Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 2
2 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN — Stmnudagur 25. júní 1967 □ Jón Ólafsson Indíafari, hinn víðförli íslendingur, mun fyrst hafa komið til Kaupmannahafn- ar í lok nóvembermánaðar 16.15 að talið er. Síðan er hann * þjónustu konungs næsta áratug- inn og fer þá víða um heim —" kemst alla Ieið til Indlands árið 1622. — Cr hinni fróðlegu og bráðskemmtilegu reisubók Jóns er hér tekinn stuttur kafli — en geta má þess að fyrir skömmu kom reisubókin út á dönsku í nýrri útgáfu og þótti talsverður bókmenntaviðburður sem Kaup- mannahafnarblöðin skýrðu frá. KOM ÖLL SKARVAKTIN MEÐ STRÖNDINNI GANGANDI í þann tíma, er sá frómi dá- indissveinn, Finnur Böövarsson, var enn á lífi í Kaupinhafn, vorum við einn tíma til gesta boðnir af einum málara, að nafni Martínús. Hans kvinna hét Elína. Það var Marteinsaft- an, sem var kvöldið fyrír S. Marteinsmessu. Þessi hjón höndluðu vel og saemilega við ofckur og báðu okkur meðelsku og kærleika einnin þar um nótt- ina af að hvíla, heldur enmjög seint á strætum að svakka til heimkynna, og kváðu þá ei sízt von á drukknum mönnum. Ég villdi gjarnan þiggja þeirra boð, en minn fróma lagsmann tjáði eigi að nefna utan prófoss heim að ferðast, hvað svo sem hlaut að vera. Okkur varð fengin ein líti'l ljóslykt í hönd með einu litlu kertisljósi. En nær við vorum til strand- ar komnir á heimleið, þar sem kallast „Lækkerbisken“ eður „Garð-kfk-inn“, það er þar sem fá má matarbita fyrir peninga, svo lítið og mikið sem hver vill. Hjón þau, þar bjuggu, vora bæði þýzk; maðurinn hét Jakdb, en konan hét Anna. Bæði voru þau mæt og ágæt, en hvernin ég komst í þeirra kynning, hlýt- ur seinna að segjast. Þar ná- lægt þeirra húsi slokknaði okk- ar ljós. Var þá myrkt svo, við gátum ei séð, hvar leið lá með ströndinni. Finnur gekk frá lít- ið, og vissi hann ei fyrri til en hann datt í eina skútu, sú eð var þilfarslaus, ofan á kjöl á millum stórra steina, er þar lágu. En Guð blessaður gafsína náð til, að hann slasaðist 31, hvað sig sýndi stór Guðs dá- semd vera. Nú er þar frá að segja, að skútumaður vaknar, sem lá aft- ur í sinni káihyttu, og brá und- arlega við, því hann meinti okkur aðra menrt vera, en ég með þeim ljúfustu góðyrðum afsakaði okkar málefni ogsagði honum ei með verri ásetningi eður atburðum skeð hafa en sem nú er greint, og bað ég hann ljós kveikja, því hans hattur var af hans höfði fal’l- inn. Ei vildi Finnur fyrr upp standa en hattur hans fundinn væri og lofaði skútumanni hálf- um dal, ef hattinn fyndi. Nú 1 HJARTA BORGARINNAR -1 oj& lev anne HÓTELin TÐAR f KAUPMANNAHOFN Sameínaða Gufuskipafélagið 4 gegnumgangandi I flutningur tekinn til og frá ýmsum löndum víðsvegar i mm um heim. M/s „Kronprins Frederik“ SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. — Símar 13025 - 23985. uoíy vm U pler i öcn^aua i i2?arv< Mm l"a* 111 .jmdíi .JÍö l YrJmk Lmu Mi WrffiflA Kristján konungur annar siglir frá Kaupmannahöfn — í útlegð. klæðir hann sig nauðugur og malandi. Ég stóð á bryggjunni og beið eftir ég mætti fá minn stallbróður aftur, en í því bili kom ÖM skarvaktin með Strönd- inni gangandi með stórluktum, sverðum og spjótum, sem ný- lega voru af ráðhúsinu út gengn- ir að grassera og um æða öll stræti borgarinnar eftir venju og skiikkan um sérhvert miðnætti að reyna og hugleiða, hvort engir fjmdust drukknir né ósvífnir á strætun-um. Nær bessi skútu- maður sér vaktina koma, kall- ar hann með ákefð, að sú göða vakt skyfldi koma með hast og hjálpa sér, því tveir menn sé komnir i sína skútu og gjöri sér stórt ónæði. Þeir skunda með mesta flýti, líkt sem noklk- uð sérlegt við lægi, en mín (vegna þessa hans kalls) afiböt- un eður afbeiðni dugði ekkert. Ég bað Finn upp standa. Hann kvaðst þar liggja mundi, til þess hattur sinn fyndist, hver eð keyptur var fyrir 2 dögum fyrir 5 dali. Vaktmeistarinn, Söfren Trafn, skipar sínu liði okkur að grípa og strax fanga. Engin vopn bárum við í þann tíma utan einn lítinn hníf, hvem ég greip og varði mig litla stund með. Einn með honum lítið skurslaðist. Hnífinn slógu þeir úr hendi mér með sínum spjótum og gripu mig. Eina maður, að nafni Andrés vefari, sem verið hafði eitt ár upp á týhúsinu og þeikikti mig, hann greip og geymdi minn hníf. Vaktm ei s tar i n n skipaði þeim mér hart að halda, berja og slá, ef brytist móti. Þeir, sem mér hélldu, urðu fyrir mínu oln- bogaskotri hnálega, svo margir blóð upp