Þjóðviljinn - 01.06.1967, Blaðsíða 10
10 SílM — í>JðÐV5ti.íHNiN — Fimmturiagur 1. júní 1962.
nuiin«iniiiHiuiiiiiiMiMHiiimniinii
P.N. HUBBARD
BROTHÆTT
GLER
11
upp vi<5 skjólvegginn var langt
bt>rð fyrir tvo.
Frú Pargeter leit útum bak-
gluggann og sagði: — Gerðu svo
vel, góða min. Tilbúið eftir tíu
mínútur. Allt í lagi?
Hún virti mig fyrir sér og
hvarf aftur. Mér fannst ég vera
leikgestur á reglulegri sýningu,
en ég hafði engar áhyggjur af
þvi. Það lá eins konar niður-
baeldur fögnuður í þessu kyrr-
stseða lofti og afgangs dagbirtu.
Við hölluðum okkur fram á
6kjólvegginn og horfðum á fá-
eina báta sem lágu hreyfingar-
lausir við stjóra. — Ég er ger-
samlega í þínum höndum, sagði
ég. — Hvað viltu að við drekk-
um.
— Það verður að vera bjór-
Það eru engar skrautfjaðrir á
Skipinu. En hann er taer og
beizkur og haefir humamum ekki
síður en hvað annað. Ef þig lang-
ar í einn lítinn á undan, þá er
haegt að fá gin. En ekki handa
mér. Mig langar i mat.
Ég leit á einbeittan, fullköm-
inn vangasvipinn sem bar við
skuggsaelan skóginn. Það var á
honum dreyminn svipur sem ákafi
hennar í sambandi við humar og
tæran bjór gat ekki rekið burt.
Hann féll inn í þögnina og þenn-
an tímalausa heim dimmra trjáa
m
JÚ7 EFNI
^l/ SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæð ilyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
og kyrrstaeðra vatna. Ég hef víða
farið engu síður en aðrir, en
mér hefur aldrei fundizt ég eins
fjarri heiminum og þessar fáu
mínútur áður en frú Pargeter
kom með bakkann.
Á bakkanum voru tveir diskar,
hvor um sig með hálfum vaen-
um humar, skál með salati, nýju
og fersku, hleifur af brúnu
brauði, smjörbiti og stór kolla
af fölgylltum bjór. Annað við-
meti var komið á borðið, meðal
annars ein af þessum olíu- og
edikssamstaeðum, þar sem flösk-
umar hallast saman eins og
þær væru við skál.
Naesta - klukkutímann jukust
töfrarnir ef nokkuð var, en
breyttu um svip. Þegar skugg-
sýnt var orðið, kom frú Parg-
eter með tvö kerti. Þeim var
ekki komið fyrir í gömlum kop-
arstjökum eða tómum ' flöskum
upp í skringilegheitin, heldur
voru þau í emaljeruðum svefn-
herbergisstjökum, sem ég mundi
eftir sem krakki. Logarnir bærð-
ust ekki nema þegar við hlóg-
um eða flugumar komu of
nærri.
Ég vissi allt um humar, en
ég átti dálítið ólært um bjór. Við
drukkum aðra kollu af honum
og hölluðum okkur fram á
skjólgarðinn aftur meðan kert-
in loguðu á borðinu bakvið okk-
ur. Frú Pargeter kom út og
bauð okkur te á sómasamlegan
átjándu aldar máta, en við af-
þökkuðum. Það var ekki minnzt
á kaffi. Hún gaut augunum til
Claudíu og spurði hvort við vild-
um lögg af dálltlu.
Claudía sagði: — Já, þökk fyr-
ir, jog hún kom með tvær gamal-
dags kollur á fæti, fullar af ein-
hverju sem hefði átt að vera rán-
dýrt, en var það trúlega ekki í
Cartery. Við dreyptum á þessu
þar sem við stóðum við vegginn
og kertin teguðu fyrir aftan okk-
ur og við töluðum um allt milli
himins og jarðar, nema hvort
annað. Ég tók glösin og setti
þau aftur á borðið til öryggis.
Þegar ég kom aftur að veggnum
snertust handleggir okkar og við
létum svo vera, og mér hefði
j(verið sama hvort sjórinn neðan
við vegginn var Norðuríshafið
eða Kyrrahafið, svt> framarlega
sem handleggir okkar snertust.
Loks sagði hún: — Á ég að
borga?
