Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — MÖÐVEUIMN — Sumnudagur 25. jöní 1957 NOKKRIR ÞÆTTIR ÚR SÖGU 17'i'á alda öðli hefur verið mannabyggð á bnrgarstæði Kaup- mannahafnar. Þar hafa búið bændur og fiskimenn. Þetta hef- ur sannazt vid uppgröft minja, sem lágu í moldu, og staðarnöfn á þessu svaeði vitna um mannlíf á þessum stað löngu áður en sögur hófust. Við hið mjóa sund, sem er milli Amakurs og Sjálands var á miðöldum skipalægi Sjálandsmegin, varið litlum hólmum. Þessi staður var við endann á einum af helztu þjóðvegum Sjálands- Þarna hljóta að hafa búið fiskimenn, og líklega hefur þaðan verið ferja út á eyna Amákur, og lfklega til Skánar, og búast má við að þama hafi verið verzlunarstaður. Staður þessi hét Höfn. A þessum stað byggði Absalon biskup kastala árið 1167. Biskup þessi var af tignum sjálenzkum ættum, og voru ættir þessar frá 12. öld miðri og fram á næstu öld mikils ráðandi bæði hjá konungi og kirkjuhöfðingjum. Absalon var fyrst Sjálands- biskup, en siðan yfirbiskup í landinu öllu, auk þess hafði hann vamir landsins í hendi sér gegn aðalóvininum, Vindum, sem byggðu Norður-Þýzkaland. Baráttan gegn þeim var löng og hörð, og þurfti víða að treysta landvarnir, og voru byggð vígi alstaðar þar sem hemaðarnauðsyn þótti bera til- Eitt af vigj- um þessum var kastalinn hjá Höfn. ☆ ☆ ☆ andi. Sakir þessarar verzlunar risu upp allmargir smáir kaup- staðir við sjávarsíðuna. Höfn var ein af þeim. Kastalinn varði borgina, en stuttu seinna var hún víggirt og fleiri og fleiri kaupmenn, leituðu þangað til að verzla- Höfn varð portus mercatorum, Kaupmannahöfn. Af því hlaut hún nafn sitt. ☆ ☆ ☆ Það var biskupinn í Hróarskeldu sem lét víggirða borgina, og KáíipmánrtáKöfn var í eígu erkibiskupsins í Hróarskeldu oft- ast það sem eftir var aí miðöldum. En oft skarst í odda með konungsvaldi og kirkju og konungum var mikið i mun að ná valdi yfir þessu mikilsverða vígi og verzlunarstað, og oft urðu eigendaskipti á Kaupmannahöfn á þessum öldum. Það hefur ver- ið sagt og mun satt vera að sjá megi hvort máttugra var á hverjum tíma, kóngur eða kirkja, á fyrstu 175 árum frá þvi að Valdimar II. dó- (1241). Svo þýðingarmikil var borgin þá þegar orðin. En svo kom hinn þriðji til skjalanna, sem fyrir hvern mun vildi ná tökum á borginni, en það var Lybika, og auk þess aðr- ar verzlunarborgir við Eystrasalt. Árið 1249 kom frá Lybiku flokk- ur vopnaðra manna, sem tók borgina og ruplaði og rændi. ☆ ☆ ☆ Verzlun dafnaði í skjóli þessa kastala, en þegar ófriði létti, bættist hagur hennar enn meir. Fleira kom til. Mikil síldar- ganga var þá i Eyrarsundi, og komu ár hvert danskir og norsk- ir fiskimenn og kaupmenn á síldarmarkaðina í Skáney og Falst- erbo Skánarmegin við sundið. Hinir þýzku síldarkaupmenn sótt- ust æ meir eftir síldarkaupum í Danmörk. Danmörk var einnig aflögufær á kom, og í Norður-Þýzkalandi var brýn þörf á öfl- un matvæla frá öðrum löndum, því flestar borgir fóm þar stækk- Arið 1254 var fyrst stofnaður borgarróttur í Kaupmannahöfn, og gerði það biskupinn í Hróarskeldu, sem einmitt í þvi bili var að taka við erkibiskupsembættinu £ Lundi. Ekki er unnt að fara nánar út í tildrög þessa máls, en óhætt mun vera að skoða það sem skák í tafli kirkju og konungs um völdin yfir borginni. Þetta er ljóst dæmi um það hve mikilsverð borgin þótti vera, og má af skjali þessu sjá, að borgaramir hafa af því fengið mikla réttarbót. Biskupnum hefur líklega þótt sér hagur Á markaðstorgi í Kaup- mannahöfn um aldamótin 1400 — telkning eftir danskan