Þjóðviljinn - 27.05.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.05.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 27. maí 1967 — 32. árgangur — 116. tölublað. G-lista samkoma kl. 4 á morgun að Hótel Borg 1. Ræður flytja: Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri í Nesk^ upstað, Jón Tímótheusson, sjómaður. 2. Upplestur: 3. Einsöngur: Baldvin Halldórsson, leikari. Jón Sigurbjömsson, söngvari. Fundarstjóri verður Guðmundur J. Guðmundsson varafor- maður Dagsbrúnar. — Kaffiveitingar. Mörg sklp stöBvast um helgina Litlar horfur á að verkfall farmanna leysist hráðlega □ Verkfallið á kaupskipaflotanum stendur enn yfir, og litlar horfur eru á samkomulagi í deilunni. Nokkur skip hafa þegar stöðvazt og fleiri eru væntanleg til Reykja- víkur um helgina. Eins og sagt var frá í Þjóð- viljanum í gær skall á verkfall á kaupskipaflotanum á miðnætti í fyrrinótt. t>að eru vélstjórar, stýrimenn og loftskeytamenn á farskipunum sem eru í verkfalii og hafa staðið yfir samninga- fundir sáðan í haust, en ekkert miðar í samkomulagsátt enn. Samningafundir fyrir milli- göngu sáttasemjara hófust í gær klukkan fimm, en . árangur varð enginn, og sögðu forystumenn verkfallsmanna í viðtali við galllharðir að standa fast á kröf- um sínum í þessari kjaradeilu. Má því búast við að verkfallið standi enn um hrið, og kemur það sérlega hart niður á fólki úti á lkndshyggðinni, því að að- alakvegir eru enn ófærir flutn- ingabílum. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður og litlar horf- ur á samkomulagi í deilunni. Útvarpið flutti þær fréttir í gærmorgun, að farmenn hefðu gert samkomulag við atvinnurek- fyrir gerðardóm, og norska fréttastofan NXB sendi þá frétt út í gærkvöld. Þjóðviljinn hafði samband við skrifstofu Far- manna- og fiskimannasambands lslands um miðnætti sl., og sögðu fyrirsvarsmenn sjómanna í deil- unni að þessar fréttir væru til- iiæfulausar með öllu, og að ekk- ert miðaði í samkomuiagsátt. Félög þeirra farmanna sem standa í verkfallinu ætluðu að koma saman á fund nú í morg- un. Þjóðviljann í gær að þeir væru endur um að leggja deilumálið Sj'ómannadagurinn hótíðlegur haldinn / 30. sinn ó morgun Sjómannadagurinn er á morg- un og er hann sá þrítugasti í röð- inni. Viðamikil dagskrá verður hér í borginni og hefst raunar með kappróðri í Reykjavíkurhöfn kl. 17 I dag. ,New York Times' og ,AI Ahram' í Kaíró: Stríð d milli Israelsmanna og arabu er Aflétti Egyptar ekki hafnbanni sínu á Akabaflóa munu Ísraelsmenn eiga einskis annars úrkosti en hefja hernaðaraðgerðir gegn þeim KAÍRÓ og NEW YORK 26/5 — Vopnaviðskipti milli Eg- ypta og ísraelsmanna eru óumflýjanleg, var sagt í grein í einu helzta blaði Kaíróborgar, „A1 Ahram“ í dag og í forystugrein í „New York Times“ var komizt svo að orði að hemaðaraðgerðir af hálfu ísraels væru óh'jákvæmi- legar ef Egyptum héldist uppi að hefta siglingar um Ak- abaflóa. 