Þjóðviljinn - 11.05.1967, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.05.1967, Qupperneq 12
4 Helga Guðjónsdóttir og Jóhann Ben ediktsson á heimili sínu í fyrradag. Okur leigusala í algleymingi: 2gja herbergja íbúiir boinar á 5—6 þús. éraberb. á f lþús. — þar. við bætist fyrirfram- greiðsla og jafnvel lykilgjald! Þeir skipta hundruðum ef ekki þúsundum, sem þessa dagana eru að leita sér að leiguíbúðum, hefur verið sagt upp 14. maí og verða þá að vera farnir úr sínu núverandi húsnæði. En spumingin er hvert og hvað getur fólk ráð- ið við að borga? * Sannleikurinn er sá, eins og fiestum er kunnugt, að í skjó’i húsnæðisvandræðanna ■ þrífst og hefur þrifizt á undanförn- um árum, ein mesta okur- starfsemi sem um getur í þjóðfélaginu. Óprúttnir leigu- salar notfæra sér að fólk stendur bökstaflega á götunni, oft með böm, og á ekki ann- ars úrkosta en að taka hverju sem er, borga okurleigu, lang- oftast hálft eða heilt árið fyr- irfram og taka jafrwel á sig ýmsar kvaðir, sem settar eru að skilyrði fyrir fbúðinni. Þannig verður það æ algeng- ara að leigjendum sé gert að greiða svokallað lykilgjald, — nokkra tugi búsunda sem það borga*- 'bara fyrir að fá í- búðina óg ' ■ «.emur fram í skattafrp’ntp’ , <-^a það verð- ur að taka aff sér að vinna húsverk hjá húseiganda, elda fyrir hann, gæta bama eða sjúkflinga o.s.frv. Þá er ekki heldur óalgengt að samið sé um að aðeins hluti húsaleig- unnar sé talinn fram til skatts. Þjóðviljinn hefur haft sam- band við margt fólk sem stendur í húsnæðisleit þetta vor og ber öllum saman um að aldrei hafi kröfumar verið jafn ofboðslegar og er algengt að fyrir t.d. eins til tveggja herbergja fbúðir séu heimtað- ar 5-6 þúsund krónur í húsa- leigu á mánuði, þriggja og fjögurra herbergja fbúðir kosta 7, 8 og upp í 10 þúsund fimm herbergja fbúðir eru Ieigðar á 11 og 12 þúsund og af einni fimm herbergia fbúð að vísu í einbýlishúsi, frétt- um við sem var boðin á 17 þúsund krónur á mánuði! Það sér auðvitað hver heil- vita maður að svona húsa- leiga er ekki é færi nenia hátekjumanna. en kaldhæðni örlaganna hefur nú veinu sinni hagað þvi svo, að þeir eru yf- irleitt húseigendur sjálfir og þurfa hvergi að taka á leigu. Fólk með venjulegar tekjur, svo ejcki sé talað um lágteikju- fólk, getúr í raun og veru ekki gengið að þessum afar- kostum, en gerir það sarnt út pr neyð. .Tiil að borga fyrir- framgreiðsluna verður það nð taka bankalán og til að standa í skilum að lleggja á sig æ meiri aukavinnu, — þegar hún er þá fyrir hendi. Margir leita tii húsnæðds- fuUtrúa borgarinnar eftir að- stoð við útvegun íbúða, en leiguhúsnæði á vegum borgar- innar er mjög takmarkað og margt óhemju lélegt, og bygg- ingarframkvæmdir á hennar vegum allt of litlar, þótt þau hús sem borgin hefur látið byggja séu ágæt svo langt sem þau ná. Þeir eru sárafáir sem fá nokkra úrlausn hjá borginni. Einn af þeim sem búast má við að standi á götunni ásarnt fjölskyldu sinni 14. mai er Jóhann Benedifotsson, sem nú býr á Grettisgötu 64. ibúð- in sem Jóhann býr í ásamt konu sinni Helgu Guðjóns- dóttur og uppkcminni dóttur þeirra hjóna, hefur verið sefid og tekur nýi eigandinn við henni um hvítasunnuna. Helga er rúmiiggjandi, lömuð upp að mitti og getur að sjálfsögðu ekki unnið, ekki einu sinni annazt húsverkin og hefur 12 ára syni þeirra hjóna því ver- ið komið fyrir annarsstaðar. Jóhann er hafnarverkamaður og segist aills efoki geta borg- að þá leigu sem leigusalar heimta. — Ég hef reynt ailt sem ég hef getað, en það sem boðið er upp á kostar þetta 7,8 og ,upp í 10 og 11 þúsúnd, og svo mikið er útilokað að borga með mitt kaup. Ég er hættur að treysta mér til að vinna nema tíu tíma á dag og það nægir ekiki til að lifa af og borga svona héa leigu. Það er lfka svo að þegar ég hef reynt að vinna meira þá hefur bara verið lagt því meira á miig ár- ið eftir. Auðvitað hef ég leitað til bæjarins í þessum vandræð- um mínum, þeir hafa ekiki getfið mér algert afsvar, en ekki heldur neina úrlausn. Eg reyndi líka