Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. júni 1967 — ÞJÖÐVISLJINN — SlÐA J ÍSLENZKI HAFNAR- STÚDENTINN EFTIR SVERRI KRISTJANSSON essa júnídaga eru liðin rétt þrjátíu ár síðan ég var staddur á íundi í Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Það var held ég ekki venja að halda fundi svo seint á vori, er margir landar voru farnir heim^ en þó var í þetta skipti margt um mann- inn og ekki að ástæðulausu. Því að þennan fund sat sá maður, er bar ljóma löngu liðins Hafnarlífs íslenzkra stúdenta: Árni Páls- son prófessor. Fundir okkar voru ekki beinlínis til þess fallnir að skerpa minni manna og ég hef nú að mestu gleymt því, sem Ámi Pálsson mælti á þessum gleðifundi, en ein setning festist í huga mér. Ámi sagði: Hvergi hefur fsland verið elskað heitar en í Kaupmannahöfn og í Kanada. Ekki veit ég hvenær ættjarðarástin kviknaði fyrst í -brjósti íslenzks manns. Kannski er hún jafngömul ritun Njálu. Höfund- ur Njálssögu segir fná fslendingi, sem barðist á írlandi í Brjáns- bardaga og vildi ekki flýja sem aðrir menn, en settist niður og batt skóþveng sinn „því að eg tek ekki heim í kveld, þar sem eg g heima út á íslandi“. Á erlendri grund mun íslendingurinn fyrst hafa kennt þess trega, sem er svo ríkur í íslenzkri ætt- jarðarást. Söguleg atvik ollu því, að steinlögð stræti Kaupmanna- hafnar urðu sú erlenda grund, þar sem flestir íslendingar er utan fóru, slitu skóm sínum. Um aldir var Kaupmannahöfn Háskólabyggingin i hjarta borgarinnar, gegnt Frúarkirkju. höfuðstaður okkar, en sér í lagi var hún fóstra íslenzkra stúd- enta, þeirra er áttu kost á að njóta annars og meira en heima- gerðrar menntunar í innlendum skólum. ☆ ☆ ☆ ¥ hinu merka mannfræðiriti Bjarna Jónssonar frá Unnarholti: fslenzkir Hafnarstúdentar, sem gefið var út fyrir nærri tuttugu árum, eru skráðar ævir allra þeirra fslendinga, sem innritazt hafa í Kaupmannahafnarháskóla frá upphafi og fram á árið 1944. Sá fyrsti mun hafa innritazt um 1538. í réttar fjórar aldir frá því um siðbót og fram á fullveldisár íslands hafa 1252 íslenzkir stúdentar verið skráðir háskólaborgarar í Kaupmannahöfn. Ekki veit ég hve margir hafa bætzt í þennan hóp síðan, en þeir munu ekk; fáir. Að meðaltali hafa því ríflega 300 íslenzkir stúdentar á hverri öld verið viðloðandi Kaupmannahafnarháskóla að ein- hverju leyti og notið evrópskrar menntunar, sem allajafna var engu síðri þar en sú, sem kostur var á við sambærileg mennta- setur annars staðar í álfunni. Það þarf ekki annað en hug- leiða þessar staðreyndir nokkra stund til að skilja í hve mikilli þakkarskuld íslenzka þjóðin sténdur vi'ð Kaupmannahöfn og þann skóla, sem ágætastur hefur orðið í sögu borgarinnar. Kaupmannahafnarháskóli er sprottinn upp í kaþólskum sið, stofnaður með leyfi páfans árið 1478, þótt ekki tæki hann til starfa fyrr en ári síðar. En vegur hans hófst ekki að marki fyrr en eftir siðaskiptin, er honum var gefin ný skipulagsskrá. sem sniðin var eftir tilhögun háskólans í Wittenberg, höfuðvígi lúterskunnar í Þýzkalandi. Friðrik II. Danakonungur var stór- tækastur við að efla háskólann. Árið 1569 stofnaði hann Kom- munitetet til framfærslu 100 fátækum stúdentum, er fengu þar ókeypis mat. Hann gaf til þessarar stofnunar Kaupmannahafnar- háskóla 153 jarðir og konungstíundir úr 92 sóknum á Sjálandi. Tíu árum síðar. 1579, veitti konungur íslenzkum stúdentum sér- stök fríðindi, sem voru í því fólgin, að þeir fengu þegar í stað ókeypis uppihald á háskólanum, en þurftu ekki að bíða í eitt ár. eins og reglugerðin mælti fyrir og danskir stúdentar urðu að sætta sig við. ☆ ☆ ☆ Snemma á 17. öld, árið 1618, lagði Kristján IV. fast að íslenzku biskupunum, að þeir sendu að minnsta kosti einn stúdent frá hvorum latínuskólanna til nánis við Kaupmannahafnarháskóla svo að þeir mættu þar „æfa sig í bóklegum listum“ og verða landi sínu að gagni síðar. Konungur lét ekki þar við sitja, því að árið 1633 veitti hann þeim fslendingum er höfðu tekið próf við Kaupmannahafnarháskóla forgangsrétt að prestsembættum á íslandi. Rektorar stólsskólanna voru nú allajafna háskóla- gengnir menn, sömuleiðis allmargt presta og háttsettra embætt- ismanna. Kristján IV. byggði fyrstur Garð (Regensen) sem ætlaður var 120 stúdentum, er bjuggu þar ókeypis. fslenzkir stúdentar nutu að sjálfsögðu Garðvistar, og árið 1777 var svo fyrir mælt í nýrri reglugerð. að allir íslendingar, sem kæmu til háskólans skyldu þegar í stað njóta framfærslu