Þjóðviljinn - 11.05.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1967, Síða 3
Fimmtudagur H. mai 1967 — ÞJOÐVILJXNN — SlBA 3 Niðurstaða fyrstu lotu Vietnamrétrarhaldanna: RanJaríkin hafa gerzt sek um brot á ákvæðum alþjáðaréttar STOKKHOLMI 10/5 — Bandaríkin heyja árásarstríð í Vietnam og hafa þar gerzt sek um framferði sem brýt- ur í bága við alþ’jóðalög. Þetta er meginniðurstaðan eftir fyrstu lotu réttarhald- anna í Stokkhólmi fyrir dómstóli þeim sem kennd- ur er við Bertrand Russell. Hlé hefur nú verið gert á réttarhöldunum, en þau munu hefjast aftur síðar og þá sjálf- sagt í Stokkhólmi. Ekki er al- veg 1 jóst af fréttum hvenær næsta lota réttarhaldanna verð- ur. Einn af riturum dómstóls- ins sagði í gær að búast mætti við að það yrði eftir þrjá mán- uði eða svo, en í frétt frá Stokkhólmi í dag segir að dóm- stóllinn muni aftur koma sam- an í oktöber. * Þeir sautján menn sem sæti áttu í dómstólnum komust ein- róma að þeirri niðurstöðu sem áður var nefnd. Ðómstóllinn byggir þennan úrskurð sinn á ýmsum milliríkja- og alþjóða- sáttmálum, Briand-Kellogg samn- ingnum frá 1928, stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna, meginreglum sem lágu til grundvallar dóm- unum yfir þýzku stríðsglæpa- mönnunum í Núrnberg eftir síð- ari heimsstyrjöldina og Genfar- samningunum frá 1954. Áuk árásarstríðsins gegn víet- nömsku þjóðinni hafa Bandaríkin margsinnis gerzt sek um órétt- lætanlegar árásir á Kambodja, segir dómstóllinn, sem bætir því við að Ástralía, Nýja Sjáland og Suður-Kórea, sem öll hafa sent herlið til Víetnams, séu samsek Bandaríkjunum. Hins vegar var talið að ekki lægju fyrir sannanir um sök Thaiiands. í lok réttarhaldanna las Ralph Schoenman, ritari Bertrands Russ- ells, upp boðskap frá hinum aldraða heimspekingi, þar sem hann lýsir yfirgangi Bandaríkja- manna og líkir þeim helzt við sveitir Gengis Khans sem engu lífi eirðu. Skýrsla dómstólsins verður ekki birt í heild fyrr en eftir tvo-þrjá daga. Norðurlöntf ítreka andstöðu 1rið valdaránið í Grikklandi OSLÓ 10/5 — Forsætisráðherrar Noregs, Danmerkur og Svíþjóð- ar, Borten, Krag og Erlander, hafa á fundi í Osló orðið sam- mála um að fara fram á að kvaddur verði saman sérstakur fundur í ráðherranefnd Evrópu- ráðsins til að fjalla um valda- ránið í Grikklandi og verða slík tilmæli send til Strassborgar þeg- ar ríkisstjómir og þingnefndir landanna þriggja hafa veitt því samþykki sitt. Þeir Krag og Erlander notuðu tækifærið til viðræðna við Bort- en þegar þeir komu í dag til Oslóar vegna sjötugsafmælis Ein- ars Gerhardsens leiðtoga norska Verkamannaflokksins. Stjómir Noregs og Danmerkur Bifreiðaeigendur Framleiðum áklæði á sæti, hurðarspjöíd og mottur á gólf, í allar tegundir bíla, Úrvalsefni, innlend og erlend. OTUR Hringbraut 121 Sími 10659. Mosfellshreppur Tilkynning um lóðahreinsun Samkvæmt heilbrigðissamþykkt fyrir Mosfélls- hrepp, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sín- um hreinum og þrifalegum, og að sjá um, að lok séu á sorpílátum. Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja nú þegar þrott af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði, og skal því vera lokið eigi síðar en 1. júní n.k Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar, og þar sem hreinsun er ábótaýant, verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda. án frekari viðvörunar. ATHUGIÐ að sorptunnur og lok fást keyptar hjá verkstjóra hreppsins. Hlégarði, 9. maí 1967. Sveitarstjóri Mosfellshrepps. hafa lýst andúð sinni á fram- ferði grísku herforingjanna sem þær segja að ekki samrýmist meginreglum Nato-sáttmálans, en féllu þó frá þvi að bera þau mótmæli upp í fastaráði banda- lagsins. Herskip ekki sent Af umræðum á norska Stór- þinginu í dag virðist mega ráða að norska stjórnin muni leggja bann við því að varðskip sem er i smíðum í Noregi handa gríska flotanum verði sent til Grikklands, en smíði þess er nú að ljúka. Þetta er síðasta varð- skipið af sex sem Norðmenn hafa smiðað fyrir Gri'kkí. Einn af þingmönnum Verkamannaflokks- ins vakti máls á þessu í dag og komst m.a. svo að orði að frétzt hefði að hinir nýju valdhafar í Grikklandi nptuðu varðskip til að flytja þúsundir andstæðinga í fangabúðir á grísku eyjunum. Það væri óhugnanlegt til þess að vita að Norðmenn sendu her- gögn til þeirra sem vægju að hinu gríska lýðræði. Formaður utanríkismálanefnd- arinnar, Röiseland, sagði það sína skoðun að ekki ætti að af- henda 'Grikkjum varðskipið. Brezka þingíð samþykkfi EBE- aðld, 488:62 LONDON 10/5 — Brezka þingið samþykkti seint í kvöld eftir þriggja daga umræður að heim- ila ríkisstjórninni að sækja um aðild að Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Heimildin var samþykkt með miklum meirihluta, 488 at- kvæðum gegn 62- Um 35 þing- þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði á móti, og eiga þeir nú á hættu að verða vikið úr flokknum. Það er þó talið ólíklegt að Wilson áræði að víkja svo stórum hópi þingmanna úr flokknum. Nál höfðað §egn Andreasi Papandreu fyrir landráð Herréttur mun fjalla um mál hans sem sakaður er um að hafa tekið þátt í „Aspidasamsærinu“ AÞENU 10/5 — Andreas Papandreú, sonur Georgs, fyrr- verandi forsætisráðherra, og sjálfur einn helzti leiðtogi Miðbandalagsins, var 1 dag formlega ákærður fyrir land- ráð og mun herréttur fjalla um mál hans. isnar Gerh»rdsen siötugur í gær OSLÓ 10/5 — Einar Gerhardsen, leiðtogi norska Verkamanna- flokksins, varð sjötugur í dag og bárust honum kveðjur úr öllum áttum, bæði utan lands og inn- an. Gerhardsen varð forsætisráð- herra Noregs í stríðslokin og gegndi því embætti að heita má samfellt í ein tuttugu ár, þar til samsteypustjórn borgaraflokk- anna tók við völdum, en áður hafði hann um langt skeið verið formaður Verkamannaflokksins í Osló. GU ATEM ALABORG 10/5 — ör- yggislögreglan í Guatemala leit- ar nú að þýzka nazistaforingjan- um Martin Bormann, en spurzt hefur að hann fari huldu höfði þar í landi. Bormann hvarf í Berlín rétt eftir sjálfsmorð Hitl- ers 1945 og hefur síðan verið þrálátur orðrómur um að hann hafi ktjmizt lifs af og sé enn á lífi- Skotið í Aden ADEN 10/5 — AÍtur í dag var skotið á og varpað sprengjum að brezkum hermönnum í ný- lendunni Aden, þar sem allt er í lamasessi vegna