Þjóðviljinn - 13.05.1967, Blaðsíða 10
lyQ SfBA — ÞJÖÐVILJINN — NaiiiSaKjaeua'15. meá löffl.
JOHN FOWLES:
SAFNARINN
54
Og svo; — Eruð þér þama? Og
hún reyndi meira að segja að
setjast upp til að sjá mig. Auð-
vitað róaði ég hana en hún
var vöknuð aftur og hélt áfram
að tala um þennan sjóð sem hún
hefði verið að safna peningum í.
Ég gafst upp á að reyna að
segja að þetta væri eintóm vit-
leysa, hún mjmdi alls ekki deyja,
svo að ég sagði: Já, ég skal
gera það, en hún myndi ekki
deyja og allt það.
— Lofið þér því?
— Já.
Svo sagði hún: — Loforð.
Og nokkru seinna: — Þau borða
mold. Qg þetta sagði hún tvis-
var eða þrisvar meðan ég
reyndi að klappa henni þangað
til hún róaðist, hún virtist hafa
raunverulegar áhyggjur af
þessu.
Það síðasta sem hún sagði
var: — Ég fyrirgef yður.
Hún var auðvitað með óráð,
en ég sagði aftur að mér þætti
þetta leitt.
Eftir þetta varð allt í raun-
inni öðru vísi. Ég gleymdi öllu
sem hún hafði gert áður og
mig tók þetta sárt, mig tók
reglulega sárt að ég skyldi hafa
gert þetta þama um kvöldið,
en ég gat auðvitað ekkert vitað
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dócló
Laugav. 18. III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
um það að hún var veik í alvöru.
Það var blærinn sem þaut í gær,
iþað var búið og gert-
En þetta var dálítið skrýtið,
að einmitt þegar ég var farinn
að halda að ég væri orðinn
reglulega leiður á henni, komu
allar gömlu tilfinningamar aftur
upp á yfirborðið. Ég var alltaf
að hugsa um það góða, hvað
okkur hefði liðið vel inn í
milli, og hvað hún hefði verið
mér mikils virði heima áður
fyrr þegar ég hafði ekkert annað.
Allt tímabilið frá þvi að hún
fór úr fötunum og ég bar ekki
lengur virðingu fyrir henni, það
virtist óraunverulegt, rétt eins
og við hefðum bæði tapað glór-
unni. Ég á við það, að það eina
sem virtist raunverulegt var að
hún var veik og ég var að
hjúkra henni.
Ég var kyrr í fremri kjallar-
anum eins og nóttina á undan.
Hún var róleg svo sem hálftíma,
en svo fór hún að tala við sjálfa
sig, ég sagði: Er allt í lagi og
þá hætti hún, en svo fór hún
að tala eða öllu heldur umla
og svo hrópaði hún nafnið mitt
mjög hátt, hún sagðist ekki geta
andað og svo kom mikið slím
uppúr henni. Það var undar-
lega dökkbrúnt, mér fannst það
hálfóhugnanlegt, en ég hélt
kannski að pillumar hefðu litað
það. Svo mókti hún í svo sem
klukkutíma, en allt í einu fór
hún að æpa, hún gat það ekki,
en hún reyndi, og þegar ég þaut
inn, var hún komin hálf útúr
rúminu. Ég veit ekki hvað hún
ætlaði að reyna, en hún virtist
ekki þekkja mig og hún barð-
ist eins og ljón þótt hún væri
máttfarin. Ég varð að taka á
öllu sem ég átti til til þess að
fá hana til að leggjast aftur.
Hún svitnaði ósköpin öll, nátt-
fötin hennar voru rennblaut, og
þegar ég reýndi að færa hana
úr blússunni til að klæða hana
í hreina, byrjaði hún að berjast
um, velti sér til og frá eins Og
bandóð og svitnaði enn meira.
Ég hef aldrei lifað verri nótt,
hún var svo hræðileg að það er
ekki hægt að lýsa henni. Hún
gat ekki sofnað, ég gaf henni
eins margar svefntöflur og ég
þorði, en þær virtust ekki hafa
nein áhrif, hún mókti andartak
og svo byrjaði hún á nýjan
leik, reyndi að komast útúr rúm-
inu (einu sinni tókst henni það
áður en ég komst alla leið og
hún datt í gólfið). Stundum
talaði hún óráð, hrópaði á G.P.
og ta&aði wð f6Hk sem hún hafði
þekkt, þýBt ég við. Mér sfcóð
á sama um það meðan hún lá
róleg. Ég mældi í henni hit-
ann, hann var yfir 40 stig og
ég skildi að hún var veik, al-
varlega veik.