að sækja um íbúð hjá bænum í fyrra, en fulltrúi sá sem ég talaði við þá taldi að fólk eins og við I hefðum enga möguileika á að fá þar góða íbúð. Nú er konan algerlega rúm- liggjandi og veitti í raun og veru ekiki af að fá einihverja hjýkrun- Hún var send heim af spítalanum þar sem þeir gátu ekki meira fyrir hana gert og elkki var hægt að halda rúminu. Heilsuhæli er víst ekkert til. Það sem kon- an fær úr tryggingunum ter. í meðöfl og lækna og maður þykist góður ef það nægir fyr- ir því. Ég er orðinn svo vomlaus, segir Jóhann að iokum, að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Lnklega endar þetta með þvi að við verð- um borin héðan út, en hvert? ; A Sýna „ítölsku línuna " á HótelSögu íkvöld Klofníngslisti Hannibals Ríkisútvarpið tilkynnti í gær- kvöld í fréttatíma nöfn 12 efstu manna á klofningslista þeim sem Hannibal Valdimarsson ber fram gegn Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Hafði útvarpið eftir Hannibal að þeir væru Hannibal Valdimarsson, Vésteinn Ólason, Haraldur Henrysson, Jóhann J. E. Kúld, Krístján Jóhannsson, Jón Maríasson. Bryndis Schram, Margrét Auðunsdóttir, Ingimar Sigurðsson (járnsmiður), Helgi ^Valdimarsson, Guðvarður Þor- ' kelsson. Einar Jónsson (múrari). Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrimsson. a b c d e ri g n abcdef gh HVlTT: TR: Arinbjöm Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 43. — Dd6. 44. Rg3 Dd2t Sex ítalskar yngismeyjar eru komnar til Islands til að sýna hér tízku heimalands síns eins og hún gerist bezt. Verða tízku- sýningarnar haldnar fyrir boðs- gesti í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og annað kvöld, en þær eru Iiður í Itölsku sýningunni sem hér er haldin þessa dagana. Auk ítölsku stúlknanna sex munu sýna með þeim sex ís- lenzkar sýningardömur. Fötin sem sýnd variVa eru frá nokkrum þekktustu tízkufrömuð- um og fyrirtækjum á Italíu og eru samkvæmt „ítölsku Iínunni“ fyrir hvert tækifæri og hvem tíma í lífi konunnar, hvort sem hún ætlar ,nú að snæða hádegis- verð með ráðheyrum og for- stjórum eða sóla sig í Nauthóls- víklnni. Þjóðviljinn hitti ítölsku stúlk- urnar sex á hótel Sögu í gær og fékk að taka af þeim mynd í fatnaði sem þær munu sýna í kvöld. Sumarkápurnar tvær og röndótti síðkjóllinn em frá Fara- oni, en hinir síðkjólamir og dragtin frá Tito Rossi. Fram — Víkingur 3:0 Fram og Víkingur kepptu I gærkvöld á Melavellinum í Reykj avíkurmótinu. Sigraði Fram með þremur mörkum gegn engu, 3:0. Nánar á morgun. Fimmtiudagur 11. maí 1967 — 32. árgangur 104. tölublað- Dagur og Völundur sýna nú í Unuhúsi Það eru cngir hversdagsmenn sem eru að opna sýningu í Unu- húsi í dag: Dagur Sigurðarson og Völundur Björnsson. Þeir eru nefnílega „ekki af- strakt“ eins og menn segja. Sjálf- ir gefa þeir ekkert samheiti yf- ir myndir sínar, einhver stakk upp á að minna á gamalt og gott orð: raunsæi. Völundur kennir sumar mynd- ir sínar við merkismenn: Jónas Svafár, Pétur Pálsson; þar sit- ur maður með gítar og rís kona heldur en ekki sólbjört að baki honum ,þessi mynd heitir Söng- urinn í brjósti þínu. Hann mál- ar líka sprengjuna yfir borg- inni. Dagur sýnir okkur stúlku sem ætlar ekki að láta neinn taka frá sér bangsann sinn, vinnandi menn, sigurstranglegan hjólbörustrák, og á mynd sem heitir Milliríkjaviðskipti er haus- kúpa, pípuhattur og sprengju- vöndur — og dollari stór. Þeir skrifa hver um annan í sýnmgarskrá. Dagur um Völund: Völundur fæddist i Reykj 20. júlí 1936. Hann ólst upp götustrákur i Austurbaenum og menntaðist á mörgum sviðum mannlífsins, til lands og sjávar. Vorið 1960 fór hann að mála og hefur stundað það síðan. Haustið 1962 hélt hann sýn- ingu í Snorrasal ásamt undir- rituðum. Sú sýning vakti skömm hugljúfra fagurlístarunnenda." — Völundur um Dag: „Baldinn strákur, orðhvatur og dómviss en ekki óskeikull. Lappalangur drjóli, þekktur fyrir hnyttni sina i orðleikjum og skáldskap. Vorið 1960 byrjar hann að mála. Haustið 1962 heldur hann ásamt mér fyrstu sýninguna á mynd- um