1 greininni i „A1 Ahram“ sem Skrifuð var af nánum samstarfs- manni Nassers forseta vaf sagt að Israelsmenn myndu verða að grípa til vopna að fyrra bragði vegna þess að þeim væri það lífsnauðsyn að skip þeirra fengju að sigla um Akabaflóa. — Ráðstafanir Egypta hafa komið í veg fyrir áform Israels um innrás í Sýrland og jafnframt hafa þeir náð tveimur markmið'- um sem þeir höfðu sett sér: Þeir hafa lokað Akabaflóa fyrir ísra- elskum skipum og nú standa egypzkar og ísraelskar hersveitir augliti til auglitis á landamær- unum. — Israelsmenn munu verð4 að grípa til vopna. Við búumst við því að óvinurinn muni hleypa af fyrsta skotinu og við munum sýna honum í tvo heima, sagði í gréin „A1 Ahram“. Nasser fbrseti sagði í ræðu á Manntjón USA fer yfír lOOþúsundíór SAIGON 25/5 —• Bandaríska herstjórnin í Saigon viður- kennir að síðan stríðið í Vietnam hófst hafi manntjón í liði hennar aldrei orðið meira í einni viku en í þeirri síðustu. Þá féllu að sögn hennar 337 bandarískir hermenn í Vietnam, en 2.282 særðust. Með sama áframhaldi mó bú- ast við að fyrir lok þessa árs muni samanlagt manntjón Bandarík'jamanna í Vietnamstríðinu verða orðið yfir 100.000 fallnir og særðir. Að meðtöldum þeim sem féllu í síðustu viku hafa, að sögn bandarísku herstjómarinnar, fall- ið meira en 10.000 bandarískir hermenn í Víetnam, langmestur hluti þeirra á síðustu mánuðum og misserum. Áður hafði mesla mannfall í liði Bandaríkjamanna i Víetnam á einni viku verið 264. Hið mikla manntjón í síðustu viku stafaði að sögn herstjómarinnar í Saigbn af hinum hörðu bardögum sem Framhald á 3. sáðu. fundi með verkalýðsforingjum í Kaíró í dag að markmið Egypta væri að ganga milli bols og höf- uðs á Israel. — Baráttan gegn Israel verður alger og mun ekki takmörkuð við Sýrland eða Egyptaland- Markmið okkar er að gersigra Israel. Þetta gat ég ekki sagt fyrir þremur eða fjórum ár- um, bætti Nasser við, en í dag, ellefu árum eftir 1956 (innrás Framhald á 3. síðu. ÁKVÖRÐUN SÍLDARVERÐS VÍSAD TIL YFIRNEFNDAR í gærkvöld barst Þjóðviljanum eftirfarandi f réttatilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins: Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur að undanförnu fjallað um á- kvörðun lágmarksvcrðs á síid í bræðslu vciddri Norðan- og Aust-. anlands á sumri komanda. Sam- komulag hcfur ekki náðst í ráð- inu, og var vcrðlagsákvörðuninni vísað til úrskurðar yfimcfndar á fnndi ráðsins í gær. Verðlags- ákvörðun sú, scm nú verður gerð, mun gilda til loka júiímánaðar samkvæmt ákvörðun ráðsins, en fyrir 1. ágúst verður ákveðið lág- marksverð fyrir tímabiiið 1. ágúst til 30. september. Fyrsti fundur yfirnefndar um málið vcrður í dag, en í nefnd- inni eíga sæti: Þjóðviljjinn er 20 síður ó morgun • A morgun, sunnudag, verður Þjóðviljinn 20 síður, tvö blöð: * Sextán og fjórar síður. Blað- ið verður að verulegu leyti heigað sjómönnum og sjó- mennsku f tilefni sjómanna- dagsins. Jónas H. Haralz, forstjóri Efna- hagsstofnunarinnar sem er odda- maður nefndarinnar, Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður og Jón Sigurðss., form. Sjómannasam- bandsins, tilnefndir af hálfu síid- arseljenda og Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri, Siglufirði og Valg. J. Öiafsson, framkvæmda- stjóri, Reykjavfk, tilncfndir af hálfu síldarkaupenda. Aigreiðsla á merkjum og Sjó- maimadagsblaöinu fer fram á fimmtán stöðum i borginni á morgun, — þar á meðal í öttlum barnaskólunum. Kaffisaila verður í Hrafnistu síðdegis á morgun og geta menn þá skoðað heimilið, sem rúmar núna um 370 vist- menn. Útihátíðairihöildm fara aðallega fram við Hrifnistu í Ijaugardal. Kiuikfcan elHefu verður messa í Laugarásbíói, prestur sr. Grímur Grímsson. Skömmiu eftir hádegi byrjar svo Lúðrasveit Reykjavfk- ur að leika sjómannalög, — þá verður mynduð fánaborg að Hrafnistu með sjómannafélags- fánum og íslenzkium fánum. Klukkan fjórtán he&t svo minninigarathöfn, sr. IngóMur Ástmarsson. minndst drukiknaðra sjómanna. &uðmundur Jónsson, söngvari syngur. Síðan flytja ávörp Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmála- ráðhema, Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri F.