Þjóðviljinn - 13.06.1967, Side 4

Þjóðviljinn - 13.06.1967, Side 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVELJINN — Þriðjudagur 13. júní 1967. Otgefandl: Sósíaliataflokk- Sameinlngarflokkui aiþýðo. urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurðui Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðui V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust XB. Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00. FyrírhoBi f^egar þetta er skrifað eru kosningaúrslit aðeins * kunn í Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og Vest- milli ára. Eins og oft hefur verið bent á hér í blaðinu hefur orðið mjög eindregin borgaraleg þróun á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa áratugina eftir stríð, í fyrsta skipti í sögu landsins. Mikill meirihluti íbúanna hefur verið þeirrar skoðunar að unnt væri að leysa vandamál þjóðfélagsins með borgaralegum ráðum, með aðferðum gróðaskipu- lagsins, eins og kosningaúrslitin 1963 sönnuðu einkar eftirminnilega. Sú skoðun hefur haldizt óbreytt allt fram undir síðustu áramót, vegna vel- gengni sem fyrst og fremst stafaði af verðhækkun- um á afurðum okkar erlendis. Það er einkar eðli- legt að þegar efasemdir vöknuðu síðan, birtust þær í því að kjósendur sem trúa á hið borgaralega gróðakerfi flytji' sig frá Sjálfstæðisflokknum til Alþýðuflokksins, sem hefur verið með sterkari félagslegan þátt í áróðri sínum. Engu að síður vit- um við Alþýðubandalagsmenn að sjónarmið okk- ar hafa haft æ sterkari byr að undanförnu. Við hefðum átt vísan mjög stórfelldan kosningasigur í þéttbýlinu, ef ekki hefði gerzt sá óvænti atburð- maður sá sem var kjörinn forimaður Alþýðu- bandalagsins á landsfundi í haust, Hannibal Valdi- marsson, bauð sig fratn til þess að spilla fyrir G-listanum í Reykjavík. Afleiðingin hefur orðið sú að enda þótt kjósendur í Reykjavík ákvæðu með atkvæðum sínum að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi tapa þingsæti í Reykjavík, hélt flokkurinn sætinu samt — aðeins vegna þessarar sundrung- ar — Ólafur Bjömsson var kjörinn í stað Eðvarðs Sigurðssonar. Af sömu ástæðu glataiði Alþýðu- bandalagið þingsæti sínu á Vestfjörðum. Slíkir atburðir þurfa raunar ekki að koma á óvart; hvað halda menn að hefði gerzt ef Bjarni Benedikts- son hefði boðið sig fram gegn D-listanum í Reykja- vík, eða Eysteinn Jónsson gegn B-listanum? Oá sem þetta skrifar hefur sérstaka ástæðu til ^ þess að þakka Alþýðubandalagsfólki í Reykja- vík dugnað og baráttuþrek við mjög óvenjulegar og erfiðar aðstæður. Við höfðum alltaf vitað það, vinstri menn í Reykjavík, að styrkur okkar er ekki fólginn í einstaklingum þeim sem sæti kunna að eiga á þingi, heldur í samtökum okkar sjálfra. Þau ánægjulegu tíðindi gerðust í kosningabarátt- unni að félögum í Alþýðubandalaginu í Reykja- vík f jölgaði örar en dæmi eru til og eru þeir nú um þúsund talsins og störfuðu á mjög þróttmikinn hátt á kjördag. Þau samtök eru nú og framvegis grundvöllur að baráttu okkar í höfuðborginni, þar sem fjöknennið er mest. Það fólk sem kaus G- listann og I-listann er að yfirgnæfandi meirihluta samherjar, þótt skammsýnum stjómmálabröskur- um tækist aið þessu sinni að spilla þeim árangri sem var innan seilingar. Málstaður okkar er rét't- ur, og einmitt þess vegna eru kosningaúrslitin nú fyrirboði um samstöðu og styrk sem ráða mun miklum úrslitunn í stjórnmálaátökunum á næstu árum. — m. Minningarorð Axel Oddsson fulltrúi í dag er kvaddur frá Frí- kirkjunni í Reykjavík Axel Oddsson, fulltrúi hjá Almenna byggingafélaginu. Axel fæddist að Tumastöðum í Fljótshlíð 13. maí 1906. Foreldrar hans voru Oddur Benediktsson bóndi þar, sem andaðist fyrir nokkr- um árum, og kona hans Her- borg Guðmundsdóttir, sem dvelst, háöldruð og farin að líkamskröftum, á heimili son- ar síns og tengdadóttur að Tungu í Flóa. Axel ólst upp í foreldra- húsum fram um tvítugsaldur, en þá fluttist hann til Reykja- víkur og gerðist fljótlega bif- reiðastjóri hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur en síðar skrif- stofumaður þar. Árið 1946 hóf hann störf hjá Almenna byggingafélaginu og starfaði þar, þangað til heilsan brást skyndilega. 