Þjóðviljinn - 02.06.1967, Page 2

Þjóðviljinn - 02.06.1967, Page 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVIL.TINN — Föstudagur 2. júní 1967- Stöndum saman! Á það hefur oft verið minnzt í leiðurum blaða, og öðrum rit- smíð'um, hvað hinn svonefndi „glundroði“ vaeri ríkur þáttur i baráttu vinstrimanna. Og hefur mörgu verið meir logið. Það er ekki andskotalaust hvað margir virðast trú á þennan sundur- lyndisfjanda sem sína biblíu. Jafnvel hámenntaðir menn gera sig að hreinum viðundrum, þegar þeir taka sér penna í hönd. Þeir virðast bara ekki athuga það, að almenningur er alltof vel gefinn og upplýstur, til þess að hafa ánægju af þessskonar starfsemi. Manni verður oft á að hugsa sem svo, það á ekki af þeim að ganga, sem eru félagslega sinnaðir með þessari þjóð. Það hefur sjálfsagt valdið mörgum heilshugar vinstri mönnum sárindum hvemig komið er einmitt nú, þegar flestum sýndist horfa vel, og þörfin fyrir góða samstöðu var augljóslega mjög brýn. Sér- staklega er sárt til þe&s að hugsa, þegar gáfaðir og mikil- hæfir menn taka þátt í svona skollaleik. Það er grelnilega yfirgnæf- andi meirihluti vinstri manna, sem æskir þess að oddamenn þeirra stilli orðum sínum í hóf innbyrðis 'a-m.k. Gísli Guðmundsson. Fjárhagur Taflfélags Reykja- víkur fór batnandi á sl. ári Á aðalfundi Taflfélags Rvik- ur 30. maí s.l. kom fram, að nettóeign félagsins hafði meira en þrefaldazt á liðnu starfsári og náflgast nú að vera hálf milj- ón krónur. Félagið náði og þeim athygl- isverða áfanga á árinu, að festa kaup á húsnæði að Grensás/vegi 46, sem mun í fraimtíðinni verða miðstöð skáklífs hér í höfuð- borginni. Við verðlaunaafhendingu fyrir unnin afrek í taflmótum á veg- um félagsins á liðnu starfsári kom m.a. í ljós sú eftirtektar- verða staðreynd, að Haukur Angantýsson veitti móttöku ferns konar verðlaunum. Hann vann bikarkeppni T.R. og er nú handhafi veglegs farandsbikars. Hann varð annar í röðinni í meistaraiflokki á skákþingi R- vfkur og hlaut þar með 2. verð- laun mótsins. Haukur hreppci titiiinn „hraðskákmeistari Rvík- ur 1967“ og vann þar með verð- launabikar til eignar, og að síð- ustu móttók hann svokalöaðan Heklubikar, seni hann hlaut sem fyrirliði sveitar í hraðskák- keppni. Stjómarkjör fór þannig, að Hólmsteinn Steingrímsson var einróma endurlcjörinn sem for- maður, Gunnar Gunnarsson var kjörinn ritari, Hermann Ragn- arsson gjaldkeri, Tryggvi Ara- son og Gylfi .Magnússon um- sjónarmenn eigna, Jóhan Sigur- jósson mótstjóri og Bragi Kristjánsson meðstjómandi. Ljósmóðir viðreisnarinnar Hvenær fæddist „viðreisn- in“? Það er hægt að tíma- setja þann atburð upp á dag. Hann gerðist ó Alþingi ís- lendinga. 30asta janúar 1959. Þann dag var samþykkt end- anlega á þingi frumvarp sem svokölluð minnihlutastjórn Alþýðuflokksins flutti um verulega lækkun á kaupi allra launamanna á íslandi. Kauplaekkunin nam 13,4% að krónutölu, en væri tekið til- lit til verðlækkana sem einn- ig komu til framkvæmda, nam raunveruleg kauplækkun 9,3%. Þessi stórfellda árás á launafólk var samþykkt af öllum þingmönnum Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðis- floklcsins; þar með var mynd- uð sú samstaða sem síðar á árinu leiddi til þess að við- reisnarstjómin var formlega mynduð. Én Alþýðufllokkurinn og Sjálfstæðistfiloklkurinn höfðu ekki nægan meirihluta á þingi til þess að samþykfcja einir kauplækkunina 30asta janúar 1959. 1 efrideild stóðu mál þannig að þessir tveir flokkar höfðu átta atkvæði, en Al- þýðubandállagid og Framsókn- arflokkurirm einnig átta. Ef. tveir síðamefndu flokkarnlr hefðu greitt atkvæði gegn kauplækkuninni heföi hún falöið á jöfnum atkvæðum. En tililagan fóll ekki — vegna þess að Framsóknarflokkurinn tók þá drengilegu og karl- mannlegu afstöðu í béðum deildum að sitja hjá. Með þessu gerðist Framsókn eins- konar Ijósmóðir viðreisnarinn- mr, veitti henni viðtöku f þennan heim, mjúkum og mildum höndum. Hvernig stóð á því að Frarr.