Þjóðviljinn - 13.06.1967, Síða 2

Þjóðviljinn - 13.06.1967, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVELJINTST — Þriðjudagur IS. JBní 1967. / íslands hefst 19. þ.m. □ Suridmeistaramót íslands verður háð í hinni nýju sundlaug í Laugardalnum dagana 19., 24. og 25. júní n.k. Þing Sambandsins fer fram laugardaginn 24. júní. Dagskrá Sundmeistaramóts fslands verður sem hér segir: 19. júní: ' 1500 m skriðsund karla, 800 m skriðsund kvenna og 400 m bringusund karla. 24. júní: 100 m skriðsund karla, 100 m bringusund karla. 200 m bringusund kvenna, 200 m flugsund karla, 40o m skrið- sund kvenna, 200 m baksund karla, 100 m baksund kvenna. 200 m fjórsund karla, 4x100 m skriðsund kvenna og 4x100 m fjórsund karla. 25. júní: , 400 m skriðsund karla, 100 m flugsund kvenna, 200 m bringus. karla, 100 m bringu- sund kvenna, 100 m baksund karla, 100 m skriðsund kvenna, 100 m flugsund karla,' 200 fjórsund kvenna, 4x200 m skriðsund karla og 4x100 fjór- sund kvenna. Þátttökutilkynningar berist S.S.Í. íþróttamiðstöðinni, Laug- ardal, Siggeiri Siggeirssyni síma 10565 eða Guðmundi Gíslasyni síma 17060 fyrir 16. júní 1967. (Frá stjórn S.S.Í.). A thugasemd vegna ummæla í útvarpi í útvarpsþættinum „Á rakstöl- um“ þ. 24. aprfl. sl. var fjallað um byggingarkostnað í landinu og leiðir til að lækika hann. Var m.a. vikið að fjölbýlishúsi því við Reynimél í Reykjavík, sem Byggingarsamvinnufélag verka- manna cg sjómanna hefur reist og verið hefur orsök talsverðra umræðna um þessi mál að und- anfömu. j Einn þátttakandi umræön- anna, Bergþór Úlfarsson — íbúi í otfangreindu húsi, fór ekki dult með, að hann hefði næsta litla trú á uppmælingum, sem tíðkast hjá iðnaðarmönnum. Kvað hann þær ,,vafasamt at- riði“ og komst síðan svo að orði: „Ég rak mig til dæands á eitt atriði. Það var í sambandi við málun á íbúðinni hjá mér, að ég fékk , málarameistara til þess að gefa mér upp, hvað hann mundi álíta, samkvæmt uppmælingu, að það mundi kosta að mála þessa íbúð — fyrir utan efni — og talan, hún var 43 þúsund krónur — 43 þúsund fyrir að mála fbúðina. Þessi vinna, hún tók mig 140 klukkustundir, og þá getið þið nokkurn veginn reiknað það út, hvað málarinn hefur á kllukku- stund fyrir að mála íbúð- ina . . . “ Áður en lengra er haldið, skal einnig á það bent, að sami maður sagði fyrr í sömu um- ræðum um Reynimelsbygging- una, að „frágangur (væri) al- menn vandaðri en tíðkast í fjölbýlishúsum . . . “ Vegna ofangreindra ummæla Bergþórs Úlfarssonar, fór stjórn Málarameistarafélags Rvíkur þess á leit, að hún fengi að mæla íbúð hans og reikna út, samkvæmt uppmælingartaxta, hve mikið hefði mátt taka fyr- ir að mála hana. B.