Þjóðviljinn - 13.05.1967, Page 4
4 SlDA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 13. roai 1963.
Otgefandi: Sameiningarfloickur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigur&ur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðusfc 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. —
Lausasöluverð kr. 7.00-
/ sóknarhug
/
J^Jorgunblaðið sagði í fyrradag að ástæða væri til
„að fagna því“ að Hannibal Valdimarsson bæri
'fram lista gegn Alþýðubandalaginu og í gær kveðst
blaðið vænta þess að af því hljótist mikil „sundr-
ung“. Alþýðublaðið segir í gær að „Hannibal megi
eiga það“ að hann hafi nú brugðið við á réttan
hátt. Þessum blöðum og öðrum skal á það bent
að það er ekki á valdi neinna einstakra forusfu-
manna að sundra þeim róttæku samtökum sem
hafa gerbreytt högum alþýðu manna á undanförn-
um áratugum; framtíð stjómmálasamtaka er. á
yaldi fólksins sjálfs ekki neinna einstaklinga,
hvaða hugmyndir sem þeir kunna að gera sér um
sjálfa sig. Og vinstrimenn í Reykjavík eru þegar
teknir að-sýna hvað þeir ætlast fyrir í kosning-
unum í sumar. „Sundrung“ sú sem Morgunblaðið
og Alþýðublaðið tala um birtjst í því að 21 mað-
ur hefur sagt sig úr Alþýðubandalaginu í Reykja-
vík. Á sama tíma hafa gengið í Alþýðubandalagið
4 fjórða hundrað manns, þar af 225 nýir félag§,r
á þeim glæsilega og einhuga fundi sem Alþýðu-
bandalagið hélt í fyrradag. í Alþýðubandalaginu
í Reykjavík eru nú nær þúsund félagsmerih; þetta
eru víðtækustu og öflugustu samtök sem róttækir
vinstrimenn í höfuðborginni hafa komið upp.
»
J>að var sannarlega ekki rætt um „sundrung“ á
hinum þróttmikla fundi Alþýðubandalagsins í
fyrradag; þar voru lögð á ráðin um þá meginbar-
áttu sem framundan er, baráttuna fyrir því að
fella ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins. Það var rætt um kjarabaráttu verklýðs-
hreyfingarinnar, um lífskjör almennings, um fé-
lagslegar aðgerðir í húsnæðismálum, um þá gjald-
þrota viðreisnarstefnu sem með orðum Bjama
Benediktssonar hefur breytt „velgengni“ í „neyð-
arástand“. Á það var lögð þung áherzla að fram-
undan eru augljóslega mjög stórfelldar efnahags-
ráðstafanir sem hafa munu áhrif á atvinnuöryggi
og lífskjör hvers einasta launamanns. Þess vegna
er framundan mjög harðnandi stéttabarátta, þar
sem sérstaklega mun reyna á baráttuhug og sam-
heldni og hollustu samtakanna, jafnt verklýðsfé-
laganna sem Alþýðubandalagsins. Þessi barátta
verður mjög afdrifarík; við henni verða menn að
bregðast á sama hátt og þeir hafa ævinlega gert
í hörðum verkfallsátökum; þeir sem nú skerast úr
leik eiga sér enga rét’tlætingu.
fundi Alþýðubandalagsins var ræ'tt um stað-
reyndir og rök sem kjósendum þurfa að vera
tiltæk til þess að ríkisstjómin falli á verkum sín-
um í næsta mánuði. Enn sem fyrr er það Alþýðu-
bandalagið eitt sem getur fellt stjómina; stað-
reyndir síðustu kosninga sanna að Framsókn get-
ur hvergi bætt við sig kjördæmakosnum manni
og á enga von um uppbótarþingsæti. Af hálfu Al-
þýðubandalagsins verður háð einhuga kosninga-
barátta við ríkisstjómina og flokka hennar; við-
reisnarstjómin getur gert sér tálvonir um eitthvað
annað, en hún verður þá reynslunni ríkari. — m.
Skákþáttur
Þrír Júgóslavar á
millisvæðamótmu
Htin glæsilega íraammistaöa
Júgósiava á svæðamótum Bvr-
ópu hefir vakið verðskuldaða
athygli, en þeir hafa nú þegar
tryggt sér þrjá menn á miili-
svæðamótið í Túnis, og vinni
Matulovic einuvígið við Uhlmann
sem ekltí er ólík'legt, hafa Júgó-
slavar fjóra menn eða jafn-
marga og Rússar.
En það er einmitt ednn af
þessum þremur júgósiavnesíku
stórmeisturum, sem þátturinn í
dag kynnir: Allexander Matan-
ovic.
Matanovic er fœddur árið
1930 og er þvi óðum að nálgast
þann aidur, þegar talið er að
skáfcmeistarar nái hvað beztum
árangri.
Meðai beztu sigra hans má
teija sigrana á sfórmiótunum í
Beligrad 1954, Zagreb 1956. Hann
tóik þátt í millisvæðamótunum í
Saltsjöbaden 1952 og Soitovoz
1958, en í hinu siðara niunaði
eklki nerna hársbreidd að hann
kæmist í áskorendamót. Síðan
má segja að hann hafi verið í
öldudai þar til nú á þessu ári,
að hann hefúr staðið sig mjög
vel. Hann varð annar á svæða-
mótinu í Vianjicika Banja í vet-
ur á eftir landa sínum Ivkot'f.
