Þjóðviljinn - 02.06.1967, Síða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Fö&tudaaur 2. júni 1967.
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum:
Trú þú aldrei á tudda náð
Nýlega lét Bergur Sigur-
bjömsson að því liggja í
Frjálsri þjóð, að fingraför for-
sætisráðherrans og félaga hans
• hefðu sézt á úrskurði þeim,
Bsnnað að skrifa
úr veggblöðunum
PEKING — 31/5 — Kínversk yf-
irvöld hafa gert ráðstafanir til
að koma í veg fyrir að erlendir
fréttamenn og sendifulltrúar noti
sér veggblöð Rauðra varðliða tii
upplýsingasöfnunar. Hafa skrif-
færi 'verið tekin af þeim undan-
fama daga er þeir gerðu tilraun
til að skrifa upp úr veggblöð-
unum.
Picasso og Sartre
eru með ísrae!
PAR.1S 31/5 — Ýmsir franskir
menntamenn og lista, þ.á.m. Pa-
blo Picasso og Jean-Paul Sartre
hafa skrifað undir ávarp þarsem
segir að try.ggja verði frjálsar
siglingar til Israels, svo og ör-
yggi og fullveldi landsins — um
Xeið og hvatt er til þess aðdeilu-
aðilar jafni ágreining sinn við
samningaborð.
Ætiaði konung-
ur að flýja land?
KAUPMANNAHÖFN 31?5 Danskt
hasarblað, „Ekstrabladet“ telur
sig hafa heimildir fyrir þvf að
Konstantín Grikkjakóngur hafi
ætlað að flýja land í þyrlu þeg-
ar herforingjar frömdu valdarán
sitt fyrir nokkrum vikum.
Enn er þjarmað
að Súkarnó
DJAKAR.TA 3175. Hópur indó-
nesiskra þingmanna hefur kraf-
izt þess að Súkamo fyrrum ft>r-
seti flytji úr glæsilegri sumar-
höll sinni i Bogor fyrir sunnan
Djakarta, og verði um leið svipt-
ur öllum titlum og eigum.
er yfirkjörstjórn Reykjavíkur
felldi um lista Hannibals Valdi-
márssonar.
Vel gæti ég trúað, að þessi
tilgáta Bergs hefði við nokkuð
að styðjast. Hinsvegar finnst
mér, að hann hafi ekki reikn-
að dæmið til enda. Hann hrós-
ar landskjörstjórn fyrir rétt-
sýni og telur, að hún hafi ekki
látið kúgast af neinum utan-
aðkomandi áhrifum eða ann-
arlegum sjónarmiðum.
Hannibal Valdimarsson hef-
ur marglýst því yfir, að hann
bjóði sig fram fyrir Alþýðu-
bandalagið og þau atkvæði,
sem lista hans áskotnast, muni
koma því að notum við út-
hlutun uppbótarþingsæta.
Væri nú ekki hugsanlegt, að
hinir tveir ósamhljóða úrskurð-
ir kjörstjórnanna í Reykjavík .
væru tveir þaulhugsaðir leikir
í sama tafli? Það þarf ek’ki
mikið hugmyndaflug til þess
að varpa því fram, sem senni-
legri tilgátu, að þeir gætu ver-
ið lesnir fyrir af sama manni.
,Vel mætti hugsa sér, að
dæmið hefði verið sett þann-
ig upp:
Úrskurður yfirkjörstjórnar,
einn út af fyrir sig er gagns-
lítill, til þess að hnekkja gengi
Alþýðubandalagsins. Fáir
myndu þora að fóma atkvæði
sínu í svo vonlaust fyrirtæki
sem listi Hannibals myndi
verða utarj flokka. Hinsvegar
myndi gegna allt öðru máli,
fengi Hannibal vonarbréf upp
á, að hann yrði i tekinn inn í
Alþýðubandalagið að kosning-
um loknum. Þessvegna er gott,
að hafa úrskurð landskjör-
stjórnar sem agn, til þess að
hæna sem flesta kjósendur að
lista Hannibals.
á silfurdiski þau atkvæði, sem
Hannibal hefur með súrum
sveita, aðdáanlegri bjartsýni og
baráttugleði, aflað lista sínum
í Reykj avík.
Meðferð stjórnarvalda á
lista Hannibals Valdimarsson-
ar, er þvi öll hin hraksmánar-
legasta. Fyrst er hann af yfir-
kjörstjóm upp festur utan-
garðs, sem hver annar óbóta-
maður, síðan er honum af
landskjörstjórn gefið fyrirheit
um að hann skuli, að kosning-
um loknum, niður skorinn úr
sriörunni, og ef til vill aðeins
til þess að verða uppfestur á
ný og endanlega á sjálfu Al-
þingi.