sínum fagurlistafrömuðum til ósegj anlegrar hrellingar... Tvær sýningar hefur Dagur haldið á Mokkakaffi, ’63 og ’65. Myndlist er stunduð upp á líf og dauða, ekki sízt þegar borg- aralegustu leið að efninu er hafnað“. Sýningin er opin daglega til kl. 10 næsta hálfa mánuðinn. Kröfurnar í lögbannsmálinu: Félagasamtök njóti réttar- verndar varðandi heiti sín □ Laust eftir kl. 3 í gær var fógetaréttur settur aí Þor- steini Thorarensen borgar- fógeta. Ingi R. Helgason hrl. mætti þar fyrir Alþýðnbanda- lagið í Reykjavík og lagði fram lögbannsbeiðni við á- framhaldandi notkun Svavars Sigmundssonar , á nafni Al- þýðubandalagsins á blaði þvi, sem hann hóf að gefa út í Reykjavík 9. mai sl. Fógeti krafðist tryggingar, sem lögð var fram. □ Lögmaður Svavars Sigmunds- sonar óskaði /eftir fresti til greinargerðar til kl. 11.30 í dag og var sá frestur veittu.r gegn því loforði lögmannsins að sjá um að umbjóðendur hans gæfu ekki blaðið út með þessu nafni meðan málið væri fyrir réttinum. Blaðinu þykir rétt að birta helztu atriðin úr greinargerð Inga R. Helgasonar hrl.: „Ég flyt mál þetta fyrir gerð- arbeiðanda, Alþýðubandalagið í Reykjavík, samkvæmt beiðni samtakanna dags. í dag, og leyfi mér að gera þær kröfur, sem í gerðarbeiðni minni greinir. Mál þetta er mjög einfalt. Maður nokkur að nafni Svavar ,Sigmundsson til heimilis að Loka_ stíg 16 hér í borg tekur sig til og gefur út riýtt blað í Reykjavík, sem honum er að sjálfsögSu heimilt, en nefnir það Alþýðubandalagsblaðið, sem hann hefur enga heitnild til. í fyrsta lagi voru stofnuð hér á landi stjómmálasamtök árið 1956, sem helguðu sér heitið: Alþýðubandalagið, og eru hinn eini rétthafi þessa nafns. Að réttum lögum getur enginn að- ili án heimildar Alþýðubanda- lagsins notað þetta nafn óbreytt eðá svo lítið breytt, að orðið Alþýðubandalag sé megininntak þess. Þar sem engin stofnun Al- þýðubandalagsins ktendur að þessu blaði Svavars, er hér uppi fullkomið heimildarleysi af hans hálfu. Samkvæmt réttri íslenzkri málvenju merkir Aiþýðubanda- lagsblaðið, að xnn blað Alþýðu- bandalagsins sé að ræða, en það er hin herfilegasta blekking. 1 öðru lagi hóf Alþýðubanda- lagið í Reykjavík, umbjóðandi minn, sem er persóna að lögum, útgáfu á blaði sínu eftir stofn- fund sinn 1966 og tók þá nafn- ið Alþýðubandalag í heiti blaðs- ins til að kenna það við sam- tökin og var þetta blað umbjóð- anda míns og er málgagn Al- þýðubandalagsins. Fyrsta blaðið var gefið út í m^í mánuði 1966 en samtals komu út fimm tölu- blöð af fyrsta árgangi. Nú hef- ur umbjóðandi minn þegar haf- izt handa um útgáfu annars ár- gangs og skipað til þess rit- nefnd og verður ábyrgðarmaður Ingimar Erlendur Sigurðsson rit- höfundur. Með þessari blaðaút- gáfu hefur Alþýðubandalagið í Reykjavík helgað sér nafn Al- þýðubandalagsins í heiti á blaði sínu, og er óheimilt fyrir aðra þegar af þeim sökum að taka sama nafn í heiti á blaði sínu. Þetta er gert vitahdi vits. Svavar Sigmundsson var á sín- um tíma skipaður af stjórn um- bjóðanda míns í ritnefnd til að sjá um flokksblað Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Þetta uppá- tæki er gert í blekkingarskyni til þess að kaupendur blaðsins haldi, að blað Svavars sé í rauninni málgagn Alþýðubanda- lagsins sem stjórnmálasamtaka og keyptu margir blaðið í þeirri 'trú. Að vísu heitir blað Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík Al- þýðubandalagið en blað Svavars Sigmundssonar Alþýðubandalags- blaðið. Þetja eru ekki nákvæm- lega sömu heiti, en kennileitið, uppistaðan og megininntak er hið sama. Ég bendi hinum virðulega fógeta á það, að hér er ekki amast við blaðaútgáfu einstak- linga eða hópa, heldur aðeins krafizt að félagssamtök njóti þeirrar réttarverndar, sem þeim ber varðandi heiti sín og blaða sinna. Án sérstakra krafna bendi ég á lögin um ólögmæta verzlunar- háttu. Óþarft er að fjölyrða frekar um þetta í greinargerð og legg ég málið undir úrskurð. Virðingarfyllst," » V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.