Þjóðviljinn - 11.06.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.06.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 11. júní 1967 — 32. árgangur — 129. tölublað. Tvö blöð í dag - 8 og 10 síður - Auglýsing um kosningaskrifstof ur G-listans á 7. síðu aukablaðs HVAÐ GERIST EFTIR KOSNINGAR? Kosið um lífskjör launa- manna og atvinnuðryggi Alþingiskosningarnar hefjast kl. 9 í dag og þeim lýkur kl. 11. Alþýðubandalagið skorar á alla stuðningsmenn sína að kjósa snemma og taka þátt í kosningastarfinu. Verkefnin eru mörg, og úrslifin geta oltið á örfáum atkvæðum — á því starfi sem stuðningsmenn G-listans leggja fram í dag. Kosningabaráttan hefur einkennzt af vaxandi sókn Alþýðubandalagsins, fólkið sjálft hefur þeg- ar sannað að það lætur ekki sundra samtökum sínum á örlagastund, bjartsýni stuðningsmanna G-lisfans hefur farið sívaxandi og þarf að birtast í ötulu starfi í dag, sameiginlegu áhlaupi sem leiðir til sigurs. Kosið um lífskjör og atvinnuöryggi Allir vita að eftir nokkra mánuði verður grip- ið til stórfelldra efnahagsráðstafana, annaðhvort nýrrar skattheimtu eða gengislækkunar — og á- hrifin á kjör launafólks fara eftir styrk G-listans í kosningunum í dag. Þeim fyrirætlunum þurfa samtök launamanna að svara með gagnsókn til þess að knýja fram þá félagslegu nauðsyn að óskert heildarkaup fáist fyrir dagvinnu eina saman. f . ' V Kosið um framtíð þjóðlegra atvinnuvega Allir útflutningsatvinnuvegir landsmanna eru nú á opinberu framfæri, og heilar atvinnugreinar hafa hrunið. Á sama tíma verða umsvif erlendra atvinnurekenda stöðugt stórfelldari, líkt og gerist í nýlendum og hálfnýlendum. Stefna Alþýðubandalagsins er sú að efla þjóð- lega atvinnuvegi með félagslegri stjórn og áætl- unarbúskap í samræmi við íslenzkar aðstæður. Aðeins með einbeitingu allra krafta getur hið ör- smáa íslenzka þjóðfélag haldið sínum hlut i sam- keppni við stærri þjóðir. \ Kosið um framtíð fslendinga í landi sínu I aldarfjórðung hefur ísland verið hersetið af því stórveldi sem nú heyr hina grimmilegu of- beldisstyrjöld í Víetnam. Áhrif stórveldisins hafa orðið æ víðtækari á öllum sviðum, og nú sýna rannsóknir að yngsta kynslóðin á svæði dátasjón- varpsins er .tekin að læra ensku eins og móður- mál sitt. Alþýðubandalagið eitt beitir sér fyrir því að fslendingar taki upp óháða utanríkisstefnu þegar NATO-samningurinn fellur úr gildi 1969 og af- létti niðurlægingu hernámsins. Gengi þess bar- áttumáls veltur á fylgi G-listans. Kosið um nútímastefnu í þjóðfélagsmálum Kenning stjórnarflokkanna hefur verið sú að engin vandamál séu í þjóðfélaginu, allt sé al- fullkomið. Þá staðhæfingu getur hver maður met- ið samkvæmt sinni reynslu — og það með hvort þeir flokkar sen\ ekki sjá nein vandamál séu lík- legir til að leysa nokkurn vanda. Alþýðubandalagið eitt boðar nútímastefnu í þjóðmálum, þar sent beitt sé vísindum og tækni nútímans til þess að styrkja efnahagsundirstöð- ur þjóðfélagsins, efla menntakerfi þjóðarinnar, félagslegt öryggi og viðunandi heilsugæzlu. Málefnin ein eiga að skera úr Hornsteinar Alþýðubandalagsins eru nú eins og í öndverðu kjaramál launafólks og sjálfstæðis- mál þjóðarinnar; á báðum þeim sviðum eru fram- undan hinar örlagaríkustu ákvarðanir. Málefnin ein eiga að skera úr, en gengi þeirra er háð sigri G-listans. • Til reykvískrar alþýðu — til allra vina og samher ja! Það er komið að lokahríðinni í kosningabaráttunni sem um Ieið er úrslitastund í stéttabaráttu verkalýðs og allra launa- manna og í þjóðfrelsisbaráttu íslendinga. Gerið kosningarnar að fyrsta sigrii>um í þeirri hörðu kaup- gjaldsbaráttu sem framundan er. fhaldið undirbýr gengislaekk- un, nýja óðaverðbóigu og hyggur á skerðingu á félagsrétt- indum launamanna, ef það þorir fyrir fólkinu, fyrir ykkur. Leggizt öll á eitt með G-listanum og sýnið að þið látið ekki sundra ykkur frekar en í verkfalli væri. Engin verkfalisbrot í kosningabaráttunni! Sameinizt öll um að hrekja á brott atvinnu- leysisvofuna, sem gægist nú í gættina og get- ur heltekið þjóðfélagið, ef stefna íhaldsins og þjóna þess sigrar. Munið að örlög íslands á næstu áratugum, brottför hers- ins, úrsögn úr Nato, stöðvun á innrás erlends auðvalds, eru undir því komin að hver og einn geri nú skyldu sína. Sýnið afturhaldinu og þjónum þess — í hvaða gervi sem þeir birtast — að sú fylking reyk- vískrar alþýðu og þjóðfrelsissinna, sem mest hefur mætt á í þrjátíu ára sameiginlegri bar- áttu okkar fyrir rétti og gæfu alþýðunnar, fyrir frelsi og friðhelgi íslands, verði ekki brot- in á bak aftur nú frekar en fyrr, heldur sæki einbeitt fram til úrslitasigurs. Sendið Mágnús, Eðvarð og Jón Snorra sem hina sterku fulltrúa reykvískrar verklýðs- og þjóðfrelsishreyfingar alla inn á Alþingi íslend- inga, kjördæma- og landskjörna. Undir ötulli vinnu hvers eins í dag eru úrslitin komin. ^ Fram til sigurs fyrir G-listann, fyrir al- þýðuna og ísland Einar Olgeirsson. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.