Þjóðviljinn - 22.07.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.07.1967, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. júM 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÖA 'J íslendingar unnu Færeyinga, 2:1, ígærkvöld Framhald af 10. síðu. eyingar höfðu og hlaupalag. Tækni Færeyinganna var líka mum meiri basði í sendimgum og eins í að stöðva knöttinn. Með meiri reynslu sem og gefuí* aukinn kraft, ætti þetta færeyska lið að geta náð furðu lamgt, en þá skortir mjög leik- reynslu við erlend lið og þáttölcu í landsleikjum á við íslenzka kmatspymumenn. I heild var leikurinn heldur daufur og af Islands hálfu mjög siakur, og satt að segja var furðulegt hvað leikmenn náðu illa saman og hve þá virti'it skorta baráttukraft, þar var þó Baldur Scheving undantekning. Vera kann að hraði Færeying- anna hafi truflað svo íslenzka liðið að það hafi aldrei komizt verulega í gang, og alitaf er það viss kenning að eitt lið leiki ekki betur en mótlherjinn leyfir, og vera má að það hafi verið hér. Gangur leiksins Island byrjaði með sókn og virtist sem það ætlaði að taka forustu í leiknum, en það stóð ekki lengi þar til Færeyingar fara að bíta frá sér og ógna marki íslands. Þetta gera þeir með hnitmiðuðum samleik sem greinilega kemur íslendingunum á óvart. Á 10. mín. eiga Færey- ingar gott tækifæri en skotið mistókst. Á 17. mín. er Bjöm Lárusson kominn innfyrir en markmaður Færeyinga lokar skemmtilega og ver. Er nú sótt og varið á vfxl þar Óeirðir í USA Framhald af 3. síðu. um 300 blökkumenn í dag í kröfugöngu til ráðhússins og kröfðust þess að yfirvöldin gerðu eitthvað til að útvega þeim betra húsnæði, atvinnu og menntunarskilyrði. FLOKKURINN VEGNA SUMARLEYFA mun skrifsiofa félagsins verða op- in frá kl. 6 til 7 síðdegis virka daga og lokuð á laugardögum, þar til annað verður ákveðið og tilkynnt í biaðinu. sem Ieikur gestanna var skemmtilegri og virkari og á 20. mínútu sóttu þeir með góðum samíleik en að síðustu einlék Olv- héðinn fram og skaut óvænt og skorar með föstu skoti. Greinilegt er að Islendingum líkar þetta ekki og sækja þeir nú sem fastast og á 27. mín. bjargar vamarmaður á línu. Nokkru síðar gera íslendingar enn áhlaup og endar það með góðri sendingu frá Bimi til Helga Númasonar sem skaliar í mark 1:1. Litlu síðar er Baidur í góðu færi en skotið mistekst. Og þann- ig stóðusf Færeyingar storminn sem raunar var ekiki sériega mikill. Þannig endaði fyrri hálf- leikur 1:1. Síðari hálfleikur byrjar með sókn af Islands háifu, sem til að byrja með gefur engan árangur, vöm Færeyinga sá fyrir þvi með vilja sínum og hraða í hindrun- um. Á 10. mínútu er það Baid- ur Scheving sem tekur til sinna ráða og einleikur fram völlinn og leikur á einn eftir annan og endar þetta með hörkuslkoti sem hafnar í marki Færeyinga, 2:1. Það sem eftir var hájfleíksins gerist heldur lítið og opin tæki- færi voru heldur fá. Skiptust Iið- in á að sækja en yfir sókn Fær- eyinga var skemmtilegri blasr með betri knattspymu, án þess þó að þeim tsekist að skapa sér tækifæri til að jafna sakimar, enda úthalld hegigja farið að segja til sín. Liðin: Eins og fyrr segir kom þetta færeyska lið á óvart og er mjög greinilegt að þeir hafa fengið góða skólun að undanförnu, sem kemur fram í leikni þeirra og hraða sem öll góð lið vilja til- einka sér. Hinn létti hlaupastíll þeirra setur mikinn svip á leik þeirra, og er nokkuð sem ís- lenzk lið ættu að tileinka sér. Þeir ráða yfir góðum skalla og eru fljótir að koma af stað samleik — finna næsta mann — og hreyfanlegir eru þeir þegar þeir hafa ekki knöttinn. Beztir í liði þeirra voru markmaðurinn Regin Arting sem virtist mjög öruggur, Olv- heðinn, framherjinn hægra meg- in (no. 8) sýndi