Þjóðviljinn - 01.06.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1967, Blaðsíða 4
/ ÍJ SíÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimrotudagur 1. júní 1967. Otgefanii: Sameiningarflolckur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: • Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Suðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðui V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. * Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00. Húsnæðismáfín r>l k stæða er til að vekja athygli á viiðtali við Guð- ■**■ mund Vigfússon, fulltrúa Alþýðubandalagsins í Húsnæðismálastjóm, en það birtist í síðasta tölu- blaði „Alþýðubandalagsins“, sem G-listinn í Reykjavík gefur út. Þar er vakin athygli á mikl- um vanda þess fólks sem hugðist hefja íbúðar- húsabyggingar í vor. Þeim sem ætluðu að hefja framkvæmdir í vor og vildu sækja um lánsloforð á árinu var gert að senda umsóknir fyrir 15da marz s.l. Enda þótt síðan séu liðnir rúmir tveir mánuðir og bezti byggingartími ársins hafinn, hafa umsækjendur ekki enn fengið nein svör. Þetta er þeim mun alvarlegra sem lögum samkvæmt er óheimilt að hefja byggingu eigin íbúðar, nema fyrir liggi samþykki Húsnæðismálastjómar, ætli íbúðareigandinn sér að sækja um lán frá stofn- uninni. Þama er semsé um algera sjálfheldu að ræða. Menn geta ekki hafizt handa fyrr en þeir fá samþykki, en umsóknimar fást ekki afgreidd- ar. Þannig er á málum haldið af þeim flokkum sem telja sig andvíga höftum á íslandi! Guðmundur bendir á að af þessum vinnubrögð- geti hlotizt mjög alvarlegur samdráttur í bygg- ingaframkvæmdum í ár en það leiði aftur fljót- lega til vaxandi húsnæðisskorts. Ástæðan er hins vegar sú aið Húsnæðismálastjóm skortir mjög verulega fjármuni til þess að rækja það hlutverk sem henni var ætlað. Svo er að sjá sem ríkisstjórn- in hugsi sér að ’taka frá Húsnæðismálastjórn fjár- muni til byggingarframkvæmda þeirra í Breið- holtinu, sem samið var um 1965 milli verklýðsfé- laganna og ríkisstjómarinnar og láglaunafólk átti sérstaklega að njóta. Haldi ríkisstjómin fast við þá afstöðu virðist það vera ætlun hennar, að reyna að takmarka almennar húsbyggingar sem svarar framkvæmdunum í Breiðholtinu; stjómarflokk- amir virðast hugsa sér að það aukna frelsi í hús- næðismálum sem verklýðshreyfingin tryggði sér með þeim samningum skuli hafa í för aneð sér aukin höft í öðram húsbyggingum. Það skal enn ítrekað: Þetta eru flokkamir sem telja sig and- víga höftum á íslandi. /^uðmundur Vigfússon bendir á í viðtalinu að ^umbætur í húsbyggingamálum og lánamálum séu árangur af baráttu verklýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagsins. Hann segir í lok viðtals síns um framtíðarþróunina á sviði húsnæðismála: „Þessum miklu verkefnum og þessu brýna hags- munamáli almennings verður ekki sinnt á neinn viðhlítandi hátt á næstu árum án samsföðu al- mennings, verkafólks og launamanna. Þróttmikil sókn alþýðunnar í öllum kjördæmum og aukinn þingstyrkur Alþýðubandalagsins er því mikils- vert framlag nú og raunveralega eina trygging þess að áfrám miði á þessu mikilvæga sviði þjóð- félagstmálanna.