Þjóðviljinn - 22.07.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.07.1967, Blaðsíða 10
 Færeyingar skora fyrsta mark leiksins og eina mark sitt í leiknum. Það var nr- 8 sem skoraði markið. — (Ljósm. Þjóðviljinn A. K.). Landsleikurinn í gærkvöld: «>- Islendingar unnu, en Fær eyingarnir léku frá betur í gærkvöld íór iram á Laugardalsvellinum lands- leikur í knattspyrnu milli landsliðs Færeyja og B- landsliðs Islands. íslenzka liðið sigraði með tveim- ur mörkum gegn einu en Færeyingarnir komu þó mjög á óvart með getu sinn: og sýndu miklar fram- farir frá síðasta landsleik og það sem meira var, mun betri knattspvrnu en íslenzka liðið. Mörgu mim hafa komið á ó- vart hve Færeyingarnir léku góða knattspyrnu og hve þeim hefur farið fram síðan þeir iéku hér landsleik síðast. Á öllum sviðum knattspym- unnar höfðu þeir aukið mjög við getu sina og kunnáttu. Það kom líka á óvart að þeir skyldu sýna mun betri knattspymu en lið það sem Island tefldi fram og kállað er B-lið, þó þeim taakist ekki að sigra. Að Islandi tókst að vinna þennan leik var meira fyrir kraft einstaklinganna en að liðið félli vel saman eða að því tækist nð sýna góða knattspymu. Allur leikur íslendinganna var mun þyngri og stórbrotnari, og þeir höfðu ekki þann hraða sem Fær- Framhald á 7. síðu. Morrænt æskulýðsmót haldið Reykjavík 7. til £ ágúst □ Norrænt æskulýðsmót verður haldið í Reykjavik dagana 1.-8. ágúst n.k. og eru væntanlegir hingað tæp- lega 300 fulltrúar frá æskulýðsfélögum á Norðurlönd- um, 70 frá hverju landi nema 20 frá Færeyjum. Þátt- takendumir eru á aldrinum 20-30 ára. • □ Með móti þessu hefst norrænt æskulýðsár sem nor- j rænu félögin standa. að og lýkur því með stóru móti í Álaborg í júní 1968. Viðfangsefni mótsins sem haldio verður i Reykjavík er kjmning á íslandi nútímans, stjórnmálum, atvinnumálum, menntun, menningu og félagslífi. Á æskulýðsárinu verða skipu- lagðar ráðstefnur og fundir sem fjalla um einstök málefni t.d. vandamál sveitaæskunnar á Norðurlöndum, tómstundastörf, tapogs!?urh|á sfúdsntasveit Eins og kunnugt er af fréttum lenti íslenzka skáksv'eitin í B- flokki í úrslitakeppni Heims- meistaramóts stúdenta í skák og eru níu sveitir í þeim flokki en tíu í A-flokki. 1 fyrstu umferð úrslitakeppn- innar áttu Islendingar í höggi við Belgíumenn og töpuðu með IV2 vinningi gegn 21/?,. Trausti Bjöms- son, Jón Þór og Bragi Kristjáns- son gerðu allir jafntefli en Jón Hálfdánarson tapaði. I 2. umferð sigruðu Islendingar Austurríkis- menn með 2V? vinningi gegn 1V?. Guðmundur Sigurjónsson tapaði, Jón Þór vann, Bragi gerði jafn- tefli og Jón Hálfdánarson vann. menntamál, vandamál borgaf- æskunnar o.s.frv. Stærsti viðburður æskulýðs- ársins er mótið á íslandi sem er skipulagt í sameiningu af Norðmönnum og íslendingum. Sjá Norðmennimir um ferðir er- lendu þátttakendanna til ís- lands og heim aftur, en æsku- lýðsráð Norræna félagsins hér sér um framkvæmd mótsins. Tilgangur mótsins er að kynna þátttakendunum ísland nútím- ans, og sagði Jón E. Ragnars- son’, form. æskulýðsráðs Nor- ræna félagsins, við blaðamenn í gær, að ungt fólk á hinum Norð- urlöndunum vissi gjarnan meira um íslenzkt þjóðlíf og menn- ingu fyrr á öldum en sýndi nú mikinn áhuga á að kynna sér ísland nútímans með því að leggja upp í svo langa ferð — í stað þess að halda ódýrara mót annarsstaðar. Fundir á ráðstefnunni fara fram í Hagaskóla, nema hvað mótið verður sett í Háskólabíói. Erlendu þátttakendurnir munu gista á einkaheimilum og í Nl JREYKJAVlK \ 1 >. 1.-8.