Þjóðviljinn - 23.06.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.06.1967, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. júní 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Þjóðhátíðar minnzt i Moskvu Jórdaníaá barmigjaldþrots, eftirstríðið við ísraeismenn AMMAN, BAGDAD 22/6 Jórdanía hefur orðið fyrir miklu efnahagslegu tjóni fyrir sakir styrjaldarinnar við ísrael, er talið að landið verði af um helmingi þjóðartekna og flótta- mannavandamálið gerist æ alvarlegra. Stjórnin í írak herðir á efnahagslegri styrjöld sinni við Vesturveldin. ' -™n.iMn,n[nnnfi ib«i . ■■ 16. júní var haldinn í Moskvu fundur, helgaður þ jóðhátíðardegi fslendinga. Ræður fluttu þeir Krist- Inn. Guðmundsson sendiherra og próf. Nesterof, einn af forystumönnum sovézk-íslenzka félagsins. Að lokum var sýnd Surtseyjarkvikmynd Ósvaldar Knud sens. — Myndin sýnir dr. Kristin Guðmundsson í ræðustól, við hlið hans er Tupitsin, fyrrum sendiherra á lslandi. (APN). ' x ítrekuð ummæli de Gaulle um áhrif Vietnamstríðs Frakkar styðja hvorki Sovét né USA á aBskerjarþinginu Jórdanía er á barmi gjaldbrots. eftir að Israelsmenn hafa her- numið landið vestan Jórdans, en þaðan hefur til þessa komið um henmingur þjóðartekna — veru- legur hluti frá ferðamönnum sem komið hafa að heimsækja helga staði kristinna manna. Vesturhér- uðin hafa og verið helzti mark- aðurinn fyrir varning austurhér- aðanna, og þar eru beztu land- búnaðarhéruðin. Auk þessa streyma flóttamenn austur yfir Jórdán í stórum hóp- um og munu nú um 120 þús. komnir til austurhéraðanna. Býr þetta fólk í skóilum, guðshúsum og bráðabirgðabúðum. Það hefur skilið eftir ailar eigur sínar, og margir komu peningalausir. Sumt af þessu fólki hefur nú í annað sinn orðið að flýja undan Israels- mönnum — hefur verið flótta- fóflk síðan 1948. Stjómin í Amman hefur hvatt ibúa hernumdu svæðanna til að vera kyrra í heimkynnum sínum. Á þeim svaeðum bjó áður tæpur helmingur íbúa Jórdaníu. Stjórnin í Jórdaníu hefur hald- ið þvi fram að ísraelsmenn hafi sprengt í loft upp hluta af borg- inni Kalkilia, sem þeir hafa her- numið, og rekið alla 12 þús. íbú- ana á brott. Hafi íbúamir verið lokaðir inni í skólum og guðs- húsum meðan hervirki þessi voru unnin. Jórdanía mun krefjast þess fyrir öryggisráðinu að það láti Israelsmenn hætta árásum á óbreytta borgara í hernumdum héruðum. Frá Bagdad berast þær fregnir að írak hafi ldkað flugvðillum sínum fyrir brezkum, bandarísk- um og vesturþýzkum flugvólum. Blaðið Sawt al-arab segir, að Ir- ak hafi leyst út innstæður sínar í brezkum og bandarískum bönk- ur og flutt þær til annarra landa, en ekki er þess getið hvaða lönd þett.a séu. Siðareglur og stolt í vegi Enn er óvíst hvort þeir Kos- ygin og Johnson ræðist við NEW YORK 22/6 — Svo virðist sem siðareglur og stolt komi í veg fyrir að þeir hittist Johnson Bandaríkjaforseti og Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, meðan á stendur dvöl hins síðar- nefnda í Bandaríkjunum. Það er haft eftir opinberum heimildum i Washington að John- Framhald á 7 síðu. N'EW YORK 22/6 Frakkar fara eigin leiðir á allsiherjar- þingi SÞ; Couve de Murville utanríftisráðherra sagði í ræðu þar í dag að það væri jafn þýðingarlaust að samþykkja á- lyktunartillögu Sovétríkjanna og þá bandarísku um ástand- ið í Austurlöndum nær, en Öryggisráðið ætti að f jalla um