“ — m. t Hampiijan vill rannsókn á veðarfærakostnaii tooara Forstjóri Hampiðjunnar hefur sent Þjóðviljanum eftirfarandi atlhugasemd. ,,Reykjavík, 29. maí 1967. Dagana 18. og 19. mai s.l. birtist í dagbíöðunum áskorun sem 19 togaraskipstjórar hötföu sent sjávarútvegsmélaráðherra varðandi innfflutning á veiðar- faerum tii togáranna þar sem segir m.a.: „Reynsllan hefur sýnt, að Hampiðjunetin hafa ekki Mkt því sama styrkieika í notkun og portúgölsk net, sem togaramir hafa almeimt notað undanfarið.“ Framangreind staðhsefing er algerlega óréttmæt edns og samanlburðarrannsóknir Rann- sóknarstofnunar iðnaðarins á gæðum innlendra og erlendra nete hafa sannað, en er auk þess til þess failin að spiila viðskiptum og áliti Hampiðj- unnar og hnekkja starfsemi^ hennar. Við afhugun á því, hverjir hefðu haft forgöngu um að safna unddrskriftum togaraskip- stjómanna undir umrætt pllagg, hafa böndin borizt að skip- stjórum á togurum, sem engin net hafa notað frá Hampiðj- unni. Þess má geta, að á 4 tog- aranna höfðu engin Hampiðju- net verið notuð allt árið 1966 og fram tii 1. mai á þessu ári -------------------------------$, Bóksalar vekja athygfí á rangíátrí skipun tofíamála Nýlega var haldinn aðalfund- ur Bóksalafélags íslands. Fund- urinn gerði eftirfarandi sam- þykkt varðandi tollamál ís- lenzkrar bókagerðar, svo og vegna söluskatts á íslenzkum bókum: „Aðalfundur Bóksalafélags ís- lands, haldinn föstudaginn 26. maí 1967, leyfir sér enn á ný að vekja athygli á hinni rang- látu skipan tollamála, sem ís- lenzkir útgefendur þurfa að búa við. Á sama tíma og erlendar bækur og blöð eru algerlega tollfrjáls flutt til landsins, er íslenzkum útgefendum gert að greiða háa tolla af pappír og bókbandsvörum. Augljóst er, að þessi skipan tollamála stendur íslenzkri bókaútgáfustarfsemi verulega fyrir þrifum og neyðir íslenzka útgefendur til ójafnrar og óréttlátrar samkepþni við er- lenda aðila, sem njóta sérstakra fríðinda umfram íslenzka útgef- endur. Þess vegna skorar fund- urinn á ríkisstjórnina að beita sér nú þegar fyrir endurskoðun á tollum á efni til bóka- og blaðaútgáfu, svo að íslenzkir út- gefendur hafi ekki lakari að- stöðu í sínu eigin landi en er- lendir keppinautar þeirra. Sömu- leiðis minnir fundurinn á, að fyrir alllöngu hafa Bretar af- numið söluskatt á bókum, og nýlega hafa norsk stjómvöld gert hið sama. Telur aðalfund- ur Bóksalafélags fslands að feta eigi í fótspor þessara þjóða og Framhald á 9. síðu. og á 5 togurum höfðu á sama tíma einungis einstök stykki í net frá Hampiðjunni verið not- uð. Hinir togaramir hafa, að þvi er bezt er vitað, teíkið mest- ölll net og efni hjá Hampiðj- unni s.l. 12 mánuði, en engin kvörtun hefur borizt frá skip-: stjómm þeirra né óskir um aðra gerð eða giidara gam i netin. Liggur þegar fyrir frá útgerð fjöguira þessara togara yfirlýs- ing um, að ending og verð Hampiðjunetanna hafi ekkj gef- ið tifafini til, að viðskiptum víð Hampiðjuna yrði, hætt, Af framansögðu virðist Ijóst, að undirskrifendur skorti >aigerfega skiiyrði til samanburðar á gæð- um portúgalskra neta og neta frá Hampiðjunni, enda hefur komið fram að samíþykkt þessi var fflausturslega afgreidd, og hafa sumir sfcipstjóranna sem til hefiur