og mjög góð tilþrif, bakvörðurinn Olavur Thomsen var og rhjög sterkur, og í heild féll vörnin vel saman. Báðir útherjarnir, þeir Baldvin Baldvinsson og Arne Roin sluppu einnig veL í heild féll þetta landslið Færeyja vel sam- an. íslenzka liðið lék mun lakar en búizt var við og náði alls, ekki eins góðum tökum á leikn- um og efni hefðu átt að leyfa, kemur þar til bæði sóknar- og vamarleikur. Maður hafði það á tilfinningunni að þeir Iékju flestir undir því sem þeir ættu að geta. f heild vantar liðið hraða og meiri hreyfingu í leik sinn, en á meðan verður leikur- inn þunglamalegur og leiðinleg- ur. Það var rétt við og við að liðið náði laglegum samleik sem svolítið gaman var að. Frískast- ur var Baldur Scheving, Þórður Jónsson lék nú með no. 10 á bakinu en naut sín ekk'i með það númer, — Anton stöðvaði margt áhlaupið en hann naut sín eitthvað ekki. Helgi Núma- son og Skúli Ágústsson sluppu skárst í framlínunni, en f vörn- inni, fyrir utan Baldur, voru það Guðni og Magnús Haralds- son sem slúppu þolanlega. Á Sigurð í markinu mæddi ekki mikið en hann tók allt sem tekið varð. Þessi leikur hefur aukið virð- ingu okkar hér fyrir færeyskri knattspyrnu, þeir eru á réttri leið og með sama áframhaldi er ekki gott að Vita hvenær það verða Færeyingar sem sigra, en þess ætti ekki að verða langt að bíða. Dómari* var Magnús Péturs- son og dæmdi vel. Frímann. KOMMÓÐUR — teak og eik ' / Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar Skipholti 7 — Sími 10117. íinangrunargler Húseigendur — Byggingameistarar. Útvecj’um tvöjalt, einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara Sjáum um ísetningu og allskonar breytingar á gluggum Útvegum tvöfalt gler í lausafög og sjá- um um máltöku. Gerum við sprun.gur f steyptum veggjum með þaulreyndu gúmmíefni. Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 51139. Æskoiýðsmétið Framhald af 10. síðu. vilja taka þát't í öllu mótinu greiða 100 kr. mótsgjald og fá þá ýmis gögn í hendur, svo og smekklegt mótsmerki sem unnið er á Teiknistofu Gísla B. Björns- sonar. Á fimmtudaginn verður ferð- ast um landið m,a. komið til Þingvalla og að Skálholti. Á sameiginlegum fundi á föstudag- inn flytur Bjarni Bragi Jónsson erindi um efnahagsmál og at- vinnulíf á íslandi og má búast við fjörugum umræðum og fyr- irspurnum um þau mál. Annar fyrirlestur verður haldinn á laugardaginn,*hann flytur Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, og fjallar hann um ís- lenzka menningu, list og mennta. mál. Þennan sama dag verður annar fundur þar sem bátttak- endum gefst kostur á að leegja fyrirspurnir fyrir leiðt. stjórn- málaflokkanna og aðra forystu- menn í þjóðmálum. Á mánudaginn flytur Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri er- indi um utanríkisstefnu’ fslands og afstöðu okkar til alþjóða- mála — og verður fróðlegt að heyra hverjar fytirspurnir verða bornar fram eftir þann lestur. Auk þessa verða fundir og skemmtanir hjá íslenzkum kol- legum æskulýðsleiðtoganna og dansleikur verður haldinn í Lído á laugardagskvöldið 5. ágúst fyr- ir þátttakendur í mótinu og aðra. Aðildarfélög Æskulýðssam- bandsins, sem eru 12 að tölu, munu hvert um sig tilnefna 10 fulltrúa á ráðstefnuna. Þess má geta að 80 þúsund danskar krónur voru veittar úr Norræna menningarmálasjóðnum til að styrkja erlendu þátttakendurna til íslandsferðarinnar. ★ Sparisjóður alþýðu Skóla- vörðustíg 16, annast öll Inn- lend bankaviðskipti. — Af- greiðslutimi klukkan 9-4 á föstudögum klukkan 9 til 4 r klukkan 5 til 7. Gengið er inn frá Óðinsgötu. Sparisjóðurinn verður lbkaður á laugardögum til 1. október n.k. — Spari- sjóður alþýðu, sfmi 1-35-35. Skéíastjóri Framhald af 1. siðu. uðu fhaldsfulltrúamir Auður