Slík meðferð á þeim ágætu
mönnum, er skipa listann og
styðja hann, ætti í rauninni að
varða við lög.
Mér skilst þvi, að væntan-
legir kjósendur I-listans, eigi
fárra kosta völ og engra góðra,
að þeirra dómi, því engir
þeirra muni gera sér vonir um
það í fuUri alvöru, að listi
þeirra fái mann kjörinri.
Eru þá aðeins tveir eftir. Sá
hinn fyrri er að skila atkvæði
sínu, hljóðlátlega og i kyrr-
þey, miUiliðalaust á lista Al-
þýðubandalagsins, eða standa
stöðugir í trúnni, kjósa sinn
lista og gefa þar með atkvæði
sitt í yald og miskunn forsset-
isráðherrans og þeirra manna.
er kæmu öl með að styðja við
bak hans á hinu háa nýkjöma
Alþingi.
Ég ætla ekki að leggja þeim
I-listamönnum ráð. Það væri
tilgangslaust, af þeirri einföldu
ástæðu, að menn breyta venju-
lega þveröfugt við þau ráð,
sem þeim eru lögð. Slíkt getur
líka oft verið mannlegt, jafn-
vel stórmannlegt.
En stæði ég í þeirra sporum,
finnst mér sem ég myndi
minnast hins gamla vísuparts
er ég gengj að kjörborðinu:
Trú þú aldreí á tudda náð
taktu í hornin á bola.
28. maí, 1967.
Skúli Guðjónsson.
Fleiri )«iki í þessu tafli þarf
ekki að leika íyrir kosriingar.
Síðasti leikurinn verður svo
leikinn á Alþingi, að kosning-
um loknum, og það verður
mátleikur. Spurningin er að-
eins: Mátar Hannibal Bjarna,
eða mátar Bjarni Hannibal?
Það þarf raunar ákaflega
mikla bjartsýni til þess að
trúa þvi, að meirihluti Alþing-
is verði þannig skipaður, að
hann hafi brennandi áhuga
fyrir því að færa Alþýðu-
bandalgginu, svo sem eins og
Kögglar úr kjósanda
„Nú er heima!“
Mikið lét stjórnin af því
afreki sínjj að stofna skatta-
lögreglu, því orð lék af því i-
stjórnarherbúðunum að þjóð-
in sviki skatt í allstórum
mæli. Ég veit ekki hvað þessi
skattalögregla hefur afrekað,
en þjóðsögur 'ganfea af starfi
hennar, þar sem hún bank-
aði > á kletta og álfar voru
innifyrir sem lágu á gulli.
Eitt dæmi blasir við augum,
fullkomlega staðfest, hvernig
skattalögreglan hefur litið á
málin, eða þá tollyfirvöld, ef
skattalögreglan hefur ekki
komið hér nærri. Á þessu ári,
eða fyrirfarandi, sannaðist
það, að danskur heildsali
hafði haft skipti við íslenzka
kaupmenn. Þetta, ásamt
kanski með fleiru, varð til
þess að hann kveikti í kont-
órnum sínum, að talið er
sannað, og ætlaðist til að eld-
urínn hirti bókhaldið. Þetta
mistókst og bókhaldið komst
í hendur lögreglunnar. Þar
sáust viðskipti við íslendinga,
að minnsta kosti einn allstór-
an, og kom í ljós að þessi
viðskipti fóru fram með þeim
hætti, að gefnar voru tvenns-
konar verðskrár, og önnur
lægri, og þá verðskrá sýndi
sá íslenzki tollyfirvöldunum
og greiddi toll af því verð-
lagi. Síðan, við rannsókn, er
þess getið í opinberum blöð-
um, að hér hafi sá íslenzki
haft af ríkinu um 2 miljón-
ir króna með þessum hætti.
Hvar var nú skattalögregla
og önnur tollyfirvöld? Það er
nefnilega þannig mál með
vexti, að Danir hafa alveg
fullkomið gjaldeyriseftirlit.
Opinberir aðilar vita ná-
kvæmlega um það verð, sem
er á útflutningi þeirra til ann-
arra landa, og sá Dani, sem
ekki skilar gjaldeyrinum fyr-
ir útflutning, fær makið um
bakið og er ekki síðan getéð
í dönsku þjóðlífi. Mega rfík-
ir Danir sakna þess mjög að
vera ekki íslendingar!
Skattayfirvöld á íslandi
geta samstundis fengið frá
Dönum rétt verð á öllum-
þeirra útflutningsvörum og
þurfa ekki að taka við fölsk-
um verðskrám og nota í ís-
lenzkum tollreikningi. Hér
vaða spumingarnar uppi:
Hvemig var þetta hægt, að
sleppa manninum með falska
verðskrá í tollinum, þegar
svona auðvelt var að fá rétt-
ar upplýsingar um rétt verð?