- sóknarflokkurinn greiddi við- reisninni braut á þennan hátt; hvað kom til að Framsókn tók á sig úrslitaábyrgð af stór- felildri kauplækkun — þessi flokkur sem síðan hefur þótzt vera einlægur og gunnreifur málsvari’flaunamanna? Ástæð- an var ofur einföld. Fram- sóknarflokkurinn gerði sér þá vonir um að komast í nýjn ríkisstjóm með Sjálfstæðis- flokknum og vildi þvi sýna honum nauðsynilega hollustu á úrslitastund. Leiðtogar Fram- sóknarflokksins voru fyllilega reiðubúnir til að mynda við- reisnarstjómina með Sjálf- stæðisflokknum, og hefðu síð- an ekki viilað fyrir sér eina einustu þeirra viðreisnarráð- stafana sem harðást hafa ver- ið gagnrýndar í Tímanum síðustu sjö árin. En þessar vonir Framsóknarleiðtoganna brugðust; Sjálfstæðisflokkur- ifm kaus heldur að semja við Alþýðuflokk inn að afstöðnum kosningum 1959 — hdfur trú- lega tailið það ódýrara en helmingasikiptaregluna fornu. Því fór það svo að Fram- söknarfloktourinn lét alla launamenn landsins greiða fyrir sig inntökugjaid í ný.ja fhaddsstjóm 39asta janúer 1959, en komst þó aldrei í stjórnina. Þessi garnla saga er áfcaf- lega lærdómsrífc; hún sýnir ofckur inn í sjálft eðli Fram- sóknarleiðtoganna, cg það breytisit ekfci. Geti Fram- sóknarflofcfcurinn að afstöðn- um kosningum keypt sig inn ( nýja fhaldsstjöm á kostnað launamanna. verða þau fcaup gerð. — Austri. Gunnar S. Magnússon Gunnar S. Magnásson opnar máiverkasýningu k/. 20.30 Gunnar S. Magnússon opnar málverkasýningu í kjallara ný- bygfcírtgar ’ Menntaskélans í R- vík, kl. 20,3.0 í kvöld. Þar sýn- ir hann uppundir 100 málverk sem gerð eru á 18 ára tímabili — frá því Gunnar sýndi síðast — og gcfa þær allgott yfirlit yfir þróunarfcril listamannsins. Þetta er fjölbreytileg sýning; fígúratívar myndir, hálffígúra- tímar, gcomctriskar og raunsæj- ar — kaldir iitir og heitir. Gunnar S. Magnússon fæddist í Skerjafirði 1930. Hann stund- aði í fyrstu nám við myndljst- arskólana í Rvík. Auk kynnis- og námsferða til ýmissa Evr- ópulanda árið 1950, var hann við framhaldsnóm við Listahá- skólann (Statens Kunstakademi) í Osló frá haustinu 1949 og laiuk því 1952. Auk þess dvaldist hann síðar við myndilistarnóm i Frakfclandi, á Spáni og Italíu. Gunnar hefur kennt myndlist við Myndlilistarsfcólann og Æf- ingadeild Kennaraskóla íslands. Þetta er þriðja sjálfstæða sýning Gunnars, áður hefur hann sýnt í Ásmundarsal við Freyjugötu\ 1949 og á Akureyri .sama ár. Hann sýndi í fyrsta sinn á samsýningu Félags ísl. frístundamólara vorið 1947. Sýning Gunnars verður opin kl. 2 — 10 daglega a.m.k. í 10 daga. Húseigendafélag Reykjavíkur: 4 Vffl endurskoðun laganna um sumeign á fjölbýlishásunum Aðalfundur Húseigendafé- lags Reykjavíkur var haldinn fyrir nokkru. Framkvæmdastjóri félagsins, Þórður F. Ólafsson, skýrði frá starfsemi félagsins á liðnu starfsári og gerði grein íyr- ir reikningum félagsins. Á síðasta ári var skrifstofa félagsins flutt í ný húsakynni sem félagið festi kaup á að Bergstaðastræti 11. Rekstur skrifstofunnar var með svip- uðu sniði og áður, en þar eru velttar ýmsar upplýsingar og lögfræðilegar leiðbeiningar um mál, er varða húseigendur. f hínum nýju húsakynnum félagsins er aðsíaða fyrir þau húsfélög, er þess kynnu að óska, að halda fundi sína þar. Er það ósk félagsstjómarinnar. að sem flestir íbúar fjölbýlis- húsa séu félagar í Húseigenda- félagi Reykjavíkur, en mikið er leitað til félagsins um ým- iskonar mál, er varða sambýli í fjölbýlishúsum. Félagsstjómin hefur leitað til félagsmálaréðuneytisins með ósk um að endurskoðun fari fram á lögum um sameign fjöl- býlishúsa, nr. 19/1959 og að sett verði reglugerð með nán- ari ákvæðum um sambýlis- háttu fólks í fjölbýlishúsum, eins og gert