Þjóðviljinn - 11.06.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN —; Sunnudagur 11. júní 1967.
Athugasemd
frá stjórn INSÍ
Vegna viðtals sern birtist í
Aiþýðublaðinu 7. þm. við Ólaí
Þorsteinsson ritara Iðnnema-
sambands íslands, aýsir stjóm
Iðnnemasambandsins yfir eft-
irfarandi:
1. Stjórnin mótmælir harð-
lega þeim ummælum, sem fram
koma i viðtalinu úm að starf-
semi Iðnnemasambandsins sé
iömuð „vegna pólitískra af-
skipta kommúnista“, eins og
það er orðað. Stjómin vísar
slíkum ásökunum á bug og
bendir á, að stjómarmeðlimir
eru úr mjög mismunandi stjórn-
málasamtökum. Einn úr Al-
þýðubandalaginu, einn úr Heim-
dalli, tveir úr SUJ og einn, sera
ekki er flokksbundinn.
Af þessu sézt að allar fulii-
yrðingar um að kommúnistar
„beiti Iðnnemasamibandi fyrir
fflokksvél sína“ er hreinn upp-
spuni og gegnir það naumast
mikilli furðu að einn meðlim-
ur stjómarinnar skuli látahafa
slikt eftir sér f dagblaði.
2. Stjóm Iðnnemasambands-
ins telur eftir gaumgæfiloga at-
hugun að formaður sambands-
ins hafi ekki misnotað nafn sam-
bandsins í pólitískum tilgangi
með undirskrift sinni undir á-
varp til launafólks, sem birtist
í blaði Alþýðubandalagsins fyr-
ir skömmu, enda þótt umdeil-
anlegt geti verið að uppsething
i b/Iaðinu sé villandi á einhvern
hátt og vilj stjómin ftreka að
það er einungis um hans per-
sónulegar skoðanir að ræða.
Að síðustu skal það tekið
fram að Iðnnemasambandið lít-
ur á mál þetta sem útrætt af
sinni hálíu.
llla farin stefna
Berlínarborg gefur Reykjavíkurborg
Fyrir nokkrum dögum afhenti tlr. Brunner, borgarritari Vestur-Berlínar, Reykjavíkurborg að
gjöf afsteypu af birni, en björn er í skjaldarmerki Berlínarborgar. Fór athöfnin fram við
Tjörnina en styttan hefur verið sett þar upp á grasfletinum milli Tjarnargötu og Skothúsvegar.
Veitti Geir Hallgrímsson borgarstjóri gjöfinni viðtöku fyrir hönd borgarinnar. Meðal viðstaddra
við athöfn þessa voru ambassador Vestur-Þýzkalands og allmargir Þjóðverjar sem hér voru
staddir með skemmtiferðaskipinu Regina Maris, er hafði hér skamma viðdvöl. — Myndin er tekin
við afhendingu styttunnar: Geir borgarstjóri þakkar gjöfina með ræðu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
925 miljón króna heildar-
velta KEA á síðasta ári
„I>að er sitthvað orð og gerðir“
Framsókn hindraii
allar áætianageríir
í vinstri stjórninni
— Nú þykist hún vera með þeim!!
Aðalfyrirsögn Tímans sl. fimimtudag var um
hve mjög Framsókn væri fylgjandi áætlanagerð í
'þjóðarbúskap íslendinga. Og mikið hefur Fram-
sókn talað um þetta síðustu ár.
En þegar Framsókn hafði völd, — hvað gerði
hún þá?
í samningnum um vinstristjórn 1956 var um
það samið að gera skyldi „heildaráætlun um
framkvæmdir á næstu árum“ o.s.frv. Þetta varð
brýnt mál í sambandi við umskipulagningu
bankakerfisins. Alþýðubandalagið og Alþýðu-
flokkurinn urðu sammála um að taka þá upp
raunhæfa áætlanagerð í samvinnu við höfuð-
stéttir landsins. En Framsókn aftók allt slíkt
og hindraði með vanafrekju sinni og yfirgangi
að það næði fram að ganga.
Þetta er alltaf háttur Framsóknar, — það eina
sem hægt er að treysta á hjá henni: Að tala fag-
urlega fyrir hverjar kosningar, — og svíkja það
allt saman eftjr þær.
Viðreisnarstefnan virðist mér
vera illa farin.
Bólguna ekki Bjarni sér
bW þótt sé og marin.
