Þjóðviljinn - 04.05.1967, Síða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1967, Síða 5
Flmmtudagur 4. maí 1967 — ÞJÓÐVILJTNN — SÍDA tj Umsóknir um réttindi tii hópferðaaksturs Samkvæmt lögum nr. 83/1966 falla núgild- andi rettindi til hópferðaaksturs úr gildi þann 9. júní 1967 og verða veitt að nýju frá þeim tíma fyrir tímabilið 9. júní 1967 til 1. júní 1968. Umsóknir um hópferðaréttindi skulu send Umferðarmáladeild pósts og síma, Umferð- armiðstöðinni í Reykjavik fyrir 22. maí 1967. í uansókn skal tilgreina skrásetningamúm- er, sætafjölda og tegund þeirra bifreiða, sem umsækjandi sækir um hópferðárétt- indi fyrir. — Reykjavík, 2. maí 1967. AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS HAFNFIRÐINGA verður haldinn föstudaginn 5. maí kl. 20.30 í fundarsal Kaupfélagsins. — Dagskrá sam- kvæmt samþykktum félagsins. STJÓRNIN. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 3T055 og 30688 ATHUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Gróðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Porsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500 PADimNETTL henta þar sem erfið skilyrði eru. —- Byggð fyrir fjalllendi Noregs. Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast þjónustuna af þekkingu. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. ,Hunangsilmur' á sviðinu í Lindarbæ Fimmtudaginn 11. mai n. k- frumsýnir Þjóðleikihúsið leik- ritið „Hunangsilm“ eftir enáku skáldkoriuna, Shelagh Delaney; verður leikurinn sýndur á „Litla sviðinu“. Þýðandi leiks- iiis er Ásgeir Hjartarsrin. Höfundur leikritsihs, Shelagh Delaney, var aðeins 19 ára ■þegar hún skrifáði það og vann þá í verksmiðju í Manchester. Hún sendi leikinn til Joan Littlewood og setti Littlewood hann á svið í leikhúsi sínu Theatre Workshop í Tlieatre Royal Stratford. Leikritið hlaut strax mjög góða dóma og var sýningin síðan flutt til Lon- don. og sýnt þar í 18 mánuði Leikurinn var .frumsýndur í maí ’58 og hlaut verðlaun sem bezta nýja leikritið sem sýnt var í London það leikár. Síðan var leikritið kvikmyndað og gerði höfundurinn sjálfur kvik- myndahandritið. Myndin var sýnd hér fyrir nokkru. Shelagh Delaney hefur skrif- að fleiri leikrit og má í þvi sambandi nefna leikritið „The Lion in Love“, sem var frum- sýnt árið 1960 og hlaut ágæta dóma. Auk þess hefur hún skrifað margar smásögur. Ýmsir segja að leikritahöf- undarnir Jóhn Osborne og Shelagh Delaney hafi valdið stefnubreytingu í nútíma enskri leikritun. En eins og kunnugt er varð John Osborne heims- frægur fyrir fyrsta leikrit sitt, „Horfðu reiður um öxl“, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1958. Það sama má segja um Shelagh Delaney, hún hlaut á- Shelagh Delaney. líka lof fyrir leikri.t sitt, „Hun- angsilm'* á sínum tíma. Leikpndur í „Hunangsilmi“, eru aðeins fimm, þau Brynja Benediktsdóttir, Helga Valtýs- dóttir, Bessi Bjamason, Gísli Alfreðsson og Sigurður Skúla- son. Leikstjóri er Kevin Palm- er, en leikmyndir og búninga-. teikningar em gerðar af Una Collins. Byggingarlóðum úthlutað Borgaryfirvöld hafa nýlega samþykkt eftirfarandi lóðaút.- hlutun: Efstasund 2: Brynhildur Þor- kellsdóttir, Krossamýrabl. 