Þjóðviljinn - 04.05.1967, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 04.05.1967, Qupperneq 12
Spjall um norræna listsýningu ÞÁ VERÐUR SKÁUNN AÐ VERA KOMINN UPP I Sýningin „Norræn myndlist 1967“ var opnuð 27. apríl í Liljevalchs Kunsthall í Stokkhólmi og stendur hún til 28. maí. Meðal þeirra ís- lenzkra listamanna sem við- staddir voru opnun sýningar- innar var Jóhannes Jóhannes- son en hann sá ásamt Stein- þóri Sigurðssyni um að setja upp íslenzku deildina. Jóhann- es er nýkominn heim og átti Þjóðviljinn við hann stutt við- tal um sýninguna. Á norrænum myndlistarsýn- ingum hefur áður verið sá háttur á hafður, sagði Jó- hannes, að hvert land hafði ekki afmarkaða sýningardeild, en nú var sýningarhúsnæði skipt milli landa og síðan dregið um hvað hver aðili skyldi fá í sinn hlut. Við og Finnar vorum óheppnir og lentum til hliðanna, en um það tjáir að sjálfsögðu ekki að sakast. Við íslendingar vorum að þessu sinni með flesta lista- menn, ellefu málara og þrjá myndhöggvara. Hin löndin höfðu að þessu sinni valið þann kost að sýna eftir örfáa menn hvert. Þannig voru Danir til að mynda með tvo málara, og var um minning- arsýningu nokkurskonar að ræða um annan þeirra, sem er nýlega látinn. Einnig voru þeir með gríðarmikið teppi eftir Asger Jorn og einn myndhöggvara. — \/ar búið að skrifa nokk- » uð um sýninguna áð- ur en þú fórst? — Já, það var búið að skrifa heilmikið, en ég hafði ekki aðstöðu til að kynna mér það svo neinu næmi. Mér skildist þó, að skrifin hefðu verið mjög misjöfn eftir því hvaðan þau komu. Danir voru heldur neikvæðir um sýninguna í heild en það er víst fremur jákvætt sem þeir segja um okkar hluta. Svíar aftur á móti, þeir sögðu að við íslendingar værum ekki nógu nútímalegir, værum í- haldssamir. Þeir höfðu tekið þann kost að láta fremur unga menn hafa sitt pláss og þeir teljast víst eindregn- ir framúrmenn: einn hafði komið fyrir spútnik í myrkv- uðu herbergi sem hamaðist þar með hljóðum og ljóseff- ektum; í annan stað var kom- ið fyrir búri á miðju gólfi sem átti að tákna ófrelsi mannsins — satt að segja ef- ast ég um að þessir menn hafi verið á réttum leiðum. — Hvað fannst þér annars sjálfum um sýninguna? — Ég held að við höfum staðið okkur nokkuð vel. Og Finnar voru nokkuð góðir, sérstaklega áttu þeir góðan skúlptúr eftir kvenmann sem Nína heitir Terao. Norðmenn áttu líka góðan skúlptúr þarna. Þessar norrænu sýningar eru haldnar annað hvert ár, sú næsta verður í Danmörku og síðan verður komið hing- að — og þá verður skálinn að vera kominn upp. Það verður að vísu í nánd við kosningar, en það er ekki gott að vita hvaða áhrif það hef- ur á svoleiðis framkvæmdir. Annars blasir það við hve við erum illa settir hvað að- búnað snertir í samanburði við aðra. Finnskir listamenn virðast til að mynda mjög duglegir: þeir eiga hús um allar jarðir, á Ítalíu og Spáni, og geta sent sína menn þang- Jóhannes. að ef svo ber undir. Og nýtt dæmi: Forstjóri listasafns í Stokkhólmi hélt nýlega sýn- ingu sem hann kallaði „Eins og ég vildi að safnið væri“ •— og fékk þá lánuð mörg verk til að uppfylla þær kröfur. Eftir sýningu bað hann um 15 miljónir króna sænskar til að geta keypt eitthvað af því sem á sýningunni var — og fékk einar tíu miljónir, fyrir utan fast framlag til safnsins. Og ef við hugsum til blank- heitanna á okkar listasafni ... Engir sáttafundir !iafa veriS boðaðir Enginn sáttafundur hefur ver- ið boðaður i deillu málmiðnaðar- manna við atvinnurekendur og ekiki fyrirsjáanlegar á næstunni, sagði Torfi Hjartarson, sátta- semjari rfkisins, í viðtali við Þjóðviljann í gasr. Siðast var sáttafundur haddinn með deiluaðilum mi*/ikudag- inn 26. apríl og var þá breittbil milli deiluaðila, sagði Torfi. Þá er sömu sögu að segja frá deilu lyfjafræðinga og apótékara. Sáttafundur var haldinn með þeim aðilum þriðjudaginn 25. apríl og var þá óbrúanlegt bil milli deiluaðila. Orðsending til lesenda