Þjóðviljinn - 04.05.1967, Page 2

Þjóðviljinn - 04.05.1967, Page 2
2 v&osmssðmsá ~ &amÉo&-S* maf iasz. Úr anddyri Hótel Loftleióa. 75 þúsund manns gistu á Hótel Loftleiðum fyrstu starfsáríi ■ Á mánudaginn 1. maí, var blaðamönnum boðið í afmælisveizlu, með rjóma- tertu og öllu tilheyrandi, en afmælisbarnið var Hótel Loftleiðir, sem nú hefur verið starfrækt um eins árs skeið. í viðtali við forstöðu- menn hótelsins voru rakin nokkur atriði í sambandi við starfsemina fyrsta árið og kom þar fram, m.a. að hún hefur gengið sam- kvæmt vonum og urðu hót- elgestir rúm 15 þúsund tals- ins, en meðalherbergjanýt- ing um 60%, og gestir í veit- ingasölum urðu um 60 þús- und. Við Hótel Loftleiðir starfa nú um 130 manns. Hótelstjóri er Stefán Hirst lögfræðingur, sem tók við því starfi 1. marz sl. af Þorvaldi Guðmundssyni, sem hafði haft yfirumsjón með rekstri hótelsins frá opnun og jafnframt með skipulagningu þess áður en það opnaði. Stef- án Hirst starfaði áður sem full- trúi bæjarfógetans í Hafnar- firði. Deildarstjórar hótelsins eru Friðrik Gíslason veitinga- stjóri, Emil Guðmundsson og Geirlaug Þorvaldsdóttir mót- tökustjórar, Einar Guðjohnsen skrifstofustjóri, Friðrik Theo- dórsson sölustjóri, Bjarni Guð- jónsson þjónastjóri og Karl Finnbogason yfirmatsveinn. Innan hótelsins er starfrækt sundlaug með gufubaðstofum, snyrtistofa. hárgreiðslustofa og rakarastofa og er þessi þjón- usta bæði fyrir gesti hótelsins og fólk úr Reykjavík. Ennfrem- ur er rekin innan hótelsins min j agripaverzlun. Veitingasalir hótelsins eru helztir Blómasalur, Víkingasal- ur og Cafeteria og eru allir þessir staðir mikið sóttir bæði af hótelgestum og borgarbúum. Blómasalinn og Víkingasalinn, þar sem hljómsveit Karls I illi- endahls sér um fjörið auk er- lendra skemmtikrafta, þarf vart að kynna, en Cafeterían, sem opnuð var síðar, er matsölu- staður með sjálfsafgreiðslu- sniði, þar sem matur er af- greiddur á mjög stuttum tíma fyrir verð við allra hæfi. Auk fastra liða í starfsem- inni hafa verið leigðir út salir, Blómasalur. Leifsbúð og -<$> Nið- urlæging I útvanpsdagskránn i að kvöldi fyrsta maí átti Stef- án Jónsson m.a. einkar fróð- leg viðtöl við starfsmenn Búr- fellsvirkjunar. Þar kom fram að íslenzkir starfsmenn töldu margt miður fara; sumir sögðu erlenda starfsbræður sína vera á miklu hærra kaupi líkt og tíðkast í nýlendum og hálfnýlendum þar sem litið er á innborna sem óæðra kyn; það kom í ljós að engin sjálf- stæð samtök starfsfólksins hafa enn verið stofnuð. Eitt var þó furðulegast af öllu því sem fram kom í þessum viðtölum. Starfsmennimir greindu frá því að engin að- staða væri til félagslífs á staðnum, eina starfsemin af því tagi væri kvikmyndasýn- ingar tvisvar í viku, en þær annaðist Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna. í sambandi við dátasjón- varpið hefur mikið verið rætt um skyldur fullvalda þjóðar til þess að hafa sjálf yfirráð yfir menningarstarfsemi í landi sínu, engin sjálfstæð þjóð gæti unað því að fela erlendu stórveldi hina mikil- vægustu þætti á því sviði. Þessum röksemdum hefur ekki verið mótmælt nema með lágkúrunni einni. En hér er auðsjáanlega um meira