Auðuns, Kristján J. Gunnarsson og Þórir Einarsson eftir að gera eftirfarandi grein fyrir atkvæð- um sínu m: „Af umsækjendum héfur Jón Árnason eimn reynslu sem yfir- kennari við stóran sktóla, Lang- holtsskólann, og hefur gegnt því starfi af mikilli prýði síðan 1961. Með tilliti til þess og þeirrar framhaldsmenntunar, er hann hefur aflað sér, teljum við rétt að mæla með setningu hans í skólastjórastarfið." Nokkur orðaskipti urðu um málið milli Guðmundar Vigfús- sonar og Sigurjóns Bjömssonar annarsvegar og Auðar Auðuns hinsvegar. Hneykslaðist frúin mjög á þeim „skorti á háttvísi", eins og hún orðiði það, er minnihlutafulltrúamir f fræðslu- ráði hefðu siýnt með þvi að óska bókunar á afstöðu þeirra í mál- inu! Sigurjón Björnsson kvaðst ekki betur sjá en þama hefði verið framið pólitískt ranglæti. Benti hann m.a. á að Finnbogi Jó- hannssom hefði gegnt hlutverki skólastjóra í Árbæjanhverfi í ára- tug við hinar erfiðustu aðstæður; t.d. hefðu í vetur verið 250 nem- endur í skólanum og þrísetja hefði orðið í allar kennslustofur. Reikninciarnir Framhald af 1. si'ðu. g.iöld hvers árs séu bókfærð teknamegin á rekstrarreikningi þess“. Var þessari tillögu einnig vísað til borgarráðs með 10 atkvæðum íhalds og krata gegn 3 atkvæð- um Alþýðubandalagsins, en Framsóknarfulltrúamir tveir sátu hjá. Þriðja tilLaga Guðmundar var svohljóðandi: „Borgarstjómin ákveður að taka eftirleiðis upp þá reglu, að reikningsuppgjör og lokun reikn- inga borgarstjóðs og borgarstofn- ana fari fram á áramötum. Vill borgarstjórnín með þessu koma aukinni festu og betri reglu á reikningsuppgjör hvers árs, og telur rétt að fylgja í þessu efni fordæmi rikisins, sbr. Iög um ríkisbókhald nr. 52/1966 og fram- kvæmd þeirra af hálfu ríkisins“. Tillögunni var vísað til borg- arráðs með 8 atkvæðum íhalds gegn 5 atkvæðum Alþýðubanda- lags og Framsóknar- Kratarnir sátu hjá að bessu sinni. Nýju baudarísku tunulfari slot»ð KENNEDYHÖFÐA 19/7. Banda- ríkjamenn skutu í dag á loft nýju tunglfari af gerðinni „Lun- ar Explorer" og er ætlunin að það fari á braut umhverfis tungl- ið til að gera athuganir á að- stæðum í námunda við það. Bandariskir vísindamenn hafa nú gefið upp alla vpn um að ná aftur sambandi við tunglfarið ,3urveyor 4.“. Það þykir nú al- veg vfst að það hafi splundrazt í lendingu. BONN 21/7 — 1 Bonn var skýrt frá þvi í gærkvöld að Holland hefði afhent lista með nöfnum 348 Þjóðverja sem gerðu sig seka um stríðsglæpi og áttu þátt í morðum 1600 Hollendinga í seinni heimsstyrjöldinni. Smurt brauð Snittur i rauö boer — við Óðinstorg — Sími 20-4-90. HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteignastofa Bergstaðastræti 4. Sími 13036. Heima 17739. STfiHPÖRo'liWSl BRlDGESTON E HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. B:RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstrl. BR.IDGESTONE ávallt fyrirliggjandí. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viágerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 nýtt&betm VEGA KORT £sso! Kaupið Minningrakort Slysavamafélafrr íslands. Laugavegi 38 SlMl 10765 Skólavörðustíg 13 SlMI 15875 ftalskar sumarpeysnr frá MARILU Póstsendum um allt land. Allt til RAFLAGNA ■ Rafmagnsvorur. ■ Heimilistæki. ■ Útvarps- og sjón- varpstæki. Rafmagnsvöm- búðin s.f. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. NÆG BÍLASTÆÐl. Auglýsið í ÞJÓÐVILJANUM ■ SAUMAVÉLA- VIÐGERÐIR ■ LJÓSMYNDAVÉLA- VIÐGERÐIR. Fljót afgreiðsla. SYLGJA Laufásvegí 19 (bakhús) Sími 12656. Sængnrfatnaður - Hvitur oe mislitur — ★ ÆÐARDÚNSSÆNGUR. GÆS ADÚNSSÆN GUR DRALONSÆNGUR SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustíg 21. VB [R'fj ■ khrk; SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.