Þjóðviljinn - 27.05.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.05.1967, Blaðsíða 4
4 SteA — ÞJÓÐVHJINN — Laugaaxiagur 27. laaf 1967. Otgefan ii: Sameiníngarfloidíur alþýðo. — Sóslalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróax Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. • Framkvstj-: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Fólkið s/alft JJemámsblöðin fagna mjög I-lista þeim sem bor- inn hefur verið fram gegn Alþýðubandalaginu í Reykjavík, og telja að með honum sé Alþýðu- bandalagið klofið niður í rót, eins og komizt hef- ur verið að orði. Ekki minnkar fögnuðurinn við það að málgögn þessa lista hafa auðsjáanlega ekkert áhugamál annað en níða Alþýðubandalag- ið og einstaka liðsmenn þess, þar er eini andstæð- ingurinn, sá eini sem ætlunin er að gera ógagn. En hemámsblöðin skyldu ekki fagna of snemma. Það er athyglisverð staðreynd að í meðmælenda- hópi I-listans em aðeins 30 menn úr Alþýðubanda- laginu í Reykjavík á sama tíma og félagatala þess hefur aukizt um mörg hundruð síðustu mánuði og er nú næstum því þúsund manns. Vinstri menn í Reykjavík hafa aldrei haft jafn fjölmenn og öfl- ug samtök að baráttutæki, og þeir vita fullvel að með því tæki verður nú að heyja mjög mikilvæga hagsfnunabaráttu, ekki aðeins í kosningunum, heldur og eftir þær. Og vinstrimenn vita einnig að í slíkri baráttu er það samheldni og einhugur sem ræður úrslitum. gamtök' lifa sínu eigin sjálfstæða lífi, ef þau búa yfir sameiginlegum hugsjónum og félagslegum hagsmunum. Það kemur oft fyrir að einstakling- ar verði viðskila við samtök og ætli sér þá stundum . stóran hlut utan þeirra. En þeir fá þá að kynnast því að það eru samtökin sjálf sem skipta máli en ekki einleikur neinna forustumanna. Alþýðu- bandalagið var stofnað af mikilli nauðsyn, og sú nauðsyn er ennþá brýnni nú — þegar við blasir m.a. algert óvissuástand í efnahagsmálum. Þeir menn sem ímynda sér að Alþýðubandalagið sé klofið niður í-rót, skulu minnast þess, að slíkt er ekki á valdi neinna einstaklinga hversu háar hugmyndir sem þeir kunna að hafa um sjálfa sig. Það er fólkið sjálft sem ákveður hvort það vill hafa samtök sín heil og sterk eða sundruð og aflvana. Fróðlegt svar £jvo mjög þröngt er nú orðið á vinnumarkaðn- um að horfur eru á að skólafólk sem nú kemur þúsundum saman í vinnuleit lendi í miklum erf- iðleikum. Guðmundur J. Guðmundsson varafor- maður Dagsbrúnar, sagði fyrir skömmu í viðtali við Þjóðviljann að hann óttaðist það að annarhver skólanemandi kynni að ganga atvinnulaus í sum- ar af þessum völdum. ^stæða er til þess að vekja athygli á viðbrögðuim Vísis við þessari frétt. Þetta málgagn fjárplógs- mannanna sagði í háðslegum tón að það gerði nú lítið þótt skólaíólk fengi ekki vinnu; það gaeti þá í staðinn brugðið sér í skemmtiferðir til utlanda. Þetta er einskonar nútímaútgáfa af sögunni urri frönsku drottninguna sem sagði þegar hún heyrði fólkið hrópa á brauð: Nú, hvers vegna fær það sér ekki kökur? En þær þúsundir manna sem nú eiga við vanda að etja af þessum sökum