Þjóðviljinn - 16.06.1967, Page 8
g SÍÐA — ÞJÖÐVTL.TINN — Föstudagur 16. júm 1367.
■ P.N. HUBBARD I : ■ ■ ■ a ■ ■
■ ■ 09 RQ LEI ITHæTT ! R ' m m m m m m ■ ■ g
23
Hún sagði: — Hvað varstu lengi
í húsinu eftir að ég fór?
— Enga stund. Mér finnst
ekki sérlega fýsilegt að dveljast
þar inni. Ég fann bakdymar og
komst út.
— Hvaða leið fórstu?
— Yfir að ytri endanum að
húsinu- Ég vissi ekki hvar bíll-
inn þinn var, en ég var að vona
að ég naeði í þig áðuren þú fær-
ir.
— Nei — ég á við inni í hús-
inu.
— Inni? Ég fór niður bakstig-
ann þegar þú fórst niður þann
fremri. Ég kom niður í eins kon-
ar gang. Ég gekk hann á enda
og gegnum opnar dyr. Þar var
búr eða eitthvað þess háttar. Til
hægri voru bakdymar á húsinu.
— Sástu Jack?
— Já, rétt áður en ég fór út
fyrir. Ég sá keðjuna hans og
skáXina til vinstri þegar ég gekk
gegnum búrið. Ég var á leiðinni
út þegar hann birtist í eigin
persónu. Til allrar hamingju sá
hann mig ekki.
— Hvað gerði hann þá?
— Hann fékk sér að drekka,
sennilega úr skálinni sinni, og fór
upp aftur.
— Hvað leið langur tími áður
en Elísabet fór að sepa?
— Drjúg stund. Tia — sami
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. bæð (lyfta)
Simi 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsendá 21 SÍMI 33-968
tími og þú þurftir til að sækja
Coster og aka til baka.
— Hvar var,st þú allan þennan
tíma?
— 1 skóginum að litast um.
En ég fór aldrei langt frá hús-
inu.
— Þú hefur ekki séð Jack
aftur þann tíma?
— Nei, ég býst við að hann
hafi verið uppi hjá frænku þinni.
Hún kinkaði kolli. — Segðu
mér nú hvað kom fyrir, sagði
ég.
— Einhver hefur gefið Jack
inn eitur. Hann er dauður.
— Ekki get ég sagt aðégharmi
það- Þetta hefur verið hálfömur-
legt líf fyrir hann pg hann var
öllum öðrum til ama og skap-
raunar. Nema trúlega Elísabetu
frænku. j
— Nema Elísabetu frænku, já
einmitt.
— Þess vegna hefur hún vein-
að. Hvað kom fyrir?
— Hundurinn var víst uppi
hjá henni. Ég býst við að eitrið
hafi farið að verka. Hún heyrði
hundinn æða um og taka andköf,
en auðvitað gat hún ekki séð
neitt. Ég held — ég held í al-
vöru að hún hafi aldrei fyrr
fundið eips fyrir blindunni. Það
hlýtur að hafa verið þá sem hún
byrjaði að veina. Svo hljóp
veslings skepnan níður. Ég býst
við að hann hafi ætlað að reyna
að komast út. En hann féll að
minnsta kosti niður í búrinu-
Hann var steindauður þegar við
komum til baka. Elísabet frænka
fór niður á eftir honum, en auð-
vitað mjög hægt. Hún var í
ganginum sem lá að búrinu þegar
hún heyrði í bílnum mínum við
aðaldyrnar. Þá fór hún aftur að
veina. Ég kom inn gegnum and-
dyrið og fann hana- Coster hafði
hlaupið að bakdyrunum og hún
kom þjótandi inn þeim megin.
Það var allt og sumt — hundur-
inn var dauður í búrinu og Elísa-
bet frænka hljóðandi í milligang-
inum. Hvar varst þú?
— Bakvið húsið, í felum en í
heymarmáli.
— Þú hefur ekki séð neinn á
ferli?
— Nei. Ertu viss um að hund-
inum hafi verið gefið eitur?
— Næstum viss, já. Það var
allt útatað í froðu og gumsi.
— Hefði þetta ekki getað ver-
ið slag. Fann var'svp sem nógu
óhraustlegur til þess. Og daurm-
inn eftir því.