en dátasjónvarpið að tefla. Starfsmannahópurinn við Búr- fell jafngildir talsvert stóru þorpi á íslenzkan mælikvarða. Þetta þorp er einangrað; það hefur enga aðstöðu til fé- lagslífs, tómstundaiðkana og menningarviðleitni. Inn í þetta tómrúm kemur upplýs- ingaþjónusta erlends stórveld- is og leggur til — ókeypis — kvikmyndasýningar tvisvar í viku. Auðvitað kemur engum til hugar að Upplýsingaþjón- ustunni gangi til mannkær- leiki, einhver óeigingjörn löngun til þess að stytta mönnum stundir uppi í ó- byggðum. Hér er um að ræða það sem Bandaríkin kalla „sálfræðilegan hemað“, til- raun til þess að undiroka menn andlega — það er að sjálfsögðu ákjósanlegri bar- áttuaðferð en bensínhlaup og nálasprengjur. Frásögnin um einkarétt Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna til félagsstarf- semi við Búrfell er eitthvert furðulegasta dæmið um ís- lenzka niðurlægingu sem ég hef lengi heyrt. Hér er um að ræða vanda- mál sem íslenzku verklýðs- samtökin hefðu átt að gefa gaum fyrir löngu. Þegar tek- in eru upp stórfelld störf fjarri mannabyggðum og þar rísa íslenzk þorp er ekki nægilegt að semja um kaup og kjör, dagvinnu, eftirvinnu, næturvinnu, duldar greiðslur og helgarfrí, sæmilegar vist- arverur og boðlegt fæði. Mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman, og við slíkar aðstæð- ur á það að vera skýlaus krafa að verkafólk eigi kost á eðlilegri félagsstarfsemi sem mótist af þeirri einföldu stað- reynd að við erum íslending- ar. Atvinnurekendur við Búr- fell eru ekki að ráða til sín nein vinnudýr, heldur lifandi fólk, sem á áhugamál og verður að eiga þess kost að sinna þeim; það atriði á að vera sjálfsagður þáttur í slík- um kjarasamningum. Auðvit- að er hægt að halda uppi eðlilegri félagsstarfsemi í þorpinu við Búríell, kvik- myndasýningum undir ís- lenzkri stjóm, bókaútlánum og annarri hliðstæðri iðju, auk þess sem auðvelt er að tryggja þangað gestakomur annað kastið. Hafi áróðurs- deildir erlendra sendiráða hug á að koma varningi sín- um á framfæri, ber að velja framlög þeirra samkvæmt ís- lenzku mati, en ekki afhenda þeim neina einokunaraðstöðu. Er þess að vænta að niður- lægingunni sem Stefán Jóns- son skýrði frá á baráttudegi verkalýðsins linni tafarlaust. — Austri. Snorrabúð, til hvers konar einkasamkvæma, fundahalda, fermingarboða o.fl. og verður lögð aukin áherzla á þessa starfsemi í framtíðinni. Eins og áður er sagt dvöldu rúmir 15 þúsund gestir á hótel- inu á árinu, en gistinætur urðu 32.140, þannig að meðal dvalar- lengd gesta varð rúmir tveir dagar. Þar af voru gistinætur fyrir viðdvalargesti Loftleiða (Stopover-gesti) 10.061 á þessu starfsári eða 31,3% af heildar- tölu gistinótta. Meðalnýting herbergja varð um 60%, sem telst mjög gott af fyrsta starfs- ári. Minnst nýting varð í fe- brúar, 40%, og mest í ágúst 80%. Gestir hótelsins skiptust nokkurn veginn í þrennt, inn- lendir gestir %, stopover-gest- ir % og tilfallandi gestaumferð, bókuð beint eða gegnumferða- skrifstofur %. Áberandi aukn- ing innlendra gesta varð síð- ustu mánuði starfsársins og er ástæðan talin m.a. hagstætt herbergjaverð. sundlaugardeild- in og þægilegar