Óska- stundarinnar! Lesendum Óskastundar- innar er bent á að hún birt- ist ekki í Þjóðviljanum í dag vegna rúmleysis í blað- inu. Næsta fimmtudag verð- ur aftur á móti Óskastund í Þjóðviljanum og svo framvegis á hverjum fimmtudegi eins og verið hefur. ■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. a b c d e t g n ■ö’ili 5 a b c d e t g h HVlTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 37. — Dxa4 38. Dg8t „Ítaíska línan" kynnt ís- lendingum næstu 10 daga 1 dag hefst í Reykjavík ítölsk sýning, „La Linea Italiana“ eða Italska línan, menningar- og viðskiptakynning, sem haldin er að undirlagi ítalska viðskipta- málaráðuneytisins og viðskipta- stofnunar þess (ICE). Kynning þessi mun standa tíu daga, 4. — 14. maí, að því er framkvæmdastjóri hennar, Thor R. Thors ræðismaður ítala sagði Þjóðviljamim í gær, og slkiptist í þrjá aðalllþætti, sýningu í and- dyri Háskólabiós, útstillingar í verzlunargluggum og matar- kynningu á Hótel Sögu. I anddyri Háskólabíös verður Blómasala Mæðra- styrksnefndar Hafnarf jarðar Hin árlega blómasaia Mæðra- styrksnefndar Hafnarfjarðar er í dag, en ágóðanum af sölunni er varið til styrktar einstæðum mæðrum, þeim er við erfiðar aðstæður búa eða eru á ein- hvern hátt hjálpar þurfi. Á mæðradaginn í fyrra barst Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarð- ar peningagjöf er verða skyldi vísir að sjóðstofnun til styrktar munaðarlausum bömum í Hafn- arfirði. í bréfi með gjöfinni er því beint til nefndarinnar að verja gjöfum er henni kynnu að berast á mæðradaginn til styrktar sjóðstofnuninni, engjöf- ina segir gefandi vera til minn- ingar um syni sína 2 sem dóu svo ungir að þeir vissu ekki hvað móðir er. Vill Mæðrastyrksnefnd vekja athygli bæjarbúa á þessari sjóðs- stofnun, sem gengið verður frá nú á næstunni, og mun gjöfum og áheitum til sjóðsins verða veitt móttaka af nefndarkonum. Blómasölubörn era beðin að mæta á skrifstofu Verkakvenna- félagsins í Alþýðuhúsinu við Strandgötu kl. 10 f.h. sýnd ,,ítalska linan“ í ýmiskon- ar framleiðslu, svo sem fatnaði, bílum og fleira, auk þess sem þar eru sýndir þjóðbúningar frá ýmsum héraðum ItaJíu. 1 sam- bandi við þessa vörukynningu verða haldnar tízkusýningar að Hótel Sögu 11. og 12. maí og munu ítalskar sýningarstúlkur og sennillega einnig íslenzkar sýna þar ítalskan fatnað einsog hann gerist bezfcur. í mörgum verzlunargluggum í miðibænum hefur verið komið fyrir útstillingum til að minnaá sýninguna og sýna verzlanimar i gluggunum þser ítölsku vörur er þser hafa á boðsfcólum. Að Hótel Sögu er kominn ít- alskur matreiðslumaður semmun sjá um „ítölsku línuna“ hivað matinn snertir og framreiða þar ýmsa frægustu rétti þjóðar sinn- ar. Ætlunin var að fá hingað óperusöngvara frá Italíu tiJ skemmtunar, en sennilega getur ekki orðið af þvi, þar sem óp- erur era enn fuilstarfandi á It- alíu. Föstudaginn 5. maí mun próf- esson Marco Scovazzo flytja há- skólafyTirlestur um menningar- tengsl íslands og Italíu og ítalsk- ar kvifcmyndir verða sýndar í Háskólabiói og öðrum kivik- myndahúsum meðan á sýning- unni stendur og verða þessar sýningar auglýstar jafnóðum. Verndari sýningarinnar er Gyifi Þ. Gíslason viðskiptamólaráð- herra og imm hanh opna sýning- una í Háskólabilói bl. _ 11 f Ji. í dag ásamt sendiherra ftala á ts- landi, Di Gropello, sem hingaðer kcaninn vegna opnunarinnar, en hann hefur aðsetrar í Osló. Fimmtudagur 4. mai 1967 — 32. árgangur — 99. tölulblað. Mæðrablómin seld í Reykjavík í dag MÆÐRADAGURINN er í dag,^ uppstigningardag, og stendur Mæðrastyrksnefnd að venju fyrir sölu á mæðrablómum I R- vík þennan dag. Allur ágóði af sölu blómanna rennur til Hiað- gerðarkots í Mosfellssveit. Formaður Masðrastyrksnefnd- ar, Jónína Guðmundsdóttir sagði blaðamönnum nokkuð frá sum- ardvalarheimilinu að Hlaðgerðar- koti en þar hafa dvalið 1700 mæður með 5—6 þúsund böm á þeim árum sem nefndin hefur séð um dvalarheimilið. Reyndar hofur