Hvar var skattalögreglan og
tollayfirvöldin? Eiga þau sín-
ar réttmætu afsakanir? Það
þyrfti að koma í ljós ef svo
væri, þvi annars svara menn
spurningunum mjög á einn
veg og ekki vinsamlegan. Og
fyrst þannig er með verð-
skrá frá Danmörku, hvað er
þá með önnur ríki? Og fyrst
þetta gerir einn kaupmaður
með fullum árangri gagnvart
íslenzkum tollyfirvöldum,
hvað er þá með aðra kaup-
menn? Engilhreinn og sak-
laus hefði þessi kaupmaður
verið enn í dag hefðu Dan-
ir ekki farið að „grufla út í
þetta“. En þetta veldur því
sem von er: Stjómar-
flokkarnir hafa ekki sett
upp skattalögregluskrautfjöðr-
ina ennþá. — b.
Krag hræddur
við Russeff’
dómstóffnn
KAUPMANNAHÖFN 31/5. Jens
Otto Krag, forsætisráðherra Dan-
merkur, hefur tilkynnt danska
Bertrand Russell-ráðinu, að ef
til komi muni danska stjómin
neyta allra bragða til að koma
í veg fyrir að Russelldómstóllinn
um stríðsglæpi Bandaríkjamanna
í Vietnam haldi næsta fund sinn
í Danmörku.
Danska nefndin til stuðnings
við réttarhöldin tekur afstöðu til
yfirlýsingar Krags í dag. Einn
af meðlimum hennar, Erik Vagn-
Jensen, útgáfustjóri, segir í við-
tali við blaðið Information í dag, -
að þessi afstaða dönsku stjómar-
innar sé óviðeigandi gagnvart
hinni sænsku bræðraþjóð — í Sví-
þjóð var stjómin ekki heldur
hrifin af Russell-réttarhöldunum,
en þar var samt virt hefðbundið
tjáningarfrelsi á Norðurlöndum.
Krag segir að þessi ákvörðun
stjómarinnar byggi á þeirri
skoðun hennar að réttarhöldin
geti ekki stuðlað að friðsamlegri
lausn mála í Vietnam.
Nýr ráðuneyiis-
stjori i fjar-
málaráðuneytinu
i
Guðlaugi Þorvaldss., ráðuneyt-
ísstjóra í fjármálaráðuneytinu,
hefurýverið veitt lausn frá emb-
ætti að eigin ós'k, frá 1. júlí n.k.
að telja.
Jafnframt hefur forseti Islands
i dag skipað Jón Sigurðsson, lög-
fræðinig, til að gegna embætti
ráðuneytisstjóra f fjárapálaráðu-
neytinu fró 1. júttí n.k.
Jón Sigurðsson er fæddur í Rvík
1934, stúdent frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1954 og eand.
jur. frá Háskóla Islands 1958.
Hann var skipaður fulltrúi i
atvinnumálaráðuneytinu 1958 og
deildarstjóri 1962, og starfaði í
þvi ráðumeyti til 1966, að frátöldu
einu ári, sem hann dvaldist við
framhaldsnám í opinberri st.iórn-
sýsiliu við héslvóla ,í Bandaríkjun-
um sem styrkþegi Fulbrig’nt-
stofinunarinnar.
í marz 1966 var Jön Sigurðsson
settur til að gegna nýstofnuðu
embætti hagsýslustjóra ri'kisins
og skipaður í það emibætti í apr-
ít s.L
(Frá fjármálaráðuneyfiinu).
iiíU'imÉliiíiMiiilMÍ
ir Á landsfundi Alþýðu-
bandalagsins, sem haldinn var
í Reykjavík á sl. hausti, var
mörkuð sú stefna í landsmál-
um sem bandalagið mun berj-
ast fyrir að farin verði.
★ „ í dag og næstu daga mun
Þjóðtviljinn rifja upp helztu
atriði stefnuyfirlýsingar lands-
fundar Alþýðubandalagsins og
birtist þá fyrst upphaf stefnu-
skrárinnar:
„Alþýðubandalagið berst fyr-
ir því, að landinu verfti stjórn-
að með hag og heiil alþjóðar
fyrir augum.
Alþýðubandalagið berst r-
ir auknu lýðræði og jafnrétti
á öllum sviðum þjóðlifsins.
Auka verður áhrif almennings
á stjórn Iandsins með því með-
aJ annars að Jögbinda þjóðar-
atkvæðagreiðslu um mikilvæg
máJ, þegar tilskilinn fjöldi
þingmanna eða kjósenda krefst
þess. Koma verður í veg fyrir
einokun fárra manna á stjórn-
tækjiun efnahagskerfisins og
skapa sem mest Jýðræði í
efnahags- og atvinnuiífi. Æsku-
fólki verður að skapa fullt
efnahagslegt jafnrétti til
menntunar með námslauna-
kerfi og jafna verðtir aðstöðu
manna til að njóta Iífsgæðanna
með réttlátari skiptingu þjóð-
artekna.
