Þjóðviljinn - 01.06.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.06.1967, Blaðsíða 7
Plmmtudísgur X. júní 1967 — ÞJÓÐVILJTNN — SÍÐA J Jón Tlmófheusson: |Í|p!Í##^'i *: in f(H :::: ■ Vanmetum ekki gildl kjörseðilsins í kjarabaráttu Jón Timótheusson. Ræða flutt á G-listafundi sl. sunnudag, áður en bræðslu- v síldarverðið var ákveðið. Kjör íslenzkra fiskimanna eru byggð á harla sérstæðum grund- velli. Samkvæmt lögunum um verðlagsráð s.ióvarútvegsins eru það einkum tvö atriði, er skera úr um það hvað fiskverðið er hverju sinni. Það er söluverð afurðanna erlendis, og afkoma þeirra fiskvinnslufyrirtækja, sem kaupa fiskinn af sjómönn- um og útvegsmönnum- Það er því ákaflega mikilvægt atriði fyrir fiskimenn að verðlag og kaupgjald haldist nokkuð stöð- ugt. Öll þensla í þeim efnum kemur beint inn í framleiðslu- kostnaðinn hjá fiskiðnaðinum og þýðir því beina kauplæk'k- un hjá sjómönnum. Annað og ekki þýðingar- minna atriði er það. að fjár- festing og uppbygging fiskiðn- aðarfyrirtækja miðist við það, að þau nýtist sem bezt og komi framleiðslunni á markað með sem minnstum kostnaði. Nú standa málin þannig, að í sum- um greinum fiskiðnaðarins nemur fjárfestingarkostnaðurinn hærri upphæð heldur en allur launakostnaður fyrirtækjanna. Einnig betta verkar sem bem launalækkun hjá sjómönnum. Það er því •augljóst mál, að hin gífurlega verðbólga og háu vextir á fjárfestingarfram- kvæmdum fiskiðnaðarins er sjómönnum mjög í ólhag og nú blasir sú staðreynd við, að sá kjaragrundvöllur, sem lagður var með lögunum um verðlags- ráð sjávarútvegsins eraðbresta. Lækkandi verð á erlendum mörkuðum og aukinn fram- leiðslukostnaður skapar þarna fræðilega möguleika að bókstaf- lega ekkert verði eftir fyrir sjómennina. N Það er því brýn nauðsyn að breyta lögunum um verðlagsráð sjávarútvegsins á þann veg að réttur sjómanna verði betur tryggður heldur en nú er. Ég hefi nú stuttlega gert grein, þeim þætti í verðlags- grundvellinum, sem er á færi íslendinga sjálfra að ráða við. Hinn höfuðþátturinn í verð- lagningunni er markaðsverðið erlendis. Það er . ekki á valdi neinnar ríkisstjórnar að ráða við það. Flestir sjómenn eru því þeirrar skoðunar að þeim beri að taka á sig þá áhættu, sem verðsveiflurnar valda á kjörum þeirra til hækkunar eða lækkunar. A undanförnum ár- um hefur verðlag á erlendum mörkuðum verið okkur hagstætt einkum þó á árunum 1964-1965; verðhækkanirnar á þessum ár- um voru það örar að verð- ákvarðanir verðlagsráðsins reyndust ekki standast dóm reynslunnar. A árinu 1964 reyndist. hreinn gróði síldar- verksmiðjanna sem svarar 1 mil.ión króna á hvern einasta hát. sem cerður var út á síld- veiðar það sumar. En það býðir bað að hver háseti á síldarbát fékk 30 þús. kr. kr. minni hlut en honum bar. Sterkar likur eru fyrir þvi að gróði hnað- frystihúsanna hafi ekki verið minni, en þó höfum við ekki iafn óyggjandi sannanir fyrir bví. Svo þegar verðlagsráðið iét það henda sig aftur 1965 að ákvarða verðið of lágt og ríkis- stjómin sýndi bá ósvífni að grípa inn í verðHiagm'nguna með bráðabirgða- lögum