Þjóðviljinn - 22.07.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.07.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. júlí 1967 — 32. árgangur — 161. tölublað. ! Stofnað sérstakt sendi- réð hja NA TO í Evere 29. júni sl. var Níels Pars- berg Sigurðsson, deildarstjóri i utanríkisráðuneytinu, skipaður ambassador Islands hjá Atl- anzhafsbandalaginu með að- setri i Evere í Belgíu frá 1. september n.k. að tolja. Verð- ur þar með stofnað nýtt sendiráð, sem hefur það eitt hlutverk að gegna þjónustu hjá NATÓ og mun það ef að líkum lætur hafa í för með sér ærin ný útgjöld fyrir þjóðina — útgjöld sem við gætum algerlega sparað okk- ur, því ekkert sendiráð mun hafa minna hlutverki að gegna fyrir þjóðina en þetta ^ sendiráð sem nú á aði koma á fót Evere. Hinn nýi ambassador, Níels P. Sigurðsson, er fæddur 10. febrúar 1926 í Reykjavík. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1950 og stund- aði síðan frambaldsnóm í Ox- ford og í Frakklandi. Hann varð fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu 1. október 1952 og hef- ur starfað í utanríkisiþjóniust- unni síðan. Deildarstjóri í ut- Hinn nýskipaði ambassador Islands hjá Nató, Níels P. Sig- urðsson. anríklsráðuneytinu varð hann í október 1961. Þjóðviljinn átti í gær tall við hinn nýja ambassador. Kvaðst hann búast við að halda utan tií þess að taka við hinu nýja starfi í loic september en ráð- gert er að aðalstöðvar Atl- anzhafsbandalagsins verði að fullu fluttar til ■ hinna nýju stöðva í Evere í Belgfu um miðjan október. Eins og kunnugt er voru aðalstöðvar Atlanzhafsbanda- lagsins áður í París og hefur Hcnrik Sv. Bjömsson am- bassador Islands í Frakklandi jafnframt verið fulltrúi fs- lands hjá Nató-ráðinu. Eftir að Frakkar kröfðust brottflutn- ings herstöðva Nato úr landi sínu var ákveðið að flytja að- alstöðvar Atlanzhafsbanda- lagsins til Evere í 'Belgín sem er útborg frá Brusell. Og vegna þessa flutnings á aðal- stöðvum Nato hefur íslenzka ríkisstjómín nú ákveðið að stofna sérstakt sendiráð fyrir Nató í Evere. Hinn nýl ambassador hjá Nató bjóst við áð starfsmenn sendiráðsins í Evere yrðu þrír til að byrja með, auk sín myndi Ingvi Ingvason, sein nú er sendiráðunautur i Par- ís og vara-fastafulltrúi íslands hjá Nató, flytjast til Evere og svo yrði ráðinn vélritunar- dama fyrir sendiráðið. Hversvegna vildi ihaldiS />eg/o? Gegndi starfinu af prýði í áratug, fékk ekki meðmæli □ Nokkur orðaskipti urðu á fundi • borgarltjómar Reykjavíkur sl. fimmtudag út af skólastjórastöðunni við Árbæjarskóla. Hneykslaðiát talsmaður íhaldsins mjög á því að minnzt skyldi á þetta mál í borgarstjóminni og var engu líkara en íhaldinu fyndist alger þögn um það hæfa málstað þess bezit. Mál þetta kom til umræðu á fundi fræðslunáðs borgarinnar sl. þriðjudag, er lagðar vom fram að nýju umsöknir um skóla- stjórastöðuna við fyrrnefndan skóla. Fræðslluráð samþykkti með 3 atlkvæðum að mæla með því að Jón Ámason verði settur í sitöð- una, en Finnbogi Jóhannsson hlaut 2 atlcvæði. Til vara var mæilt með Finnboga með 5 at- kvæðum. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í fræðsluráði, Sigurjón Björnsson, og fulltrúi Framsóknar, Sigríður Thorlacius, gerðu srvofellda grein fyrir atkvæðum sínum: „Af fyrirliggjanidi gögnum að dæn^a virðast allir umsækjendur um skódastjórastöðu við Árbæjar- skóla vera vel hæfir til að gegna því starfi, sem um ræðir. Einn umsækjandanna, Finnbogi Jó- hannsson, hefur þó sérstöðu, sem öll sanngimi mælir með, að tek- in sé til greina. Hann hefur starf- að við Árbæjarskólann í sam- fleytt 10 ár og í rauninni borið Saltsíldarverðið ákveðið: Verður kr. 390 íyr- ir uppsaltaða tunnu Verðlagsráö sjávarútvegsins