Ú. féllst á tillmæli MMFH, enda taldi hann sig hafa hinn góða málstað. Niðurstaða mæl- inga og útreikninga varð sú, að kostnaður væri kr. 18.326,80 fyr- ir þetta verk. Á hinn bóginn var verkið unnið þannig af eiganda, að ef málarameistan hefði skilað því í slíku ástandi, hefði hann orðið að endurgreiða sem svarar 25-30 prósent af uppmælingarverði vegna ié- legra vinnubragða eða taka ella till við vinnu sína á ný til að bæta verkið. En til þess að menn „geti nokkurn veginn reiknað það út, hvað mádarinn hefur á klukku- stúnd fyrir að mála íbúðina", skal á það bent, að meistara er heimillt að selja hverja vinnu- stúnd á kr. 84.30. Sveininum greiðir hann kr. 62,73 á tím- ann, svo að sveinninn, sem unnið hefði hjá BérgþóH Ú\f- arssyni, hefði hlotið í laun, að viðbættu ö’rlofi, kr. 13.637,50 (vinnustundir voru 217,4). En vegna þess, sem sagt er hér að framan um léleg vinnubrögö, var verðmæti þeirrar vinnu, •sem af hendi var leyst, aðcins kr. 9.546,25—10.228,15. Rétt er að minna á, að auk þess sem meistarinn greiðir sveininum kr. 62.73 af andvirði hvers selds vinnutíma, verður hann að greiða fjölda gjalda af álagningu sinni. Hann verður að greiða launaskatt, atvinnu- leysistryggingagjald, almennt tryggingargjald, endursfcoðunar- gjald, aðstöðugjald, iðnlána- sjóðsgjald, sjúkrasjóðsgjald, veikindadaga, mælingagjald, aksturskostnað fyrir verkfæri og margvísleg önnur gjöld, sem fylgja hverjum atvinnurekstri. Þegar á þetta er litið, mun mörgum þykja það rýr hlutur, sem meistarinn hefur tii að gjalda skatta og skyldur, og enn rýrari verður hann, er öf.l gjöld hafa verið innt af hendi. Að endingu skal þessu bætt viö: Fleiri eigendur íbúða í fyrr greindri Reynimelsbyggingu hugðust hagnast á að komast hjá að láta mála stov. taxta MM FR. Var tiliboða aflað i máJun stigaganga og varð að sam- komulagi, að greiða slcyldi kr. 30.000 fyrir að mála hvern þeirra. Stjóm MMFR lét einn- ig framkvæma mælingu og út- reikninga á þessari vinnu, :>g varð niðurstaðan sú, að hún ætti að kosta kr. 26.107,70. Þar skeikaði því um nærri 4000 kr. Ekki er ástæða til að ræða þessi atriði nánar að sinni, en stjórn MMFR fagnar því tækifæri, sem hér hefur gefizt til að leiðrétta þann misskilning, sem virðist æði útbreiddur, að mæl- ingataxti félagsins sé samin tíl að féfletta almenning. Dæmin hér að ofan sanna, einmitt, nð hann er verkkaupanda trygging fjtrir wandaðri vinnu við sann- gjömu verði. Reykjavík 5. júm' 1967. Stjóm Málarameistarafélags Reykjavíkur. Valsmenn hlutu nú tvö dýrmæt stig í viðureign sinni við Akureyrínga Heldur er nú tekið að syrta í álinn fyrir ÍBA í þessu íslandsmóti. Liðið hefur leikið þrjá leiki og tapað 511- um. Valsmenn hafa aftur á móti leikið tvo leiki og haft heppnina með sér. Þeir unnu Akurnesinga óverðskuld- að í fyrsta leik sínum, en í leiknum s.l. laugardag unnu þeir Akureyri 2:1 í þófkenndum og leiðinlegum leik. Valsmenn unnu hlutkestið og kusu að leika undan rokinu og rigningunni. Þeir hófu strax leiftursókn, og á annarri mín. urðu mikil mistök hjá fBA- vöminni. Þrír varnarmenn þeirra klúðmðust með boltann. <s>- Hermánn Gunnarsson kom að- vífandi, náði boltanum, lék á tVo Akureyringa og skaut í blá- hornið niðri, aílis óverjandi fyr- ir Samúel markvörð ÍBA. Ak- ureyringar snúa strax vöm i sókn sem ber árangur á 5. mín. Þormóður Einarsson h. út- herji var kominn inn á miðjuna, þangað féklc hann góðá send- ingu utanaf h. kanti og skaut viðstöðulaust föstu skoti sem Gunnlaugur markvörur Vals réð ekki við 1:1. Eftir