Kjósandi-
Aðalfundur Kaupfélags Ey-
firðinga var haldinn dagana 6.
og 7. júní 8,1. Rétt til fundar-
petu höfðu 199 fu'lltrúar úr 24
deildum félagsins. en magttir
voru 182 fuliltrúar úr 18 deild-
um auk stjórnar félagsins, kaup-
félagsstjóra, endurskoðenda og
ýmissa gesta.
I upphafi fundarins afhenti
formaður Starfsmannafélags K.
E.A., Gunnlaugur P. Kristins-
son, kaupfélaginu fundarhamar
að gjöf frá starfsfólki þess í
tilefni 80 ára afmælis félagsins
á ári Hamárinn er. gerður
af Sigtryggi Helgasyni gullsmið,
og Friðgeir Sigurbjörnssyni.
húsgagnasmið.
Stjómarforrpaður, Brynjólfur
Sveinsson, menntasikólakennari,
fflutti skýrslu stjórnarinnar og
greindi frá verldegum fram-
kvæmdum félagsins á s.l. ári.
Kaupfálagsstjórinn, Jakob Fri-
mannsson, skýrði frá rekstri fé-
lagsins og las rei'kninga þess
fyrir árið 1966. Heildarvöru-
sala félagsins og fyrirtsékja þess
á innlendum og erlendum vör-
um þegar með eru taldar út-
flutningsvörur, verksmiðjufram-
leiðsla og sala þiónustufyrir-
tækja, þefur auikizt úr 802
miljónum kr. 1965 í 925 miljóri-
ir króna árið 1966.
Fundurinn ákvad að greiða j
reikninga félagsmanna aftekju-
afgangi ársins, sem var 882 þús..
kr., 6 prósent arð af viðskipt-
um þeirra við Stjömu Apótek,
sem þeir sjálfir hafa greitt.
Úr Menningarsjóði félagsins
Tólf voru
brautskróðir
Eins og skýrt var frá í trétí-
nm blaðsins I síðnstu vtku var
Tónlistarskólanum í Reykjavík
slitið 27. fyrra mánaðar. Tólf
nemendur luku burtfararprófi
að þessu sinni og er niyndin af
þeim. Frá vinstri: Karl Sigurðs-
son, Anna Áslaug Ragnarsdóttir.
Guðjón Böðvar Jónsson, Friðrik
Þórleifsson, Hafsteinn Guð-
mundsson, Þuríður Páisdóttir,
Njáll Sigurðsson, Sigríður Ása
Ölafsdóttir, Jónína Gísladóttir.
Gunnar Björnsson, Guðný Guð-
mundsdóttir. og Jón Hlöðver
Áskelsson.
í Atkvæia- og þing-
| mannatalafiokka
\ ★ Á öðrum stað er getið breytinga þeirra, sem
4 orðið hafa á kosningarrettarskilyrðunum á þeim 122
4 árum sem liðin eru frá. endurreisn Alþingis. Hér
4 verða nefndar nokkrar tölur sem sýna hvemig
/ hlutfallið milli fjölda kjósenda og íbúafjöldans hef-
/ ur breyfzt á tímabilinu frá 1874.
i ★ Árið 1874 voru aðeins 8,8% af íbúafjölda
( landsins á kjörskrá, eða 6183, þar af greiddu 1211
Iatkvæði eða 19,6%.
★ Hlutfallstala kjósenda miðað við íbúafjölda
breytist síðan mjög lítið fram til ársins 1908, er allt
tímabilið innan við 10%. Hinsvegar eykst mjög
kosningahluttakan á þessum tíma, kemst strax um
1890 upp í 30% eða liðlega það og síðan upp í
) 53,4% árið 1903.
!★ 1908 er tala kjósenda á kjörskrá 11726 eða
14,1% af íbúafjölda, og þá kjósa 8486 eða 72,4% á
kjörskránni.
★ Næst verður stórbreyting 1916, en þá er tala
kjósenda á kjörskrá 28529 eða 31,7% af fbúafjölda.
Atkvæði greiða þó ekki nerna 14030 eða 49,2%
þeirra sem á kjörskrá eru.