og vistar á Garði. Árið 1816 voru þessi fríðindi íslenzkra stúdenta enn staðfest: að loknu inntöku- prófi í háskólann skyldu þeim veittir vikulegir fæðispeningar og ókeypis eldiviður og herbergi á Garði. Af því sem hér hefur verið rakið er það kannski fyrirgefanlegt þótt Knud Fabricius prófessor, sá er skrifaði sögu Garðs, komist þar svo að orði, að íslendingar hafi verið dekurböm háskólastjórnarinnar dönsku. Konungar Danmerkur, hvort sem þeir voru kjörkonungar eða erfðaeinvaldir, höfðu reynzt íslenzkum stúdentum og embættis- mannaefnum velviljaðir og hliðhollir, áð því er tók til námsdval- ar þeirra í Kaupmannahöfn. Þess má raunar geta, að þegnar Danakonunga á Færeyjum og Grænlandi nutu sömu fríðinda í þessum efnum og íslendingar. Það er að sjálfsögðu vandalaust að skilja, að danska konungsvaldinu var það brýn nauðsyn á þessum öldum að hafa á að skipa á íslandi innlendum embættis- mönnum. sem fengið höfðu menntun sína í hinum konungholla háskóla Kaupmannahafnar. Andlegir og veraldlegir valdsmenn íslands voru allir orðnir konunglegir embættismenn og örugg- asta leiðin til að blása þeim í brjóst anda rétttrúnaðarins og konunghollustunnar var að móta uppfræðslu þeirra í dönskum hiáskóla. Þau fríðindi, er íslendingar nutu við Kaupmannahafn- Hluti Gamlagarðs, Garðkirkjan og Sívaliturn, arháskóla, voru einn þáttur í þeirri stefnu konunglegs einveldis, að alefla ríkisheildina, tengja alla hluta þess traustustu böndum við miðstjómarvaldið. 17'n um það leyti og slakna tók á einveldi konungs í Danmörku, í ^ febrúarmánuði 1848, bar svo við að háskólaráðsstjórnin lagði. fram tillögur um breytingar á hinum gömlu reglum um fyrirkomulag námsstyrkja við háskólann. Meðal annars var stung- ið upp á því, að íslendingar, sem sæktu háskólann, skyldu sýna vottorð um efnahag sinn áður en þeir fengi Garðsstyrk og fram- færslufé. Þá var það, að A. S. Örsted ráðherra lagðist fastlega gegn því, að krafizt væri slíkra vottorða af fslendingum, þar sem ís- lenzkum foreldrum væri á þvi hin mesta nauðsyn að hafa vissu fyrir, að synir þeirra, sem sigla skyldu til náms, fengi þennan háskólastyrk. En i annan stað, sagði ráðherrann, væri það nauðsynlegt, að skerða ekki við íslendinga þessi friðindi. sem þeim hefðu verið gefin til þess að laða þá til háskólans, svo að þeir mættu losna við sveitlæga sérvizku sína (aflægge deres provindsielle Særheder). í sama streng tók Bardenfleth ráðherra, sem virðist hafa þekkt Mörlandana sina frá því að hann var stiftamtmaður á íslandi. Hann vildi ekki láta hreyfa við hin- um fornu réttindum, sem Danakonungar höfðu veitt sinum kæru þegnum á íslandi og taldi það einkar mikils vert „at befordre Islænderens Studium ved Universitetet. navnligen med Hensyn paa Aflæggelse af deres provindsielle Egenheder" Allir hinir ráðherrarnir féllust á röksemdir Örsteds og Barden- fleths og Hans Hátign Friðrik VII. sem nýtekinn var við rikj- um, lagði samþykki sitt á. að íslenzkir stúdentar héldu sínum fornu forréttindum og síðan var ekki við þeim hróflað fyrr en þau voru afnumin með Sambandslagasáttmálanum 1918. Og með þessum hætti reyndu dönsk stjórnarvöld enn um tveggja mannsaldra skeið að manna íslenzka stúdenta og dusta af þeim útkj álkabr aginn. ☆ ☆ ☆ ¥\anski sagnfræðingurinn Knud Fabricius segir í sögu Garðs. að islenzkir stúdentar hafi verið þar eins konar ríki i ríkinu. Þeir héldu hópinn, virðast lengst hafa samið sig lítt að dönskum stúdentum. Þeir eru þama gestir, jafnvel ekki alltaf þokkasælir. enda hálfgerð sérréttindastétt andspænis venjulegum dönskum stúdentum. Ekki bætti það heldur úr skák, að tölfræðilegur sam- anburður á þeim íslenzkum stúdentum, er innrituðust í hóskólann, og þeim, sem luku embættisprófi, var þeim ekki hagstæður vitn- isburður um iðni og ástundan, einkum ef reiknað var í áratug- um. Það kennir því nokkurrar beiskju í garð íslenzkra stúd- enta, sem báru ekki aðeins með sér útkjálkabrag föðurlands síns, heldur einnig daun þess: ilm af kæstum hákalli, harðfiski og hangikjöti. Um aldaskeið var gamli Garður miðstöð og aðsetur íslenzkra Hafnarstúdenta, en þess verður sjaldan eða aldrei vart, að úfar hafi risið þar með dönskum og íslenzkum af þjóðernis- legum ástæðum. Þetta er enn ein sönnun þess. að islenzkir stúd- entar hafa lifað í ríki einveru í höfuðborg danska ríkisins og er það því furðulegra þegar þess er gætt, að afrek þeirra í sögu Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.