Þjóðviljinn - 02.06.1967, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 02.06.1967, Qupperneq 1
Föstudagur 2. júní 1967, — 32. árgangur — 121. tölublað. Ein alvarlegasta afleiðing viðreisnarinnar: Utankjörfundarkosning Utankiörfundarkosningin í Melaskólanum stendur yfir daglega kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Þeir sem eiga lögheimili úti á landi en eru í Reykjavík og verða það á kjördag ættu að greiða atkvæði sem allra fyrst svo tryggt sé að atkvæðin verði komin til skila á við- komandi kjörstað fyrir kjördag. Reykvíkingar, sem ekki verða í bænum á kjördag, ættu að kjósa strax utan kjörfundar. Kosningasjóðurinn G-listinn vill minna á og beina þeim tilmæl- um til allra sinna stuðningsmanna að þeir reyni, hver eftir sinni getu, að hressa upp á kosningasjóðinn. Hann ræður því miður illa við þær háu fjárhæðir sem allir hlutir kosta nú á þessum síðustu og verstu viðreisnar- tímum. G-Iistinn. rkafólki á höfuðborga rsvœð- inu hefur fœkkað um tvo fimmtu Á undanförnum árum hefur Þjóðviljinn birt margar fréttir um mjög háskalegan samdrátt í íslenzkum iðnaði, þar á meðal hrun heílla iðngreina. Jafnvel fyrirtæki sem áður voru talin til fyrirmyndar í islenzkum iðnaði að því er fullkominn tæknibúnað snerti, eins og Vinnufatagerð íslands, stunda nú innfiutning á þeim vörum sem þau framleiddu áður, en fjárfestingin stendur óarðbær að mestu. Alla þessa þróun má draga saman í þess- um mjög svo athyglisverðu staðreyndum: □ Upp úr 1960 voru félagsmenn í Iðju, félagfi verksmiðjufólks í Reykjavík, um 2.400. Nú eru félagsmenn í Iðju um 1700. Því fólki sem starfar að iðnaði á félagssvæði Iðju hef- ur semsé fækkað um næstum því 30%. Á sama tíma hefur fólki á þessu félagssvæði, Reykjavík, Kópavogi, Garðahreppi og Sel- tjarnamesi, fjölgað úr um 80 þúsund í rúm 90 þúsund. Ef félagsmannatala Iðju hefði aukizt í réttu hlutfalli við fólksfjölgunin^, hefði hún átt að vera yfir 2.700. Ef tekið er tillit til fólksfjölg- unarinnar hefur því hlutfallstala þess fólks Myndin er af húsi Vinnufatagerðar íslands, en Vinnufatagerðin sem hefur vinnu af iðnaði lækkað um því er hafa fariö halloka 1 viðskiptunum við □ □ □ er eitt þeirra mörgu iðnfyrirtækja „viðreisnina“. sem næst 40% síðan viðreisn hófst tvo menn af hverjum fimm. eða um^ Öfugþróun Hér er um að ræða ákaflega alvarlegar staðreyndir. Hvarvetna í iðnaðarþjóðfélögum er þróunin sú að hlutur iðnaðarins fer í sífellu vaxandi, því fólki fjölgar stöðugt sem hefur beint og óbeint lífsviðurværi sitt af iðnaðarframleiðslu. Sú þróun er hvar- vetna talin forsenda traustrar velmegunar og atvinnuöryggis; vanþróaðar þjóðir telja alstaðar fyrsta verkefni sitt að efla inn- lendan iðnað. Einnig; í háþróuðustu iðnaðarlöndum, til að mynda í Vestur-Evrópu, heldur iðnaðurinn afram að draga til sín vinnu- afl í vaxandi mæli. r Skipulagsleysi og óðaverðbólga Ástæðan fyrir ófarnaði iðnaðarins hér er tvíþætt. Annars vegar er skipulagsleysið í fjárfestingu sem leitt hefur til þess að á ýmsum sviðum hafa að óþörfu risið upp mörg fyrirtæki sem keppt hafa hvert við am^að á allt of þröngum markaði og graf- ið hvert undan öðru. Þar hefur verið um að ræða yfirfjárfest- injfu og óhagkvæman rekstur — vegna þess að stjórnarvöldin hafa ekki mátt heyra áætlunarbúskap nefndan. Síðan bættist „viðreisnin" ofan á. Hún hefur á skömmum tíma tvöfaldað allt verðlag