strætisvagna- ferðir. Miklar bókanir liggja nú fyr- ir hjá hótelinu fyrir sumarið og er fyrirsjáanlegt að öll her- bergi verða fullskipuð sumar- mánuðina og einnig er búizt við meiri aðsókn í haust en í fyrra. Þegar hafa verið ráðnir skemmtikraftar fyrir Víkinga- salinn fram eftir sumri og verð- ur reynt að hafa sem mesta fjölbreytni í þeim efnum. Auk þess sem ákveðið er að leggja áherzlu á leigu smærri salarkjmna hefur hótelið í hyggju að selja út veizlumat á hausti komanda en það hefur mjög fullkomið eldhús, ásamt bakaríi og öllum nauðsynlegum áhöidum. Nýjung í hótelrekstrinum er svokallað fjölskylduherbergi, þar sem fjölskyldum og smæx-ri hópum er gert kleift að kaupa gistingu á hagkvæmu verði og rúmar þetta herbergi átta manns. Rauðu skikkj- unni illa tekið íCannes • ,Jtauða skikkjan“ fékk held- ur misj'afna dóma gagnrýnenda á alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Gannes. Fannst flestum gagnrýnendanna kvikmyndin alltof langdregin og að of lítið gerðist í henni. Á blaðamannafundi eftir sýn- inguna sagði Gabriel Axel, stjórnandi myndarinnar, að danskir kvikmyndagagmýnend- ur hefðu heldur ekki tekið henni vel, en að hann vonaði að sýningin í Cannes myndi auka áhugann á henni. „Þetta er ellefta kvikmyndin mín, og kannski sú síðasta, hún varð mjög dýr“, sagði Gabriel Axel. Nauðungaruppbcð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og ýmsra lögfræðinga fer fram nauðungar- uppboð að Síðumúla 20, (Vöku h.f.), hér 1 borg, föstudaginn 12. maí 1967, kl. P/2 síð- degis og verða þar seldar eftirtaldar bif- reiðar: R-287, R-510, R-890, R 1129, R-1956, R-2340, R-2432, R-2611, R-2834, R-3231, R-3422, R-3497, R-3723, R-3880, R-4162, R-4180, R-4497, R-4636, R-4722, R-5060, R-5783, R-6049, R-6327, R-6589, R-6946, R-6971, R-7143, R-7330, R-7618, R-7620, R-7923, R-8196, R-8446, R-8611, R-8851, R-9188, R-9533, R-9975, R-9980, R-10200, R-10245, R-10312, R-10521, R-10537, R-10774, R-10924, R-11259, R-11444, R-11473, R-111C4, R-11660, R-11792, R-11889, R-12187, R-12188, R-12588, R-12691, R-12830, R-12832, R-13153, R-13288, R-13299, R-13410, R-13468, R-13622, R-13730, R-13745, R-13749, R-14085, R-14279, R-14388, R-14498, R-14506, R-14523, R-14608, R-14651, R-14657, R-14660, R-14667, R-14841, R-15119, R-15267, R-15468, R-15595, R-15649, R-15780, R-15845, R-15865, R-15878, R-16098, R-16280, R-16464, R-16513, R-1G542, R-16670, R-16730, R-16733, R-16801, R-16832, R-16971, R-17186, R-17342, R-17532, R-17567, R-17624, R-17813, R-18127, R-Í8Í41, R-18266, R-18339, R-18476, R-18573, R-18741, R-18950, R-18996, R-19206, R-19258, R-19543, R-19717, R-19832, R-19975, R-20101, R-20486, R-20843, R-20880, Pressubíll R-2730 og mótorhjól R-3934. Enn- fremur L-944, Y-1228, X-2053, og ótollaf- greiddur Rambler-bíll árgerð 1961. Þá verða einnig seldar 3 loftpressur, 3 jarð- ýtur og skurðgrafa. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK. Stúdentakórinn heldur samsöng fyrir styrktarfélaga í GAMLA BIÓI föstudaginn 5. anaí kl. 19 og laugardaginn 6. maí kl. 15. Ódagsett skírteini gilda á föstudagssam- sönginn. STÚDENTAKÓRINN.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.