náðst, látið það í Ijós, að þeir hafi undirritað hana í fljótræðd pg þyki það miður. Þar sem vikið er að veiðar- færafcostnaði í umræddu plaggi má geta þess, að samkvæmt vottorði Bæjarútgerðar Reykja- vífcur var kostnaður bv. Ingólfs Amarsonar, sem eingönigu hef- ur notað veiðarfæri frá Hamp- iðjunni, í netum, bætingarvinnu , og tógum á tímabiiiu frá 1. jan- úar til 10. maí 1967 samtals kr. 122.989.00. Á þcssu tímabili hef- ur togarinn farið í sex veiði- ferðir og afflað 1.127 tonn að verðmæti fcr. 8.223.209.00. Hefur því koistnaður við net tvinna og tóg numið kr. 109,13 á hvert fisfeitonn eða 10,9 aurum á kg. sem er 1.5% af heildarverðmæti afflans. Verður þessi útkoma að teij- ast mjög góð, en ársnotkun tog- ■ara í netum getur Verið frá 400-600 þúsund krónur. Forráðamenn h.f. Hampiðj- unnar líta mjög alvarle'gum auigum á þetta mál, þar sem það er til þess faliið að spilla áiiti og viðskiptum fyrirtækis- ins. Af þessum sök-um og þar sem ekki er fiengin nein fuil- nægjandi skýring á því undan hvers rifjum umrætt plagg er runnið, telur stjórn fyrirtækis- is annað óhjákvæmilegt en að kryfja mélið til mergjar og heífiur því álkveðið að leita rétt- ar síns fyrir dómstólum. , Jafnframt hefiur h.f. Hamp- iðjan óskað eftir því við við- komandi ráðuneyti, að hlutlæg rannsókn fari firam á veiðar- færafcostnað'i togaranna og glengið verði úr skugga um það, hvort hinn mikili reksurshagn- aður af notlkun portúgalskra neta, sem gefið er í skyn að geti skipt miljónum í affla, komi firam í þeim gö'gnum, sem lögð eru frám með styrfcbeiðnum togaranna til stjómvaida. Reykjaví'k, 30. maí 1967 f.h. H.f. Hampiðjan. Hannes Pálsson". Þessari athugasemd fylgja yf- irlýsingar þriggja manna, þar af tveggja togarasikipstjóra. Lýs- ir annar skipstjóranna (hann var einn þeirra sem undirritaði fjcrrefnda ásfcorun) því yfir að hartn hafi ekki notað botn- vörpunet frá Hampiðjunni síðan hún hóf framieiðsiu með nýjustu gerð véUa um si. ára- mót. Hinn skipstjórinn telur Hampiðjunet fyliilega sambæri- leg við portú'gölsk net að styrk- leillca og endingu. BRum á ísafirði Á sjómannadaginn voru heiðr- aðir þrír aldraðir sjómenn á isafirði, Adolf Ásgrímsson, Gest- ur Sigfússon Dg Sigurður Sig- urðsson. Hátíðahöldin í tilefni dagsina voru með líku sniði og áður. Sóknarpresturinn, Sigurður Kristjánsson, prédikaði og sjó- menn sungu í kirkjunni. Kristjón Jónsson stýrimaður setti útisam- komuna við Bátahöfnina, fór þar fram kappróður og einnig var keppt í knattspyrnu. Um kvöldið var haldinn dansleikur. □ BQ0CIQB NYTIZKU KJÖRBÚÐ Kynnist vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. KRON Stakkahlíð 17 IV VÖRUSÝNING 20. MAÍ-4.JÚNÍ IÞRÓTTA- OG SÝNINGARHÖLLIN | LAUGARDAL OPIÐ FRÁ KLUKKAN 14-22 ALLA DAGA í DAG opið klukkan 14 til 22. Stórt vöruúrval frá fimm löndum. — Vinnuvélar sýndar í gangi. BÍLASÝNING. Fimm kvikmyndasýningar: Kl. 15 — 16 — 17 — 19 — 20. TVÆR FATASÝNINGAR — kl. 18.00 og kl. 20.30. með pólskum sýningardömum og herrum. VEITINGASALUR OPINN. KAUPST'EFNAN pólland tékkóslóvakía ! zrýLki/t. !r „i' zl. , sovétríkin ungverjaiand REYKJAVIK 196*7 þýzka alþýdulýðveldið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.