
inni stundarkorn og virða fyrir sér þá sem þangað leggja leið
sína. ABC-skálinn á Vesturbrú er t.d. einn helzti matstaður
útlendinga sem ekki hafa alltof mikil fjárráð; þarna situr löng-
um „bakpokalýður" (eins og Mánudagsblaðið myndi orða það)
frá öllum heimshornum og þó er áberandi hversu dökkleitum
ungkörlum frá arabalöndum við Miðjarðarhaf verður tíðlitið
þar inn. Og svo sitja þar oft lon og don síðhærð dönsk ung-
menni af báðum kynjum. Einn daginn fyrir skömmu sat ég
við eitt borðið þarna í ABC. Við næsta borð voru tvær ungar
stúlkur á að gizka 17—18 ára, og piltur á líku reki; öll
heldur bítlaleg ásýndum og ekki alltof snyrtileg í klæðaburði.
Þau sátu þarna góða stund yfir kaffibollum og spjölluðu sam-
an. Athygli mín beindist ekki sérstaklega að þessum ung-
mennum fyrr en fjórði maðurinn kom að borðinu til þeirra
og var fagnað eins og þjóðhöfðingja. Þessi aðkomumaður var
greinilega nokkru eldri en hin sem fyrir voru við borðið, síð-
hærður mjög og hárlubbinn klístrugur af óhreinindum og fitu;
fötin ákaflega drusluleg og skítug. Maðurinn hafði sérkenni-
legan munnsvip.
Þarna var þá kominn sjálfur Provo-Knud, 26 ára gamall.
fæddur Finni og íyrrverandi sjómaður, en kallar sig nú skáld
og listmálara og spámann. Knútur þessi er einn æðsti prestur
þeirra samtalib ungmenna í Kaupmannahöfn, sem kenna sig
við orðið PROVO (af provokation).
Samtök þessi eru ósköp laus í reipunum hvað skipulag
snertir. en þau hafa á undanförnum mánuðum vakið á sér
athygli í Höfn og reyndar í ýmsum bæjum öðrum í Dan-
mörku; allmörg ungmenni í samtökunum, forystumenn og ó-
breyttir félagar, hafa lent í höndum lögreglunnar síðustu vik-
urnar, — provo-lýðurinn hefur þá ráðizt á sitthvað það sem
þykir illa samrýmast lögum og rétti og allsherjarreglu: ungling-
ar hafa ruðst inn í sporvagna og strætisvagna án þess að
Fnamhald á 13. síðu.