Mæðrastyrksnefnd hatt þann hátt á alllt frá 1934 að bjóða mæðrum, sem erfitt hafa átt með að komast að heiman, í sumardvöl. Lengi framan af vora konumar í ýmsum skólum úti á landi, en fyrir ellefu áram var Hlaðgerðarfcot tilhúið til notkunar. Vegna peningaslkorts var þó ekki hægt að byggja samkvæmt teikningunni en í fyrra var ráðizt í það að bæta við einni áhnu, ogbætistþví við í surnar íbúð fyrir 6 konur með böm og leikstofa. Auk þess er ætlunin að byggja leikskúr á lóðinni. AMs verður þá rúm fýrir 15 mæður með böm og heffur hver kona sér herbergi. Konumar dvelja þama 15daga í einu og eru fjórir slikir flold:- ar á hiverju sumri. Auk þess er síðasta vikan æifluð fýrir full- orðnar, einstæðar konur. Sagði Jónína að þær konur sem vildu notfæra sér boð Mæðrastyhks- nefndar um ókeypis sumardvöl i Hlaðgerðarkoti skyldu snúa sér sem fyrst til nefndarinnar. Að lokum sagði Jónína aðsölu- böm gætu fengið mæðraiblómm í öllum bamaskólum bæjarinsog á skrifstofu nefndarinnar Njáls- götu 3 og mun sala blómanna hefjast kl. 8,30 á uppstigningar- dag. Mæðrablómið kostar 25 kr. að þessu sinni og má geta þess að í fyrra vora seld blóm fyrir 194 þúsundir kr. auk þess sem afMestir blómasalar í baanum láta nefndinni í té 10% af söl- unni á mæðtiadagmn. Bikarkeppnin „Litla bikarkeppnin" í knatt- spyrnu heldur áfram í dag, upp- stigningardag. Kl. 3 s.d. leika Kópavogur Breiðablik og Kefl-, víkingiar. Guðmundur Skaftason segir upp Þjóðviljinn hafði spumir af því fyrir skömmu að yfír- maður skattalögreglunnar svonefndu, Guðmundur Skattason, væri búinn að segja upp sitarfi sanu vegna óánægju með starfsaðstöðu sína. Þjóðviljinn snéri sér til Guðmundar vegna þessarar iregnar og spurði hann að rví hvort það væri rétt að íann hefði sagt upp starfi og af hvaða ástæðum. Guðmund- ur kvaðst ekkert vilja um aetta mál segja. Neitaði ekki að hann hefði sagt upp en staðfesti það ekki heldur. Sagði hann aðeins að það lcæmi í ljós á sínum tíma ivort það væri rétt. Annað lefði hann ekki um málið að segja. Samkvæmt áreiðanlegum reimildum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér mun það rétt að Guðmundur sé búinn að segja upp starfi. Mun ástæð- an fyrst og fremst sú, eftir íví sem blaðið veit bezt, að iillögur sem hann mun hafa agt fram við stjórnarvöldin um breytingar á starfsháttum skattstofanna og skattstjóra- embættanna hafi verið alger- lega hunzaöar en að álitiGuð- mundar munu þessar breyt- ingar nauðsynlegar til þess að tryggja betra eftirlit með skattsvikum en nú er. Er Guðmundur duglegur og sam- vizkusamur embættismaður, sem ekki mun vilja sitja í embætti nema hann hafi þá starfsaðstöðu að hann geti rækt það í samræmi við til- gang þess. Væri það vissulega illa farið ef Guðmundur irektist úr starfi af þessum söktrm og hætt við að skatta- lögreglan verði lítið annað en sýndarstofnun, ef stjórnar- völd landsins þrjózkast við að skapa henni nauðsynlega starfsaðstöðu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Lúðrasveitín Svanur heldur tónleika laugardaginn 6. múí ★ N.k. laugardag, 6. maí, held- ur Lúðrasveitin Svanur tón- leika í Austurbæjarbíói fyr- ir styrktarfélaga og aðra vel- unnara sveitarinnar. ★ Verkefnaskrá verður fjöl- breytt. M.a. verða verk eftir Lehar Maneini, Karl Ó. Run- ólfsson og fleiri. í sveitinni eru starfandi 28 áhugamenn. Nokkrir ungir hljóðfæraieik- arar hafa bætzt við á þess- um vetri. ★ Einleikarar verða GísH Ferd- inandsson, Einar Jóhannsson, Bjarni Gunnaxsson og Jón Sig- urðsson, trompettleikari sem einnig er stjórnandi sveitar- innar. Jón hefur stjómað lúðrasveitinni síðastliðin 3 ár með mjög góðum árangri sem væntanlega mun fara vax- andi. ★ Núverandi stjóm lúðrasveit- arinnar skipa: Snæbjörn Jóns- son, formaður, Guðjón Ein- arsson, varaformaður, Bjarni Gunnarsson, ritari, Bragi Kr. Guðmundsson, gjaldkeri og Sigmar Sigurðsson með- stjómandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.