sínum. bá var þolinmæði sjómanna brotin. Þeir tóku sig til og sigldu flotanum til heimahafnar til bess að mótmæla slíkum vinnu- brögðum. Hér var það albingi götunnar. sem greip inn í at- burðarásina og rfkisistjórnin varð að kyngja sínum bráða- Fullvíst má tclja að stórfelld verðlækkun ver ði á síldinni frá því sem það var í fyrrasumar. birgðalögum. Af svipuðum rót- um var hún runnin ‘sú mikla óánægja síldveiðisjómanna er kom fram á Reyðarfjarðarfund- inum í fyrralhaust,. Seinni lækk- unin á síldarvertíðinni var tæp- ast réttlætanleg, miðað við það, sem á undan var gengið. Frum- skilyrði þess að sjómenn taki á sig verðfallið, er það að þeir njóti einnig verðhækkana. En það er á fleiri sviðum. sem tilhneiging hefu? verið til þess að færa til fjármuni frá sjómönnum til þess að rýra hlut þeirra. Með útflutnings- gjaldinu á sjávarafurðum hefur miklu fjármagni verið ráðstaf- að frá sjómönnum til styrkt- ar útgerðinni bg raunar fjöl- margra annarra aðila. Sjómenn hafa látið það kyrrt liggja i meðan útflutningsverð var okk- ur hagstæt.t. En nú þeear verð- fallið hefur skollið á teljum við að þennan skatt beri að fella niður. Verðbólgustefna viðreisnar- stjómarinnar og skipulagsláus fjárfesting hefur verið íslenzk- um sjávarútvegi og sjómönnum þung 1 skauti. Útgerðargrund- völlur fyrir togara er fyrir löngu brostinn, eins og sjá má af því, að nú er brotizt um á hæl og hnakka að selja eitt mesta aflaskip togaraflotans úr landi á þeirri forsendu, að eng- inn grundvöllur sé til að reka skipið nema með stórfelldu tapi. Það er margyfirlýst og raunar staðreynd að enginn rekstrar- grundvöllur hefur verið fyrir hendi fyrir þann hluta bátaflbt- ans, sem stundað hefur bolfisk- veiðar eingöngu og kjör þeirra sjómanna sem á þeim hafa ver- ið þvi ákaflega léleg. Einn þátt- ur sjávai'útvegsins, sem sé síld- veiðarnar hefur staðið af sér st jórnleysi viðreisnarinrtar 1 il þessa. Metafli ár eftir ár, þrot- laus og hörð sjósókn og hagstætt verð, hafa skilað þokkalegum tekjum á undanfömum árum og í sumum tilfellum ágætum. En mikinn skaða hafa þeir gert sjómönnum, sem staðið' hafa fyrir því áð birta alltaf annað slagið í blöðunum, hluti á hæstu bátunum, þó einkum hluti skipstjóranna. Þessi áróð- ur hefur eitrað út frá sér. Stór hópur manna stendur í þeirri meiningu að síldveiðisjómenn upp til hópa séu í algerðum sérflokiki um launakjörog sikuii ekki reiknast með, þegar talað er um kjarabaráttu á Islandi. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að meðal hásetahlutur á síldarbát mun -vera áþekkiir og kaup þeirra verkamanna er vinna í síldarverksmiðjunum. Og nú er komið að lokúm viðreisnar. Hinn glæsilegi sílld- veiðifloti sem dregið hefur úr djúpum hiafsins meiri auðævi en áður hafa þekkzt dæmi til og staðið hefur undir þeirri vel- gengni í þjóðfélaginu, sem verið hefur á undanförnum ár- um, hefur nú einnig verið skor- inn niður við viðreisnartrogið. Gleggsta sönnunin fyrir því eru þau gögn, sem nú liggja fyrir verðlagsráði í sambandi við á- kvörðun á síldarverðinu í