Jæja, um fimmleytið næsta
morgun fór ég upp til að fá
mér dálítið ferskt löft, það var
eins og annar heimur þar uppi
og ég ákvað að ég yrði að flytja
hana upp og biðja lækni að
koma, ég gæti ekki dregið það
lengur. Ég stóð svo sem tiu
mínútur í opnum dyrunum, en
svo heyrði ég að hún hrópaði
aftur, meira af þessu brúnleita
slími kom uppúr henni og svo
kastaði hún upp, svo að ég varð
að taka hana úr rúminu og þvo
það og á meðan lá hún í stól-
num eins og karklútur. Verst var
hvemig hún andaði, andardrátt-
urinn var svo ör og hryglu-
kenndur, það var eins og hún
hvæsti allan tímann.
Morguninn eftir (þá virtist
hún róglegri) gat hún skilið
hvað ég sagði svo að ég sagði
henni að ég ætlaði að sækja
lækni og hún kinkaði kolli, ég
held hún hafði skilið það þótt
hún Segði ekki nei-tt. Það var eins
og nóttin á undan hefði tekið
allt þrek hennar, hún lá
þarna bara máttvana.
Ég veit ég hefði getað farið
inn í þorpið og hringt ,eða sótt
lækni, en af augljósum ástæðum
hafði ég aldrei nein viðskipti
við þann stað, allir vita hvemig
smábæjarslúður er.
Og hvað sem því líður þá var
ég svo dasaður af svefnleysi,
að hálfan daginn vissi ég varla
hvað ég var að gera. Ég stóð
einn uppi eins og alltaf. Ég gat
ekki leitað ásjár hjá neinum,
Jæja, ég fór til Lewes og
(klukkan var rúmlega níu) fór
| inn i næstu lyf jahúð sem var
! opin og spurði um lækni, og
afgreiðslustúlkan ráðfærði sig
við lista sem hún hafði. Það var
hús í götra sem ég hafði aldrei
komið í. Ég sá á hurðinni að
heimsóknartíminn byrjaði klukk-
an hálfníu Og ég hefði átt að
vita að iríni myndi vera fullt af
fólki eins og vanalega, en ein-
hvern veginn hafði ég séð fyrir
mér að ég gengi beint inn og
fengi lækninn með mér tafar-
laust. Ég hlýt að hafa verið
eins og asni í biðstofunni og
allir góndu á mig, allir stólar
setnir og ungur maður í viðbót
sem stóð. Jæja, en það var al-
veg eins og allir væru að horfa
á mig, ég hafði ekki taugar til
að fara beint inn til læknisins,
svo að ég hallaði mér upp að
veggnum. Ef ég hefði aðeins
getað gengið rakleitt inn hefði
ég gert það, þá hefði allt farið
vel, en það fór alveg með mig
að verða að bíða í þessu her-
bergi með öllu þessu fólki. Ég
hafði ekki verið innanum fólk
svo lengi, aðeins farið í búðir
og það var svo undarlegt, eins
og ég sagði var rétt eins og
allir væru að góna á mig, eink-
um var það gömul kona sem
hafði ekki af mér augun, ég
héSt að ég hlyti að veara ertt-
bvað skrýtkm að sjá. Ég tók
blað sem lá á borðinu, en auð-
vitað las ég ekkea-t í því.
Jæja, meðan ég stóð þama
fór ég að hugsa um allt sem
myndi gerast, það væii í lagi
í einn eða tvo daga, læknirinn
og M. myndu kannski ekki tala
saman, en svo . . . Ég vissi hvað
hann myndi segja, hún yrði að
fara á sjúkrahús, ég gæti ekki
annazt hana sómasamlega. Og
svo datt mér í hug að kannski
gæti ég fengið hjúkrunarkonu
heim, en það liði ekki á löngu
áður en hún kæmist að því
hvernig allt var í pottinn búið
— Annie frænka sagði alltaf
að hjúkrunarkonur væru mestu
snuðrarar sem til væru, hún
þoldi ekki fólk sem var með
nefið ofaní hvers manns koppi
og það geri ég ekki heldur.
Einmitt í þessum svifum kom
læknirinn fram að kalla á
næsta sjúkling, hann var hávax-
inn maður með skegg og hann
sagði: „Næsti“ eins Og honum
yrði óglatt af að sjá allt þetta
fólk. Hann virtist raunverulega
argur, 'ég held ég hafi ekki í-
myndað mér það, ég sá konu
gretta sig framan í aðra konu
þegar hann fór aftur inn í lækn-
ingastofuna.
Hann kom aftur fram og ég
sá að hann var af þessari liðs-
foringjamanngerð úr hemum,
þeir hafa enga samúð með fólki,
gefa bara fyrirskipanir, þú ert
ekki af þeirra stétt og þeir með-
höndla alla aðra eins og þeir
væru skítur og ■ óþverri.
Ofaná al-lt saman fór þessi
gamla kona afitur að góna á
mig og mér hitnaði öllum, ég
hafði ekki sofið dúr um nótt-
ina og ég var víst í uppnámi.