— vntu gera svo vel? Ég er
alveg í leiðslu. Ek þetta nóg? Ég
rétti henni eitöivað af soðlum
og innan skamms kom hún til
baka og fékk afgangmn. Ég veit
ekki enn hvað máltíðin kostaði,
annað en meira af sálarró minni
en ég hafði aflögu á mínum
aldri.
Við buðum frú Pargeter góða
nótt og fórum að bílnum. — Ekki
snúa við, sagði Claudía. — —
Við getum ekið út á tangann og
til baka eftir þjóðveginum. Ég
dró hana að mér og kyssti hana
áður en við stigum upp í bílinn.
Ég hef aldrei verið gagntekinn
öðrum eins friði og fullvissu um
hann. Síðan eltum við bílljósin
eftir trjágöngunum á ný þar til
loftið komst aftur á hreyfingu
við andlit okkar og við heyrð-
um í hafi sem við sáum ékki
sem gnauðaði við malarströnd
til vinstri við okkur. Vegurinn
var tiltölulega beinn alllangan
spöl og allan þann tíma sátasi
við hvorki sól né mána en heyrð-
um aðeins sjávarniðinn.
Síðan beygði vegurinn aftur
inn í landið, lá yfir hærra svæði
sem af mýrlendi. Ég sá aðeins
tvo ljósbletti á götunni fyrst í
stað sem hófust og hnigu reglu-
lega en síðan tvo aðra sem
hreyfðust hraðar en smærri eða
lengra burtu. Hafurinn kom
þjótandi eftir miðjum veginum
og vék aldrei vitundarögn. Hann
var óður af ótta við það sem á
eftir honum var og blindaður af
ljósunum framundan. Á síðustu
stundu setti hann undir sig haus-
inn og rakst beint framan á bil-
in sem rann til á veginum með-
an ég hemlaði eins og óður mað-
ur. Það heyrðist brotlhljóð og
dynkur og við snarstönzuðum, en
til allrar hamingju skinu Ijós-
in enn á veginn framundan. Það
var alger þögn, eftir andartak
heyrði ég hafgoluna bæra lyngið
eða hvað það nú var seiri óx
meðfram veginum á báða vegu.
Við fórum bæði út og horfð-
um á brúna hrúguna sem lá til
hálfs undir bílnum. Það var dá-
lítið blóð á veginum. Ég flýtti
mér aftur upp í ekilssætið. Það
þurfti hvort sem var að aka bíln-
um til baka og ég varð að kom-
ast burt frá þessum brotna
skrokki. Eitthvað hékk á bílnum
stundarkorn þegar ég byrjaði að
bakka en losnaði síðan. Ég fór
aðeiris með bílinn fáein fet aftur
á bak, svo að ljósin féllu ekki
á þetta.
Claudía stóð í Ijósinu og horfði
niður. Svo laut hún niður, riáði
taki á einhverju og togaði. Svip-
ur hennar var hlutlaus, aðeins
vottur af gremju. Hún sleppti
og gekk að dyrunum. — Komdu
og hjálpaðu mér, sagði hún.
— Ég sat þar sem ég var kom-
inn. — Ég ^et það ekki, sagði
ég. — Mér þykir það leitt. Ræð-
urðu við þetta?
Hún stakk höfðinu inn um
gættina og brosti til mín. Hún
sagði: — Hó, hó, lávarður minn,
hermaður og hræddur? Hún var
mjög fjörleg.
Ég hristi höfuðið. — Ég er
enginn hermaður, sagði ég, —
Þetta er bara nokkuð sem ég
ræð ekki við-
Hún hörfaði án þess að segjá
fleira og gekk aftur fram fyrir
balinn. Hún laut niður og þá sá
ég í bílljósunum hver átt hafði
hin augun.
Ég veit ekki hvers konar
djöflahundur það var sem stund-
aði sínar einkaveiðar í myrkr-
inu í þessu villta umhverfi. Það
var stór hundur, mjög breiður
að framan. Ég sá hvemig stirndi
á bakið á honum og hann sýndi
Glaudíu opið ginið, og lágt urr
sauð niðri í honum. Ég var í
þann veginn að kalla til hennar,
en um leið rétti hún úr sér og
sá hann.
Hún brosti til hans og gekk
nökkur skref í áttina til hans.