var ráð fyrir í lögunum. Þá hefur félagsstjómin farið fram á það við borgarstjóm, að endurskoðuð verði gildandi lög um brunatryggingar í Reykjavík óg almenna vá- tryggingarskilmála, er gilda skuli samkvæmt þeim lögum, þar sem komið hafa í ljós á- gallar á gildandi reglum í sambandi við möt á bruna- tjónum. í stjórn félagsíns voru kosn- ir: Páll S. Pálsson, formaður, Friðrik Þorsteinsson, varafor- maður, og Alfreð Guðmunds- son. Aðrir í stjórn eru: Leif- ur Sveinsson og Jón Guð- mundsson. í varastjórn voru kosnir: Ól- afur Jóhannesson, . Óli M. ís- aksson og HjÖrtur Jónsson. Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500 Kosni ngaskrffsfofur KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagsins í Reykjávík éru í Tjamargötu 20. sími 17512 og 17511, opið kl. 10—10 og Miklu- braut 34, sími 18081, opið kl. 9—6. UTAN REYKJAVÍKUR: VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Kosningaskrifstofa G-listans á Akra- nesi er í Rein Opið kl. 20.00—23.00 Sími 1630. NORÐURLANDSKJÖRDÆMl VESTRA: Kosningaskrifstofan er áð Suðurgötu 10. Siglufirði. — Sími 71-294. opin allan daginn. álla daga. — Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Sauðárkróki er á Aðalgötu 11. — Síminn er 247. — Opið daglega kl. 4 til 6 og öll kvöld. NORÐURLANDSKJÖRDÆMl EYSTRA: Kosningaskrifstofan er að Strandgötu 7. Akureyri. Sími 21083. opin alla daga frá klukkan 9 tii 22.00. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Kosningamiðstöðin í Tónabæ. Nes- kaupstað Simi 90. opin alla daga frá kl. 16.00 tii 19.00. SUÐURLANDSKJÖRDÆMl: Kosningaskrifstofan i Vestmannaeyj- um, Bárustíg 9. Sími 1570, opin daglega milli kl. 4 og 6 e.h. — Seifossi: Austurvegi 15. sími 99-1625. Opið á kvöldin kl. 20—22. REYKJANESKJÖRDÆMI: — Kosningamiðstöð Alþýðubandalags- ins er í Þinghó) við Hafnarfjarðarveg. Kópavogi. Sími 41746. opin daglega frá klukkan 10—22. Kosningaskrifstofa fyrir Kópavog: Þinghól. Sími 42427, opin alla daga kl. 10—22. Kosn- Ingaskrifstofa fyrir Garðahrepp: Melási 6. opin daglega milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Sími 51532. Kosningaskrifstofan Hafnarfirði: — Góðtemplarahúsinu uppi. Opin daglega frá kl. 13.00 til 22,Ó<k. Sími 51598. — Kosningaskrifstofa fyrir Seltjarnarnes: Ingj- aldshóli, sími 19638. ■ ••• m ■ ■ _ •__ Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram i Melaskólanum kl. 10 til 12, 2 til 6 og 8 til 10 alla virka daga; á sunnudögum kl. 2 til 6. Listi Alþýðubandalagsins um land alit er G-listi. Látið kosningaskrifstofur Alþýðubandalagsins í Tjarnargötu 20 og Lindarbæ (simar 17512. 17511 og 18081) vita um alla þá stuðningsmenn Alþýðubandalagsins sem verða fjarverandi á kjördag. Þeir sem eiga vini eða kunningja meðal kjósenda Alþýðubanda- lagsins sem erlendis dvelja eru beðnir að minna þá á kosning- arnar og senda þeim upplýsingar um hvar hægt er að kjósa næst dvalárstað viðkomandi. Aliir sem kjósa þurfa utan kjörfundar verða að gera það nægilega snemma til að atkvæðin hafi borizt þangað. þar sem viðkomaridi eru á kjörskrá fyrir kjördag. — 11. júní. Alþýðubandalagsfólk: Gerið skil í happdrættinu og munið kosn- ingasjóðinn. Kosningahappdrætti G-listans ★ I happdrættinu verður dregið daginn eftir kjördag, — þ.é. 12. júní. ★ VINNINGAR eru fjqlmargir og allir eigulegir. ★ KOSNINGASTJÖRNIN treystir því, að menn bregðist veí við og gerl skil til næstu kosningaskrifstofu Alþýðubandalags^ ins hið allra fyrsta. Laust embætti er forseti Islands veitir Héraðslæknisembættið í Búðardalshéraiði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfs- manna og staðaruppbót samkvæmt 6. gr. læknaskipunarlaga. — Uimsóknarfrestur til 30. júní 1967. — Veitist frá 1. júlí 1967. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1. júní 1967.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.