Þjóðviljinn - 13.06.1967, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.06.1967, Síða 1
Þriðjudagur 13. júní 1967 — 32. árgangur — 130. tölublað. KOSNINGAÚRSLITIN I I ■ i * i í öllum kiördæmum landsins og samanburður ' við úrslit alþingiskosninganna 1963 eru á 7. síðu i S (■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a ■«■■■■!■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»• Alþýðubandalagið vann þingsæti / Suðuriandskjördæmi; tapaði þing- sæti í Reykjavík og á Vestfjörðum Stjórnarflokkarnir / meirihiuta Magnús □ Úrslit alþingiskosninganna 11. júní 1967 eru nú kunn og hafa helztu tilfærslur í þeim orðið að Sjálfstæðisflokkurinn tapar allmiklu fylgi en Al- þýðuflokkurinn hefur unnið á. □ Vonir manna um verulega breytingu á skipan Alþingis hafa brugðizt í þessum kosningum, stjórn- arflokkarnir hafa meirihluta og þingið mun vérða skipað furðu líkt og á síðasta kjörtímabili, hvað styrk flokkanna áhrærir. □ Alþýðubandalagið vann þingsæti í Suðurlands- kjördæmi en tapaði þingsæti í Reykjavík (til I-list- ans) og á Vestfjörðum (til Alþýðuflokksins). □ Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn stórtapaði fylgi í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, sem einmitt hafa verið langsterkustu vígi flokksins, hélt hann þó þingmannatölu sinni í Reykjavík, vegna fram- boðs I-listans, sem hlaut einn mann kjörinn og varð til þess að fella Eðvarð Sigurðsson, formann Verka mannafélagsins Dagsbrúnar, og skipta upp fylgi Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Þetta klofnings- framboð hefur og án efa valdið því að Alþýðu- bandalagið missti kjördæmakosinn þingmann í Vestf j arðak j ördæmi. □ Úrslitin í tölum eru þessi um allt landið. Alþýðuflokkur: 15061 atkv., 5 kjömir. Framsókn: 27022 atkv., 18 kjörnir. Sjálfstæðisflokkur: 36037 atkv., 20 kjömir. Alþýðubandalag: 13403 atkv., 5 kjörnir. Oháði lýðræðisfl.: 1043 atkv., enginn kjörinn. Utan flokka: (I-listi) 3520 atkv., 1 kjörinn. □ KjordæmakjömÍT þingmenn Alþýðubandalagsins eru Magnús Kjartansson (Reykjavík), Gils Guð- mundsson (Reykjaneskjördæmi), Lúðvík Jósepsson Uimm Það var ekki betur gert en að losa af dekkinu á Maí”í gær, og v oru það aðaliega skólapiliar úr Flensborg sem vorn þar við (Austurlandskjördæmi), Bjöm Jónsson (Norður- landskjördæmi eystra), Karl Guðjónsson (Suður- landskjördæmi). □ Landskjörstjórn mun koma saman til fundar í dag til að úthluta uppbótarþingsætum til jöfnunar milli þingflokka. □ Inni í blaðinu er skýrt frá úrslitum í öllum kjördæmum eins og þau lágu fyrir í gærkvöld. □ í forystugrein í blaðinu í dag skrifar Magnús Kjartansson um kosningarnar. (■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■aiaaaianiaiaHaaaNMaRaBaBataaiiaaaiailiaiaaaaaaaaaaailliaaa| ■ ■ ■ Maí. kom með ncer 600 tonn j úr veíðiferð í gœr í gærkom togarinn Maí með nær j 600 tonn til Hafnarfjarðar. — Við- tal við skipstjórann, Halldór Hall- j dórsson er á 12. síðu. víujiu. Aflinn fór allur til vinnslu í frystihúsín i Hafnarfirði og Reykjavik. — (I.Jósm. Þjóðv. HJ. G.).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.