sum- ar. Nú munu einkaverksmiðj- Framhald á 9. síðu. Bræðslusíldarverðið Yfirlýsing stjórnar Samtaka síSd- veiiisjómanna vegna síldarverósins Stjórn Samt. síldveiðisjómanna gerði svofellda samþykkt í gær: „Stjórn Samtaka síldveiðisjó- manna álítur að fulltrúar selj- enda í verðlagsráði hafi við á- kvörðun bræðslusíldarverðs tekið þá skástu afstöðu, sem um var að ræða, eftir þeim Iögum sem verðlagsráð verður að vínna eftir og miðað við hið lága heims- markaðsverð, sem er á síldaraf- urðum i dag. Hins vegar vill stjórnin taka það fram, að hún telur óeðli- Iegt að sjómenn og útgerðarmenn taki á sig það mikla verðfall, scm orðið hefur á síldarafurðum óbætt, þar sem öll þjóðin hefur notið góðrar afkomu síldveið anna á undanförnum árum. Ennfremur vill stjórn samtak- anna taka fram að þegar gerðar verða ráðstafanir útgerðinni ti! handa munu sjómenn standafasl á, að þeirra hlutur verði bættur að sama skapi og hlutur útgerð- arinnar. Stjórnin álítur að vinna beri að niðurfellingu útflutningsgjalda af sjávarafurðum og vinna beri að hærra markaðsverði sjávarafurða með betra sölufyrirkomulagi og aukinni ný.tingu aflans.“ (Frá Samtökum síldveiði- s.iómanna). Eftirfarandi fréttatilkynning frá V erdlagsráði s jávarútvegsins barst Þjóðviljanum í gær: Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í nótt var ákveðið að lágmarksverð á síld til bræðslu veiddri norðan- og austanlainds á tímabiljnu frá 1. júní til 31. júlí 1967 skuli vera kr. 1.21 hvert kíló. Verðákvörð- un þessi var gerð með atkvæð- um oddamanns Dg fulltrúa síld- ai-seljenda gegn atkvæðum full- trúa síldarkaupenda í nefndinni. í yfirnefndinni áttu sæti: Jónas' H. Haralz, forstjóri Efnahags- stofnunarinnar, sem var odda- maður, Guðmundur' Jörundsson, útgerðarmaður og Jón Sigurðs- son, formaður Sjómannasam- bandsins, fulltrúar síldarseljenda og Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastj. og Valgarð J. Ólafs- son, framkvæmdas'tjóri, fulltrúar síldarkaupenda. Áður en verðákvörðun þessari var visað til úrskurðar yfirnefnd- ar h'afði Verðlagsráðið ákveðið að skipta sumarverðtímabilinu í tvennt, þ.e. frá 1- júní til 31. júlí og frá i. ágúst til 30. sept- ember. Verður lágmarksverðið á síðara tímabilinu ákveðið fyrir þann 1- ágúst n.k. Verðlagsráð hafði ennfremur ákveðíð, að heimilt skuli vera að greiða kr. 0,22 lægra fyrir hvert kíló síldar, sem tekið er úr veiðiskipi í flutningaskip utan hafna. Flutningasjóður sildveiðiskipa verður ekki starfræktur það tímabil, sem bræðslusíldarverðið hefur nú verið ákveðið á. Reykjavik, 31. maí 1967 Verðlagsráð sjávarútvegsins. Óhlýðnisherferð STANFORD Kaliferníu 27/6 — 46 prófessorar og lektorar við Stanfordháskóla í ’ Kalifomíu ætla að ger-ast upphafsmenn al- mennrar óhlýðnis'herferðar gegn stríðinu í Vietnam. Þeir segjast ekki aðeins vilja mótmæla styrj- öldinni heldur stöðva hana með því að beita sér fyrir því að menn óhlýðnist opinberum fyrir- skipunum. Þessir menn segjast reiðubúnir að fara i fangelsi fyrir má'lstað sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.