— Ég veit það, en þó held ég
ekld.
— Þú gætir fengið dýralækni
trl að kryf ja hann.
— Já, ég gæti það. Ég er ekki
viss —
— Hvað um Elísabetu frænku?
Hvað álítur hún.
— Ég sagði henni að Jack
hefðí fengið slag.
— Og hvað um Coster?
— Ég veit ekki hvað Coster
hugsar. Það veit ég aldrei- Eins
og ég sagði þér, þá er ég alls
ekki viss um að hún hugsi nokk-
um tíma. En ef Elísabet frænka
segir slag, þá er það slag.
— En þú heldur að hann hafi
fengið eitur? Hver hefði átt að
gefa honum það? Þú hefur ekki
gert það sjálf?
Við horfðum hvort á annað
þar sem við stóðum á milli kyrr-
stæðra bílanna í annarlegu,
grænu grjótnáminu í felum fyr-
ir öllu í miðjunni á engu. Svip-
urinn á Claudíu var óræðnari
en nokkru sinni fyrr, en það var
hugur bakvið hapn. Hugurinn
hugsaði sitt, en ég vissi ekki
hvað. Loks hristi hún höfuðið.
— Ég eitraði ekki fyrir hundinn,
sagði hún. — Gerðir þú það?
Nú var það ég sem hristi höf-
uðið. — Ég endurtek að hann
er mér enginn harmdauði. En
hugsaðu málið. Ég hafði aldrei
séð hann fyrr en í morgun. Ég
skal játa að það var nóg að sjá
hann til að vilja hann feigan.
Og það sama gæti reyndar átt við
um hana Elísabetu frænku þíraa.
En ég er ekki vanur að ganga
með eitur á mér. Ef svo hefði
verið, hefði ég trúlega fyrr sett
það í könnuna hennar Elísabet-
ar frænku þinnar með bláu gler-
periunum en í skál Jacks. Auð-
vitað gæti þetta verið spor í
rétta átt- En ef satt skal segja,
þá gerði ég það ekki. Ég er alls
ekki viss um að ég gæti það, en
auðvitað hefurðu ekki annað en
orð mín fyrir því.
Hún stóð enn kyrr og horfði á
mig. Hún sagði: — Þú ert ekki
hrifinn af dauðum hundum, er
það, Johnníe? Eða dauðum rán-
dýrum eða neinu dauðu. En
samt kynni að vera að þú vildir
þau feig. Ég hefði haldið að eitur
væri eftir þínu höfði.
Ég brosti til hennar. — Við
getum ekki framar móðgað hvort
annað, sagði ég. — En þvað sem
móðgunum líður, þá finnst mér
orðálag þitt óviðfeldið.
Hún brosti til mín, næstum
fjörlega. — Þetta átti ekld að
vera móðgun^-Johnnie. Mig xang-
aði bara til að vita þetta.
— Þú veizt eins mikið og ég,
sagði ég-
Hún var enn brosandi. Hún
sagði: — Sennilega meira- Við
létum það svo gott heita.
TÖLFTI KAFLI
Ég sá ekkert til Claudíu í
næstum fjörutíu og átta stundir
eftir þetta og ég gat lítið við því
gert. Ég hringdi í íbúðina hennar
með reglulegu millibili en fékk
ekkert svar. Ég var jafnvgl
stundum á róli í neðra Vestur-
straeti en ég sé hana hvorki koma
né fara. Ég gat ekfci reynt að ná
til hennar í Bartonhúsinu. Cost-
er var ekki blind og Elísabet
frænka ekki heymarlaus. Og
síminn vár á ofhlaðna borðinu
við armstólinn hennar.
Það er ékki rétt að segja að ég
hafi verið áhyggjufullur. Ég var
satt að segja haldinn látlausum
kvíða og efasemdum. Ég var ekki
sériega hrifinn af slóðum eftir
bera fætur i leirnum bg dauðum
hundum. Mér stóð á sama þótt
Jack væri dauður. Undir flestum
kringumstseðum hefði það glatt
mig stórlega. En einhver virtist
hafa gefið honum eitur og ég
hélt ekki að það væri Claudía
og ég vissi að það hafði ekki
verið ég- Eins og ég sagði, þá
var mér sama þótt hann væri
dauður, en mér var ekki um að
einhver annar skyldi vilja hann
feigan og gera ráðstafanir til að
kála honum. Og mér var ekki um
að Claudía skyldi vera í feluleik
í aflögðum grjótnómum. í fyrsta
skipti fannst mér sem tíminn
væri ekki hliðhollur og ég gat
lítið gert til að breyta því. Og
ég vildi hitta Claudíu- Ég hugs-
aði ekki mjög sikýrt um það, en
mér var mikið í mun að hitta
hana.