allsherjar- verkfalls, þess ellefta sem þar hefur orðið á þessu ári. Brezkir hermenn voru hvarvetna á verði með aivæpni. Ákæran á hendur Papandreú yngra er ekki ný af nálinni, en það er fyrst nú að formlega hef- ur verið höfðað mál á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa verið einn af forsprökkum hins svonefnda „Aspidasamsær- is“. Fyrir tveimur árum þegar Georg Papandreú reyndi að taka stjórn hersins í sínar hend- ur, neitaði konungur honum um það og neyddi hann til að segja af sér. Konungur notaði þá þetta meinta samsæri sem fyrir- slátt. Því var haldið fram að nokkrir liðsforingjar í hernum hefðu bundizt samtökum sem þeir kölluðu „Aspida“ (skjöld) um að FaktúrufölsunarmáliS Framhald af 1. síðu. þeim hætti sem alkunnugir eru og fyrst var lýst á eftirminnileg- an hátt í Atómstöð Kiljans. Hinn íslenzki heildsali fær mismunandi reikninga fyrir vöru sína, svokallaðar faktúrur. Einn reikningur sýnir hið raunveru- lega verð vörunnar 6g er hann sýndur gjaldeyrisyfirvöldum til að fá yfirfærðan nauðsynlegan gjaldeyri til að borga vöruna. Annar reikningur með lægri upphæð er sýndur tollyfirvöid- um til að lækka aðflutnings- gjöld, þ.e. toll og söluskatt. á vörunni. Hinn íslenzki heildsali Páll Jónsson hefur með þessu móti sannanlega hagnazt um rúmar 1,6 miljónir kr. Ólán hans er það eitt að hinn er- Iendi kaupsýslumaður sem hann skipti við varð gjald- þrota og mistókst íkveikjan, svo að dönsk yfirvöld fóru að rekast í málinu. Athugaðar hafa verið 79 vöru- sendingar frá Nielsen til Páls á árunum 1962 til 1965, og telja Starfsmenn tollstjóra og ríkis- endurskoðunar að þar af hafi reikningar verið rangir í 33 til- vikum. Skv. lægri faktúrunum var upphæð þessara vörusend- inga 254 þús. kr. danskar og greiddur toMur af þeim 743 þús. ísl. kr. Hærri faktúrurnar voru hins vegar upp á 588 þús. d. kr., og hefði því tollur átt að vera tæpar 1,8 milj. kr. Van- greiddur tollur af þessum 33 sendingum nam því rúmri 1 milj. ÍS'I. kr. Gjaldeyrisyfirfærsiur Páls skv. lægri faktúrunni námu um 237 þús. d. kr. en að auki hefur hann fengið gjaldeyrisyf- irfærslu í bönkum með því að sýna hærri faktðruna. Greiði við húshóndann Við 16 vörusendingar er Þor- björn Pétursson starfsmaður Páls skrifaður sem innflytjandi, en í bókhaldi E. Nielsens er Páll talinn kaupandi vörunnar. Innkaupsverð þessara sendinga er talið skv. lægri faktúrum 26 þús. kr. d. og 17 þús. kr. ísl. og voru þá greidd aðflutnings- gjöld kr. 169 þús. En skv. hærri faktúrum var innkaupsverð þessara vörusendinga 339 þús. d. kr., og átti því að greiða rúml. 1 milj. kr. í aðflutnings- gjöld. Vangreidd aðflutnings- gjöld af þessum 16 vörútegund- um voru því rúmlega 1.3 milj. króna. Þorbjörn ber það að hann hafi ekki verið kaupandi að þessum vörum en gert það að beiðni Páls að skrifa nafn sitt sem innflytjandi. Þó bar þeim Páli saman um það að Þorbjörn hafi einn verið innflytjandi að fjórum vörusendingum en van- greidd aðflutningsgjöld af þeim voru 275 þús. kr. Nælonsokkar og plastvörur Einnig kom fram við rann- sóknina að nokkrum sinnum hafi verið skráð mismunandi vöruheiti á reikninga, og er það gert til að fá vöruna í lægri tollflokk. Nælonsokkar voru t.d. fluttir inn sem plastvörur og húsgögn sem harðviður. Stundum voru sendar þrjár mismunandi faktúrur yfir sömu vöruna með þrenns konar verði. Lægsta faktúran var ?