listamann er uppi var fyrir og um síðustu aldamót. — Efst er önnur tvcggja mynda sem elztar eru taldar vera til af Kaupmannahöfn — Kiöb- enhaffn. Á myndinni sést innsiglingin til gömlu hafrearinnar við Gömiu strönd og sundið milli bæjarins og Amakurs, þar sem nokkur skip sjást liggja við akkeri. Á miðri mynd sést höllin. í að gera sér borgara þessarar vel vörðu verzlunarbórgar vin- veitta. En jafnframt tókst honum að smokra sér milli konungs- ins og borgaranna, og gera í rauninni að engu völd konungs í borginni. Reyndar tapaði biskupsstóllinn borginni stuttu siðar, og þegar hann náði henni aftur tuttugu árum seinna, var það eitt af fyrstu verkum biskupsins að staðfesta borgarrétt þann, sem stofnaður var 1254. Það gerðist árið 1275- Þá er fyrst farið að tala um borgarráð. En á árunum þar á milli var allróstu- samt í borginni vegna misklíðar konungs og kirkju, t>g verst þegar Jaromar frá Rúgen, sem var lénsmaður Hróarskeldubisk- ups, komst með her sinn inn £ borgina og framdi þar hervirki stór og ljót. ☆ ☆ ☆ A~ rið 1269 gaf Hróarskeldubiskup út nýjan borgarrétt, en svo ströng voru þau lög að af þeim spratt ósamþykki milli bisk- upsins og borgaranna. Helzta miskliðarefnið var það, að biskup vildi sundra stéttarsamtökunum (sem kölluð voru gildi). Kon- ungur reyndi að miðla málum, en biskupinn hafði betur, og eftir það virðist sem sjálfstæðisviðleitni borgaranna hafi ekki borið sitt barr alllengi. Samt var ekki öllum samtökum borg- aranna sundrað, eftir fengu að hjara hinir svokölluðu „guðhræddu bræður", sem biskupnum þótti sér engin hætta stafa af. Sér- stöðu hafði félag sem hét Þýzka kompaniið, og er þess fyrst getið árið 1382, en var afnumið 1475. Það stofnuðu kaupmenn £ Weimar Stralsund og Stetten og var þvi ætlað að vera bræðra- lag allra ógiftra verzlunarumboðsmanna þýzkra, sem dvöldust i Danmörku um lengri tíma. Þetta varð biskupinn að láta sér lynda. Útlendir kaupmenn áttu mikil ítök í borginni. En smátt og smátt dofnaði vald kirkjunnar í hlutfalli við kon- ungsvaldið svo mjög, að Eiríkur af Pommem átti þess kost árið 1417 að leggja Kaupmannahöfn undir krúnuna, og varð þá borg- in aftur höfuðstaður landsins og aðalaðsetur konungsvaldsins. ☆ ☆ ☆ Ástjómarárum Eiríks af Pommern sjáum við hinar fyrstu til- raunir sem tókust til að taka stjóm verzlunarmála úr hönd- um útlendra manna og skyldi þá Kaupmannahöfn hafa að þeim lykilaðstöðu. Konungur lagði kapp á að ná fullkomnum yfirráð- um yfir Eyrarsundi og vildi hann að Kaupmannahöfn yrði gerð að vörubirgðastöð Eystrasalts, og að þar væri ráðið ráðum um verzlunarviðskipti milli baltnesku landanna og Vestur-Evrópu. Jafnframt var reynt að hnekkja ítökum Hansastaðakaupmanna á Norðurlöndum, — Valdimar Atterdag hafði við lok sjöunda tugar 14. aldar staðið í styrjöld við Hansastaði, og í því striði var Kaupmannahöfn brennd og auk þess reyndi Eiríkur konungur með löggjöf sem varðaði kaupstaði, að bæta hag atvinnuveg- anna og verja þá fyrir ágengni þessarra dugnaðarforka, sem þýzkir kaupmenn voru. ☆ ☆ ☆ Sömu stefnu fylgdu þeir konungar, sem á eftir komu, og tókst sumum betur, öðrum ver, en fastast var henni haldið fram af Kristjáni II. (1512-1523). Þessi konungur átti í erjum við land- aðalinn og reyndi hann að leita sér liðsinnis hjá borgurunum. Hann stefndi að því að gera Kaupmannahöfn að miðstöð verzlun- arviðskipta við Eystrasalt og hnekkja veldi Lybiku. Meðan Hans konungur faðir hans, rikti höfðu enskir og hollenzkir kaupmenn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.