ÁGÚST1967 MótsmerkiS var gert á Teikni- stofn Gísla B. Bjömssonar. Melaskóla og eru það eindregin tilmæli ráðsins að fólk sem gæti hýst æskulýðsleiðtoga á meðan á mótinu stendur, láti skrifstof- una vita, en hún er í Hafnar- stræti 15, sími 21055. Dagskrá mótsins er í grófum dráttum á þessa leið. A þriðju- dagskvöld koma erlendu þátt- takendurnir til landsins, — á mánudag verður farin kynnis- ferð um Reykjavík og mótið sett í Háskólabíói. Við það tækifæri flytja formaður Nor- ræna félagsins, Sigurður Bjarna- son, alþingismaður og forsætis- ráðherra dr. Bjarni Benedikts- son stutt ávörp og Páll Líndal, borgarlögmaður flytur erindi um ísland fyrr og nú. Um kvöldið verður kvöldvaka í íþróttahöllinni í Laugradal, þar koma fram þrír fimleikaflokkar, sýndir verða þjóðdansar og glíma. Öllum er heimill aðgang- ur að kvöldvökunni, svo og að öðrum liðum_ mótsins. Þeir sem Framhald á 7. síðu. ■ ■ { Hverja ákærir ! Guðmundurnú ■ { um gripdeildir? ■ ■ Hætt var við að reyna að ná togaranum Boston j Wellvale út af strandstað síðastliðna nótt og er beðið með *ðgerðir eftir stór- ■ straumi sem verður öflug- astur á flóði í dag eða á j morgun, sunnudag. f allan gærdag var Guð- mundur Marselíusson að vinna um borð í togaran- j um við undirbúning björg- j unarinnar og náðum við ■ því ekki sambandi við hann, en í viðtölum við j Morgunblaðið og Tímann, j sem þessi bloð birtu i gær, ■ dregur hann til baka ýms- ar fullyrðingar varðandi ■ „strandránið", sem hann lét j falla í viðtali við Þjóðvilj- j ann, er birtist hér í blað- ■ inu í fyrradag, og segir j hann nú að blaðið hafi j lagt sér þessi orð í munn. 5 Það er nú svo. Af þessu tilefni þykir Þjóðviljanum rétt að taka j það fram, að blaðið hefur j hvorki ástæðu eða löngun til að bera landhelgisgæzl- • una, bæj a rfógetaemibættið j á ísafirði eða umboðsmann j brezkra togara hér á landi j sökum í sambandi við þetta j „strandrárts“-mál Guðm. • Marselíussonar en birti í j grandaleysi og án nánari j / athugunar ótæpilegar stað- hæfingar hans um þetta ■ mál. Harmar blaðið jafn- j framt að hafa ekki þá þeg- ar borið þessi ummæli hans undir hlutaðeigandi aðila. í viðtalinu við 3\torgun- blaðið snýr Guðmundur þó ekki aftur með ásakanir sínar um „mesta strandrán hér á landi“ en snýr þeim nú að nýjum og ónafn- greindum aðilum, saman- ber þessa málsgrein: „Guðmundur sagði það rétt, að framið hefði ver- ið eitt mesta strandrán hér á landi í Boston Well- vele og vissi hann um sex aðila, sem farið hefðu með gripdeildum um skipið. Það væru þó ekki opinber- ir aðilar og ekki myndi hann kæra þá fyrr en hann sæi, að hann næði togaranum á flot“. Nú væri fróðlegt að fá upplýst: Að hverjum bein- ast þessar nýju „gripdeild- ar“-ákærur Guðmundar og ætlar hann að standa við þær — eða bera Morgun- blaðið fyrir þeim síðar — þegar á herðir? Laugardagur 22. júlá 1967 — 32. árgangur — 161. tölublað. Skyndikönnun á tékkum 19. júlí: 344 innstæðulausir aé upphæð 1,7 milj. I• gær barst Þjóðviljanum eff- irfarandi fréttatilkynning frá Samvinnunefnd banfca og spari- sjóða: Hinn 19. júlí s.l. fór fram skjmdikönnun á innstæðulausum tékkum. Kom þé fram, að inn- stæða reyndist ófullnægjandi fyrir tékkum samtals að fjárhæð kr. 1.693.000. Heildarvelta dagsins í tékkum við ávísanaskiptadeild Seðlabankans var 260 miljónir króna og var því 0,65 prósent fjánhæðar tékka án fullnægjandi innstæðna. Frá þvi í nóvember 1963 hafa farið fram alls 15 skyndikannan- ir. Miðað við skyndikannanir á síðasta ári og það sem af er þessu ári er hlutfaillið milli heildarveliu dagsins og innstæðu- lausra tékka heldur hagstæðara nú, en þess ber að gæta, að í þessari skyndikömnun barst meiri fjöldi tékká en nokkru sinni áð- ur eða 344 stk., mesti fjöldi áð- ur var 210 stk. v Eins og kom fram í blööum eg útvarpi nú fyrir skömmu tóku nýjar reglur um tékkaviðskipti gildi 1 þessari viku. Verða inn- stæðulausir tékkar nú innheiml- ir í samræmi við þær reglur. ‘ ■ Til frekari áherzlu skal hér vikið að einmi grein hinna nýju reglna: k „Sé téldd ógreiddur 15 döguin eftir áritun um greiðslufal, skal kæra útgefenda hans fyrir meint tékkamisiferli til viðkomandi sakadóms. Jafnframt skal höfða einkamál f.h. innlausnarbanka fyrir viðkomandi dómsþingi á hemdur öllum tékkaskuldurum til tryggingar sfculdinni.