Hvað sem því leið, þá vissi ég
að ég var búinn að fá nóg. Svo
að ég snerist á hæli, fór út,
gekk ■ að bílnum Og settist upp
í hann.
Það var allt þetta fólk. Þegnv
ég sá það skildist mér að Mir-
anda var eina mannveran í öll-
um heiminum sem mig langaði
til að búa með. Mér ofbauð allt
þetta stand.
Og það sem ég tók þá til
ráða var að fara í apótek og
segja að mig vantaði eitthvað
við alvarlegri inflúensu. Ég hafði
aldrei fyrr komið á þennan stað,
til allrar hamingju vom engir
aðrir viðskiptavinir, svo að ég
gat rutt úr mér sögunni. Ég
sagðist eiga vin sem væri dá-
lítið undarlegur (hefði ótrú á
læknum) og hann hefði fengið
alvarlega inflúensu, kannski
lungnabólgu og við yrðum að
koma einhverju í hann án þess
að hann vissi-. Jæja, afgreiðsíu-
stúlkan kom með það sama og
ég hafði áður keypt og ég sagðist
þurfa penicillin eða hitt lyfið,
en hún sagði að það yrði að
vera út á lyfseðil. Til allrar
óhamingju kom apótekarinn
fram í sömu svifum og hún fór
og sagði honum allt af létta
og hann kom til mín og sagði
að ég yrði að fara til læknis
og skýra málið fyrir honum.
Ég sagðist vilja borga hvað sem
væri, en hann hristi bara höfuð-
ið og sagði að bað væri ólög-
Wallace tekst að leiða samtalið inn á þær brautir sem hann
óskar eftir. Belgíumaðurinn fær strax áhuga. Titanium? Á hafs-
botni? Pyrir nokkrar miljónir? Hinn kinkar kolli. Já, þá var
þetta ólöglegt, en nú hefur málið fymzt . . . sem sagt allt leyfi-
legt ... — Auðvitað vill Puret vera með, nokkrir dagar til
eða frá skipta ekíki máli, smálykkja á leiðina ... — Þeir
standa við barinn og Cora, kona Furet, dóttir hans Angólique
og Þórður virða þá fyrir sér, hálftortryggin. Hvað er nú allt
í einu svona spennandi sem þeir eru að tala um? Hver er þessi
óaðlaðandi „kunningi“? Viðskipti, núna, í fríinu?
Þvoið hárið úr LOXEXE- Shampoo — og flasan fer
«
SKOTTA
— Ljósin eru auðviitað til þess að geta farið á vatnaskáðd tim
miðjar nætur, kjáninn þirin.
10% FERÐASKRIFSTOFA
VBTyRIKISirWS
LÆKJARGOTU 3, REYKJAVÍK, SIMI T1540
KHÖFN — PAKÍS 10 eða 14 daga ferð með
þægilegum langferðabil um 5 lðnd frá
kr. 9.650,00. ,
Gistingar, yfirleitt 3 máltíðir á dag og
flugvsk. innif. Viðkoma í London eða Glasg-
ow, ef óskað er.
Innanlandsferðir
Frá og með 2. mai bjóðum við upp á eftirtaldar dagsferð-
ir, daglega:
Hveragerði — Giillfoss — Geysir — Þingvellir: Brottför
kl. 9. Komutími 18.30.
Krýsuvík — Grindavík — Keykjanesviti — Álftanes: Brott-
för: 13.30 Komutími 20.00.
Grafningur — Ljósafoss — Þingvellir — Reykir — Árbæv:
Brottför 13.30. Komutími 20.00.
Kvöldferð til Þingvalla: Brottför 19.30. Komutími 23.00.
Er líður á sumarið bjóðum við einnig upp á eftirtaldar
ferðir:
Hvalfjörður — Uxahryggir — Þiíigvellir eða öfugt eftir
þvi hvort hvalskurður fer fram árla eða síðla dags. Brott-
för kl. 9.00. Komutími 19.00—20.00
Kvöldferðir i Hvalfjörð: Þvi aðeins að fram fari hval-
skurður. Brottför 19.30 Komutími 23.30.
Hvalfjörður — Reykholt og uppsveitir Borgarfjarðar, til
baka Kaldidaiur — Þingvellir. Brottför 8.30 Komutírrvi
kl. 22.00.
Sögnstaðir Njálu. Brottför 8.30. Komutími 21.00. — Enn-
fremur verða 2% dags ferðir í Borgarfjörð og Snæfells-
nes.
Leiðsögn í öllum ferðum. — Kynnið yður hið ótrúlega
Iága verð. — Pöntnnum veitt móttaka i skrifstofunni.
LAN DSH N n-
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavcgi 54
Simar 22890 05 22875.