★ 1923 kemst k'jósendatalan á kjörskrá upp í
43932 eða 45,2% af íbúafjölda og þá greiða 31146
atkvæði eða 70,9% þeirra sem á kjörskrá eru,
★ Síðan 1934 hefur liðlega helmingur íbúa lands-
ins verið á kjörskrá og var hlutfallstalan hæst í
kosningunum 1942 eða 59,7%. Við alþingiskosnicig-
arnar 1963 voru 99798 kjósendur á kjörskrá eða
53,9% íbúanna. Þá greiddu alls 90958 atkvæði eða
91,1% kjósenda. Er það önnur mesta* kosningahlut-
takan i alþingiskosningum, hæst komst hlutfalls-
talan í þingkosningunum 1956, þegar kosið var m.a.
um „hræðslubandalagið" sællar minningar og Al-
þýðubandalagið bauð fram í fyrsta sinn.
í sentemher n.k.
haföi á árinu ’66 verið úthOutað 70
þúsupd krpniirn tiíl 7 aðila, en
tekjur sjóðsins voru 250 þús-
kr. framlag samþykkt á 80 ára
afmælisfundi félagsins síðastlið-
ið ár, auk vaxta.
Aðalfiundurinn samiþykkti nú
250 þús. kr. framlag til Menn-
ingarsjóðs.
Á fundinum var eftirfarandi
ályktun samþykkt samhljóða:
_ „Aðalfundur Kaupfélags Ey-
firðinga, Akureyri 1967, lýsir
yfir megnrf óánægju með fram-
Jeiðslu Áburðarverksmiðjunn-
arhf. í Gufúnesi og með á-
burðarverzlunina í landinu yf-
irleitt. Virðist svo sem ástand
kjarnaáburðarins sé jafnvel
verra nú í vor en nokkru sinni
fyrr, og úrbætur í átt tiíl meira
valfrelsis um áburðarkaup dkki
sýnilegar.
Fyrir því skorar fundurinn á
stjórn Áburðarverksmiðjunnar
að hefja sem fyrst endurbygg-
ingu verksmiðjunnar með end-
urþætur og aukna fjölbreytni
framleiðslunnar fyrir augum.
Jafnframt telur fundurinn, nð
nú begar beri veriksmiðjunni að
gera endurbætur á pökkun
K.iamans, til dærnis með not-
kvm plastumbúða".
1 stjórn félagsins voru end-
urkjörnir til þriggja ára, Jón
Jónsson kennari, Dalvík ogSig-
Framhald á 7. síðu.
í dag á Féiag' irímerkjasaín-
ara 10 ára afmæli, en það var
stofnað af noi.krum áhuga-
mönnum um frímerkjasöfnun
11. júní 1957 og i fyrstu stjórn
félagsins voru þeir Guido Bem-
höft, formaður, og meðstjóm-
endur þeir Guðmundur Árnason
stórkaupmaður, Jónas Hall-
grímsson, manntalsfulltr. Magni
R. Magnússon, frímerkjakaup-
maður, og Sigurður Þorsteins-
son, kennari, en núverandi
stjórn félaigsins sikipa þeir Gísli
Sigurbjörsson forstjóri, sem er
formaður og meðstjómendur
þeir Jónas Hailgrímsson, Sig-
urður Agústsson, Signrður P.
Gestsson og I>órarinn Óskarsson.
1 tiiefni afmælisins hefur ver-
ið ákveðið að halda frímerkja-
sýningu í b<)gasal Þjóðminja-
safnsins 2. sept. n.k., og hef-
ur sýningarnefnd féllagsins nú
þogar hafið undirbúning að
sýningunni, en sýning þessi
verður sú þriðja sem félagið
gengst fjrrir.
Póst- og símamálastjómin
hefur sýnt Félagi frímerkja-
safnara þann heiður og velvilja
í tilefni afmælisins, að lána til
sýningar hiuta af hinu fræga
safni íslenzikra frimerkja, sem
póst- og símamálastjóminni
tóikst að festa kaup á af dánar-
búi Hans Hals í Stokikhólmi, en
frímerkjasafn þetta er sérstætt
í sinni röð og talið vera það ná-
krvæmasta sem í dag þekkist
af íslenzkum frímerkjasöfnum
að vera, enda hilaut það gull-
verðllaun á aillþjóðafrímerkjasýn-
ingu í Wien árið 1933.
Félagið heíur notið stuðnings
velvilja og viðurkenningar ís-
lenzku póststjómarinnar og þó
mest með því að sýna félaginu
þann sóma, að lána hið fræga
Framhald á 7. síðu.
■"-
:: f f |
I’ 4