ýnd toll- yfirvöldum og aðflutningsgjöld greidd skv. því. Hæsta faktúr- an sýndi hið raunverulega verð, en faktúran með verðinu þar á milli notuð til að fá gjald- eyrisleyfi í banka auk lægstu faktúrunnar. Engir aðrir sekir Að lokum gat saksóknari að ekki hefði komið í ljós við rannsókn málsins að fleiri ís- lenzkir kaupsýslumenn reki lúið- stæð viðskipti og ekki ástæða til frekari rannsóknar. Varðandi annað sem fram hefði komið í máli þessu væri sök fymd. Þegar Páli og Þorbirni starfSA manni hans var sleppt úr gæzlu- varðhaldi hinn 3. maí sl. var þeim tilkynnt, að þeim væri 6- heimil brottför af landinu þar til öðruvísi verður ákveðið. steypa stjórn landsins og hefði Andreas Papandreú verið aðal- forsprakkinn. Sumir þessara liðsforingja voru dæmdir í marz s.l. eftir hneykslanleg „réttar- höld“ þar sem hver meinsæris- maðurinn bar vitni af öðrum. Liðsforingjamir . hlutu allir falgelsisdóma, en ákæran á hend- ur Papandreú er þannig orðuð að hægt væri að dæma hann til dauða ef hann verður sekur fundinn — og herrrétturinn mun ekki eiga erfitt með það. Að- svo stöddu má þó telja ólíklegt að herforingjamir þori að taka hann af lífi. Andreas Papándreú á marga og áhrifa- mikla vini á vesturlöndum; hann er víðkunnur hagfræðingur, fyrr- verandi forseti hagfræðideildar- innar við hóskólann í Berkeley i Kalifomíu, kvæntur bandarískri konu. Georgi föður hans var sleppt úr fangelsi í gær, ásamt nokkr- um öðrum, en þeir verða þó ekki frjálsir ferða sinna, heldur mun þeirra gætt á heimilum þeirra. Framboðslisti „óháðrau í Rvík Tólf efstu sæti listans eru gagns Óháða Lýðræðisflokksins kom út í gær. 1 blaðinu er m.a. birtur framboðslisti flokksins í Reykjavík til Alþingiskosníng! anna 11. júní n.k. Þriðja tölublað Lögréttu, mál- þannig skipuð: 1. Áki Jakobsson, lögfrasðingur, 2. Benedikt Sigur- bjömsson, framkvæmdastjóri, 3. Guðvarður Vilmundarson, sikip- stjóri, 4. Ingibergur Sigurjónsson, húsasmiður. 5. Einar Matthías- son, skrifstofumaður, 6. Petrína Jakobsson, teiknari, 7. Ólafur Guðmundsson, verkamaður, 8. Heimir Br. Jóhannsson, prentari, 9. Jóhanna J. Thorlacius, hjúkr- unarkona, 10. Haraldur Gísilason, trésmiður, 11. Jens Pálsson, vél- stjóri, 12. öm Karlsson, iðnnemi. Fiytjið vöruna flugleiðis Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli 13 staða á landinu. Vörumóttakatil ailrastaða alla daga. í Reykjavík sækjum við og sendum vöruna heim. 1 - m a.-‘ iiiiiÍÍiiiÍÍiÍiÍnÍiÍúi'ÍÍiÍÍöhiiLÍInÍÍjiÍiiÍ Þér sparið tíma Fokker Friendship skrú- fuþoturnar eru hrað- skreiðustu farartækin innaniands. Þér sparið fé Lægri tryggingariðgjöld, örari umsetning, minni vörubirgðir. • I ______________ . ... * **a Þér sparið fyrirhöfn Einfaidari umbúðir, auðveldari meðhöndlun.i fljót afgreiðsla. FLUCFELAC ISLANDS Gerið góðan mat betri með BÍLDUDALS niáursoómi grrsenmeti 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.