Alþýðubandalagið tclur það
eitt helzta hlutverk sitt að
verja sjálfstæði þjóðarinnar
gégn hvers konar erlendri á-
sælni og knýja fram breytta
stefnu í sjálfstæðismálum ís-
lcndinga, nýja og óháða utan-
rikisstcfnu.
Ef Islcndingar eiga að varð-
veita þjóðerni sitt og þjóð-
menningu verður framvegis að
tryggja, að allar menningar-
miðstöðvar í landinu séu und-
ir íslenzkri stjórn. Einnig verð-
ur þjóðin að hafa 4ull og ó-
skoruð umráð yfir atvinnnulífi
landsins, auðiindum þess og
efnahagskerfi. Alþýðubandalag-
ið er eindregið andvígt þeirri
stefnu að hleypa erlendum auð-
hringum í íslenzkt atvinnu-
líf. Atvinnutæki og náttúru-
auðæfi á íslandi eiga lands-
menn einir að eiga. Jafnframt
ber að stefna að því, að land-
grunnið umhverfis Island verði
friðað fyrir rányrkju og hag-
nýtt af íslendingum einum.
Þjóðin verður að móta nýja.
og sjálfstæða stefnu í utanrík-
ismálum í stað þess að eftir-
láta erlendu stórveldi ákvörð-
- unarvald um afstöðu íslands á
alþjóðavettvangi. Afnema verð-
ur herstöðvar á íslandi, og ís-
lendingum ber að segja sig úr
Atlanzhafsbandalaginu strax
og samningstimabiiinu lýkur.
Þjóðin þarf að taka virkan
þátt í störfum Sameinuðu þjóð-
anna og efla norræna sam-
vinnu á sem flestum sviðum.
Jafnframt eiga íslendingar að
stuðla að því, að öll hemaðar-
bandalög verði leyst upp og
fordæma afdráttarlaust beit-
ingu hervalds í samskiptum
ríkja, hvar sem er í heiminum
og hver sem í hlut á.
Alþýðubandalagið álítur það
höfuðnauðsyn, að tekin verði
uþp heildarstjórn á þjóðarbú-
skapnum samkvæmt fyrirfram
gerðum áætlunum til lengri og
skemmri tíma. í stað þess að
láta blind peningalögmál og
gróðasjónarmið ráða stefnunni,
verður að skipuleggja fjárfest-
inguna með hag alþjóðar fyr-
ir augum. Viðurkenna þarf
forystuhlutverk ríkisvaldsins í
atvinnumálum og gera verður
haldgóðar ráðstafanir til að
stöðva hinn sívaxandi fólks-
flótta utan af landi og inn á
Faxaflóasvæðið. Setja ber inn-
flutningsverzlunina undir yfir-
stjórn og eftirlit hins opin-
bera til þess að hefta sem
mest gróða milliliða á kostnað
almennings, og ríkið á sjálft
að annast mikilvægar grein-
ar innflutningsverzlunarinnar.
Jafnframt ber að taka útflutn-
ingsverzlunina undir eftirlit og
yfirstjórn rikisins til þess að
tryggja sem víðtækasta mark-
aðskönnun erlendis.
Alþýðubandalagið leggur á
það áherzlu, að rikisvaldið
stuðii að félagslegri lausn
hinna margvíslegu vandamála
nútímaþjóðfélags. Komið verði
á lífcyrissjóði og ókeypis heil-
brigðisþjónustu fyrir alla
landsmenn. Sérstaklega ber að
tryggja framfærslurétt barna
og öryrkja, einstæðra mæðra
og ekkna. Húsnæðisvandræði
aimennings séu ekki gróðalind
húsaleiguokrara og fasteigna-
hraskara. Efld sé félagsleg
byggingarstarfsemi og nægar
leiguibúðir reistar. Gert verði
stórátak til aft bæta aðstöðu
kvenna til þátttöku í atvinnu-
liflnu og tryggt aft reist séu
nægilega mörg dagheimili,
leikskólar og vistheimili fyrir,
börn.
Alþýðubandalagið er til þess
stofnað að vera á stjórnmála-
sviðinu málsvari verkalýðs-
hreyfingarinnar og allra vinn-
andi manna við sjó og í sveit,
vera þeim samtakavopn í bar-
áttu þeirra fyrir hagsmunum
sinum og réttindum. Alþýðu-
bandalagið vill sambæfa bar-
áttu sína þörfum og heUl vinn-
andi stétta til þess að tryggja
fulla atvinnu í landinu og veita
alþýðunni meiri og réttlátari
hlutdeild i þeim auði sem hún
skapar."
Á
i
k
V