“ Heldur crafík- sýninru á Mokka Á morgun, sunnudag, kl. 2 síðdegis opnar Guðbjartur Guð- laugsson sýningu á Mokkakaffi og mun hann sýna þar nsesta hálfan mánuð tæplega 20 myndir, vatnslitamynd ir, monotypur og tréskurðarmyndir. Guðbjartur hóf nám í málara- list hjá Kjartand Guðjónssyni en fór síðan f Myndllistarskólann og lau-k þaðan prófi. Þá dvaldist hann þrjú ár í Vín og lauk það- an prófi i málaralist árið 1961. Hefur hann verið búsettur í Vín lengst af síðan og hefur haldið þar þrjár sjálfstæðar sýningar og tekið þátt í tveim samsýningum. Þetta er hins vegar fyrsta sýning hans hér heime. íPHVUí t* * Eitrun drepur kind- ur í Þingvallasveit Bændur i Þingvallasveit uai’a orðið fyrir óvæntum f járskaða nú um hásnmarið; hafa nokkrar kindur þeirra drepizt og aðrar veikzt að talið er af völdum eitr- unar. Þingvaillabændur smöluðu fé sínu til rúnings í réttinni hjá skeiðvellinum í SkógahóHum á miðvikudaginn var. Eftir að féð var komið í réttina tóku menn eftir því að saltlhrúgur voru þar é víð og dreif og virtust sumar kindurnar sækja mjög í þær og éta. Sfcömmu síðar urðu bændur varir við að tvær kindanna voru dauðar; sú þriðja drapst nokfcru seinna og allmargar urðu veikar. Þegar skrokkarnir voru ranmsak- aði að Keldum komu í ljós greinileg eitrunareinkenni, en ekfci var unnt að fúllyrða að svo komnu máli af hvaða vöddum eitrunin stafaði. Bændurmir telja að eitrunm geti ekki stafað af öðru en salt- áti kindanna í réttinni, en saltið munu hestamenn hafa skilið eftir í réttinni er þeir voru þar á ferð um síðustu helgi. Aðeins 2 skíp til- kynntu um afla Flest sfldveiðisfcipin eru nú ýmist á svasði milli 73 gr. til 74 gr. n.l. og 11 gr.-12 a.1.1. en það eru 140 mílur SV. af Bjarn- arey eða í Norðursjónum, um 60- 70 mflur V.a.S. frá Egersund í S- Noregi. A þessum svasðum var gott veður fyrra sólarhring, en aðeins tvö skip tilkynntu um afla, sam- tais 570 lestir. Talið er að fleiri skip hafi fengið einhverja síld, en þau höfðu eigi tittkynnt um afla sinn í gærmorgun. Dalatangi: Jörundur II. RE 270 lestir. Þórð- ur Jónasson EA 300. Loftleiðamálið j rathugua' Þjóðviljinn átti i gær tai vu) Níels P. Sigurðsson, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu, 'og innti hann eftir því hvort eithvað hefði vérið gert af hálfu ráðu- neytisins áð undanförnu f Loft- leiðamálinu svonefnda, þ.e. að afla Loftleiðum lendingarleyfa fyrir Rolls Royce 400 flugvélarn- ar á Norðurlöndunum. Deildarstjórinn kvað málið vera tiil athugunar hjá utanrik- isráðuneytum og samgöngumáia- ráðuneyfcum viðkomandi landa en lítið hefði þó gerzt í þvi að und- anförnu vegna sumarleyfa flestra ráðamanna þessar vikumar. Deiidarstjórinm kvað það hins vegai von penici utanríkis- ráðuneytinu að búið yrði að finna einhverja lausn á þessu deilumáli fyrir fund utanrfkisráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í Heisinki í Finnlandi 23. ágúst n.k., en eins og' kunnugt er kom málið til umræðu á síðasta fundi ráðherranna sem haldinn var hér í Reykjavík í apríl sfl. Hins vegar kvaðst deildarstjórinn ekkert geta ■sagt um, hvort málið yrði tekið upp á ráðherrafúndinum, ef lausn hefði ekiki fengizt á því fyr- ir þann tíma, það væri utanrík- isráðherra sem tæki ákvörðun um það hvort hann hrcyfði nS’- ur JónassOn EA 300 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.