þetta sóttu Valsmenn mun meira, enda höfðu þeir rokið með sér. Þó sköpuðust engin umtalsverð tækifæri fyrr en á 30. mín. t>á myndaðist þvaga inn í vítateig ÍBA. Úr þvögunni hrökk bolt- inn til Reynis Jónssonar sem afgreiddi boltann viðstöðulaust í markið einkar iaglega 2:1. Þannig var svo staðan í hálf- leik, flestir héldu að þetta nauma forskot Valsmanna mundi ekki duga. til sigurs, þar sem fBA sótti undan veðr- inu í síðari hálifleik. Þó varð raunin sú að fleiri mörk voru ekki skort ð. Akureyringar sóttu heldur meira í scinni hálfleik "en sóikn þeirra var allan tímann bitlaus. Það var eiginlega að- eins eitt marktækifæri sem þeir áttu. Á 30. mín. stóð Skúli Ágústsson einn og óvaldaður á markteig en skaut framh.iá Þarna áttu Akureyringar gullið tækifæri til að jafna. Þó ÍBA ætti meira f þessum hálfleik áttu Valsmenn nokkrar góðar sóknir og voru þær öllu hættu- legri en sóknir norðanmanna. Leikurinn í heilld var þófkennd- ur og heldur leiðilegur. Eftir etvikum má segja að sigur Valsmanna hafi verið verð- skuldaður þó maður hefði það á tilfinningunni að sigurinn gæti lent hvoru meginn sem var. með þeim hvern leik. Beztu menn í þessum leik voru eins og sivo oft áður Ámi Njálsson og Þorsteinn Friðþjófsson. Her- mann Gunnarsson virðist vera að komast í sitt fyrr form. f frarmiíniunni var hægri útherj- inn mjög veikur hlekkur, Vais- menn hljöta að eiga betri út- herja en þetta. Halldór Einars- son virðist lítið ætla að breyta þessari leiðinlegu leikaðferð sinni að hugsa meir um mann- inn en boltann. Það er leiðin- leg hugsun hjá íþróttamönnum. Alkureyringar voru nær ó- þekkjanlegir frá leik þeiira við ÍBK á dögunum. Alllur baráttuhugur virtist úr mönn- um og þeir náðu aldrei upp þessu stutta spili sem þeir sýndu í þeim leik. Útílitið er nú orðið ískyggilegt hjá þeim, þrír tapleikir í röð er nokfcuð sem lið má efcki við ef það ætlar sér ekki að falla niður. Bezfu menn þeirra í þessum leik voru Guðni Jónsson og Skúli Ágústsson. Dómari var Hreiðar Ársælsson og slapp sæmilega. Til gamans má upplýsa Hilmar ÓHafsson Mijuvörð um það, að leikmaður er aidrei rangstæður ef hann fær boltann frá mót- heyja S.dór. Liðin: Lið Valsmanna hefur sýnt heldur litlar framfarir frá fyrstu leikjum sínum í vor. Ég tel að ef liðið fer ekki að taka sig á, þá gæti þeir ekki Is- landsmeistarabikarsins næsta vetur. Þeir geta ekki búizt við að gæfan hafi tíma til að leifca Keppt í frjáls- um íþróttum á Melavelii í dag í dag, þriðjudaginn 13. júní, fer fram á íþróttavellinum á Melunum innanfélagsmót í frjálsum íþróttum á vegum Réykj avíkurf élaganna. Klukkan 6 verður keppt í spjótkasti, 400 m grinda- hlaupi og þrístökki að beiðni Frjálsíþróttasambands íslands, sem óskar eftir keppni í þess- um greinum vegna vals lands- liðs fyrir Evrópubikarkeppnina í Dublin í þessum mánuði. Klukkan 8 verður keppt í þrístökki drengja, (f. 195» og 1951) og langstökki og spjót- kasti stúlkna (f. 1950 og 1951), og er sú keppni þáttur í und- irbúningi félaganna af þátt- töku í Hafniadeu, íþróttamóti sem haldið er af tilefni 800 ára' afmælis