ættu að minjaast þessa svars stjómarblaðsins. — m. Minning: ígiii Benediktsson, flugstjóri Er sú harmafregn barst mér, að kvöldi þess 3. maí s.l., að flugvélin „Austfirðingur“ hefði farizt við Vestmannaeyjar þá um daginn, gat ég í fyrstu ó- mögulega trúað því. Á slík- um augnablikum er það ósk- hyggj an, sem nær yfirhönd- inni hjá okkur mannlegum ver- um, og í þessu tilfelli fannst mér það útilofcað, að vinir mín- ir og samstarfsmenn, Egill Benediktsson, flugstjóri og Ás- geir Einarsson, flugmaður ásamt Finni Finnsyni, flugnema, væru horfnir okkur fyrir fullt og allt. 'Og þá ekki sízt vegna þess að Egill og Ásgeir höfðu verið hér fyrir austan, hressir og kátir að vanda, fyrr um daginn. Kynni okkar Egils Benedikts- sonar voru ekki löng, eða að- eins rúm þrjú ár, en þau voru mjög ánægjuleg í alla staði fyrir mig. Þau kynni eru ná- tengd þróun flugsamgangna okkar Norðfirðinga, sem ég vissi að Egill bar mjög fyrir brjósti. Það var vorið 1964, sem leiðir okkar lágu saman, er hann byrjaði að fljúga hingað til Neskaupstaðar á vegum Flugsýnar h.f., sem flugmaður með Sverri heitnum Jónssyni, flugstjóra, á sjö farþega „Beech- craft“ flugvél. Langþráð á- ætlunarflug milli Neskaupstað- ar og Reykjavíkur var þar með hafið. Þann 17. júní sama ár kom Egill sína fyrstu ferð hingað sem flugstjóri á þessari flugvél, og var það stór dagur, ekki aðeins fyrir Egil, heldur o" fyrir Norðfirðinga, því frá þeim jdegi voru ,það tvejr afbragðs flugstjórar, í þjónustu Plug- sýnar h.f., sem sinntu sam- gönguþörfum okkar. Síðan var Egill flugstjóri á vélum félagsins, næst á „Her- r>n“ vélinni, sem tók 15 far- ■þega, og nú síðast liðið ár á 32 og 36 farþega DC 3 flug- vélunum. Hefur hann flogið fleiri ferðir milli Neskaupstaðar og Reykjavíkur en nokkur ann- ar. Verður það skarð, sem nú er höggvið hjá þessu litla flug- félagi, vandfyllt. Egill var mjög vinsæll í starfi, og báru allir Norðfirð- ingar mikið traust til hans sem flugstjóra, en um leið var hann kunningi mjög margra bæjar- búa. Kom þar bæði til, að hann var ákaflega ákveðinn og fast- ur fyrir, en einnig þægilegur í viðmóti og sérstaklega greið- vikinn. ’ Samstarf okkar Egils var allan tímann gott t>g algjörlega snurðulaust, hvort sem var í sambandi við hina daglegu af- greiðslu flugvélanna hér í Nes- kaupstað, eða þegar við vorum að verja flugvélar í vondum vdðrum hér á flugvellinum við slæmar aðstæður. Kom alltaf greinilega fram dugnaður hans og ósérhlífni. Þessi fátæklegu orð eiga að vera þakklætisvottur til Egils frá mér, fyrir ánægjulegt sam- starf og vináttu, svo og frá körtu minni og börnum, sem öll voru ákaflega hænd að Agii, enda var hann sérstaklega barngóður, og söfnuðust þau yfirleitt að honum, þegar hann kom heim til okkar. Eiginkonu Egils, Steinunni Jónsdóttur, foreldrum hans, Geirþrúðri Bjamadóttur og Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi, og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð við þetta sviplega fráfall. En það er huggun harmi gegn, að eftir lifir minningin um góðan dreng. öm Scheving. -------------------------------S> Þjóðhátíðarmótið háð 15.