14, skv. bréfi lóðanefndar, dags. 17. f.m. Haðaland 22: Gu.mundur Þeng- ilsson, Vonarlandi v/Sogaveg, skv. bréfi sömu, dags. s.d. Geitland 29: Haukur Zóphoni- asson, Álftamýri 8, skv. bréti sömu, dags. 12. f.m. Geitastekkur 3: Grétar R. Kristjánsson, Keflavíkurfflug- velli, skv. bréfi sömu, dags. 17. f.m. Helhiland 10: Gisli Guðmunds- son, Háteigsvegi 22, skv. bréfi dags. s.d. Haðaland 19: Ámi Sigurbergs- son, Melgerði 8, skv. bréfi, dags. s.d. Haðaland 21: Jón Einarsson, Bergstaðastræti 46, skv. bréfi, sömu, dags. s.d. Haðaland 14: Gunnar Gíslason, Grundargerði 12, skv. bréfi sömu, dags. s.d. Bjarmaland 3: Hallidór Matthf- asson, Unnarstíg 8, sfcv. bréfi sömu, dags. s.d. Einþáttungar Matthisar Jóh. sýndirí nágrenni Reykjavíkur Lárus og Valur í hlutvcrkum sínum í „Jóni gamla" • Þjóðleikhúsið hefur nú haf- ið sýningar utan Reykjavíkur á einþáttungum Matthíasar Jó- hannessen. Eins og þér sáið og Jóni gamla. Fyrsta sýningin var í Keflavik í fyrrakvöld þriðjudag, en síðar verða svo sýningar á Selfossi, Minniborg í Grimsnesi og Hvolsvelli. Einþáttungamir voru sýndir á „Litla sviði“ Þjóðleikhússins ■ í vetur og urðu sýningar þar alls 20. Nú fyrir skömmu var annar einþáttungurinn, Jón gamli, tekinn upp í sjónvarpinu og verður honum sjónvarpað síðar. Leikendur eru Valur Gíslason, Lárus Pálsson og Gísli Alfreðsson. Leikstjóri er Benedikt Ámason. Frá barnaskólum Kópavogs: Innritun nýrra nemenda Börn fædd árið 1960 eiga að hefja skólagöngu á þessu ári. Innritun þeirra fer fram í skólum kaupstaðarins föstudaginn 12. maí 1967 kl. 2—4 eftir hadegi. — Verða þau síðan nokkra daga í vorskóla. Eldri skólaböm, er verið hafa í öðrum skólum, en ætla að hefja skólagöngu 1 Kópavogi að hausti, eru einnig beðin að láta innrita sig á sama tíma. Fræðslufulltrúi. Námskeið i hlástursoðierð Námskeið i hjálp i viðlögum fyrir almenning hefst þriðjudaginn 9. maí n.k. Áherzla lögð á að kenna lífgun með blástursaðferð. Þátttaka tilkynnist strax í skrifstofu R.K.Í., Öldu- götu 4. sími 14658. Kennarar verða frú Unnur Bjarnadóttir og Jón Oddgeir Jónsson. — Kennsla er ókeypis. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Uppboð Eftir kröfu Sakadóms Reykjgvíkur, fer fram opinbert uppboð að Borgartúni 7, hér í borg laugardaginn 6. maí 1967 og hefst kl. IV2 síðdegis, og verða þar seldir ýmsir óskilamunir, svo sem reiðhjól, úr, lindar- pennar, fatnaður, töskur o.fl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hafnarfjöriur Benzínsala ESSO við Reykjavíkurveg verð- ur framvegis opin til kl. 12 að kvöldi og í hádegi á sunnudögum. Olíufélagið Tilkynning frp yfirkjörstjórn Vestfjarða- kjördæmis Ákveðið er að aðsetur yfirkjörstjórnar verði á ísafirði. Framboðslistum við kosningar til alþingis, sem fram eiga að fara 11. júní 1967 skal skila til formanns yfirkjörstjórnar, Guð- mundar Karlssonar, Urðarvegi 8, ísafirði fyrir miðnætti 10. maí 1967. YFIRKJÖRSTJÓRN VESTFJARÐAKJ ÖRDÆMIS. Kuldajakkur, úlpur og terylene buxur í úrvali. — Póstsendum. ______ O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) — Simi 23169. jL

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.