Við sicu'ium nú iíta á skák <$-
37. Hc6f Ka7
38. Hf6 Be4t
39. Kc3 a5
(Efitir t.d. 39. — Bf5 vinnur
40. Kb2 a4
CHvítur hótaðienn Ka3-a4-a5).
41. b4 Rc3
42. Hc6
(Ekiki dugði 42. Kc3 — a3, 43.
bð — Rdlt).
.42. Rxc4t
43. Kc3 Bd5
44. Hxg6 Rb6
45. h4 a3
46. b5 Bf7
47. Hgl a2
(Tapar strax! betra var Bd5t).
48. Kb2 Kb8 v
49. Hg7 Bb3
50. Hgl Bf7
51. Kal Kc8
52. Hg7 Bc8
53. Hg5 Rd7
54. h5 Rf6
55. h6 Kc7
56. Hg7t Kb6
57. He7 og Tal gafst upp.
_ Jón Þ. Þór.
eftir Matanovic frá millisvæða-
mótinu í Soitovoz 1958, enþar
leggur hann að velli sjálfan
Tal, sem þá stefndi hraðbyr að
heimsmeistaratign.
Hvítt: A. Matanovic.
Svart: M. Tal.
SiRiIeýjar-vöm.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Bg5 Rbd7
7. Bc4 Da5
8. Dd2 e6
9. O—O—O b5
10. Bb3 Bb7
11. f3
(Hvítur hefur sannfærzt um
að t.d. 11. Hhel — Hc8, 12. f4
tt—* b4, 13. Rdö — exd5, 14.
éxd5t — Kd8, sé ekki fullnægj-
andi. Hann reynir því að styrkja
e4-reitinn og hróki svartur
stutt, að leika þá g4, h4 ek.).
11. Be7
12. Kbl!? b4
13. Rd5!?
(Skemmtileg mannfóm sem
þó hefur ekki staðizt tímans
tönn).
13. exd5
14. 14. Rf5 Bf8
15. exdð O-O-O?
(Nú lendir svartur í óyfir-
stí'ganlegum erfiðleikum. Bezt
er hér Db6).
16. a3 h6
17. axb4 Dc7
18. Bf4 g6
(Hvítur hótaði c4 og Rd4
með sterlcri sðknarstöðu, svart-
ur afræður því að gefa peð).
19. Rxh6 Re5
20. Bg5 Bxh6
21. Bxh6 Rc4
22. Bxc4 Dxc4
23. Bg7 Rxd5
24. b3 Dxb4
(Einnig kom hér til greina
24. -I- Df4 t.d. 25. Dxf4 — Rxf4,
26. Bxh8 — Hxh8, 27. Hxd6 —
Rxg2, 28. Hf6 etc.).
25. Dxb4 Rxb4
26. Bxh8 IIxh8
27. Hxd6 Rd5
28. c4 Re3
28. — Kc7 þá 29. —
29. Hf6 Rxg2
30. Hxf7 . Hd8
31. Kc2 Rh4
32. Hel Hd7
33. He8f Kc7
34. Hee7 Hxe7
35. Hxe7f Kb6
36. f4 Rg2
Gerið
góðan mat
betri
xaeö
BÍLDUDALS
nldursoónu creenmeti
tmitoíœ
Halldór Kristinsson
gullsmiður. Oðinsgötu 4
Sími 16979.
Gerið við bílana
ykkar sjálf
— Við sköpum aðstöðuna.
Bílaþjónustan
Auðbrekku 53. Sími 40145.
Kópavogi.
K0MMQÐUR
— teak og eik.
Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar
Skipholti 7 — Sími 10117.
USTDANSSKÓLI
ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Inntökupróf fyrir skólaárið 1967—1968 fer
fram sem hér segir:
*
Fimmtudag 18. maí fyrir 6, 7, og 8 ára.
Föstudag 19. maí fyrir 9, 10 og 11 ára.
Báða dagana kl. 1,45 eftir hádegi í æfingasal Þjóð-
leikhússins, austan megin.
Klæðnaður: æfingabúningur eða sundbolur.
Þau böm sem verið hafa í ballett tvo vetur eða
lengur, ganga að jafnaði fyrir.
Mjög takmarkað verður tekið af algjörum byrj-
endum.
AÐALFUNDUR
Flugfélags íslands h.f. verður hal<tinn
firiimtudaginn 1. júní n.k. í Súlnasal Hójfel
Sögu og hefst kl. 13,30.
tr • - *
DAGSKRÁ:
1. Samkvæmt félagslögum.
2. Lagabreytingar.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða ai-
hentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins,
Bændahöllinni, 4. hæð frá og með 29. maí.
STJÓRNIN.
Bílaþjónusta
Höfðatúnl 8. — Sími 17184.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur HAGTRYGGI3MGAR H/F í Reykja-
vík árið 1967 verður haldinn í veitingahúsinu Sig-
túni I Reyk’javík laugardaginn 20. maí 1967 og
hefst kl. 14.30.
DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 15.
grein samþykkta félagsins.
2. Lögð fram tillaga félagsstjómar
um hlutafjáraukningu.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar
verða afhentir hluthöfum eða öðrum með skriflegt
umboð frá þeim í skrifstofu félagsins að Eiríks-
gö.tu 5, Reykjavík, dagana 17. til 20. maí næstkom-
andi á venjulegum skrifstofutíma.
Stjórn Hagtryggingar hf.