Hann setti niður trýnið og stóð
kyrr. Svo snaraðist hún á hæli,
beygði sig og tók eitthvað upp
af veginum. Hún sveifláði þvi og
ég sá að það var hjartarhom,
brotið af upp við rætur. Það
var blóð á brotna endanum.
Hún réðst að hundinum með
homið, sveiflaði því til og hjó í
áttina til hans og ég heyrði hana
formæla hohum með rólegum
flaumi af samantvinnuðum ill-
yrðum. Hann hörfaði undan
hinni óvæntu, ofsalegu árás, en
svt> náði hann sér á strik og fór
að hoppa kringum hana, tvístága
og glefsa. Þau gáfu bæði frá sér
undarlega tilbreytingarlaus illsku-
hljóð. Svo skipti hún allt í einu
um stöðu eins og skylmingamað-
ur og greiddi honum langt hbgg-
Greinar hornsins hittu hann á
trýnið og hann rak upp ýlfur
og hljóp burt með lafandi rófu.
Það heyrðist í honum meðan
hann fjarlægðist niður veginn og
hljóðið var mikliT fremur bland-
ið reiði en sársauka.
Claúdía stóð þarna ■ gleiðstig
stundarkom, svo gaf hún frá sér
háværan sigrihrósandi hlátur.
Hún gekk aftur að bílnum,
sveiflandi hinu hröðalega vopni
og brosti móti ljósunum til mín,
sem hún sá ekki en vissi að
var að horfa á hana. Hún sveifl-
aði hominu og fleygði því langt
út í lyngið. Svo laut hún aftur
niður og greip um dádýrið ósýni-
lega. Hún beitti kröftum og dró
það tii, svo að það hvarf alveg
úr ljósgeislunum og ég heyrði
skrjáf í gróðrinum við vegbrún-
ina.
Ég slökkti á háljósunum og sat
þama með lágljósin ein. Hnén á
mér skulfu þegar ég ýtti kúpl-
ingunni niður og losaði um gir-
ana. Ég ræsti bílinn aftur ög
eftir andartak opnaði Claudía
hinar dyrnar og settist inn við
hliðina á mér. Hún var andstutt
eftir áreynsluna og brosti með
sjáfri sér.
Hún sagði: — Veslings Johnnie.
Þetta er allt í lagi. Ég setti í gír
og ók af stað. Bíllinn virtist ekki
hafa orðið fyrir skemmdum. Hún
sneri sér að mér og dró fingur-
inn niður með vanga mínum og
undir eyrað. Þetta var vinarhót,
blíðuatlot, en þegar hún tók burt
fingurinn fannst mér hörundið
vera kalt þar sem hún hafði
snert það.
Ég ók hraðar til baka og mér
þótti leiðin býsna löng. Hvergi
var ljós að sjá nema geislann
framundan. Það eru reyndar ekki
nema átta kílómetrar frá tang-
SKOTTA
Y
4915 — Angélique spyr Þórð hvort hann haidi aó hættulegt byrjs á að leita að litlu koparkistunni sem Lascar geymdi pen-
sé að kafa hér. Nei, hann heldur að það sé óhætt. Veðrið er gott ingana sína í. Þeim veitir ekki af dálitlum peningum fyrir kostn-
og hér eru erigir sterkir straumar...... Ef hana langar til........ aðinum ög hann veit að stórar fúlgur eru í kistunni. — Þetta
— Þegar Bemard kemur aftur um borð segir hann frá því sem er nóg í dag. Þeir snúa stýrinu og halda aftur til hafnar.
hann hefur séð. Á morgun ætlar hann aftur niður og ætlar að
ROBIHÍSOIV^ ORANGE SQUASH
má blanda 7 sinnum með vatni
<?-2íT
— Það er ekki nóg að vinna, þú verður að hafa heilsu til áð brosa
framan í aðdáenduma eftir leikinn!
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
Skrífstofustarf
Stúlka óskast til bókhaldsstarfa.
Skriflegum umsóknum ásamt meðmælum
veitt móttaka til 10. júní á skrifstofu borg-
arverkfræðings, Skúlatúni 2.
TRABANT EIGENDUR
Viðgerðaverkstæði.
Smurstöð.
Vfirförum bílinn
fyrir vorið.
FRIÐRIK ÖLAFSSON, vélaverkstæði.
Dugguvogi 7. — Sími 30154
Bílaþjónusta
Höfðatúni 8. — Sími 17184.
V
I