málið. Þá endurtók hann ummæli de Gaulle á þá leið að litlar líkur væru fyrir friði á þessu svæði meðan styrjöldin í Vietnam heldur áfram. Réðherrann sagði, að það gæti verið gagnlegt að ræða málið á ailsherjarþinginu, en það væri öryggisráðið sem ætti að taka á- kvarðanir um það. Couve de Murvillle sagði að litlar líkur væru á friði í Aust- urlöndúm nær meðan stríðið í Vietnam héldi áfram. Hann sagði að ef „visst stórveldi“ (Iþ.e. Bandaríkin) sýndi af sér það hugrek'ki að stöðva stríðið þar, myndu strax opnast nýir mögu- leikar á þvi að leysa deilur fýr- ir botni Miðjarðarhafs. Ráðherrann sagði að Fraklkar hefðu ekki aðra hagsmuni í Austurlöndum nær en að tryggja frið þar. Hann tók í sama streng og ýmsir aðrir ræðumenn og sagði að landvinningar Israels- manna gæfu þeim engan rétt til að halda neinu hinna hernumdu svæða, og hann lét í ljós efa um að Arabaríkin fengjpgt til beinna viðræðna við ísrael eftir þá út- reið sem þau hefðu fengið í stríð- inu. Ráðherrann álleit að málið yrði ekki leyst nema að frum- kvæði stórveldanna, sem tryggðu siðan framlkvæmd samkomulags- ins. Fýrr um daginn hafði utanrík- isréðherra Jórdaníu ásakað ísra- el um að vinna að því kerfis- bundið að reka fólk frá heimil- um sínum á hernumdu svæðun- París Sú stefna de Gauliles að tengja saman Vietnamstríðið og ástand- ið í Austurlöndum nær hefur vakið upp margvísieg mójpiæli í Frakk'landi. Um leið benda flest blöð á það, að ummæli de Gauil- es hafi verið sett fram í þeirn Framihald á 7 síðu. Vígi gegn Bret- um. hlaðin í Aden ADEN 22/6 Brezkar hersveitir hafa loikað öllum vegum til borgarhlutans Crater í Aden, en þaðan hafa arabískir þjóðeúnissinnar barizt við Breta í tvo daga. Bretar telja óráðlegt að reyna að taka borgarhlutann með hervaldi. I þessum borgarhluta hafa ar- abar hlaðið götuvígi úr bílum, grjóti og rusli til að hefta fram- sókn Brota. Talsmaður brezku herstjórnarinnar segir að til mik- illa blóðsúthellinga muni koma ef Brebar reyni að sækja fram inn í borgarhlutann, muni þeir þá neyddir til að nota stórskota- lið, en það muni hafa víðtækar pólitískar afleiðingar. Ófriðlegt hefur verið í borg- tnni síðan arabískar hersveitir gerðu uppreisn gegn Breturn fyr- ír fáum dögum. I átökunum féllu 32 brezkir hermenn og 30 særð- ust. Arabískir þjóðemissinnar hæfðu í dag með eldflaug 17 þús. smál. olíugeymi og varð að dæla allri olíunni í sjó fram. Hampplötur — Húsgagnaspónn HÖFUM NÚ FYRIRLIGGJANDI: Hampplötur, 8, 12, 16, 22, 26, 30, 36 mm þykkar. Húsgagnaspónn, eik, teak, palisander og margar fleiri tegundir. TRYSI'L — vegg- og loftklæðning Einamgrunarplast, Skagaplast. VIROPAN þiljukrossviður í þrem gerð- um, stærð plötu 122x244 cm, kostar full- lakkerað ajðeins kr. 469.00 til 490.00 platan. Harðviður: Teak Beyki Birki Eik Yang Olíusoðið harðtex ÁSBJÖRN ÓLAFSSON h/f VÖRUAFGREIÐSLA: SKEIFUNNI 8 Reykjavíkurvegi 54, Hafnarfirði. er opin alla virka daga frá 8-7 og til hádegis á laugardögum 'ÚÐUM UNDIRVAGNA MEÐ RYÐVARN AREFNI. — HREINSUM MÓTORA. VANIR MENN SÍMI 52121 BÓKAMARKAÐURINN KLAPPARSTÍG 11 i v í ’ ■ . ■ k Mikið úrval góðra bóka með gamla verðinu. Notið þetta einstæða tækifæri og kaupið ódýra og góða bók. Verð frá kr. 10.00 til kr. 100,00 bókin. — kamið og skoðiið meðam úrvalið er sem mest. BÖKAMARKAHURINN, Klapparstíg 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.