ákvað á fundi í gær verð á síld til söltunar veiddri norðanlands og austan frá byrjun síldarsöltunar til 30. sept. n.k. Var verðið ákveðið kr. 390 fyrir uppsaltaða tunnu en kr. 287 fyrir upp- mælda tunnu. í fyrra var verðið kr. 378 fyrir uppsaltaða tunnu og er það því 12 krónum hærra nú. Samkomu- lag var í ráðinu um verðákvörðunina og hefur ætíð verið svo um saltsíldarverð. AfleiSingar stefnu borgarstjórnarihaldsirTs: Hlutfall rekstrarú tgjalda og fram- kvæmda verður sífellt óhagstæðara □ Viö síðari umræðu um reikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 1966 lagði Guðmundur Vigfússon, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, áherzlu á eftirfarandi stað- reyndir sem lesa má úr reikningunum: ★ rjármálastjórn borgaryfirvaldanna hefur verið laus í reipunum á síðasta ári eins og oft áður. ★ Fylgt hefur verið eyðslustefnu undanfarinna ára og hlutfallið milli rekstrarútgjalda og framlaga til nauðsynlegra framkvæmda hefur orðið óhagstæðara með ári hverju. Skuldir Reykjavíkurborgar hafa aukizt um nær 70 miljónir kr. á árinu og eru nú hærri en nokkru sinni áður. I ræðu sinni á borgarstjórnar- fundi sl. föstudag drap Guðmund- ur Vigfússon sérstaklega á þær miklu óreiðuskuldir sem ríkis- sjóður stendur í við Reykjavík- urborg og flutti í því sambandi svofellda tillögu: „Borgarstjórin vekur athygli ríkisstjórnarinnar á þeirri stað- reynd, að samkv. reikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 1966 nam skuld ríkissjóðs við borgarsjóð í lok þess árs 71,4 millj. kr. og hafði hækkað um 35,4 millj. kr. frá fyrra ári, eða nær tvöfaldazt. Rúmar 63 millj. kr. þessarar skuldar ríkissjóðs við borgarsjóð eru vegna lögbcC5---a en van- greiddra framlaga ríkisins til stofnkostnaðar Borgarsjúkrahúss- ins í Fossvogi, þar af 32,5 millj. vegna stofnframkveemda á s. 1. ári- Þessi skuldasöfnun stafar af því að gildandi lagaákvæði um að ríkissjóði beri að greiða 60% af byggingarkostnaði sjúkrahúsa á vegum sveitarfélaga eru að því er Reykjavík snertir gerð óvirk með ófullnægandi framlögum á fjárlögum til sjúkrahússbygging- arinnar ár eftir ár, og veldur það borgarsjóði miklum erfið- leikum og tefur fyrir því að unnt sé að fullgera sjúkrahúsið- Borgarstjórinn Ieyfir sér að skora á Alþingi og ríkisstjórn að taka þetta mál til alvarlegrar at- hugunar, og gera hið allra bráð- asta nauðsynlegar ráðstafanir til þess að umrædd skuld ríkisins verði greidd borgarsjóði, og að eftirleiðis verði á fjárlögum ætl- að nægilegt framlag af hálfu ríkisins til þess að staðið verði við lögboðinn hluta þess í bygg- ingarkostnaði borgarsjúkrahúss- ins“. Þessari tillögu var að umræð- um loknum vísað til borgarráðs með 10 atkvæðum ihaldsfulltrú- anna og knatanna tveggja gegn 5 atkvæðum borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins. Þá flutti Guðmoindur ennfrem- ur svofellda tillögu: „Mcð skírskotum til 9. gr. rcglugerðar nr. 55 frá 15. marz 1963 um bókliald og ársreikninga sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra, svo og með tilvísun til almennra bókhaldsrcglna, sbr. gildandi sveitarstjórnarlög, leggur borgar- stjórnin fyrir borgarstjóra að hverfa frá því fyrirkomulagi á færslum útsvara og aðstöðugjalda tll tekna, sem upp var tekið 1965 og einnig er fylgt í reikn- ingi 1966, og taka að nýju upp það fyrirkomulag er áður gilti, þ.e. að álögð útsvör og aðstöðu- Framhald á 7. síðu. I Stérhneyksli í Hafnarfirði? í gær komst þaö í hámæli í Hafn- arfirði að upp væri. komið mikið hneykslismál í sambandi við Bæjai- útgerðina. Þjóöviljinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að orðróm- ur þessi muni hafa við rök að styðj- ast en enn er þó of snemmt