Síödegis annan'daginn varð ég
eitthvað að taka til bragðs. Ég
lagði bílnum mínum spölkorn frá
Graneveginum og gekk í áttina
að beygjunni hjá brúnni. Það
var ekki hægt að sjá langt útaf
veginum, en samt var fátt um
felustaði í nánd við hann.
Tvisvar heyrði ég í bílnum og
varð að ’hllaiupa inn á miMi
trjánna og fleygja mér niður í
rakt laufið. í bæði skiptin heyrði
ég bílinn aka framhjá en sá
hann ekki. Nokkru áður.en ég
kom a& beygjunni fór ég útaf
veginum og þokaði mér variega
áfram milli ti’jánna. Ég þurfti
reyndar ekki að fara langt áður
en ég fann það sem ég var að
leita að. Það var dálítil auð
x-æma milli trjánna vinstra meg-
in við veginn og slóð sem hægt
var að aka bíl eftir. Það sést
ekki af veginum. Ef ég hefði séð
það, hefði ég svo sannariega
lagt bílnum mínum þar- Einhver
hefði athugað umhverfið vand-
legar en gert var og sá hinn sami
hafði einmitt gert þetta. Ég er
ekki ástralskur frumbyggi eða
skáti, en það var ekki hægt að
villast í hjólförunum í mjúkum
botninum. Annað var ekki að
sjá fyrir venjulegan mann eins
og mig. Bíll hafðd ekið eftir
slóðinni að rjóðrinu, stanzað þar
Og bakkað upp á veginn án þess
að reyna að snúa við. Hann
hafði trúlega gert það oftar en
einu sinni- Ég vissi ekki hvenær
hann hafði gert það eða hversu
oft eða hvers konar bfll, það
var né heldur hvernig hjólbarð-
arnir á honum voru.
En ég vissi hvað þessi einhver
hafði gert, þegar hann hafði
stöðvað bílinn í rjóðrinu. Ég
vissi það vegna þess að ég vissi
seinni hlutann af því sem gerð-
ist. Hann hafði farið út >g
gengið gegnum skóginn að brúnni,
Seinna hafði hann svo komið
aftur á bílnum neðan frá vík-
þórður
4928 Angélíque er tilbúin og enginn hefur séð til hennar. Hún
stekkur- Hún hefur tekið með sér tækið til að senda merki upp,
ef á þarf að halda. — Þegar hún kemur niður sér hún sér til
skelfingar að Þórður á í bardaga. Það er maðurinn úr fiskiskip-
inu! — Þórðx^r verst af öllu afli. Allt í einu er mótstöðunni lok-
xd. Andstæðingur hans linast, loftbólurnar stíga óreglulega upp..
.... Það hlýtur eitths'að að vera að lofthylkinu hans. Nú hefnir
það sín hvað hann flýtti sér mikið að komast ’niður: Það vantar
loftsíuna í hjálminn, svo hann fær ekki meira loft.
HARPIC er ilmandi efni sem hreinsar
salernisskálina og drepur sýkla
Bílaþjónusta
Höfðatúni 8. — Sími 17184.
HELDUR
HEITU
OG
KÖLDU
ÚTI
OG
INNI
RASNOIMPOR
VEBÐLÆKKUN:
hjólbarðar slöngur
500x16 kr. 625,— kr. 115,—
650k20 kr. 1.900,— kr. 241,—
670x15 kr. 1.070,— kr. 148,—
750x20 kr. 3.047,— kr. 266,—
820x15 kr. 1.500,— kr. 150,—
EINKAUMBÖÐS
IVflARS TRADIIVIO
SIMI17373
Cabinet
Gerið við bílce ykkar siálf
Við sköpum aðstöðuna. —
Bílaleigra.
BÍL AÞJÓNUST AN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
i