í landinu, eða minnkað verðgildi krónunnar um helming. Á sama tíma og íslenzkur iðnaður hefur orðið að búa við þetta verðlagsstig, hefur ríkisstjórnin leyft hömlulausan innflutning á iðnaðarvarningi frá þjóðum þar sem verðlagsstigið er miklu lægra. Miljónatu^a fjárfesting í iðnfyriitækjum stend- ur nú óarðbær, en fyrirtæki í öðrum löndum hafa tekið að sér reksturinn. Kosningahátíb G-listans í Háskólabíói nk. þríðjodag BLESSUÐ BÓLGAN nefnist þáttur, sem fluttur verður á kosningahátíð G-listans á þriðjudaginn, 6. júní. Þetta verk er sérstak- lega samið fyrir kosningabaráttuna í vor og mun vafalaust vekja verulega athygli — enda er þar fjallað um þekkt efni á nýstár- legan hátt * Auk þáttarins verða margvísleg önnur dag- skráratriði á G-listahátíðinni, sem nánar verða kynmt í blaðinu síðar. Kosningahá'fíð G-listans hefst í Háskólabíói kl. 21 á‘ þriðjudagskvöld 6. júní, eða í næstu viku. REYKVÍKINGAR! Fjölmennið í Háskólabíó á þriðjudagskvöldið! Smáiðnrek- andinn og stóriðjan And'litið var ábúðarmikið og alvarlegt, — er þóið birtist á sjónvarpsskerminum og mað- urinn hélt á bllaði fyrir fram- an sig og las allsnyrtiiega upp tölur nokkrar af blaðinu. — Hver er þessi maður? sagði gömul kona á heimilinu, — mikið er þetta myndarlegur maður. Þetta er l£ka einn iðn- rekandinn að vitni. fyrir Sjálf- stæðisflökksmenn í flokks- cynningunni, — það er þó á- nægjulegt, að enginn barlóm- ur er í þessum iðnrékanda, — hann má varla vatni halda yfir stóriðjunni, — haedir á hvert reipi alúrmnverksmiðj- unni við Straum og fram- kvæmdum við Búrfell og snarar sér auðvitað norður í land og er. eikkert nema góð- fýsin yfir kísligúrverksmiðj - unni við Mývatn, — það er sannarlega etoki ástæða til bar- lórns fyrir íslei.zka iðnrek- endur með svona glæstar framtíðarsýnir. En hverhig er bakhjarl þessa iðnrekonda núna í við- reisninni. Iðnrekandinn heitir Bjöm Bjömsson og rekur fyrirtækið Dúk hf. Hverskonar fyrirtæki ar það? Það framleiðir meðal annars undirfatnað fyrir kon- ur eftir Kanter’s sniði, — líf- stykki og brjóstahaldara. Og hefur ekki þetta fyrirtæki rif- ið sig áfram í velsæld við- reisnarinnar? Hversvegna var þessi iðn- rekandi að segja upp 11 stúlk- um á dögunum, svo nú vinna aðeins átján stúlkur hjá fyrir- tækinu? — en á sama tima í fyrravor unnu hjá fyrirtæk- inu 28 stúllkur, — þetta sagði okkur Ingimundur í Iðju, er við hringdum til hans í gær- dag til þess að kanna móilið. Hvernig var þetta eiginlega útbúið? Var hringí í Bjöm ->g hann beðinn að koma niður sjóiwarp til þess að lesaiþetta upp af blaðinu? — varlahef- ur hann haft sálarþrek til þess að semja þeitta sjálfur svona mikilli andstöðu við persónuiega hagsmuni hans og fyrirtækisins, — hvemig er svona umlbunað á erfiðum tí'mium, — er ekfki eitfihvert Fáskrúðsf jarðarbragð að þessu öilu saman? WA**'A'VVWVWVWWVVAAAiVAAAAAAAAAAAVWWVAAAAAAAAAAAAAAAVVAAAAAAAAAAAAAAAVVAAW>VVWWVAAAAVVVAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAVVAAAAAAAAAVWVAAAVVAAAAWwVAWVAWVAVVVVWVAAAAVVWWWVA^^ i Munii kosningahappdrætti G-listans — GERIÐ SKIL aaAAAAAAWVWWWWWWWWWWWVWWWVWVWWWWWVWWWVWVWWVWWAWVV' vaaaaaaaaaaavvwwvavvvwvvvwwvwwvvvwvvaavvvvvvvwvaaaaaaavvvvaaaaaaaaaaavwviaaaaaaaaaaaaaaaaaavvviaaaavvvaaavvvvvvvvvavvvvvvavvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvavvvvvvi /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.