Kaupmannahafn- ar. Hægur og ójafn hagvöxtur er í Rómönsku Ameríku „Tregða og ójafn hagvöxtur*’ einkenndu efnahagslífið í Róm- önsku Ameríku á síðasta árí, samkvæmt nýbirtri skýrsiu Sameinuðu þjóðanna. Unnið er með ófullnægjandi hætti að þróunarverkefnum, og það vetour „tilfinningu ráðaleys- is sem veldur félagslegum óróa og skapar pólitískt ójafnvægi". segir í skýrsilunni. Að þvi er snertir erlenda f jár- festingu, hefur aðstaða Róm- önsku Ameríku „versnað til muna á síðustu ái-um“ borið saman við önnur vanþróuð svæði. Þar sem Rómanska Am- eríka tók á móti um þriðjungi- erlendrar fjárfestingar í heim- inum á árunum 1960—62, fékk hún einungis um einn sjöunda hluta hennar á árunum 1963 — 1965. Samta/Is jókst brúttó-þjóðar- framleiðslan í löndum Róm- önsku Ameríku aðeins um 3%i árið 1966, en um 6,2 og 5,1% á áruraum 1964 og 1965. Vöxturinn var um það bil jafnmikill og fóiksfjölgunin, þannig að hann var enginn þeg- ar miðað er við hwert manns- bam. Samltovæmt útreikningum verða íbúar Rómönsku Ameríicu 365 miljónir árið 1980 eða 120 miiljónum fleiri en nú. Að minnsta kosti 50% af núlifandi íbúum eða um 120 miljónir manna þarfnast auk þess betri nærin-gar. Tekjur lágllaunaflóilks verða að hækka um 6% árlega, ef það á að fá jafnnæringar- ríkan mat árið 1980 og aðrir f- búar, samkvæmt útreikningum í skýrslunni. ' Þessu marki verður einungis náð með víðtækri deilingu jarðnæðis, breyttri tekjuskipt- ingu og mikilHi fjárfestingu í landbúnaði og iðnaði. 1 skýrslu- unni segir að á árunum 1965 — 1980 verði þörf á nýju fjér- magni sem nemi um 40 miljörð- um dollara (1720 miljörðum ísl. króna). \ Eins og stendur kemur þró- unin í verksmiðjuiðnaðinum í bága við þessa þörf á örri iðn- aðarþróun — vöxturinn þar, sem nam 6% á árunum 1955—60, mlnnkaði niður í 5,6% á ánun- um 1960—65. Það var fyrst og fremst aft- urkippurinn í efnahagsliii Bras- ilíu og Argentínu sem olliþess- ari hægu aukningu á svæðinu öllu í fyrra. f Bolivíu, Ghile. Cólumbíu, Costa Riea, E1 Salya- dor, Mexíkó, Panama og Urug- uay var þróunin aftur á móti örari en 1965. Dóminíska lýö- velldið náði sér að nokkru eftir afturkippinn árið á undan. Höfuðorsakimar til hinnar hægu þróunar eru raktar i riti sem á enstou nefnist „Economic Survey of Laitin America, 1966“; óverulegar framfarir í endur- bótum þjóðfélaigsfcerfisins, mis- heppnan landbúnaðarins, skort- ur á öflugu átaki til að virkja innlendar fjárfestingarlindir, verðbólga, lítil aukning á raun- verulegum útflutningswerðmæt- um og skortur á erlendu fjár- magni. — (S.Þ.). <8>- ÍSLANDSMÖTIÐ Laugardalsvöllur í kvöld kl. 20,30 leika FRAM- VALUR Dómari: Magnús Pétursson. II. DEILD Selfossvöllur í kvöld kl. 20,30 leika Selfoss — Þróttur MÓTANEFND. TILKYNNING Athygli skal vakin á því, að næturhólf bankans hefur verið endumýjað og flutt. Það er nú staðsett vinstra megin við anddyri bankans við Lækjartorg. Þeir viðskiptamenn bankans, sem aðgang hafa að nætur- hólfinu eru beðnir að snúa sér til aðalféhirðis, til þess að fá afhenta lykla að hinu nýja hólfi. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.