19. maí 1934 kvæntist Axel eftirlifandi konu sinni, Laufey Jónsdóttur. Þeir eru margir frændurnir og vinirnir, og ekki sízt börnin, sem eiga ljúfar minningar frá heimili þeirra hjóna, Bergstaðastræti 42. Ég er þess viss að bömunum, sem þau hjónin buðu ævinlega til sín á jóladag, gleymast seint þær stundir. Þá var geng- ið kringum jólatré, sungnir jólasálmar og leikið við börnin; gleði þeirra var mikil en glöð- ust voru hjónin sjálf. Það er mín skoðun að bamgóður mað- ur sé góður maður, og það var Axel Oddsson, góður og traust- ur maður, sannur maður. Axel var mjög virkur félagi í frímúrarareglunni í mörg ár, einnjg vaþ .bann . í Verkstjóra- félagi Reykjavíkur á síðari ár- um. Axel hlaut mjög takmarkaða skólamenntun á æskuárunum, eins og þá tíðkaðist víða í sveitum landsins, en hann bætti sér það upp síðar með sjálfsnámi og lestri góðra bóka. Hann las mikið og helzt ekki nema góðar bækur, en hann hugsaði það sem hann las og reyndi að kryfja hvert mál til mergjar. Það ‘skorti því aldrei umræðuefni á Bergstaðastíg 42, hjónin bæði mjög greind, víðlesin og með afbrigðum gestrisin. Axel mun láta eftir sig mikið ritað efni, bæði í ó- bundnu og bundnu máli, hann var prýðisvel ritfær og mjög vel skáldmæltur, eins og hann átti kyn til, þótt hann flíkaði því ekki við hvern sem var. Kæri vinur! Það leitar svo margt á huga minn við þessi vegamót. Það veldur stundum kvíða að kveðja góðan sam- ferðamann; við vorum í raun og veru samferðamenn í lífinu, aldir upp hvor á sínum bæn- um í sama túni, lékum saman börn, stöfuðum báðir í ung- mennafélagshreyfingunni, gift- umst sinni systurinni hvor. Síðan bjuggum við hjónin í þínu húsi í 14 ár sem aldrei bar á skugga. í þínu húsi lifðu drengirnir okkar að miklu leyti sín bemsku- og æskuár, og þið hjónin reyndust þeim ætíð seiji beztu foreldrar. Fyr- • ir þetta og allt annað vil ég og fjölskylda mön þakka við leiðarlok. Kæri vinur, haf þú þökk fyrir allt og allt. Svo að lokum, kæra Laufey mágkona mín, ég bið guð að styrkja þig í þungri raun. Ég er þess viss að ástvinur þinn, sem horfinn er þér um sinn og naut styrks þíns í veikind- um sínum, hann mun rétta þér styrka hönd og leíða þig fyrstu sporin þegar þú að lokum flyt- ur yfir á nýtt tilverustig. Tómas Sigurþórsson. John Charles Daly jr. hefur verið sikipaóur yfirmaður Voice of America, útvarpsdeildar Upp- lýsingaþjónustu ,Bandaríkjanna. Tekur hann við af John Chan- cellor, sem tekur aftur til starfa hjá NBC National Broádcasting Company. John Baly er kunnur frétta- maður úr útvarpi og sjónvarpi cg einnig hefur hann verið stjórnandi spurningaþáttarins What is My Line frá stófnun þáttarins. Þessi þáttur er með- a:l þeirra þátta, sem lengsthafa verið við líði í amerísku sjón- varpi. og nýtur stöðugra vin- sælda. Daly var fréttamaður í Eng- ’.andi, Itallíú, fyrir botni M'ð- jarðarhafs og í Afríku í heims- styrjöldinni siðari. SíðÞ.n varð hann fréttamaður í Evrópu og Suður Ameríki’ fyrir Columbia. Frá 1953 til 1960 var hann yf- irmaður frétta- .og upplýsinga- deildar Amerioan Broadcasting Company. Mexíkanskur lista- ntaður sýnir hér All sérstæð sýning verður opnuð á Mokka-kaffi við Skóla- vörðústig I dag, sunnudag. Þar sýnir mexíkanski listmálarinn Maciel svartlistarmyndir og myndir málaðar á blöð af kók- oshnetupálma — eru málverk hans yfirleitt skreytíngar við ljóð. Blaðamönnum gafst kostur á að hitta Maciel — sem er ung- ur maður, fæddur 1939 nálægt Acapillco i Mexíkó — á heimili Barböru og Magnúsar Á. Áma- sonar nú fyrir skemmstu. Kom listamaðurinn hingað til Eands fyrir áeggjan sonar þeirra hjóna, Vifils, sem stundar nám í Mexi- kó. Mun Maciel dveljast hér a.m.k. í hálfan mánuð en halda síðan í lengra ferðalag. Ætlun listamannsins er semsé að fara til Niðurlanda, Italiu, Spánar og jafnvel til Japans og halda ekki heim til Mexikó aftur fyTr en -eftir 2 ár. Maciel stundaði nám í E5sou- dla Esmeralda í Mexíkó City og hefur hann haldið fjórar sýn- ingar i heimalandi sínu. •4r Á Mokika sýnir Maciel teikn- ingar sem hann gerði við kúb- anskt þjóðlag er fjallar um naut og ber heitið ,,Ég er að veröa gamaH“ — ofe fimm ljóð eftir Carcia Lorca sem Maciel dáir mjög. Einnig verða sýndarfimm myndir sem hann málaði á .pálmablöð og eru þær gerðar sem skreytingar við sjö ljóð eftir Marqarito Ledesma. ' ' * - ' . '■ * ,1 KOMMÓÐUR — teak og eik. Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar Skipholti 7 — Sírni 10117. ATHUGIÐ! Breytið verðlítilli krónu í vandaða vöru Húsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðssonar, Grettisgötu 13 (stofnuð 1918) sími 14999, leysir vandann. GeriS við bíla ykkar sjélf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÖNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Latið stiila bílinn fyrir »/orið Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillmgar. Skiptum um kerö. platínur ljósasamlokur o.fl: — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. siml 13100. Frá Raznoexport, U.S.S.R. Aog B gæðaflokkar Laugaveg 103 ^ sími 1 73 73 Bólstruð húsgögn SEL Á VERKSTÆÐISVERÐI; Sófasett, Svefn- bekki. — Tek klæðningar. Bólstrunin, Baldursgötu 8

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.