að skýra frá því hvemig í þessu máli liggur Mun það væntanlega skýrast er reikn- ingar Bæjarútgerðarinnar verða lagð- ir fyrir bæjarstjómarfund n.k. þriðju- dag. Er talið að mál þetta muni verða mikið áfall fyrir Alþýðuflokkinn þeg- ar öll kurl eru komin til grafar. Fréttatilkyrming VerðHagsróðs sjávarútvegs er svóhljóðaiidi: A fnndi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í dag varð samkomulag um eftirfarandi lágmarksverð á sfld til söltunar veiddrí norðan- lands og austan frá byrjun síld- arsöltunar til og með 30. sept. 1967. Hver uppmælt tnnna (120 Iítr- ar eða 108 kg) . . . kr. 287,00. Hver uppsöltuð tunna (með 3 (lögum í hring) . . . kr. 390.00. Verðið er ipiðað við, að selj- endur sikili silddnní í söltunar- kassa eins og venja hefur veríð á undanförnum átum. Þegar gerður er upp sfldarúr- gangur frá söltunarstöðvum, sem kaupa síld uppsaltaða af veiði- skipi, skal viðhafa aðra hvora af eftirfarandi reglum. > a. Sé síMin ekki mæld frá skipi, skal síldarúrgangur og úr- kastssíld hyers skips vegin sér- staklega að söltun lokinni. b. Þegar úrgangssíld frá tveim- ur skipum eða fleiri bllandast saman í úrgangsþró söltunar- stöðvar, sfcal sóidin mæld við móttöku til þess að fundið verði sfldarmagn það, sem hvert skip á f úrgangssíldinni. Skal upp- saltaður tunnufjöildi margfaldast með 390 og í þá útkomu deilt með 287 (það er verð'uppslataðr- ar tunnu). Það, sem þá kemur út, skal dregið frá uppmæildum tunnufjölda frá sfcipshlið, og kemur þá út mismunur, sem er tunnufjölldi úrgangssíldar, sem bátunum ber að flá greidda sem bræðslusíld. Þeim tunnufjölda úr- gangssfldar sfcal breytt í kíló með því að margfaida tunnufjöldann með 108 og kemur þá út úrgangs- síld bátsins talín í kflóum. Hluti söltunarstöðvar miðað við uppsaltaða tunnu er eins og óður 2 kg. □ Það sem umfram er úrgangs- síldar er eign bátsins og skal lagt inn á reikning hans hjá sfldarverksmiöj u. ábyrgð á starfi skólans og gegnt hlutverki skólastjóra. Finnbogi hefur að dómi þeirra, sem lil þekkja, rækt starf sitt af staikn árvekni, samvizikusemi og fyllstu hæfni við hin erfiðustu skilyrði." í tilefni af þessari bófcun ósfc- Fnamhald á 7 síðu. Ekki aufúsugestur? Er Gunnar ekki aufusu- gesfur? ★ Gunnar Thoroddsen, ambassador fslands í Dan- mörku, dvelst hér á landi um þessar mundir í sumar- Ieyfi ogr gegnir Birgir Möll- er sendiráðunautur í Kaup- mannahöfn embætti hans á meðan. ★ Ambassadorinn kom hingað heim frá Kaup- mannahöfn með fyrstu ferð Gullfaxa, hinnar nýju þotu Flugfélags íslands, milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar í byrjuu þessa mánaðar og hefur því dval- izt hér í nærféflt þrjár vikur en hann mun halda utan aftur um naestu mán- aðamót. ★ Það hefur vakið at- hygli manna, að þess hef- ur ekki verið getið með einu orði í Morgunblaðinu að Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, borg- arstjóri og ráðherra um árabil væri staddur hér á landi. Nú eru það að vísu engin sérstök tíðindi þótt ambassadorar íslands er- lendis komi hingað heim í sumarleyfum sinuni. Hins vegar hefur Morgunblaðið áður jafnan getið þess. rækilega þegar Gunnar Thoroddsen hefur verið hér á ferð og oft haft við hann heilsíðu viðtöl, stundum af litlu tilefni. Þess vegna finnst mönnum þögnin um heimsókn ambassadorsins nú aHkynleg. ★ Skyldi hún e.t.v. standa eitthvað í sambandi við þann orðróm, að am- hassadorinn sé hér meðal annars þeirra erinda að undirbúa jarðveginn fyrir væntanlegt framboð sitt við forsetakosningarnar á næsta sumri? Er Bjarna formanni e.t.v. lítið um þá ráðagerð gefið? Vill Bjarni formaður ekki ajð Gunnar verði forseti?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.