gáfu. Síðan leita þeir Finns, míns kæra stallbróður, uppréttu hann og leiddu á land, því skútan bar ei hærra en bryggjur, og fundu hattinn. En er Finnur komst á land, gjörð- ist hann þeim þungur í fangi og öþjálgur í gangi, — því: Margur þá að hauðri hné og hrökk við ekki í glímu. Dregizt hefði að Dönskum spé, ef dagurinn brygði grímu. Þetta þark varaði víst hólfan eyiktartíma. Þeir leituðu harð- lega við að koma oklfcur í fcjall- ara, sem kalilást ráðhúskjalíari, þar sem fangar eru inni hafðir, en þeim veitti það ógreitt, því við settum okkur út af öllum krafti okkur að verja og mót- stand gjöna. Einu sinni hafði ég svo sem náð atgeirnum úrvafet- meistarans hendi í skjótu til- gripi, því hann steytti mig illa með atgeirsendanum fyrir brjóst- ið, en með því ég var svo hart í höndum margra umgripinn og betlaður, náði ég ei að falla, en ég fékk gripið i skaftið, og kippti ég honum hart að mér, að honum var búið við hörðu falli. Bftir það ólmaðist hann og æsti upp sinn selskap okkur að lemja. Síðan spyr hann okkur að nafni, mig fyrst og hvers lands maður ég sé og hverjum ég þjóni. Ég segi hann hljóti svo vel honum að hneigja sem ég. Hann segir, þó ég þjlóni kóngi, samt muni hann ei hafa skikkað mér svo seint á ferð að vera. Ég kvaðst engum mein I gjört hafa í fyrstu, en hann rangllega með sínum selskap hafi olakur yfirfallið, hvers minnzt skuli verða. Síðan spyr hann Finn að nafni og hvers lands maður hann sé eður em- bættis, hvað hann honum skýr- lega hermdi. Hann lætur sesrn hann ei vilji upp gefa. En Jak- db, á hvern ég áður á veik, sem var með sinni kvinnu, Önnu, upp á loftsalnum f sinni hvíiu og hafði allt tii heyrt frá því fyrsta, hann þá loksins upp- lýkur sínum glugga og kallar ofan ti-1 vaktmeistarans og bað hann að slleppa okkur og þakka Guði, að svo stæði, því ef til réttar kasmi, mundi ei betur fara fyrir honum, því hann hefði gjört okkur opinberan ó- rétt, og segir, að týhússins rétt- ur og slotsins mundi honum nógu skarpur verða, hann og þeirra bálærðu, vegna Finns, sem var studiosus. Hann dign- aði hér mjög við og gaf okkur þar með lausa. Við fórum síð- an heim til míns lossamentis, sem var skamimt þaðan í Vín- garðsstræti hjó mínum góðum vin og trúföstum stallbróður, Jóni Halldórssyni, og Kristínu Söfrensdóttur, ættuð úr landi Halsten, sem var ein presks- dóttir. Jón óskaði sér, að hann hefði nálægur staðið, og mundi einhver þá hafa að velli lotið. <S>- HÁTÍÐAHÖLD FRÁ ÁRS BYRJUN TIL ÁRSLOKA Afmæiishátíð Kaupmanna- hafnar stendur í rauninnf allt þetta ár; segja mé að hátíða- höldin hafi hafizt í ársbyrjun og þeim ljúki ekki fyrr en skammt er til ársloka. Þó að aðal'hátíðin — hátíða- vikan frá 11. — 18. júni — sé afstaðin er enn sitthvað eftir sem gert verður til hátíðabrigða í borginni við Sundið. Þessa dagana stendur yfir mikil dýrasýning á Bellahöj og síðari dagur Evrópubikarkeppn- innar í frjálsum iþróttum er í dag, sunnudag. 1 næsta mánuði, júlí, verða^ veðreiðar í Kaupmannahöfn, siglingamót á Bagsverd-sjó og hjólreiðakeppni. Þennan mánuð verður lika mikil sýning á sýningarsvæðinu Bella Centret, sýning sem nefnist „Kaup- mannahöfn f fortíð og nútíð“. f ágúst hefst balllett- og tón- listarhátíðin í Konunglega leik- húsinu. Þá fér fram í Höfn sundmeistaramót Norðurlanda og efnt verður til fjöilmargra alþjóðlegra móta annarra, m.a. „Hafniaden", en það mótmunu ' saslkja um 800 ungmenni -frá um það bil 50 borgum víðsveg- ar um heim. í september verður efnt til mikillar kappaksturskeppni á bílum og Thorvaildsens-safnið hefur sýningu: Myndhöggvar- inn Bertel Thorvaldsen, heiðurs- borgari Kaupmannahafnar. Skákmót verður haldið í okt., Norðurlandamót í kappgönguog fleira og í nóvember fer fram heimsmeistara'keppni í nútíma- fimlleikum kvenna. I borgarstjórn Kaupmanna- hafnar efga sæti 55 fulltrúar, kosnir til fjögurra ára í senn. Borgarráð er skipað 11 mönn- um og kosið af borgarstjóm- inni til 8 ára, þar af er yfir- borgarstjóri einn 5 borgarstjór- ar, sem hiafa með höndum á- kveðna málafldkka hver umsig. ! HRAÐFERÐIRNAR % tfiyggja skjóta vöruflutninga á hagkvæmt og ódýrt V/ Hinar öru skipaferöir fró ölium helzfu viðskiptahöfnum '/ íslendinga erlendis, tryggja skjótan vöruflutning — // Kynnið yður hinar beinu ferðir /O // // hagkvsémt og ódýrt. AI.LT MEÐ fró útlöndum til hafna úti á ströndinni. // V/ H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS ^ |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.