-17. júní ................ WiiMnannMri Þjóðhátíðarmót frjálsíþrótta- manna fer fram á Iþróttaleik- vangi Reykjavíkurborgar í Daug- ardal, dagana 15.-17. júní 1967. Keppt verður í þessum iþrótta- greinum: Föstudagur 16. júní: 200 m hl. karla, 400 m hl. karla, 1500 m hlaup karla, 3000 metra M. karla, 400 m gr.M. Sækir utn styrk ti! vesturfarar Sem kunnugt er mun Karla- ! kór Reykjavíkur fara í söng- för ttl Vesturheims nú í sum- ar og syngja m.a. á heimssýn- ingun-ni í Montreál i Kanada. Kórinn hcfur nú sótt um ferða- styrk tíl borgaryfirvalda. Borg- arráð vísaði styrkibeiðninni til afgreiðslu í samibandi við gerð fj árfaagsáætkmar. karla, 4x100 m boðhiL karia, 4x100 m boðhl. sveána, 200 m hlaup kvenna, 400 m hlaup drentgja, langstöfck karla, þri- stöfcik karla, hástöfck kvenna, spjótkast karla, spjótkast kv., spjótk. direngja, sleggjukast og kringlukast. Laugarðagurinn 17. júni. 100 m hl. karla, 100 m hl. kvenna, 100 m M. drengja, 109 m Maup sveina, 110 m gr.hL karla, 110 m gr.M. drengja, 1000 metra boðhl. karia, hástökfc, stangarstökk, kúluvarp og 800 metra hlaup karla. Fimmitudagin 15. júní fer fram undankeppni í þeim greinum, sem þörf verður á. Þiátttatea er heimiil ölium frjállsiíþróttamönn- um, jafnt utanbæjarmönnum sem Reyikvikinigum, en þátttaka er skilyrðislaust háð tilkynning- um. Tilkynningar um þétbtöfcu ber að senda til Þórðar Sigurðsson- ar, pósthóif 215, Rwik fyrir 1, júní nic. Finnur Th. Finnsson Ásgeir Einarsson Minningarathöfni í Dámkirkjunni í dag, Iaugardag, fer fram í Dómkirkj- unni minningarathöfn um flugmennina þrjá, sem fórust með flugvél Flugsýnar „Austfirðingi“, við Vestmannaeyjar hinn 3. maí síðastliðinn. Minningarræður flytja séra Jón Auðuns dómprófastur og séra Óskar J. Þorláksson dómkirkjuprestur. Félagar úr Karlakómum Fóstbræðrum syngja. — Athöfnin hefst klukkan 10.30. Þeir sem fórust með „Austfirðingi“ voru: Egill Benediktsson flugstjóri, Ásgeir Ein- arsson flugmaður og Finnur Th. Finnsson aóstoðarmaður. Föðurkveðja Við kveðjum þig. — Svo hljóðar harmsins mál. En hitt er þögul vissa, að okkar sál hún kveður aldrei, hvorug aðra í heimi, og hefur engin mörk á lífsins ál. Við skiljumst eigi. Okkar beggja leið er ein og söm um þrotlaust tímans skeið. Og þó að fundi beri að sinni sundur, við sjáumst yfir draumahöfin breið. Þín önd, sem hönd, var stælt við vos og stríð og stefndi lítt í sumarskjólin blíð. Þú fæddist líka á frpsta og snjóa vetri; þitt fyrsta bros var móti norðanhríð. En spor þín fyrstu lágu um ljúfan sal, er lengur fram um stundir muna skal. Og ljós þitt skein á bræðra og systra brautum í berjamó. — Það var á Jökuldal. Eg á frá þessum dögum dýran sjóð um drenginn minn á fríðri bemskuslóð. Og hann er orðinn tákn og merkið mesta um minning þína, sem er öllum góð. Minn kæri sonur, um þinn dáða dag og drenglund kveð ég aðeins lítinn brag. En þökk og minning þinna ævistunda mig þrýtur ekki fram á sólarlag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.