Í.B. og Sverrir Guðvarðarson, stýrimað- ur. Þá fer fram afhending heið- ursmerkja Sjómannadagsins, — þrjú silfurmerki og tvö gullmerki verða aifhent og hafa þá fimm menn fengið gullmerki á 30 ár- um. Klukkan háilf fimm hefst í nýju sundlauiginni í Laugardall staklka- sund, björgunarsund, sýning á meðferð 'gúmmíbjörgunarbáta og froskimenn munu sýna listir sín- ar. Að lokuim verður sjómannahóf í Súlnasal Hótel Sögu en hafn- firzkir sjómenn efna ti'] fagnaðar í Sigtúni um kivöildið. ÆF — ÆF — ÆF BLÁA BANDIÐ LEIKUR FYRIR RAUÐU VARÐLIDANA I TJARNARGÖTE 20, LAUGAR- D AGSKV ÖLDIÐ KLUKKAN 9. — ALLIR VELKOMNIR. Shelagh Dplaney. I Enska skáldkon- . j an Shelagh Ðel- J aney stödd s Reykjavík ■ ■ • Enska skáldkonan Shelagh j Delaney, höfundur A Taste of : Honey, A Lion in Love o. fl., ■ kom hingað til lands s. 1. • miðvikudag og mun dveljast j hér I sumarleyfi sínu. Delan- J ey hefur unnið talsvert í sam- ■ vinnu við Kevin Palmer og ; Unu Collins í leikhúsi Joan ; Littlewood I Englandi, en þau : starfa sem kunnugt er við • Þjóðleikhúsið hér og munu • hafa hvatt Delaney til Islands- ; fararinnar. j I fyrrakvöld var Shelagh : Delaney viðstödd sýningu á j leikriti sínu Hunangsilmi í ■ Lindarbæ. Salurinn var þétt- j setinn og leikendum ákaflega j vel fagnað í ieikslok. Það var með herkjum að • Ijósmyndara Þjóðviijans tókst j að hafa upp á skáldkonunni : að tjaldabaki eftir sýninguna j í fyrrakvöld en bá var þessi ■ tjjynd tekin. Verið eraðkynna j Delaney fyrir leikendunum I j Hunangsilmi. — (Ljósmyndari : Þjóðv. RH). Reykjavíljurganga 1967 — gegn herstöðvum, fasisma og erlendri ásælni: \ Mótmælastaðan hefst kl. 10 □ Kl. 10 Ih. í dag hefst MÓTMÆLASTAÐA við banda- nska sendiraðið að Laufasvegi 21. Tveir tugir ungra manna og kvenna munu standa með spjöld gegnt sendiráðsbygg- ingunni, þar sem á verða letruð mótmæli gegn þrásetu bandarísks hers á íslandi í trássi við vilja meirihluta þjóð- arinnar; mótmæli gegn Atlanzhafs'bandalaginu og hinum svívirðilega stuðningi þess við fasistaklí'kur víðsvegar um heim; mótmæli gegn morðæði Bandaríkjamanna í Víetnam. Þessari mótmælastöðu, sem í eðli sínu er aðeins táknræn, þar sem fjöldi þátttakenda er tak- markaður við lítinn hóp manna, [ lýkur kl. 14.30, — en þá hefst fundur stuðnings- manna Reykjavíkur- göngu 1967 í Tjamar- búð (niðri). Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Skýrt frá fyrirkomulagi REYKJAVÍKURGÖNGU 1967. 2. Skúli Thoroddsen, augnlækn- ir flytur ávarp. 3. Skráning þátttakenda f REYKJAVÍKURGÖNGU 1967. Eftir fundinn verður gengið til bandaríska sendiráðsins og afhent orðsending frá fundar- mönnum. Við heitum á stuðningsmenn REYKJAVfKURGÐNGU 1967 að fjölmenna á fundinn. FRAMKVÆMDANEFND REYKJAVÍKURGÖNGU 1967.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.